SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 11
24. júní 2012 11 Ég bjóst ekki við því að ég myndi fara aftur út tilþess að klára námið,“ segir Magnea sem nýlegalauk bakkalárgráðu frá listaháskólanum Cent-ral Saint Martins í London. Magnea hafði lokið við fyrstu tvö árin af náminu þegar að hún varð ólétt. Á þriðja námsári þegar bekkjarfélagar hennar fóru í starfs- nám hélt hún heim til Íslands í barneignarleyfi. Í mars fæddist lítill drengur sem breytti lífi hennar mikið. Rúmu ári síðar ákvað hún þó að halda áfram og klára námið. Gúmmírúlla sem undirstaða „Ég ákvað að lífið væri ekki búið þó ég hefði eignast barn. Ég fékk styrk frá sjóði einstæðra foreldra, pakkaði saman föggum okkar og við mæðginin lögðum af stað til London. Ég tók með mér ýmislegt sem ég vonaðist til að gæti nýst í lokaverkefninu mínu. Það var til dæmis rúlla af gúmmíi sem maður setur undir teppi. Þetta efni heill- aði mig og það varð á endanum undirstaðan í lokaverk- efninu mínu.“ Lokaverkefni Magneu samanstendur af sex heilum fatasettum. „Ég bjó til sex handgerða kjóla. Uppaflega stefndi ég á að nota prjón sem undirstöðu í gerð efnanna. Undir lok- in breyttist það þó og ég ákvað að bródera þá með garni,“ en Magnea segist vera heppin að hafa hlotið styrk frá Ístex en fyrirtækið gaf ull í verkefnið. „Með hverjum kjól fylgir svo taska og sokkabuxur. Sokkabux- urnar eru einnig handgerðar úr íslenskri ull en tösk- urnar eru úr hnotuvið. Sigríður Sigurðardóttir tréút- skurðarkona skar töskurnar út en ég teiknaði mynstrið,“ útskýrir Magnea. Spurð út í hvernig hug- myndin hafi komið til segir hún: „Þetta er mjög per- sónulegt verkefni. Ég er búin að búa í kössum síðustu ár og þess vegna valdi ég að láta fyrirsæturnar halda á litlum, kassalaga töskum. Snið kjólanna er einfalt, einn- ig kassalaga, en ég vinn mikið með efnin. Það er fyrst og fremst textíll sem ég legg áherslu á,“ segir hún. „Venjulega er ég á leiðinni heim úr skólanum milli fjögur og fimm á daginn. Þá eru ljósaskiptin í London. Þau eru mjög ólík ljósaskiptunum heima. Það tekur að- eins nokkrar mínútur hér á meðan þau vara mun lengur á Íslandi. Þessir ólíku litir í ljósaskiptunum hafa mikil áhrif á mig. Þeir voru innblástur við gerð efnanna. Svo heitir auðvitað sonur minn Rökkvi,“ segir hún glaðlega. Hönnun Magneu fékk mjög góðar viðtökur. Fatasettin voru fyrst sýnd á tískusýningu en nú eru þau sýnd á standandi sýningu á vegum skólans. „Skólinn útvegar fyrirsætur, förðunarmeistara og hárgreiðslukonur fyrir tískusýninguna. Þar sýna allir útskriftarnemar sex heil- sett. Við fáum ekki að ráða uppsetningunni á tískusýn- ingunni en á standandi sýningunni höfum við meira að segja. Settin eru svo öll ljósmynduð. Ég fékk Sögu Sig ljósmyndara til þess að taka myndirnar fyrir mig,“ segir Magnea en Saga Sig hefur gert það gott upp á síðkastið í London, meðal annars með ljósmyndablogginu sag- anendalausa.blogspot.com. Innblástur frá biskupsfrúnni Þegar Magnea er spurð hvort guðfræði hefði ekki legið betur við skellir hún upp úr. „Nei, ég var ung þegar ég ákvað að ég ætlaði ekki að verða prestur. Við erum þrú systkinin og völdum öll aðrar brautir. Bróðir minn er viðskiptafræðingur, systir mín er tónlistarkona og ég er í fatahönnun,“ segir hún en Magnea er barnabarn Sig- urbjörns Einarssonar biskups. „Amma mín og nafna, Magnea Þorkelsdóttir, var mikil handavinnukona svo list liggur líka í fjölskyldunni. Hún kenndi mér að hekla og sauma út þegar ég var lítil. Sjálf var hún ótrú- lega dugleg og var alltaf að vinna að einhverri handavinnu.“ Þegar Magnea var í barneign- arleyfi á Íslandi gáfu dætur og barnadætur Magneu Þorkelsdóttur út bók um handavinnu hennar. „Ég lá mikið yfir handavinnu ömmu á þessum tíma. Frænka mín sem er ljósmyndari sá svo um að ljósmynda efnið fyrir bókina. Það sátu svo þrjár frænkur mínar í ritstjórn.“ Sýn- ing á verkum Magneu Þorkelsdóttur fór fram á Þjóðminjasafninu. Á leið til London Magnea fékk ung áhuga á tísku og vissi vel hvert hún stefndi eftir menntaskóla. „Ég tók ársfrí frá menntaskóla til þess að fara í textílskóla í Danmörku, eins konar lýðháskóla. Ég úrskrifaðist frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð en þaðan lá leið mín í Myndlistaskólann í Reykja- vík þar sem ég lauk við fornámið vorið 2007.“ Fornám Myndlistaskólans er undirbúningsnám fyrir hönnunar- og myndlist- arnema. „Í Myndlistaskólanum fékk ég góðan grunn fyrir hönnunarnámið. Ég lærði til dæmis litafræði, hönnunarfræði og teikningu. Námið leggur meiri áherslu á myndlist en hönnun en ég hafði samt mjög gott af því. Það er mikilvægt að komast inn í stemn- inguna að vera í listnámi. Það er ótrúlega ólíkt bók- námi.“ Eftir fornámið sótti Magnea um eftirsótta tískuhá- skólann Parsons í París. „Þetta er bandarískur skóli með útibú í París. Þar er mikil áhersla lögð á tækni. Eftir að ég kláraði eitt ár í Parsons langaði mig að fara í Central Sa- int Martins í London. Ég vildi sérhæfa mig meira og var spennt fyrir prjónadeildinni sem skólinn bauð upp á. Ég var því mjög ánægð þegar ég komst inn,“ segir hún brosandi. Bakkalárritgerð um bloggara Þegar Magnea var í barneignarleyfi á Íslandi fylgdist hún vel með tískunni úr fjarlægð. Hún lá löngum stundum yfir tískubloggum en einn af hennar uppáhalds- bloggurum er sænska tískugyðjan Caroline Engman. Í barneignarleyfinu kviknaði hugmynd að ritgerðarefni fyrir bakkalárritgerðina. „Titillinn á ritgerðinni minni er „Screen over print - The rise of the independent fashion blogger“. Ég skoðaði tískubloggara frá nokkrum sjón- arhornum, til dæmis sögu þeirra, áhrif á tískuheiminn og hvernig valdið væri smám saman að færast frá stóru tísku- húsunum og yfir til almennings. Ég ræddi við fimm tískubloggara, meðal annars eina ís- lenska stelpu sem heitir Sara Hlín.“ Á síðustu árum hefur tískubloggheim- urinn stækkað gríðarlega. Bloggarar sem vegnar vel geta unnið við blogg í fullu starfi. Telur Magnea þá að tískutímarit tilheyri fortíðinni? „Nei, alls ekki. Ég komst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að þetta er ný kynslóð og atvinnugrein. Tísku- bloggarar eru áhrifavaldar í tískuheiminum í dag en það er enn markaður fyrir tískutímarit.“ Magnea segist ekki geta hugsað sér að verða tískubloggari sjálf þó að bloggararnir veki áhuga hennar. Svartsýnir samnemendur Aðspurð hvað taki við eftir námið segist hún vonast til þess að ná sér í starfsreynslu en henni fannst sárt að missa af starfsnámsárinu í skól- anum. „Stóru tískufyr- irtækin koma á lokasýn- ingu skólans og útskriftarnemar hafa feng- ið tækifæri í framhaldi af því. Samnemendur mínir eru þó margir heldur svart- sýnir. Það var þema í nokkrum lokaverkefnum að ekkert líf væri eftir fatahönn- un og enga vinnu að fá. Sjálf er ég nú ekki svo svartsýn,“ segir Magnea glaðlega. „Ég vil fá starfsreynslu erlendis og gæti vel hugsað mér að vinna fyrir stóru tískuhúsin. Ég veit ekki hvort ég verð áfram í London, það á eftir að koma í ljós. Ég þarf líka að hugsa hvað er best fyrir strákinn minn.“ Magnea segist vel geta hugsað sér að koma einn daginn aftur til Íslands. „Íslendingar eru mjög opnir fyrir tísku. Ef ég myndi ætla að vinna sjálfstætt þá kæmi ég heim.“ Aðdráttarafl ljósaskiptanna Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir ákvað ung að feta ekki í fótspor skyldmenna sinna og gerast prestur. Hún fór þess í stað til London og lærði fatahönnun með áherslu á prjón. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Mynstrið sem er á trétöskunum hannaði Magnea en listakonan Sigríður Sigurðardóttir skar þær út. Ljósmynd/Saga Sig Magnea Einarsdóttir útskrifaðist í vor úr fatahönnun frá listaháskólanum Central Saint Martins í London. Ljósmynd/Sigríður Sigurðardóttir Flíkurnar eru útsaumaðar með íslensku garni. Ljósmynd/Saga Sig

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.