SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 22
22 24. júní 2012 Bréfritari átti þess eitt sinn kost að hlýðaá Mario Monti, nú forsætisráðherraÍtalíu, flytja fróðleiksræðu á ársfundiBIS – banka seðlabankanna – eins og þessi greiðslumiðlunarbanki er stundum kall- aður í daglegu tali. Var Monti eini ræðumaðurinn og er það til marks um það álit sem hann naut í þessum ranni. Monti er ítalskur hagfræðipró- fessor af hægri kanti stjórnmálanna, áður hand- genginn Berlusconi, harðsnúinn kommissar samkeppnismála hjá ESB og var sendur af því til að vera forsætisráðherra á Ítalíu í tæknikrata- stjórn sem sjá mundi um niðurskurðarkröfur ESB og AGS, sem stjórnmálaforingjar landsins veigruðu sér við að standa að til fulls. Í ræðustól kom hinn fyrrum harðsnúni samkeppniskomm- issar ekki síður fyrir sem siðfáguð silkitunga há- skólasamfélagsins og flutti sem slíkur prýðilegt erindi. Fyrst Brusselvaldið taldi nauðsynlegt að grípa fram fyrir hendur réttkjörinna stjórnvalda í evruríkinu Ítalíu eins og það gerði einnig í Grikklandi, gat það vissulega verið óheppnara í mannavali en þetta. Mario Monti á endastöð? En nú virðist Mario Monti kominn á endastöð í sinni sendiför. Hann segir að næsti neyðarfundur leiðtoga ESB um evruna (neyðarfundur nr. 21 eða þar um bil) sé seinasta tækifærið til að bjarga myntinni. Leiðtogar evrunnar hafi sem sagt að- eins eina viku til að bjarga elskunni sinni. Þetta er að vísu ekki eini lokafresturinn sem mynt- björgunin hefur fengið. Soros billjónamæringur gaf þriggja mánuða frest fyrir rúmum mánuði og Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, mun skemmri frest og má segja að nú falli frestur hans og Montis nánast saman. Allir þrír og sumir hinna, sem gefið hafa sam- bærilega lokafresti, virðast telja að það sé jafn brýnt að bjarga hinni 11 ára gömlu mynt og aðrir að bjarga 2000 ára kristindómi, sem mjög er nú sótt að, þótt honum hafi sem betur fer ekki enn þá verið gefinn lokafrestur í vikum eða mán- uðum. Rómarfundur Og um þessa helgi er blásið til undirbúnings- fundar í Róm, höfuðborg Ítalíu, Rómaveldis, páf- ans og Evrópusáttmálans. Og það segir heilmikla sögu um að vandinn þyki stór að nú fá forsætis- ráðherrar Ítalíu og Spánar að vera með í undir- búingsskrafi með kanslara Þýskalands og forseta Frakklands í aðdraganda leiðtogafundar. Venjan hefur verið sú að kanslarinn og forsetinn hafa hist í hótelherbergi kvöldið fyrir leiðtogafund og ákveðið þar niðurstöðu hans í smáatriðum. Þetta hefur verið mikið hagræði og undirstrikað hve smáríki ESB hafa mikil áhrif innan þess, eins og hinir hlutlausu Evrópufræðingar Samfylking- arinnar á Íslandi hafa verið óþreytandi að benda á. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, fær þarna gott tækifæri til að lýsa vanda síns lands og hvernig þar má nánast ekkert út af bera svo þetta sé allt búið spil. Það eitt hefði hingað til dugað sem álitlegt ef ekki óyfirstíganlegt umræðuefni. En nú bætist við að Mario Monti hefur einnig sína sögu að segja. Hann er kominn að þolmörkum. Hann getur ekki mikið lengur haldið utan um er- indið sem hann var sendur til að vinna. Í Róm er nú opinskátt rætt um það í hópum áhrifamanna að evran sé þegar „dauð“. Berlusconi bærir á sér Silvio Berlusconi vék vissulega úr sæti forsætis- ráðherra fyrir Monti, en hann fór ekki langt. Hann vildi af klókindum sýna að vandamál efna- hagslífsins snerust ekki um það, hvort hann sjálf- ur væri aðallega kvennabósi og bunga-bunga- karl. Hann lét því sæti sitt eftir fyrir það efna- hagsgúrú, sem hvað mest var litið upp til innan og utan Ítalíu og þó ekki síst þar sem mestu skipti í Berlín og Brussel. Og Berlusconi skipaði flokks- bræðrum sínum og systrum á þingi að greiða at- kvæði með öllu því sem Mario Monti myndi leggja til. Löngum var sagt að hinn hálfáttræði Berlus- coni hefði horft á nakinn kvennablóma oftar og meir en hollt væri, jafnvel helmingi yngri mönn- um. En nú sér Monti, eftirmaður hans, ekkert nema sannleikann nakinn, þegar hann rýnir í hagtölur ríkisins. Og honum verður mikið um, roðnar og riðar til falls. Þess vegna er Berlusconi aftur kominn á kreik. Hann er enn þá formaður stærsta flokks Ítalíu og horfir sem slíkur óróleg- ur á þá pólitísku rassskellingu sem stærstu stjórnmálaflokkar Grikklands, Spánar og Ír- lands og forseti Frakklands hafa fengið að und- anförnu, þegar þeir hafa ekki lengur getað flúið sína kjósendur. Eldfim ráðstefna Berlusconi hefur boðað til ráðstefnu um miðjan næsta mánuð og efni hennar hefði einhvern tíma þótt eldfimt í meira lagi. Þar á að fjalla um þá spurningu hvort Ítalía eigi að taka upp líruna á nýjan leik. „Það er ekki (lengur) guðlasti líkast að ræða um það, hvort yfirgefa eigi evruna,“ sagði Silvio Berlusconi þegar hann tilkynnti fyr- irhugaða ráðstefnu. Og hvað er það þá sem líklegast er að Monti tækniforsætisráðherra muni leggja til við fé- lagana þrjá í forystusveit evrunnar á fundi þeirra? Spurningin er að vísu ekki nákvæm, því að tillagan sú, sem víst er að verður hin eina sem Monti hefur fram að færa, mun eingöngu bein- ast að Berlínarkanslara. Hún mun sennilega hljóma svona: „Ætlar þú, frú Merkel, að lýsa því yfir á neyðarfundinum næsta, að Þýskaland muni greiða eða ábyrgjast allar skuldir okkar hinna, sem út af standa?“ Eins og fyrr sagði þá er Mario Monti siðfáguð silkitunga, svo það má vera að meiri bómull verði höfð utan um efni málsins en þetta. En innihaldið verður í þessum dúr. Og ef Mario Monti forsætisráðherra meinti eitthvað með sínum orðum um „viku frest til að bjarga evrunni“ mun hann bæta þeirri hótun við sína spurningu að fáist ekki jákvætt svar við henni sé ekki eftir neinu að bíða. Hann muni ekki lengur halda í þá meri sem honum var fengin til taumhalds á dögunum. Það sé enda ekki til neins, því ekkert verði lengur við þá meri ráðið. Reykjavíkurbréf 22.06.12 „Ég held ekki lengur í þessa

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.