Morgunblaðið - 05.06.2012, Síða 18
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
M
ikill skortur á fag-
menntuðu fólki í
málm- og véltækni
veldur verulegum
áhyggjum. Hefur
þurft að flytja inn menntaða málm-
iðnaðarmenn frá öðrum löndum
mörg undangengin ár.
Þetta er ekki síst aðkallandi við
álversframkvæmdir þar sem t.a.m.
hefur reynst nánast ókleift að fá
innlenda málmsuðumenn til starfa
en eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í vetur er allt útlit fyrir að
flytja þurfi inn sérhæfða álsuðu-
menn við stækkunarframkvæmd-
irnar í Straumsvík.
Sjónir hafa beinst að hvernig á
því stendur að ekki tekst að laða
fólk í nám í þessum greinum.
Starfsmenn Félags vélstjóra og
málmtæknimanna (VM) hafa safnað
upplýsingum um fjölda nemenda í
málmtækninámi og greina frá niður-
stöðunum í tímariti félagsins. Á ár-
unum 2000 til 2100 voru 5.500 nem-
endur skráðir á þessar námsbrautir
skv. gögnum Hagstofunnar. Á sama
tíma voru rúmlega 800 námssamn-
ingar skráðir hjá IÐUNNI fræðslu-
setri og af þeim hafa einungis um
630 lokið sveinsprófi. „Hér er ekki
um skilvirkt kerfi að ræða þegar
einungis um 12% ljúka námi,“ segja
Guðni Gunnarsson og Halldór Arn-
ar Guðmundsson, starfsmenn
Kjara- og menntasviðs VM.
Benda þeir á að í samtölum við
kennara í málmiðnaðargreinum hafi
smátt og smátt komið fram sú mynd
að aðhald í rekstri skóla komi niður
á þessum greinum. Skólarnir ná að
reka grunndeildir þar sem þeir geta
safnað saman nemendum í mismun-
andi greinum í eitt undirbúnings-
nám. Þegar kemur að framhalds-
námi minnka hóparnir, oft undir þau
lágmarksviðmið sem skólum eru
sett.
Engar umsóknir um sveinspróf
í málmsuðu á seinustu árum
IÐAN fræðslusetur annast mót-
töku gagna og skráningu náms-
samninga og sveinsprófa fyrir
málmiðngreinar o.fl. Í fyrra bárust
alls 125 umsóknir um sveinspróf í
málmiðngreinum og netagerð. Þar
var þó engin umsókn um málmsuðu
á árunum 2009, 2010 og 2011 og
engir námssamningar voru stað-
festir á þessum árum. Einn náms-
samningur var staðfestur í fyrra í
blikksmíði og þrír í rennismíði.
„Það vantar allar gerðir málmiðn-
aðarmanna. Áliðnaðurinn hefur
kvartað mest yfir skorti á vél-
virkjum, suðumönnum og rafvirkj-
um, sem virðist vera mikill skortur á
hér á landi. Í málmiðnaðinum vantar
verulega upp á að nægilega margir
sæki sér menntun í þessum greinum
á hverju ári,“ segir Þorsteinn Víg-
lundsson, framkvæmdastjóri Samál,
Samtaka álframleiðenda.
Raunar segist hann þó sjá lítils-
háttar teikn á lofti um að ástandið
gæti aðeins verið að færast til betri
vegar því ásókn í grunndeildir
málmiðnaðarins hafi aukist á sein-
ustu tveimur árum. ,,Vonandi er
þetta að sækja á að nýju. Atvinnu-
tækifærin eru mjög góð í þessum
greinum og verða það á næstu ár-
um,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að þessi skortur á
málmiðnaðarmönnum hafi verið
lengi til staðar og viðvarandi í grein-
inni allri. ,,Benda má þeim sem eru
að velta fyrir sér námi á sviði iðn-
menntunar á að þetta er mjög ákjós-
anleg grein til að velja sér, góð laun,
stöðugt vinnuumhverfi og góðar at-
vinnuhorfur vel fram á veginn,“ seg-
ir Þorsteinn um áliðnaðinn og þær
fjölmörgu atvinnugreinar sem selja
álverunum þjónustu sína.
Aðeins 12% ljúka
málmtæknináminu
Morgunblaðið/Golli
Málmsuða Skortur á fagmenntuðu fólki í málmiðnaði er orðinn viðvarandi
vandamál en fáir útskrifast úr málmtækninámi.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt meg-ineinkenniá
stjórnmálaferli
Jóhönnu Sigurðar-
dóttur frá fyrstu
tíð hafa verið hót-
anir hennar. Allur
hennar langi ferill
er löðraður í hótunum. Þá sögu
þekkja nú orðið flestir og sumir
mjög vel. Hún hótaði samstarfs-
mönnum sínum og flokkssystk-
inum sínum reglubundið. Fengi
hún ekki þessa eða hina sér-
kröfu sína fram myndi hún fara.
Henni kæmi ekkert við þótt aðr-
ir hefðu náð samkomulagi um
annað. Fengi hún ekki sitt fram,
kröfu sem hún ein stóð að baki,
færi hún úr ríkisstjórn, úr þing-
flokki eða úr flokki, eftir því
sem við átti í hvert sinn.
Það var raunar með eindæm-
um hversu lengi var látið undan
hótunum af þessu tagi. Marg-
föld reynsla er fyrir því að slíkt
sé skammgóður vermir. Sagt
hefur verið að sumir trúi því að
kasti þeir sífellt fitumeiri kóte-
lettum í kjaftinn á kröfuharðri
kjötætu sé ekki hægt að útiloka
að hún breytist óvænt í græn-
metisætu. Þó munu ekki til
þekkt dæmi um slíkan umsnún-
ing. Og síst í tilviki Jóhönnu.
Hún þakkaði aldrei þótt kom-
ið væri til móts við óbilgjarnar
kröfur hennar. Hún þakkaði
sínum eigin hótunum þann ár-
angur. Sérhver eftirgjöf vegna
hótana kallaði fljótlega á nýjar
kröfur og nýjar hótanir. Að lok-
um fór það iðulega svo að mæl-
irinn fylltist og Jóhanna fór úr
ríkisstjórn, hún fór úr þing-
flokki, hún fór úr flokki og
stofnaði nýjan flokk til að skaða
sinn flokk sem mest. Og nýja
flokknum stjórnaði hún með
hótunum.
Frá fyrsta degi hinnar illa
þokkuðu ríkisstjórnar sinnar
hefur hún haft í hótunum. Hót-
unum við embættismenn, hót-
unum við stjórnarandstöðu,
hótunum við þingið og hótunum
við almenning. Hún hótaði efna-
hagslegu öngþveiti
ef Icesave yrði ekki
samþykkt í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Fólkið í landinu
blés á þá hótun
með eftir-
minnilegum hætti.
Hún hefur hótað
þjóðaratkvæði um „kvótann“ en
brást örg við þegar forsetinn
kom með sína eigin hótun um
sama efni undir aðeins öðrum
formerkjum. Hún hefur hvert
einasta ár hótað þingheimi með
sumarþingi, ef hann afgreiddi
ekki þingmál sem ríkisstjórn
hennar lagði allt of seint fram
og að auki í bullandi ágreiningi
við allt og alla. Lengi vel brást
stjórnarandstaðan of auðmjúk
við hávaða og hótunum.
Þegar forráðamenn í sjávar-
útvegi leggja þunga áherslu á
óskir um að við þá sé talað og á
þá og aðra sé hlustað bregst Jó-
hanna við með þeim eina hætti
sem hún kann. Hún viðhefur
stóryrði og hefur í hótunum.
Stjórnarandstaðan á að grípa
hótanir hennar um sumarþing
fegins hendi. Fólkið í landinu er
búið að fá sig fullsatt af hót-
unum Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þær virka algjörlega öfugt.
Þær eru þegar komnar langt
með að murka lífið úr frama-
vonum hennar eigin forseta-
frambjóðanda. Þær styrkja
stöðu stjórnarandstöðunnar
dag frá degi. Þingflokkur Jó-
hönnu hefur setið hræddur
undir hótunum hennar í rúm
þrjú ár. Þaðan berast þær frétt-
ir að líka þar séu hótanir farnar
að virka öfugt. Þar fari hiti vax-
andi og bulli undir og spurs-
málið sé aðeins hvenær sjóði
upp úr.
Tími Jóhönnu kom í rauninni
aldrei. Hún stendur yfir svið-
inni jörð sinnar pólitísku
þröngsýni og þvermóðsku. Hún
þvælist með hótunum fyrir end-
urreisn landsins. Hótanir henn-
ar eru innantómar og aumk-
unarverðar. Þær virka ekki
hætis hót, nema öfugt.
Nú orðið eru hótanir
Jóhönnu Sigurðar-
dóttur eins og hver
annar happdrættis-
vinningur fyrir and-
stæðingana}
Hóti hún sem mest
Almennar um-ræður vegna
forsetakjörs fóru
ekki vel af stað. Á
meðan þær laga-
reglur gilda um
framboð og kosningu til þessa
embættis eins og nú er verða
miðlar að leitast við að gera
ekki upp á milli frambjóðenda.
Fjölmiðill getur tjáð sig í rit-
stjórnargreinum sínum eins og
hann kýs um álitaefni sem
tengjast forsetakosningum og
áherslum einstakra forseta-
efna og hvað honum þyki
mestu varða í kosingunum. En
ætli fjölmiðill að
öðru leyti beinlínis
að vinna að kjöri
tiltekins frambjóð-
anda væri honum
rétt að tilkynna
það fyrirfram með skýrum
hætti.
Undanfarna áratugi hafa
fjölmiðlar á Íslandi ekki kosið
að fara þá leið við forsetakosn-
ingar. Þar með hafa þeir und-
irgengist skilyrði eins og það
að leitast verði við að gefa
frambjóðendum áþekkan kost
á að koma sjónarmiðum sínum
á framfæri.
Ýmsar óskráðar
reglur gilda í for-
setakosningum}
Forsetakosningar fara af stað
Í
sland er eyja, umlukin hafi. Okkar lifi-
brauð í gegnum aldirnar hefur verið
það sem sjórinn og landið gefur okkur.
Ísland byggist upp vegna hafsins. Það
má sjá á þeim byggðarkjörnum sem
hafa raðast upp hringinn í kringum landið. Allir
hófu þeir sína tilveru vegna hafsins.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur
víða um land á sunnudaginn. Hátíð tileinkuð
hafinu fór fram í Reykjavík og höfuðborgar-
búar flykktust niður á höfn til að sjá bátana,
skoða fiskana og sýna sjómönnum stuðning á
degi þeirra. Fæstir þeirra sem þarna voru hafa
nokkru sinni migið í saltan sjó en það skiptir
engu máli. Fólk kom þarna til að sýna einum
grunnatvinnuveginum stuðning, til að sýna að
það veit vel að það er hluti af sjávarútvegsþjóð.
Árið 2011 voru lögskráðir 7.269 sjómenn hér
á landi á 1.443 skipum, segir á vef Siglingastofnunar. Sjó-
mannadagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert fyrir þessa
menn (kvenmenn og karlmenn) en líka fyrir okkur hin
sem sjávarútvegurinn skapar störf fyrir, okkur sem erum
komin út af fólki sem sjórinn skapaði lífsviðurværið og
fyrir okkur sem búum á þessari eyju með hið gjöfula haf
allt í kring.
Í þessu landi byggist okkar hagsæld að miklum hluta á
sjónum. Sjávarútvegurinn skapar um 25.000 til 35.000
störf í hagkerfinu, beint eða óbeint. Um 20% af störfum í
landinu eru tengd sjávarútveginum, segir í skýrslunni
Þýðing sjávarklasans í íslensku efnahagslífi sem kom út í
febrúar og var unnin af Íslandsbanka í sam-
starfi við Íslenska sjávarklasann. Framlag
sjávarútvegsins til þjóðarbúskapsins nemur
um 26% af vergri landsframleiðslu.
Það getur enginn haldið því fram að við
hefðum það jafn gott hér ef ekki væri
sjósóknin.
Önnur grunnstoð Íslands er landbúnaður-
inn. Innlend búvöruframleiðsla skapar um
10.000 störf. Eins og sjávarútvegurinn er land-
búnaðurinn meginstoð undir fjölmörg
byggðarlög, hann er stundaður í dreifbýli en
skapar fjölmörg störf í þéttbýli. Samkvæmt
tölum Bændasamtakanna tengist 5% til 6% af
heildarvinnuafla landsins landbúnaði, þar af
15% af vinnumarkaði landsbyggðar.
Þegar það er skoðað hvað þessir tveir
grunnatvinnuvegir gefa okkur og hvernig saga
þeirra er saga Íslands er undarlegt til þess að hugsa hvað
ríkisstjórnin finnur þeim allt til foráttu. Landbúnaðurinn
er atvinnuvegur sem forsætisráðherrann vill helst ekki
vita af, enda nær hennar Ísland ekki út fyrir höfuðborgar-
svæðið. Sjávarútveginn sjá þau aðeins sem tækifæri til að
afla frekari tekna fyrir ríkiskassann, skítt með hvað verð-
ur um hann í framtíðinni og það sem hann gefur á meðan
þau fá meiri pening, skyndigróða, til að eyða í utanríkis-
málin. Svo virðist sem stjórnin vilji lítið af grunnstoðum
Íslands vita. Matvælaframleiðslan heldur í okkur lífinu á
svo margan hátt og við eigum að standa vörð um það sem
Ísland er byggt á. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Ísland er eyja, umlukin hafi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Þessar greinar hafa ekki verið í
tísku,“ segir Guðni Gunnarsson
hjá VM um þá staðreynd að ekki
hefur tekist að vekja áhuga á
námi í málmtæknigreinum.
Námið hefur verið skipulagt
um eina grunndeild fyrir nokkr-
ar greinar en þegar nemendur
ætla að halda áfram og velja sér
sérgrein minnka hóparnir og
eru jafnvel orðnir of fámennir til
að skólarnir geti haldið náminu
áfram. Þetta leiðir svo til þess
að nemendur jafnvel flosna upp
úr náminu eða þurfa að bíða eft-
ir að næstu árgangar hafa lokið
sínu grunnnámi.
Þetta áhugaleysi er líka um-
hugsunarvert í ljósi þess hve
margt fólk á vinnumarkaði er
ófaglært. E.t.v.væri rétt að mati
Guðna að bjóða upp á stighækk-
andi réttindi eftir því sem líður
á iðnnámið, líkt og gert er í vél-
stjórnarnáminu, sem er mun
vinsælla. Guðni segir að ekki
skorti á áhuga skóla á að bjóða
upp á þetta nám.
„Hafa ekki
verið í tísku“
MÁLMIÐNAÐURINN