SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 27
24. júní 2012 27 fyrst og svo þegar þeir reyndu í fyrra og á endanum náði ég að troða mér inn,“ segir Jóhann Torfi sem hafði einungis hitt hina meðlimi hópsins, fyrir utan Frey Heiðar, tvisvar áður en lagt var af stað í gönguna. „Ég og Freyr erum náttúrulega frænd- ur, það er í raun og veru tengingin. Ég, Friðþjófur og Jón Bjarni vorum svo sam- an í Verzlunarskólanum,“ segir Þórólfur um myndun hópsins. Dyngjujökull er helvíti á jörð „Gönguleiðin frá eystra horninu út á vestra hornið er ekki þekkt og hefur aldrei verið gengin áður, þetta eru ótroðnar slóðir. Gönguleiðin okkar krossaði síðan þá sem við fórum árið 2010, Langleiðina, við Kistufell,“ segir Þórólfur en hann segir Langleiðina þó vera þekkta gönguleið. Félagarnir byrjuðu gönguna þann 17. maí og komu á leiðarenda 11. júní klukk- an 22:23, alls 26 daga ganga. „Við vorum með tjald á bakinu og gist- um eitthvað í því en það var alveg ótrú- legt hvað fólk sem frétti af þessum túr var liðtækt. Það var mjög duglegt við að láta okkur fá lykla að skálum og reyna að hjálpa okkur á einn eða annan hátt,“ segir Friðþjófur. Kapparnir gengu yfir þrjá jökla, Eyja- bakkajökul, Brúarjökul og Dyngjujökul. „Fyrstu tveir, Eyjabakka- og Brúar- jökull voru mjög fínir en Dyngjujökull var frekar blautur. Ég held að helvíti á jörðu hafi verið í lokin á Dyngjujökli,“ segir Jóhann og hryllir við tilhugsunina. „Við tókum eiginlega vitlausa stefnu niður af Dyngjujökli og lentum þarna í ísfjallgarði síðustu fjóra kílómetrana af jöklinum,“ bætir Friðþjófur við. Félagarnir brúkuðu tjaldið á Brúarjökli og sögðu raunina vera betri en þeir höfðu búist við og þökkuðu veðrinu meðal ann- ars fyrir. „Það var bara einu sinni sem við vor- um lengi að tjalda, það var við Skjálf- andafljót. Þar var mikill vindur og lítið skjól,“ segir Friðþjófur og hinir taka undir. Gengið í vöðlum yfir fjöll og firnindi Útbúnaður þeirra félaga myndi líklegast seint teljast hefðbundinn fjallgöngubún- aður og talar Jóhann um Converse skó sem Þórólfur gekk í og inniskó sem hann klæddist sjálfur. Þeir félagar tala einnig um nauðsyn þess að hafa með sér vöðlur í slíkum ferðum og að það sé nýjasta bragðið í fjallgöngubókinni. „Það hefði ekkert verið hægt að ganga þetta öðruvísi en í vöðlum, þetta var svo blautt. Sérstaklega þegar við þurftum að ganga um þessa sandfjallgarða, þá var þetta bara hnédjúpt krap,“ segir Jóhann. „Ég held að Þórólfur eigi Íslandsmetið í gengnum kílómetrum í vöðlum. Hann á eflaust einhverja 160 kílómetra að baki,“ bætir Friðþjófur við. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gera þetta var sú að þegar við fórum fyrir tveimur árum síðan þá lentum við í al- gjöru veseni norðan við Vatnajökul. Við vorum þar að vaða krapa upp í mitti allan daginn. Þá vorum við að labba þetta ber- leggja, það er náttúrulega virkilega kalt. Það var mjög leiðinlegt að fara úr öllum græjunum, vaða yfir berleggja, þurrka sér og fara aftur í fötin. Þess vegna ákváðum við að taka vöðlurnar,“ segir Þórólfur. Margur landinn furðar sig eflaust á því að óreyndir fjallgöngumenn skuli arka Hér má sjá Jóhann fara yfir jökulá í vöðlum, en þær komu að góðum notum í ferðinni. Tjaldbúðum var slegið upp á Brúarjökli og gistu göngugarparnir þar eina nótt. ’ Það hefði ekkert verið hægt að ganga þetta öðruvísi en í vöðlum, þetta var svo blautt. Sérstaklega þegar við þurftum að ganga um þessa sandfjallgarða, þá var þetta bara hnédjúpt krap.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.