Morgunblaðið - 05.06.2012, Side 20
20 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Kæri Moggi, gamli vinur.
Margar ánægjustundir höfum við
átt saman í gegnum tíðina. Það er
notalegt að vakna snemma á
morgnana og sitja ein með þér.
Fróðleikur og skemmtun sameinast
í blaðinu þó að það hafi svo sem
komið fyrir að ég fleygi þér frá mér
með ólund. Ekkert þó sem varir
lengi.
Nú hefur þú hins vegar gert
herfilega í nytina þína. Ég held að
ég mæli fyrir hönd heilmargra
áskrifenda þegar ég lýsi óánægju
minni. Ég hef verið áskrifandi að
Mogganum frá því 1964 að und-
anskildum tveimur tímabilum, sam-
tals sex ár, sem ég bjó erlendis. Nú
máttu ekki misskilja mig því ég
gleðst mjög yfir því að námsmenn
séu hvattir til að gerast áskrifendur
að „blaði allra landsmanna“ en
hverju sætir að þeir fá áskriftina á
tæpar þrjú þúsund en ég, og hinir
tryggu vinir þínir, borga rúmlega
fjögur þúsund á mánuði? Spjald-
tölvuna væri vissulega gaman að
eiga, en látum hana eiga sig, við er-
um vön að láta unga fólkið um leik-
föngin. Ég er alveg tilbúin til að
skuldbinda mig, eins og námsmenn-
irnir, til þess að kaupa blaðið í þrjú
ár. Líkindin fyrir að ég hrökkvi
uppaf eru nokkur, en varla svo mik-
il að þú getir ekki hætt á það.
MARTA RAGNARSDÓTTIR,
skrifstofustjóri.
Kæri Moggi
Frá Mörtu Ragnarsdóttur
Manuel Hinds kom
nýverið til Íslands í
annað sinn til að segja
frá reynslu El Salva-
dor af einhliða upptöku
dollars. Hinds, sem
hefur unnið hjá Al-
þjóðabankanum lengst
af og er sérfræðingur í
efnahagsmálum, var
fenginn tvisvar sinnum
til að gerast fjár-
málaráðherra í heima-
landi sínu El Salvador til að takast á
við mikinn efnahagsvanda. Í seinna
skiptið beitti hann sér fyrir einhliða
upptöku dollars og batt þannig enda
á langvarandi óstjórn peningamála,
þar sem vextir voru alltof háir og að-
gangur að fjármagni var takmark-
aður. Vextir lækkuðu úr 22% fyrir
upptöku gjaldmiðilsins í um 6% í dag.
Sjúkdómseinkenni peningamála í El
Salvador fyrir upptöku dollars og Ís-
lands undanfarin ár eru að mörgu
leyti lík og því er fólk áhugasamt um
hvort við getum notast við sömu
lækningu.
Seinni ár hefur Manuel Hinds ein-
beitt sér að fræðistörfum og fyrir-
lestrahaldi og má nefna að árið 2010
hlutu hann og Benn Steil Hayek
verðlaun fyrir bók sína Money,
Markets and Sovereignty.
Formaður félags íhaldsmanna,
Gunnlaugur Snær Ólafsson, segir í
grein í Morgunblaðinu síðastliðinn
föstudag að hagvöxtur í El Salvador
hafi minnkað eftir að ákveðið var að
taka upp einhliða aðra mynt. Það er
sitthvað við þetta að athuga, í fyrsta
lagi var töluverður hagvöxtur í El
Salvador eins og gjarnan er eftir að
borgarastríði lýkur, í öðru lagi er
hagvöxtur mjög bjagaður mæli-
kvarði í hagkerfi sem býr við höft og
verðbólgu og í þriðja lagi var hag-
kerfi El Salvador mjög fábreytt.
Nú er fjármálakerfið í El Salvador
sterkt og aðgangur að fjármagni hef-
ur aukist mikið. Vextir hafa hríðfallið
og hagkerfið hefur þróast úr því að
flytja fyrst og fremst út kaffi, 75%, í
að nú eru vörur helsti útflutningur,
svo sem örgjörvar og annað, og kaffi
hefur rétt um 10% útflutnings. Land-
ið hefur með öðrum orðum þróaðra
hagkerfi, ólíklegt er að það hefði tek-
ist með ónýta mynt.
Það er jafnframt rétt hjá Gunn-
laugi Snæ að síðustu ár hefur El
Salvador búið við óstjórn, en eins og
kunnugt er er eitt helsta böl þess
heimshluta mikið fylgi við lýðskrum-
ara úr röðum íhalds-
samra þjóðernissinna
og sósíalista. Sósíalist-
arnir sem nú stýra El
Salvador, og voru áður
þátttakendur í lang-
vinnu borgarastríði,
hafa síðan valdið því að
erlendir fjárfestar vilja
síður festa fé í landinu
og heimamenn vilja
frekar koma fé úr landi.
Þar sem engin höft eru
á fjármagnsmarkaði,
ólíkt Íslandi, og alþjóð-
legur gjaldmiðill er við lýði hefur
þetta ekki valdið neinum koll-
steypum.
Reynsla El Salvador af einhliða
upptöku annarrar myntar er því góð,
þótt hún hafi ekki leyst öll þjóð-
félagsvandamál, en fátt ætti að vera
fjær íhaldsmönnum en að gera slíkar
kröfur til stofnana samfélagsins.
Önnur leið og betri til að skoða áhrif
einhliða upptöku er að skoða rann-
sóknir á öllum þeim fjölda þjóða sem
farið hafa þessa leið en þær benda
allar til að þessi leið sé mjög vænleg
(sjá t.d. Some Theory and History of
Dollarization eftir Kurt Schuler,
Cato Journal, vetur 2005)
Það getur varla verið markmið
íhaldsmanna að ríkið gefi út gjald-
miðil sem það notar til að hlunnfara
þegna sína með verðbólgu og geng-
isfellingum. Það getur varla verið
markmið að ríkið neyði þegnana til
að nota mynt sem torveldar viðskipti
þeirra þar sem hún heldur ekki verð-
mæti sínu og útilokar þegna ríkisins
frá alþjóðaviðskiptum. Almenningur
á að stýra sínum eignum sjálfur, en
ekki láta miðstýra verði þeirra af op-
inberum embættismönnum. Eina
leiðin til að njóta alþjóðlegra lífskjara
er með því að hafa aðgang að alþjóð-
legum mörkuðum. Íslenska krónan
er valdatæki ríkisins yfir þegnunum
og dugar vel sem slík en illa í við-
skiptum. Hvað er það sem íhalds-
menn vilja halda í? Arfleifð haftanna
á Íslandi eða sögulega arfleifð hag-
sældar og frjálsra viðskipta?
El Salvador og
einhliða upptaka
annarrar myntar
Eftir Heiðar
Guðjónsson
Heiðar
Guðjónsson
»Reynsla El Salvador
af einhliða upptöku
annarrar myntar er því
góð, þótt hún hafi ekki
leyst öll þjóðfélags-
vandamál …
Höfundur er hagfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Grein Jóns Steinars
Gunnlaugssonar
hæstaréttardómara í
Morgunblaðinu 30. maí
2012 er um margt at-
hyglisverð varðandi
rétt manna til varnar
gegn brotum á mann-
réttindum sem meið-
yrði falla undir.
Því er rétt að spyrja
háttvirtan dómara
Hæstaréttar Íslands
um það hvernig hinn almenni borg-
ari eigi að haga gjörðum sínum til
að ná rétti sínum gegn gerræðis-
dómsúrskurðum Hæstaréttar og
undirréttar þegar menn eru sviptir
mannréttindum af dómurum með
notkun á fölsuðum gögnum sem
dómar eru byggðir á. Eru mann-
réttindi fyrir suma þegna þjóð-
félagsins eða alla þegna þess?
Í mörg ár hefur verið reynt að ná
fram lágmarksmannréttindum fyrir
íslenskum dómstólum en án árang-
urs. Ástæða þess að árangur hefur
ekki náðst er ótti lögmanna, sem
starfa við það að aðstoða fólk í bar-
áttunni við mannrétt-
indabrot innan dóms-
kerfisins, við
hefndaraðgerðir af
hálfu dómara. Lög-
menn eru hræddir við
að taka að sér mál er
varða meint brot dóm-
ara á ákvæðum stjórn-
arskrárinnar um að
allir þegnar skuli vera
jafnir fyrir lögunum.
Þrátt fyrir að fyr-
irliggjandi séu skrif-
legar sannanir fyrir
brotum dómara á
mannréttindum hefur dómskerfið
ekki fengist til að leiðrétta þær mis-
gjörðir sem hafa verið unnar af
dómurum. Þar er Hæstiréttur ekki
undanskilinn.
Án þess að undirritaður viti
meira um fyrirhuguð málaferli dóm-
arans en það sem fram kemur í
grein hans er honum óskað velfarn-
aðar í sínum málarekstri. Þess er
jafnframt óskað að dómarinn stuðli
að því innan réttarkerfisins að
mannréttindi allra þegna samfélags-
ins verði virt og misgjörðir og
mannréttindabrot af hálfu dómstóla
sem hægt er að sanna með skrif-
legum gögnum úr réttarkerfinu
verði leiðrétt sem mistök þegar í
stað, að öðrum kosti verður ekki
hægt að líta fram hjá því að um
ásetningsbrot hafi verið að ræða af
hálfu dómara Hæstaréttar og undir-
réttar. Ásetningsbrot falla undir
130. gr. almennra hegningarlaga
eins og dómaranum er kunnugt.
(1940 nr. 19 12. febrúar)
Er það svo að einn dómur/
úrskurður dómara þar sem ekki er
farið að lögum er of mikið. Verði
dómurum á mistök ber þeim að leið-
rétta mistökin þegar bent er á það
sem miður hefur farið og skriflegar
sannanir fyrirliggjandi um meint
brot. Í von um að dómstólar/
dómarar sjái sóma sinn í því að fara
að lögum og ekki síst grundvall-
arlögum (stjórnarskránni) og
tryggja þegnunum mannréttindi.
Úr heimi vísindanna eftir
Jón Steinar Gunnlaugsson
Eftir Kristján
Guðmundsson »Eru mannréttindi
fyrir suma þegna
þjóðfélagsins eða alla
þegna þess?
Kristján
Guðmundsson
Höfundur er fyrrv. skipstjóri.
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður
yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka
ÖFLUGIR Í SAMSTARFI
VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR
· Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang
· Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum
· Seljum hellusand og útvegum mold
ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA
SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS