SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 35
24. júní 2012 35 kólnar svona með þessu, og vindurinn er óþarfi.“ Bjarki svarar honum, og bendir á að ferðamönnum sem koma til landsins og eru óánægðir með veðrið, sé iðulega sagt að bíða í mínútu, það muni breyt- ast. Það með kveðja feðgar og setjast inn í bíl. Eins og að vera í fiskabúri Þegar slegið er á þráðinn til Guð- mundar Hauks nokkrum dögum síðar staðfestir hann að þeim Jóhönnu hafi dvalist vestan við hraunið sem gengur út í vatnið, enda séu þar einhverjir bestu veiðistaðirnir. „Við settumst þar að, enda var mikill fiskur og auðvelt að ná honum. Það var á hjá mér í hverju kasti meðan ég átti sérstakan Dentist sem var með mjög rautt skegg. Svo týndi ég honum og þá fór veiðiskapurinn að daprast hjá mér. En Jóhanna veiddi bara á svartar litlar pöddur og hún mokaði upp. Svo veiddi ég reyndar líka ágætlega á appelsínugulan nobbler sem Stefán Hjaltested hnýtti. Annaðhvort var hann tekinn og gleyptur eða ekki. Mér finnst gaman að geta dregið hratt því það er leiðinlegt til lengdar að draga púpur lúshægt,“ segir hann og hlær. Hópnum gekk vel í Frostastaðavatni. „Mér skildist að allir hafi veitt nægju sína,“ segir Guðmundur Haukur. „Ég vissi um einn sem hirti þangað til hann var búinn að veiða nóg og þá sleppti hann, þó það eigi ekki að gera það þarna, en grisjun með flugustöng skiptir heldur engu máli. Það þarf að grisja vötnin og líka Frostastaðavatn. Stærstu fiskarnir sem við veiddum voru illa haldnir. Þetta vatn hefur verið paradís fyrir okkur veiðimenn sem höfum komið þangað ár eftir ár, og mér fannst það líka núna, en smærri bleikjan var þokkalega á sig komin og var í æti. En stærri fiskarnir sem við Jóhanna veidd- um voru óttalegir slápar.“ Hann segir hópinn hafa skannað öll vötnin „sem skiptu einhverju máli“. „Ljótipollur gaf nokkra fiska en þeir voru frekar smáir – þeir verða fínir næsta sumar. En það var geysilega mikill fiskur í Frostastaðavatni og okk- ur Jóhönnu fannst frekar auðvelt að veiða þá. Við komum heim með 79 fiska, þar af 75 úr Frostastaðavatni og fjóra úr Löðmundarvatni. Annars voru allir sammála um að Löðmundarvatn væri orðið ónýtt sem veiðivatn, vegna þess að það er ekkert grisjað.“ En hvað með Örn og Bjarka, gekk þeim ekki vel það sem eftir var helg- arinnar? „Jú jú, þetta er stóri aflatúrinn á hverju ári. Við komum heim með næstum 60 fiska,“ segir Örn. „Frosta- staðavatn er eins og að vera í fiskabúri, það er allt fullt af fiski. Þegar lygnir vakir fiskur um allt og byltir sér,“ segir hann og stefnir aftur í Framvötnin sem fyrst. Morgundýrð við Frostastaðavatn í Friðlandi að fjallabaki. Að sunnan gengur Námshraun út í vatnið og þar finnst kunnugum veiðimönn- um hvað best að setja í bleikjur. Morgunblaðið/Einar Falur Í laxatösku feðganna. Þær voru tökuglaðar en vildu ólíkar flugur. ’ Við settumst þar að, enda var mikill fiskur og auðvelt að ná honum. Það var á hjá mér í hverju kasti meðan ég átti sérstakan Dentist sem var með mjög rautt skegg. Svo týndi ég hon- um og þá fór veiðiskapurinn að daprast hjá mér. En Jóhanna veiddi bara á svartar litlar pöddur og hún mokaði upp.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.