Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 ✝ Ólöf Karvel-sdóttir fæddist í Hnífsdal við Ísa- fjarðardjúp 15. nóv- ember 1916. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 27. maí 2012. Foreldrar hennar voru Ólafía Guð- finna Sigurð- ardóttir, f. 4. októ- ber 1886, d. 15. febrúar 1924 og Karvel Halldór Jónsson, f. 13. nóvember 1884, d. 26. mars 1943. Systkini Ólafar voru Sigríður Viktoría, f. 27. júní 1920, d. 10. febrúar 2002 og Ólaf- ur Guðfinnur Sigurður, f. 10. febr- úar 1924, d. 15. janúar 2002. Við lát móður systkinanna tóku móð- ursystir þeirra og eiginmaður hennar, Helga Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1895, d. 19. janúar 1981 og Alfons Gíslason, f. 4. febr- úar 1893, d. 19. maí 1975, í Hnífs- dal, þau í fóstur. Börn þeirra og fóstursystkini Ólafar eru: Ólafía Guðfinna, f. 17. maí 1924, Helga, f. 19. ágúst 1927 og Þorvarður, f. 23. júní 1931. Ólöf var mjög ná- komin móðurömmu sinni, Hall- dóru Sveinsdóttur, og sótti mikið til hennar á sínum uppvaxt- arárum. Ólöf giftist 1. janúar 1942 Páli Pálssyni frá Hnífsdal, f. 1. apríl 1914, d. 19. desember 1994. For- eldrar hans voru Guðrún Guð- ríður Guðleifsdóttir, f. 4.7. 1895, d. 3.3. 1923 og Páll Pálsson, f. 10.7. 1883, d. 26.3. 1975. Börn þeirra Ólafar og Páls eru: 1) Kristján, f. 1. desember 1944. Börn hans og Aðalheiðar Jóhann- esdóttur: a) Arndís, f. 14.4. 1969. arsdóttur. Dætur þeirra eru Arna Björg, Ástrós Erla, Sunna Sól og Eva Rún Gústafsdóttir (fóst- urdóttir), dóttir hennar er Gabrí- ela Rós Hafliðadóttir. b) Gunnar Örn, f. 3.4. 1975. Sonur hans og El- ísabetar S. Arndal er Breki. Kvæntur Elísabetu Haraldsdóttur, dóttir þeirra er Natalie Lea. c) Karvel Þór, f. 4.3. 1977. 5) Guðlaug Björg, f. 2. febrúar 1955, d. 9. febr- úar 1986. Ólöf ólst upp í Hnífsdal og gekk þar í barnaskóla í fjóra vetur. Eftir það stundaði hún nám í versl- unarfræðum 1933-36, m.a. við Verslunarskóla Íslands, og lauk verslunarprófi frá þeim skóla. Næstu árin stundaði hún skrif- stofu- og verslunarstörf í Reykja- vík og á Siglufirði. Fyrstu hjúskap- arár sín bjuggu hún og Páll, eiginmaður hennar, í Reykjavík. Árið 1952 flutti fjölskyldan til Ísa- fjarðar þar sem Páll tók við skip- stjórn á togaranum Sólborgu ÍS 260. Þar átti fjölskyldan sín bestu ár „í faðmi fjalla blárra“. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur á ný. Fyrstu áratugi hjúskaparins var heimilishaldið í fyrirrúmi hjá Ólöfu, enda eiginmaðurinn löngum fjarri á sjó. Jafnframt tók hún virkan þátt í ýmsu félags- og stjórnmálastarfi, svo sem á vett- vangi Slysavarnafélags Íslands og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafði hún ánægju af hannyrðum og dag- legum gönguferðum og var slyng við briddsborðið. Ólöf var trúuð og rækti trú sína til hinstu stundar. Eftir að hún fluttist á ný til Reykja- víkur starfaði hún fyrst við versl- unarstörf en síðan um árabil á skrifstofu borgarfógetans í Reykjavík. Síðustu árin bjó Ólöf á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Ólafar fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 5. júní 2012 kl. 11. Sonur hennar og Stefáns Hrafns Hagalín er Bjartur Steinn. Gift Ingólfi Ásgeirssyni, sonur þeirra er Kristján Árni. b) Ólöf, f. 17.10. 1970. Dóttir hennar og Guð- mundar Óttars- sonar er Bára. Gift Davide James Meadowes, dóttir þeirra er Una Margrét. Kvæntur Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur, f. 11.7. 1953. Börn þeirra: c) Hall- gerður Lind, f. 25.10. 1978, sam- býlismaður Magnús Þórarinsson. Dóttir þeirra er Sóley Karen. d) Sigrún, f. 8.4. 1980, sambýlis- maður Guðmundur Arnar Sig- mundsson. Synir þeirra eru Rún- ar Atli og Sigmundur Ingi. 2) Ólafur Karvel, f. 29. janúar 1946, kvæntur Svandísi Bjarnadóttur, f. 18. apríl 1946. Börn þeirra: a) Berglind Rán, f. 19.12. 1972. Dóttir hennar og Guðna Gunn- arssonar er Andrea Lóa. b) Mar- grét Ólöf, f. 13.3. 1975. Synir hennar og Gunnars Atla Gunn- arssonar eru Kári og Kolbeinn Óli. Sambýlismaður Daði Hann- esson. Dóttir þeirra er Heiðdís Ninna. 3) Guðrún Helga, f. 5. ágúst 1949. Sonur hennar og Kristjáns Más Kárasonar: a) Páll Rúnar, f. 28.8. 1976, kvæntur Láru Rún Sigurvinsdóttur. Börn þeirra eru Dagmar Guðrún, Rún- ar Logi og Kristján Orri. 4) Ólafía Guðfinna, f. 24. júní 1951, gift Arnari Hákoni Guðjónssyni, f. 19. nóvember 1949. Börn þeirra: a) Páll, f. 31.8. 1970, kvæntur Gullveigu Unni Ein- Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Ólöfu Karvel- sdóttur. Ég hitti Lóu, eins og hún var kölluð af sínum nánustu, fyrst fyr- ir 37 árum þegar ég fór að venja komur mínar í Bræðratunguna með Kristjáni syni hennar. Elsku- legt viðmót hennar lét mig finna að ég var velkomin í fjölskylduna. Síðan eru liðin mörg ár og margar ógleymanlegar samverustundir. Lóa var sérstök kona. Hún var einstaklega vingjarnleg og hjartahlý og öllum leið vel í návist hennar. Hún bjó yfir rólyndi og æðruleysi sem einkennir marga af hennar kynslóð. Kynslóð sem gerði sér grein fyrir að það er ekkert sjálfgefið í þessum heimi. Í huga Lóu var ekki til kyn- slóðabil og það sést best á því hvað hún var mikill vinur barna- barnanna og hvað þau leituðu mikið til hennar. Lóa var mjög fé- lagslynd og vildi helst alltaf hafa fullt hús af gestum. Hún notaði hvert tækifæri til að fá fjölskyld- una í mat eða kaffi og alltaf var hún svo kát og elskuleg. Við fjöl- skyldan höfum svo sannarlega notið samvistanna og barnabörnin minnast allra stundanna með miklu þakklæti. Lóu var mjög umhugað um ís- lenskt mál og ræddi oft um mik- ilvægi þess að við varðveittum vel tungu okkar. Hún kunni mjög mikið af ljóðum og fór oft með vís- ur og heilu ljóðabálkana fyrir okk- ur. Við deildum áhuga á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og fórum oft saman með ljóð eftir hann. Það er gott nú að minnast þeirra stunda. Hún var bókelsk kona og las alla tíð mikið. Í bókaskáp hennar var að finna marga dýrgripi, m.a. mjög gamlar bækur sem hún hafði forðað frá skemmdum þegar hún var ung kona. Fyrir nokkrum árum gaf hún mér frumútgáfu af Lýðmennt eftir Guðmund Finn- bogason sem kom út árið 1903 og hafði þá orð á því að við sem störf- uðum nú í grunnskólunum mætt- um líta meira til hans hugmynda en nú væri gert. Hún hafði þann skilning að menntun ætti að gera okkur að betri manneskjum. Hún batt einnig inn gamlar bækur og gerði það glæsilega. Hún bar virð- ingu fyrir gömlum munum og hvatti þá sem yngri voru til að gera það einnig. Lóa var vel að sér á svo mörg- um sviðum hvort sem var í bók- menntum, myndlist, sögu eða landafræði. Hún hafði ótrúlega gott minni sem alltaf var hægt að treysta og var það ósjaldan að við hin yngri leituðum til hennar þeg- ar við vorum í vafa um eitthvað. Margar ferðir fórum við vestur til átthaganna og eru þær ferðir ógleymanlegar en hún hélt mikilli tryggð við æskuslóðirnar í Hnífs- dal þar sem hún átti svo góðar minningar. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt samleið með Lóu þessi ár. Þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og með mér. Þakklát fyrir hvað hún hugsaði vel um barnabörnin og barnabarnabörn- in. Hennar verður minnst með mikilli hlýju. Blessuð sé minning minnar kæru tengdamóður. Sóley Halla Þórhallsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu okkar Lóu sem hefur alla tíð verið stór hluti af lífi okkar barnabarnanna. Síðan amma Lóa kvaddi höfum við yljað okkur við margar góðar minningar tengdar henni, hvernig hún hafði áhrif á okkur öll og hvernig hún var okkur mikil fyr- irmynd að svo mörgu leyti. Það var oft mikið fjör í gamla daga í Bræðratungunni þegar stórfjölskyldan var þar saman- komin. Í minningunni var veðrið alltaf gott og húsið fullt af fólki. Hjá ömmu voru allir velkomnir og vildi hún hafa fólk hjá sér sem lengst. Þegar sást fararsnið á fólki spruttu nýjar sortir fram úr skáp- unum; vanilluhringir, banana- rúlluterta eða dísætar pönnukök- ur. Bestar voru samt samræðurnar og sá hlýleiki sem hún umlukti okkur með. Eitt helsta einkenni ömmu var að hún var mikil félagsvera og ræktaði vel sambandið við fólkið í kringum sig. Hún var vel inni í lífi okkar allra og tókst á sinn ein- staka hátt að láta okkur öllum tíu líða eins og hvert okkar væri al- veg sérstakt. Náttúran, íslensk tunga og sag- an voru henni mjög hugleikin og hún þreyttist ekki á að reyna að smita okkur af þessum áhuga og kenna okkur að njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Sumum okkar kenndi hún að leggjast á magann á jörðina og draga að okkur andann til að finna ilminn af moldinni og gróðrinum. Margar voru þær stundirnar sem við áttum með henni í berja- mó og að tína blóðberg eða fjalla- grös sem svo voru notuð til te- gerðar. Teið drukkum við svo með bestu lyst á meðan amma lýsti hversu mikil meinabót íslensku fjallagrösin eru. Amma lifði lífinu til eftir- breytni. Hún var vel menntuð kona sem ferðaðist um heimsins höf, víðlesin tungumálamann- eskja sem elskaði tónlist. Hún kunni fjöldann allan af vísum, kvæðum og bænum og hafði yndi af því að fara með þau þegar til- efni gafst og kenna okkur krökk- unum. Þessi vísa er ein af mörg- um: Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Trúin var ömmu dýrmæt og veitti henni mikinn styrk á erfið- um stundum í lífi hennar eins og þegar afi og Gulla dóu. Það er því huggun að hún amma okkar, sem við söknum svo sárt, skuli vera komin þangað sem hún óskaði sér, sameinuð gengnum ástvinum. Arndís, Páll, Ólöf, Berglind, Margrét, Gunnar, Páll Rúnar, Karvel, Hall- gerður og Sigrún. Ólöf Karvelsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Karvelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Heimilisaðstoð óskast Óska eftir aðstoð, aðallega við eldamennsku. Nánari upplýsingar í síma: 553 4449. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Hjólhýsi HJÓLHÝSA- OG BÍLALEIGA Hjólhýsi með öllu tilheyrandi - helgar- eða vikuleiga. Einnig heimagisting. Upplýsingar: Gistiheimilið Njarðvík. Sími 421 6053 / 898 7467/691 6407. www.gistiheimilid.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða o tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi fannar@fannar.is - s. 551-6488 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ÓLAFSSON rennismiður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. maí. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00. Borghildur Þorláksdóttir, María Sveinbjörnsdóttir, Steen Jörgensen, Trausti Sveinbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir, Þórir Steingrímsson, Ásta Sveinbjörnsdóttir, Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir, Grétar Páll Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRANDUR FRANKLÍN KARLSSON, Bröttuhlíð 16, Hveragerði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00. Björn J. Brandsson, Katrín Jónsdóttir, Anna B. Brandsdóttir, Sigfús Gunnbjörnsson, Katrín K. Brandsdóttir, Valdimar Aðalsteinsson, Karl V. Brandsson, Inga Lára Ísleifsdóttir, Halldóra Brandsdóttir, Guðlaugur Magnússon, Hjördís G. Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, lést fimmtudaginn 31. maí. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingvar Sveinsson, Hanna Elíasdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Agnar Ármannsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Garðar Eyland Bárðarson, Björn Sveinsson, Bergþóra María Bergþórsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Stefán Ísfeld, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, fósturmóðir og systir, EYBJÖRG B. HANSDÓTTIR heimilislæknir, Sjávargötu 36, Álftanesi, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 3. júní. Útför verður auglýst síðar. Einar Trausti Kristinsson, Stefanía Sunna Ragnarsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sigrún Alda Ragnarsdóttir, Sindri Andrésson, Kristján Ingi Ragnarsson, Brynjar Freyr Ragnarsson, Lilja Kristín Einarsdóttir, Elínborg Þuríður Björnsdóttir, fósturdætur og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.