Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 ✝ Pálmi Ólasonfæddist á Þórs- höfn á Langanesi 1. maí 1934. Hann lést á Landspít- alanum 25. maí 2012. Foreldrar Pálma voru Óli Pétur Möller, f. 5.4. 1900, d. 6.8. 1973, skólastjóri á Þórshöfn og í Reykholti, og Helga Jóna Elías- dóttir, f. 26.11. 1905, d. 8.3. 2003, kennari. Pálmi var elstur fjög- urra systkina, hin eru Sigríður, látin, Davíð og Gyðríður Elín. Eftirlifandi eiginkona Pálma er Elsa Þórhildur Axelsdóttir, f. 1.8. 1940. Þau gengu í hjónaband þann 10. janúar 1959. Foreldrar hennar voru Axel Davíðsson, f. 17.11. 1921, d. 18.9. 1990, húsa- smiður og Þorbjörg Bjarnadótt- ir, f. 23.1. 1920, d. 21.9. 2006, sjúkraliði, fyrrv. bændur á Ytri- Brekkum. Börn Pálma og Elsu eru: 1) Helga Jóna, f. 17.4. 1959, gift Sveini Aðalsteinssyni, f. 2.8. 1960. Börn þeirra eru Bríet, f. 30.5. 1990 og Kári, f. 1.2. 1993. 2) Axel Rúnar, f. 28.9. 1961, kvænt- ur Tammy Jean Ganey, f. 3.10. 1963. Börn þeirra eru Elsa landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugum 1952. Að því loknu settist hann í Kennaraskóla Ís- lands og lauk þaðan kenn- araprófi vorið 1956 og síðar sér- kennaraprófi árið 1984. Auk þess hefur hann sótt fjölda nám- skeiða bæði heima og erlendis. Haustið 1956 réðst hann sem skólastjóri við Barnaskólann á Þórshöfn, síðar Grunnskólann á Þórshöfn, þar sem hann var skólastjóri í 40 ár, allt til ársins 1996. Pálmi tók virkan þátt í at- vinnulífinu á Þórshöfn. Hann var sýslunefndarmaður fyrir Þórs- hafnarhrepp 1962-66, oddviti þrjú kjörtímabil, 1966-78, og sinnti þá einnig þeim verkefnum sem sveitarstjórar hafa í dag, einn af stofnendum Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar og var þar fyrsti framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. Meðal stofn- enda Útgerðarfélags Þórshafnar hf. og stjórnarformaður þess 1970-78, var meðal stofnenda Útgerðarfélagsins Borgþórs hf. og sat í stjórn þess í fjögur ár. Átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Þórshafn- arhrepps 1966-78. Hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og sat m.a. á Al- þingi sem varaþingmaður um tíma. Útför Pálma fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. júní 2012, klukkan 15. Sandra, f. 14.5. 1992 og Charles Pálmi, f. 6.2. 1994. 3) Gissur, f. 13.4. 1963. 4) Dav- íð, f. 21.9. 1964, í sambúð með Svövu Kristjönu Guðjóns- dóttur, f. 11.6. 1959. Dóttir þeirra er Magdalena Margrét, f. 18.11. 1992. Dóttir Svövu er Þórunn Sandholt, f. 19.6. 1979, sambýlismaður hennar er Sigurður Sigurðsson, f. 7.3. 1970. Dóttir þeirra er Aníta Örk, f. 19.5. 2005. 5) Óli Pétur Möller, f. 19.9. 1969, í sambúð með Jónu Maríu Ásmundsdóttur, f. 7.8. 1978. Dóttir þeirra er Birta Möll- er, f. 25.1. 2010. Dætur Óla og Hjálmfríðar Bragadóttur eru Andrea Björk, f. 12.12. 1989 og Rósa Margrét, f. 8.6. 1993. Sonur Jónu Maríu er Ásmundur Ingi, f. 20.3. 2000. 6) Þorbjörg, f. 22.10. 1973, í sambúð með Andrési Ív- arssyni, f. 30.7. 1976. Sonur þeirra er Ívar Pálmi, f. 9.3. 2012. 7) Pálína, f. 7.6. 1975, gift Ingólfi Péturssyni, f. 8.10. 1974. Börn þeirra eru Þórdís Inga, f. 15.4. 2004 og Pétur, f. 22.10. 2007. Eftir hefðbundið barna- skólanám á Þórshöfn lauk Pálmi Ljósmynd frá Þórshöfn á Langanesi, snemma árs 1961. Ung og glæsileg hjón eru í göngutúr um plássið, hún í kápu með slæðu, hann svalur í frakka yfir jakkafötin, brill í hári. Umhverfið iðar af lífi, vörubíll, fiskverkun, bárujárns- skúrar og hús. Fremst á mynd- inni hleypur frumburður þeirra hjóna, stelpuskott á öðru ári, hlæjandi og ætlar að fá nammi eða knús hjá ljósmyndaranum, móðurbróður sínum. Lífið blas- ir við Pálma Ólasyni á þessari mynd, með Elsu sinni og Helgu Jónu dóttur sinni. Þessa sömu Helgu og ég heimsótti átján ár- um seinna, ég þá strákrengla úr Hveragerði, og tók hús á fjölskyldunni á Ytri-Brekkum um áramót. Elsa og Pálmi voru þá nýflutt á jörðina Ytri-Brekk- ur, rétt hjá Þórshöfn, húsið fullt af glaðværum börnum eða sofandi unglingum. Sjö afkom- endur í húsi í jólafríi og alltaf líf og fjör. Pálmi og Elsa tóku strákrenglunni vel og fljótlega varð ég einn af fjölskyldunni eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Enn minnist ég ljósmyndar frá Þórshöfn og nágrenni, nú í kringum 1992. Bríet, frumburð- ur okkar Helgu, er tveggja ára í fangi Pálma afa síns og sníkir nammi sem best hún getur. Það er auðséð á myndinni að Pálmi er mér sammála, við vitum ekk- ert fallegra á þessari jörð en þetta stelpuskott sem afi dælir í nammi á myndinni. Í baksýn eru Ytri-Brekkur og fyrstu hríslurnar að líta dagsins ljós. Ræktunarmaðurinn Pálmi á þeim stað sem hann vildi helst alltaf vera, innan um barna- börnin, landið sitt og hríslurnar sínar. Þannig mætti lengi telja, ör- skotsminningar, ljósmyndir sem við rifjum upp núna og hlýjum okkur við. Á bak við þessi minningabrot liggur heil- steypt saga lífshlaups Pálma Ólasonar. Lífshlaup skóla- stjóra, oddvita og atvinnufröm- uðar á Þórshöfn – en líka lífs- hlaup fjölskylduföður, öðlings og heimspekings. Sem skóla- stjóri hafði Pálmi þá bjargföstu trú að allir hefðu eitthvað til brunns að bera og þá eiginleika þyrfti að rækta eftir bestu getu. Sem atvinnufrömuður hafði Pálmi þá bjargföstu vissu að við byggjum við gjöful fiski- mið og þau ætti að nýta sem flestum til hagsbóta. Viðskipti ættu að vera hreinskiptin, orð og handsal skyldu standa. Sem fjölskyldufaðir hafði Pálmi þá bjargföstu trú að börn þyrftu frelsi til athafna og reka sig sjálf á hindranir – og yfirvinna þær. Á öllum þessum sviðum hafði Pálmi rétt fyrir sér þó að það tæki samtímann smástund hverju sinni að meðtaka þessi sannindi. Síðustu ár Pálma voru ár baráttu við banvænan sjúkdóm en einnig ár mikillar elsku í garð sinna nánustu. Þar voru barnabörnin í hásæti. Pálmi dýrkaði þau og var ómögulegur ef hann naut ekki samvista við þau í lengri tíma, einkum þau yngri eins og gefur að skilja. Þessi ást var algerlega gagn- kvæm. Missir okkar allra er því mikill og aðskilnaðurinn sár á þessari stundu. Pálmi kvaddi þennan heim of snemma en minning hans og viðmót lifir um aldur og ævi. Það verða alltaf til stráka- og stelpuskott í ættlegg Pálma Ólasonar, au- fúsugestir í nammi og huggu- legheit hjá sínum nánustu. Sveinn Aðalsteinsson. Elsku tengdapabbi minn hef- ur kvatt okkur. Á stundu sem þessari minnist ég allra góðu tímanna sem við áttum saman. Þú varst einstakur maður, sem ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst. Þú varst fullur af fróð- leik, ráðagóður og ávallt var stutt í grínið hjá þér. Til þín og Elsu hefur allaf verið gott að koma og þið veitt gestum ykkar höfðinglegar móttökur í mat, drykk og skemmtun. Mér er það minnisstætt þeg- ar ég kom fyrst til ykkar Elsu á Ytri-Brekkur. Þú tókst utan um Ásmund Inga son minn, sem þá var 4 ára, bauðst hann velkominn og tilkynntir honum að það væri aðeins ein regla á Ytri-Brekkum. Sá litli rak upp stór augu og hlustaði vel. En reglan var einföld: „Það er bannað að meiða sig.“ Stráksi brosti allan hringinn, hann var kominn þangað sem allt var leyfilegt. Og það var svo sann- arlega þannig. Enda hefur Ás- mundur alltaf spurt þegar vorið kemur: „Hvenær förum við á Brekkur?“ Þú tókst Ásmundi fagnandi inn í stóran og glæsi- legan hóp barnabarna og finnst mér yndislegt að fljótlega fór hann að kalla þig afa. Barna- börnin voru þér allt og þú varst alveg ómögulegur ef þú sást þau ekki reglulega. Þú vildir ávallt vita hvað öll barnabörnin þín væru að gera og hvernig þeim vegnaði. Þegar Birta okkar Óla Pét- urs fæddist tilkynntir þú okkur að þú þyrftir að hitta hana Birtu þína á hverjum degi. Enda komuð þið Elsa til henn- ar mörgum sinnum í viku árið sem við Birta vorum heima og er sá tími ómetanlegur. Frá þessum tíma á ég eftir að segja Birtu þegar hún stækkar. Það var yndislegt hvernig Birta horfði á þig þegar þið sátuð við eldhúsborðið og þú varst að lesa bók fyrir hana. Hún reyndi að herma eftir þér það sem þú last, af miklum áhuga. Þarna skein í gegn áhugi þinni og hæfileikar til kennslu sem var ánægjulegt að sjá. Ég á margar góðar minn- ingar um Brekknahátíðirnar sem haldnar voru árlega með fjölskyldunni þinni sem ég er svo stolt af að tilheyra. Þú hafðir það að leiðarljósi að það áttu allir að njóta sín og það átti að vera skemmtilegt fyrir alla að koma á Ytri-Brekkur, jafnt börn sem fullorðna. Þetta finnst mér lýsandi um þann mann sem þú hafðir að geyma. Elsku Pálmi, það er sárt að kveðja þig, en minningarnar um þig eiga eftir að hlýja okkur um ókomna tíð. Elsku Elsa mín, ég votta þér mína dýptstu samúð og bið Guð að veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir, Jóna María. Pálmi Ólason ✝ Inga MartaIngimund- ardóttir fæddist 2. september 1943. Hún lést á Land- spítala - háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 24. maí 2012. Hún var dóttir hjónanna Ingi- mundar G. Stein- dórssonar, f. 25.12. 1920, d. 10.8. 1993 og Stefaníu G. Guðmundsdóttur, f. 2.6. 1920, d. 29.12. 2003. Systkini Ingu eru: 1) Drengur, f. 31.8. 1942, d. 30.11. 1942. 2) Steindór Kristinn, f. 30.1. 1945. 3) Sig- dóttir, f. 21.3. 1980, Stefán á fimm börn og eitt barnabarn. 2) Sigurlaug, f. 25.9. 1968, maki Friðþjófur Ó. Johnson, f. 27.2. 1956, þau eiga þrjú börn. 3) Svanberg Þór, f. 21.6. 1975, maki Magnea S. Guðmunds- dóttir, f. 5.8. 1981, þau eiga tvö börn. 4) Jóhanna, f. 12.3. 1980, maki Agnar Már Agnarsson, f. 20.6. 1978, þau eiga tvö börn. Inga Marta gekk í Mýr- arhúsaskóla og síðan Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Eftir það vann hún við verslunarstörf ásamt því að helga sig heimili og barnauppeldi. Inga og Sig- urður hófu sinn búskap á Sel- tjarnarnesi, en settust síðan að í Reykjavík þar sem þau bjuggu lengstum í Breiðholti. Síðustu ár hafa þau búið í Njörvasundi 27. Útför Ingu Mörtu fer fram frá Seljakirkju í dag, 5. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. urlaug, f. 25.6. 1946. 4). Eyjólfur Þór, f. 22.6. 1949. 5) Guðmundur Svanberg, f. 12.6. 1953. Inga Marta gift- ist þann 12.11. 1966, Sigurði Stef- ánssyni, f. 15.7. 1944. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Magnússon, f. 12.8. 1899, d. 13.8. 1985 og Jó- hanna Sigurdardóttir, f. 27.5. 1904, d. 23.3. 1985. Inga Marta og Sigurður eignuðust fjögur börn: 1) Stefán Ingi, f. 18.9. 1966, maki Rósa María Guðjóns- Nú er hún elsku fallega mamma mín látin. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku mamma, sakna þess að heyra í þér og fá þig og pabba hingað í sveitina til mín þar sem ykkur leið svo vel, við eig- um svo margar fallegar og góðar minningar saman hérna úr ind- íánahverfinu okkar eins og þú kallaðir það venjulega. Ég var alltaf mjög mikil mömmustelpa, hringdi í þig út af öllu og spurði þig að öllu, tala nú ekki um þegar ég var að elda, þá hringdi ég í ykk- ur og fékk samband við eldhús, þá rétti pabbi þér síman og þú leiddir mig stundum í gegnum alla elda- mennskuna, sama hvað ég þurfti að hringja oft, aldrei varðstu pirr- uð á þessu spurningaflóði. Þú kenndir mér svo margt, elsku mamma, allt sem ég kann, kann ég vegna þín. Þú varst mín stoð og stytta þegar ég átti Aron minn sem þú átt nú mikið í, tókst nánast á móti honum þegar hann fæddist og þið pabbi hjálpuðuð okkur svo mikið og þegar ég flutti í sveitina þá pössuðuð þið það vel að koma alltaf og reglulega í heimsókn. Ykkur pabba þótti svo gott að vera hér hjá okkur og okkur þótti svo gott að fá ykkur hingað, mikið eigum við eftir að sakna þessara stunda sem við áttum öll saman. Núna sit ég hér við eldhúsborð- ið og skrifa þessi orð, mér finnst svo skrítið að vera að skrifa svona, mér finnst þetta svo óraunveru- legt að þú sért farin og komir aldr- ei aftur til mín, ég sakna þín svo mikið, elsku mamma, og mun ætíð gera það og strákarnir Aron og Brynjar sakna þín svo mikið, tala um það núna að þú sért að passa hana Dimmu okkar uppi á himn- um. En ég veit, elsku mamma, að þér líður betur og ert komin á góð- an stað og fylgist vel með okkur og passar. Ég elska þig, elsku mamma, og sakna þín óendanlega mikið. Engla söngur hljómar þeir sýna þér sig himinninn allur ljómar þeir syngja fyrir þig. (Agnar Már Agnarsson) Þín dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir. Elskuleg móðir mín er látin, ég þakka henni samfylgdina og kveð hana með virðingu og söknuði. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Elsku mamma, takk fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Þín dóttir, Sigurlaug. Þú fæddir mig inn í þennan heim og elskaðir skilyrðislaust. Þú straukst tárin af vöngum mínum þegar ég meiddi mig og læknaðir sárin með kossum ein- um. Þú hughreystir mig þegar ég var dapur og trúðir alltaf á mig. Móðurást er eitthvað sem aldr- ei deyr og finn ég hana ennþá. Fyrstu skrefin mín hélstu í hönd mína, og síðustu skrefin held ég í þína. Elska þig alltaf. Þinn sonur, Svanberg. Það er sárt að sakna. Þannig einmitt líður mér núna þegar ég sest niður og skrifa minningarorð um yndislegu tengdamóður mína sem var tekin frá okkur alltof snemma. Ég kynntist Ingu minni fyrir 10 árum þegar ég og Stefán fórum að vera saman. Mér finnst ég rosa- lega heppin með tengdaforeldra sem tóku mér opnum örmum inn í sína fjölskyldu. Á þessum 10 árum höfum við brallað mikið saman og þær minningar hlýja manni um hjartarætur og ég tala nú ekki um að glugga í gegnum myndir frá ferðalögum okkar saman hérlend- is og erlendis og öllum þeim góðu stundum sem við höfum átt sam- an, þær eru ómetanlegar. Ekki datt mér í hug að útilegan okkar í Laugagerði síðasta sumar yrði síðasta útilegan okkar saman elsku Inga mín, við sem ætluðum að ferðast meira saman á næstu árum, þið Siggi með hjólhýsið og við með tjaldvagninn. Hver á að vera á hallarmælinum og stjórna útvarpinu? Þú sérð kannski bara um það þegar þú rennir við hjá okkur, því ég trúi því að þú munir fylgja okkur og passa uppá hópinn þinn eins og þú gerðir ævinlega. Ég á mjög erfitt með að skilja af hverju þú varst tekin svona snemma frá okkur en kannski er það ekki mitt að skilja en einu get ég lofað og það er að ég skal gera mitt allra besta elsku Inga mín að passa uppá hópinn þinn og ég veit að við munum öll standa saman eins og við höfum gert og þú und- irbjóst okkur undir áður en þú kvaddir. Við áttum saman gott spjall morguninn áður en þú fórst á spít- alann og ræddum ýmislegt og þar baðstu mig um að lofa þér því að halda áfram að vinna í því að láta stærsta draum minn og Stefáns rætast og mikið óskaplega vildi ég óska þess að sá draumur hefði ræst meðan þú varst hjá okkur en það er bara þannig að við stjórn- um því ekki en ég mun gera allt sem ég get að láta þann draum okkar rætast og ég veit að þú fylg- ist með. Við áttum margar góðar stund- Inga Marta Ingimundardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín, ég mun sakna þín mjög mikið og alltaf mun ég hugsa til þín. Ég elska þig. Þinn höfðingi, Aron Ísak Morthens. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þórunn og Íris Svanbergsdætur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNA JÓHANNSDÓTTIR, Boðahlein 8, Garðabæ, lést aðfaranótt sunnudagsins 3. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Símon Þór Waagfjörð, Kristín Sigríður Vogfjörð, Jónína Waagfjörð, Gunnar S. Sigurðsson, Jóhanna Waagfjörð, Páll K. Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.