SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 2
2 24. júní 2012
Við mælum með
Landsmót hestamanna hefst á
mánudaginn og stendur fram á
sunnudag. Landsmótið er haldið
í tuttugasta skipti í ár en fyrsta
mótið var árið 1950 á Þingvöll-
um. Í ár er það haldið í Reykja-
vík í Víðidalnum. Landsmót
hestamanna hefur verið stærsti
íþróttaviðburður landsins frá
upphafi en aðsóknarmet var
slegið árið 2008 með 14.000
gestum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landsmót í 20. sinn
4 Skattaskjól dafna þrátt fyrir átak
Árið 2007 lágu 2.700 milljarðar dollara á reikningum í skattaskjólum
8 Blóðpeningar Stewart
Kristen Stewart er hæst launaða leikkonan í
heimi samkvæmt árlegum lista Forbes-
tímaritsins.
30 Er Sjálfstæðisflokk-
urinn tilbúinn að taka
við?
Styrmir Gunnarsson segir til lítils sé að taka við landstjórninni ef ekki
eru fyrir hendi uppbyggilegar hugmyndir um til hvers það verði gert.
34 „Kraumar allt af fiski“
Örn Svavarsson er einn þeirra veiðimanna sem stunda Framvötnin
svokölluðu í Friðlandi að fjallabaki.
38 Listin að vera leiðinlegur
Sumir leikarar hafa á því lag að vera skemmtilega leiðinlegir. Larry
David er einn af þeim, Bill Murray er annar.
Lesbók
42 Þau stilltu saman strengi sína
Fyrsta starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu hefur gengið vonum
framar segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, í sínu
fyrsta viðtali við fjölmiðla í langan tíma.
44 Umdeildur örsagnahöfundur
Foreldrar hans eru Waldorf-kennarar og Ari hlaut slíka menntun í
Moss í Noregi þar sem hann ólst upp frá tíu ára aldri, en lauk síðar
lauk prófi í sagnfræði frá háskólanum í Ósló.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Friðþjófur Högni Stefánsson
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson,
efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist-
insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson
31
14
Augnablikið
Eitt af því fyrsta sem ég sá þegar ég kom tilBerlínar fyrir rúmum tveimur mánuðumvar veggspjald sem auglýsti tónleikagítargoðsagnarinnar Slash og brjál-
æðinganna í Mötley Crüe í borginni. Ég hugsaði
strax með mér að þessu mætti ég ekki missa af og
skrifaði niður dagsetninguna og staðinn, þriðju-
dagurinn 12. júní, staðurinn Max-Schmeling-
Halle. Leiddi ég svo ekki hugann mikið að þessu
þar til dagurinn rann upp, bjartur og fallegur eins
og vera ber og rölti í sumarhitanum í Höllina. Hef
líka ágæta reynslu af því að horfa á tónleika í
handboltahöllum enda ófáir rokktónleikarnir ver-
ið haldir í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Ég átti
miða í sæti á besta stað, hreinlega í seilingar-
fjarlægð frá Slash en hann var aðalaðdráttaraflið
hvað mig varðaði þetta kvöldið. Ég hafði að mörgu
leyti blendnar tilfinningar til kvöldsins, það getur
verið erfitt að horfast í augu við æskuhetjurnar en
Slash og þeir félagar í Guns N’ Roses voru þar hæst
á listanum. Ég var ekki búin að kynna mér hvað
Slash væri að fást við nú og óttaðist hið versta, að
hann væri búinn að tapa sér í einhverju leiðinlegu
sólóverkefni og væri yfir það hafinn að spila
GN’R-lög. En fyrirgefðu mér, Slash, að hafa efast
um þig! Hann hefur engu gleymt og hljómsveitin
hans var alveg frábær, mjög þétt, vel spilandi og
góður andi á sviðinu. Hljómsveitin ber nokkuð
langan titil, Slash feat. Myles Kennedy & The Con-
spirators. Myles Kennedy þessi er söngvari hljóm-
sveitarinnar. Hann tók sess Axl Rose í fjórum
GN’R-lögum, „Nightrain“, „Mr. Brownstone“,
„Sweet Child O’Mine“ og „Paradise City“ og stóð
sig mjög vel enda með magnaða rödd. Ég hélt að
það yrði óþægilegra að sjá einhvern annan en Axl
standa þarna, svipað eins og að sjá mann með nýja
konu við hlið sér eftir skilnað vinahjóna. Axl er
því miður löngu búinn að tapa þræðinum, eitt-
hvað sem mann grunaði fyrst þegar hann steig á
svið í hvítum nærbuxum fyrir um tveimur áratug-
um og hefur það margoft verið staðfest síðan.
Eftir að Slash og félagar höfðu lokið sér af hófst
sirkusinn. Mötley Crüe steig á svið í öllu sínu
veldi. Sveitin var ekki eins þétt og hjá Slash en
gerði sitt besta til að fela það með ýmsum stælum
eins og berum konum og endurteknum blótsyrð-
um, þeir stóðu sig að minnsta kosti vel í því að
viðhalda klisjunni um brjáluðu LA-rokk-
hljómsveitina sem tilbiður enn guð níunda ára-
tugarins. Sirkus var þetta engu að síður þar sem
hámarki var náð þegar Tommy Lee fór heilan
hring í rússíbana á sviðinu og trommaði á hvolfi.
Geri aðrir betur!
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Hér má sjá Slash, gítargoðsögnina sjálfa, ásamt Myles Kennedy á tónleikum í Amsterdam fyrr í mánuðinum.
AFP
Slash og sirkusinn
Hér má sjá börn í hljómsveit frá Nantes í Frakklandi spila fyrir fram-
an hundruð áhorfenda á fimmtudaginn. Dagurinn gengur undir
nafninu „Fête de la Musique“ og var fyrst haldinn árið 1976 í Frakk-
landi. Nú er hinsvegar haldið upp á þennan dag tónlistar, 21. júní, í
32 löndum víðs vegar um heiminn. Á þessum degi spilar áhugafólk
sem atvinnumenn tónlist af ýmsu tagi úti á götum borganna sem
taka þátt og færist jafnan fjör í leikinn.
Veröldin
AFP
Dagur tónlistar
Veislufjör
Síðastliðinn
fimmtudag
lagði
skemmtilestin
Veislufjör á
stað í reisu um landið. Veislu-
fjör er skemmtikrafturinn
Hugleikur Dagsson, Snorri
Helgason og hljómsveitin Mr.
Silla. Veislufjör spilar sjö tón-
leika á sjö dögum um allt land-
ið.
Síðasti séns
Hver fer að
vera síðastur
að sjá söng-
leikinn Vesa-
lingana í Þjóðleikhúsinu en í
kvöld er lokasýningin. Söng-
leikurinn sló rækilega í gegn en
hann hlaut níu Grímu-
tilnefningar. Síðasta sýningin
verður númer 42.