SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 23
24. júní 2012 23
Minningar flestra íslenskrabjöllueigenda eru tengdarmiðstöðinni, sem oft og ein-att var biluð, að minnsta
kosti í þeim sem ég ferðaðist með. Stella
systir þurfti stöðugt að vera með sköfuna á
lofti til að sjá eitthvað út.
Svo man ég líka eftir eldrauðu bjöllunni
hans Valla á æskuslóðunum í Vanabyggð,
sem var alltaf nýbónuð og gljáandi. Það var
Valmundur Antonsson, verkamaður hjá Raf-
veitunni á Akureyri, sem var okkur strákun-
um góður – ef við bara létum það vera að
fara í viðstöðulausan á húsveggnum á heimili
hans.
En ég áttaði mig ekki á því að bjallan stæði
fyrir annað og meira. Eins og fram kemur í
viðtali Karls Blöndals við nafna sinn Carl
Hahn, fyrrverandi stjórnarformann
Volkswagen, í Sunnudagsmogganum í dag,
þá varð hún „tákn um endurreisn Þýska-
lands sem friðsamrar þjóðar með sterka stöðu í viðskiptalífi heimsins“. Og auglýsingarnar mörk-
uðu tímamót, enda öllu snúið á hvolf í landi kádiljákanna og bílakaupendur hvattir til að „hugsa
smátt“.
„Það er auðvitað nokkuð sérstakt að við vegna hlutverks okkar í efnahagslífinu erum neydd til
að taka að okkur forustuhlutverk í Evrópu gegn vilja okkar vegna sektarkenndar okkar, sem ég
tel að við höfum enn og það með réttu, þótt nú sé komin ný og yngri kynslóð,“ segir Hahn.
Nú er svo komið að nýjar kynslóðir eru að taka við í Þýskalandi, sem ekki þekkja stríðið nema
af afspurn, og það sama má segja um önnur Evrópuríki. Ég hef aldrei verið trúaður á erfðasyndir.
Þó að víst megi draga lærdóm af sögunni.
Það er full ástæða fyrir Þjóðverja að bera höfuðið hátt. Þeir hafa með dugnaði og útsjónarsemi
reist við efnahag og orðstír landsins. Og það var mikið afrek hvernig staðið var að sameiningu
Þýskalands. „Friðsama byltingin“ markaði farsæl endalok kalda stríðsins – þegar landamærin
milli austurs og vesturs þurrkuðust út í bókstaflegri merkingu.
Í lokin er gaman að geta þess að nú er það þýska landsliðið í knattspyrnu sem eflir sjálfstraust
þýsku þjóðarinnar. Þar koma saman leikmenn af margvíslegum uppruna, sem spila skemmtilega
knattspyrnu og vekja hrifningu um allan heim. Það er tímanna tákn að yngsta kynslóðin á mínu
heimili styðji þýska landsliðið.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Bjallan markaði tímamót
Rabb
„Ef fólk heldur áfram að kjósa svona vit-
leysinga þarna inn verður að finna ein-
hverja leið til að takmarka þetta því það
er að verða fullkomlega óbærilegt að vera
í þingsalnum. Það er ekki af tilviljun að
þingsalurinn er yfirleitt tómur.“
Þráinn Bertelsson, alþingismaður, um ræðutíma á Al-
þingi.
„Ég gæti ekki verið saklaus-
ari.“
Annþór Kristján Karlsson í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
„Með því að festa veiði-
gjaldið í krónutölu til eins
árs er enn verið að ýta
undir óvissu innan sjáv-
arútvegsins í stað þess
að vinna að sátt til
framtíðar.“
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, um nýsamþykkt
veiðigjöld.
„Ég á börn og mér finnst miklu skipta
að jafnréttislög hafi eitthvert vægi.“
Anna Kristín Ólafsdóttir sem fékk dæmdar miskabæt-
ur byggðar á því að forsætisráðherra hefði lítilsvirt og
niðurlægt hana á opinberum vettvangi með yfirlýsingu
í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála.
„Alþingi vann pólitískt ippon í gær
þegar það samþykkti með öruggum
meirihluta lög um veiðigjöld.“
Björn Valur Gíslason, alþingismaður, fagnaði
sigri í veiðigjaldamálinu á bloggsvæði sínu.
„Óneitanlega hvarflaði það
að mér hvað hlutskipti mitt í
lífinu væri undarlegt þegar ég
var þarna hokinn, 44 ára
gamall maðurinn, um-
kringdur tökumönnum, að
reyna að fá bavíana til að
veita mér kinnhest.“
Paul Giamatti leikur á móti
bavíana í sinni nýjustu kvik-
mynd.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Hverju svarar frú Merkel?
Og hvaða svar á frú Merkel? Henni dylst ekki að
illt er í efni, efnafræðingnum sjálfum. En hún er
ekki sjálf liprari í taumi en aðrir. Og henni er ekki
skemmt. Enda fer því fjarri að landar hennar og
kjósendur vilji láta þrengja að sér, vegna vand-
ræða annarra, umfram það sem þegar hefur verið
gert. Kanslarinn fékk ekki einu sinni að ljúka í
tæka tíð lagasetningu sinni um síðasta björg-
unarpakka, ESM-sjóðinn og ríkisfjármálasamn-
inginn. Stjórnlagadómstóll landsins óskaði eftir
því að forsetinn frestaði staðfestingu sinni á lög-
um um pakkann þar til dómurunum hefði gefist
færi á að fara í gegnum málið. Og forsetinn varð
við beiðninni. Það var mikið áfall fyrir kansl-
arann, að sögn fréttaskýrenda, enda hefur hingað
til verið litið á undirskrift forseta á lögum sem
hreint formsatriði í Þýskalandi. Þótt stjórnlaga-
dómstóllinn þýski hafi heldur harðnað í sinni af-
stöðu til valdaframsals upp á síðkastið er ekki lík-
legt að hann muni setja fótinn fyrir kanslarann og
þingmeirihlutann að þessu sinni, fremur en fyrri
daginn. En þessi afskipti dómstólsins og forsetans
verða þó örugglega til þess að kanslarinn gætir sín
enn frekar en ella gagnvart kröfum um að Þýska-
land gangi í lokaábyrgð á öllum þeim ógöngum
sem svo margar evruþjóðir hafa komist í eftir að
þær gerðust aðilar að sameiginlegu myntinni.
En sjálfsagt er ekki útilokað að Merkel kanslari
bendi Mario Monti einfaldlega á að nýlega hafi
framsækinn forsætis- og jafnréttisráðherra uppi á
Íslandi, Jóhanna Sigurðardóttir, lýst því yfir að
þessi evruvandræði, sem hún hefði heyrt orðróm
um fyrir skömmu, væru í rauninni góð tíðindi
fyrir evruna og ekki síst fyrir aðild og aðlögun Ís-
lands að myntinni og ESB. Þess vegna kynni hann
og hinir beiningamennirnir að gera réttast í að
anda bara rólega.
Skipist mál þannig á fundinum er ekki ólíklegt
að Mario Monti forsætisráðherra sortni fyrir aug-
um og hann ímyndi sér að ólíklegasta fólk á sam-
lagssvæði ESB sé fallið fyrir launhelgum bunga-
bunga Berlusconis eða einhverju þaðan af verra.
Morgunblaðið/RAX
meri“