Morgunblaðið - 05.06.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 05.06.2012, Síða 36
Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska 1. deildar liðið Grosswallstadt eftir að Bergischer HC féll niður í 2. deild. „Það var mjög svekkjandi að falla. Takmarkið var að vera áfram í efstu deild með Berg- ischer en úr því sem komið er þá er ég bara mjög spenntur fyrir Gross- wallstadt,“ segir Rúnar. »1 Rúnar til liðs við Grosswallstadt ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Stöð 2 læst stöð 2. Ég ældi bara á móti 3. Hvað mun Stöð 2 gera? 4. Nú skiptir um veðurlag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar söngkonunnar Buiku, sem eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, verða haldnir 9. júní í Eld- borg í Hörpu kl. 21.30. Halda átti tón- leikana 3. júní sl. en þeim var frestað vegna veikinda Buiku. Tónleikar Buiku haldnir 9. júní  Dagana 17.-19. júní verður haldin tónlistarhátíð í Hörpu, Reykjavík Midsummer Mus- ic. Listrænn stjórnandi hátíð- arinnar er píanó- leikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Meðal verka sem flutt verða eru Songs with Piano eftir Megas og Plus sonat quam valet eftir Þorkel Sigur- björnsson. Víkingur stýrir tón- listarhátíð í Hörpu  Skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson er meðal sýnenda á sjöttu Caricatura-skopmyndasýningunni sem stendur nú yfir í Galerie im Kultur- Bahnhof í Kassel í Þýskalandi. Á sýn- ingunni eru sýnd ný verk evróp- skra skopmynda- teiknara frá átta löndum og stendur hún fram í sept- ember. Hugleikur sýnir á Caricatura í Kassel Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustan 5-10 m/s og rigning á N- og A-landi, en stöku skúrir annars staðar, einkum síðdegis. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan, rigning með köflum og slydda eða snjókoma til fjalla norðaustan og austanlands. VEÐUR FH-ingurinn Bjarki Gunnlaugsson hafði ekki unnið jafnstóran sigur frá því í yngri flokkunum þar til hann tók þátt í 8:0-burstinu gegn Fylki. Bjarki er leikmaður 6. umferðar hjá Morgun- blaðinu og segir að gott undirbúnings- tímabil sé lykillinn að góðri frammistöðu það sem af er sumri. Hann ætlar að flytja til Hollands í haust. »2-3 Stærsti sigur Bjarka sem flytur til Hollands ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þarna er öll saga Hauka frá 1969,“ segir Hermann Þórðarson og vísar á úrklippusafn sitt í heiðursherbergi Hauka að Ásvöllum, en í safninu er allt sem skrifað hefur verið í dagblöð og tímarit um Knattspyrnufélagið Hauka í Hafnarfirði á umræddu tímabili, um það bil ein stór bók á ári í um 43 ár. Félagið var stofnað 12. apríl 1931, um hálfum mánuði eftir að Hermann fæddist. Hann varð samt Hauka- maður fyrir tilviljun. „Ég var beðinn um að koma til liðs við Hauka 1969, varð strax ritari í stjórn handknatt- leiksdeildar, og byrjaði þá að safna úrklippum um Hauka,“ rifjar Her- mann upp. Hann lék áður handbolta með Ármanni og fótbolta með Val en flutti í Hafnarfjörð 1961. „Við vorum nokkrir flugumferðarstjórar sem vorum nýbyrjaðir að vinna og viss- um ekki hvað við ættum að gera við allan frítímann. Okkur datt í hug að byggja hús, fengum ekki lóð í Reykjavík en í Hafnarfirði og byggðum þar sex íbúða blokk. Magnús Guðjónsson prentari, þá- verandi formaður handknattleiks- deildar Hauka, leigði kjallarann fyr- ir prentsmiðjuna, fékk nasasjón af því að ég hafði komið nálægt hand- bolta og fékk mig til starfa.“ Haukaherbergi heima Hermann er með sérstakt vinnu- herbergi heima hjá sér og það er sannkallað Hauka- herbergi. Liðsmyndir af Ís- lands- og bikarmeisturum félagsins prýða veggina ásamt veifum og auglýs- ingaspjöldum vegna Evr- ópuleikja. Við skrifborðið eru kassar og öskjur sem hann flokkar efnið í áður en hann límir úrklippurnar inn í sér- stakar bækur sem Guðlaugur Atla- son, bókbandsmeistari í Vogum, út- býr fyrir hann. „Ég kaupi öll blöð eða hef aðgang að þeim og safna öllu prentuðu máli sem viðkemur Hauk- um,“ segir Hermann, sem á ættir að rekja til Vestfjarða. „Ég hef líka tekið frá greinar sem Haukamenn hafa skrifað, auglýs- ingar frá fyrirtækjum sem styrkja Hauka og svo er ég með dúllur til uppfyllingar.“ Hermann fer samviskusamlega yfir öll blöð, klippir út Haukaefni og raðar úrklippunum upp eftir dag- setningum. „Svo sest ég niður, byrja að klippa og raða efninu inn á síðurnar. Það getur tekið heilan dag að ganga frá einni síðu.“ Blaðaúrklippur í rúm 40 ár  Safnar sögu Hauka um leið og blöð segja frá Morgunblaðið/RAX Sagnfræði Hermann Þórðarson safnar öllu sem skrifað er um Hauka og setur í sérstakar úrklippubækur. „Nú er ég bara gamli karlinn og sit úti í horni,“ segir Hermann Þórðar- son, heiðursfélagi Hauka, um afskipti sín af íþróttunum. Hann segist reyna að fara á sem flesta heimaleiki Hauka í handbolt- anum og er á því að tvöfalda meistaraliðið 2001 hafi verið besta karlalið Haukanna til þessa. Hrifnastur er hann af leikmönnunum Halldóri Ingólfssyni og Petr Baumruk. „Ég stóð að því að fá Petr hingað heim,“ segir hann hróðugur. Hermann var ritari handknattleiksdeildar Hauka 1969 og síðan formaður 1970-1974 og 1987-1989. Hann var varaformaður aðalstjórnar Hauka 1974- 1977 og formaður 1978-1981. Hann var formaður félagsráðs 1976-1978 og í stjórn HSÍ um tíma. Halldór og Petr bestir HERMANN ÞÓRÐARSON HEIÐURSFÉLAGI HAUKA Lið Þórs/KA situr eitt í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna, Pepsi-deildar- innar, eftir að 5. umferð lauk í gærkvöldi. Þór/KA hafði betur gegn Breiða- bliki í uppgjöri efstu lið- anna, 2:0. Íslandsmeist- arar Stjörnunnar skutust upp í annað sæti, Valur marði sigur á KR og nýlið- ar Selfoss fögnuðu sínum öðrum sigri í deildinni. Þá vann ÍBV Fylki. »2 Þór/KA eitt á toppnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.