Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Listahátíð í Reykjavík lauk form-
lega í fyrradag en þó munu mynd-
listarsýningar hennar standa áfram
fram eftir sumri og tónleikar
spænsku söngkonunnar Buiku
verða haldnir 9. júní. Þeir áttu að
fara fram 3. júní en var frestað
vegna veikinda hennar. Í frétta-
tilkynningu frá skipuleggjendum
hátíðarinnar segir að áhorfenda-
hópurinn sem sótt hafi hátíðina hafi
verið breiðari en nokkru sinni og
sætanýting einstaklega góð. Af
fjórtán tónleikum hátíðarinnar í
Hörpu hafi sjö farið fram í Eldborg
og flestir fyrir fullu húsi. Þá hafi
fjöldi tónleika hlotið mikið lof
gagnrýnenda og þá m.a. tónleikar
rússneska píanóleikarans Arcadi
Volodos, Bryans Ferry og hljóm-
sveitar og Bachveisla Kammer-
sveitar Reykjavíkur undir stjórn
Richards Egarrs. Þá hafi franski
tónlistarmaðurinn Yann Tiersen
einnig leikið fyrir fullu húsi í Norð-
urljósum og ný og framsækin tón-
verk íslenskra tónskálda verið flutt
á tónleikaröð í Kaldalóni. Er þá fátt
eitt nefnt.
Listahátíð og RÚV gerðu í ár
með sér stærsta samstarfssamning
sinn frá upphafi og hátt á þriðja tug
viðburða var og verður útvarpað og
sjónvarpað frá viðburðum hátíðar-
innar, að því er fram kemur í til-
kynningunni. Myndlistarverkefnið
(I)ndependent People, „Sjálfstætt
fólk“ mun hafa vakið athygli er-
lendis, hópur erlendra blaðamanna
dvaldi í Reykjavík yfir opnunar-
helgi hátíðarinnar og fjöldi blaða-
greina hefur verið birtur í erlend-
um fjölmiðlum og má þar nefna
Politiken og Kunstkritik. Upplýs-
ingar um myndlistarsýningarnar
má finna á www.independent-
people.is. Listahátíð 2013 verður
haldin 17. maí til 2. júní.
Sjónarspil Úr verki Íslenska dansflokksins og GusGus, Á vit… sem sýnt var
á Listahátíð í Reykjavík en það þótti einkar vel heppnað og forvitnilegt.
Nær uppselt á
alla tónleika
Listahátíð í Reykjavík vel sótt
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Margrét Kristín Blöndal, jafnan
kölluð Magga Stína, hefur lokið BA-
námi í tónsmíðum við Listaháskóla
Íslands og á morgun verður útskrift-
arverk hennar, Depilhögg, flutt á
tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu
kl. 20. Verkið vann hún út frá þrem-
ur ljóðum eftir Guðberg Bergsson,
úr ljóðabókinni Stígar, ljóðunum
„Stígar“, „Í haustsólinni“ og „Í
framhaldi af þessu er Guð“.
Margrét er sjóuð mjög í tónlist-
arbransanum, hóf barnung fiðlunám
og var ein stofnenda og liðsmanna
Risaeðlunnar, svo fátt eitt sé nefnt.
Hin síðustu ár hefur hún m.a. samið
tónlist og hljóðmyndir við leikverk
og sungið og leikið inn á fjölda breið-
skífna. Það er því forvitnilegt að vita
hvaða stefnu jafnreyndur tónlist-
armaður tekur í tónsmíðanámi.
Margrét segist vissulega hafa ver-
ið orðin vön ákveðnum vinnubrögð-
um við tónsmíðar en námið hafi bæði
gefið henni meiri tíma til að semja
og möguleika á því að fara inn um
aðrar dyr í sköpuninni. „Ég vissi
ekkert hvernig það myndi verða því
það er auðvitað gefið ákveðið frelsi í
þessum skóla, þú ferð inn um þær
dyr sem þér sýnist,“ segir Margrét
um námið. „Ég fór bara að skrifa
nótur og það hentaði mér allt í einu
best að skrifa þannig,“ segir hún og
hlær. Hún hafi ekki stundað slík
vinnubrögð áður en hún hóf námið,
samið tónlist með öðrum hætti, ann-
aðhvort sem liðsmaður í rokk-
hljómsveit eða sjálfstætt starfandi
hljóðáhugakona. „Ég hef haft mik-
inn áhuga á hljóðum í gegnum tíðina,
það er nokkuð sem ég hugsa mikið
um, hljóð sem mann langar að búa til
eða lýsa fyrir öðrum svo þeir geti
búið þau til. Þegar ég fer í skólann
fer ég að tala með nótunum aftur.“
Aðdáandi skáldsins
Hvað ljóð Guðbergs varðar segir
Margrét að skáldið hafi mjög sjálf-
stæðan talanda og ákveðinn ryþma.
Það sé mikil áskorun að semja lag
við ljóð eftir hann. Hún sé mikill
aðdáandi Guðbergs, bæði sem ljóð-
skálds og rithöfundar, og hafi því
þótt afar gaman að vinna tónlist út
frá verkum hans. „Grunnurinn að
öllum tónlistaráhuga mínum er slag-
verk, ryþmi, eitthvað sem hefur
óendanlega möguleika og er upphaf-
ið og endirinn á lífinu,“ segir Mar-
grét að lokum. Útskriftarverk Mar-
grétar verður flutt af kór og
slagverkssveit og á harmonikku,
hörpu, horn og hljómborð.
Inn um aðrar dyr
Magga Stína heldur útskriftartónleika í Þjóðmenningar-
húsinu Tónverk við þrjú ljóða Guðbergs Bergssonar
Morgunblaðið/Sverrir
Nótur „Ég fór bara að skrifa nótur og það hentaði mér allt í einu best að
skrifa þannig,“ segir Margrét um BA-námið í tónsmíðum.
Kvikmyndaverðlaun MTV-sjón-
varpsstöðvarinnar voru veitt í
fyrradag og hlaut kvikmyndin The
Hunger Games, eða Hungurleik-
arnir, flest verðlaun en verðlaunin
eru veitt skv. atkvæðagreiðslu not-
enda vefjar MTV. Hlaut myndin
verðlaun fyrir besta átakaatriði og
bestu hamskipti leikara en þau síð-
arnefndu hlaut leikkonan Elizabeth
Banks. Þá hlutu aðalleikarar mynd-
arinnar, Jennifer Lawrence og
Josh Hutcherson, verðlaun sem
besta aðalleikkona og -leikari.
Best kvikmynd ársins er hins
vegar The Twilight Saga: Breaking
Dawn – Part 1, að mati netverja.
Hungurleikar hlutu
fern MTV-verðlaun
Kátur Josh Hutcherson á MTV-hátíðinni.
AFP
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power)
MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:15
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 5 - 8 - 10:25
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4
AFTUR TIL FORTÍÐAR...
TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI
BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ
FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
EFTIR WES ANDERSON
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SNOW WHITE AND THE... KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
SNOW WHITE AND THE... LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.4012
MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10
MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12
LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 - 8 - 10.15 12
MIB 3 3D KL. 8 - 10 10
THE DICTATOR KL. 6 12
MOONRISE KINGDOM ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 6 - 9 12
MIB 3 3D KL. 6 - 9 10
SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 8 10
GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10
SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
GILDA EKKI
Í BORGARBÍÓI