SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 29
24. júní 2012 29 pastað sitt. Við duttum í það stundum eftir að komið var inn í hús að fá okkur kaffi en sleppa pastanu, þá fann maður fyrir því daginn eftir,“ segir Friðþjófur. Jóhann hefur það á orði að þeir félagar hafi einnig sofið einstaklega vel á nótt- unni, sér í lagi ef brjóstbirtu var skolað niður rétt fyrir svefninn. „Viskípelinn var mikilvægur. Það var einn sjúss og tvær íbúfen á kvöldin,“ bætir Þórólfur við. Félagarnir fengu birgðir af himnum Það má segja að þeir félagar hafi fengið himnasendingu í miðri ferð. „Pabbi hafði miklar áhyggjur af því að ég væri að verða skólaus. Hann sendi mér því skó þegar við komum upp í Sand- búðir með flugvél. Það kom flugvél og varpaði sjópoka með nýjum gönguskóm niður. Pabbi hafði hringt um allan bæ til að finna flugvél, hann fann loks einhvern flugskóla sem gat reddað þessu. Fyrst var kastað niður úr vélinni einhverjum grænum poka, í honum voru pulsur og Snickers. Við héldum að þetta væri kom- ið en vélin snéri við og varpaði niður sjó- pokanum. Hann lenti í skafli innan við 10 metra frá okkur,“ segir Þórólfur. „Jóhann gerði sér ekki grein fyrir því að það væru að koma tvær sendingar svo hann var bara mígandi þegar síðari send- ingin kom,“ segir Friðþjófur. Jóhann viðurkennir að þetta hafi ekki litið allt of vel út fyrir sig, sérstaklega þar sem þeir sem voru um borð í flugvélinni höfðu verið að taka allt saman upp á kvik- myndatökuvél, enda landslagið í kring gullfallegt. Þeir félagar fara mjög fögrum orðum um landslagið á hálendinu og mæla með slíkum gönguferðum. „Þetta er náttúrulega alveg gríðarlega fjölbreytt. Lónsöræfin voru alveg geð- veik. Miðhálendið er mikil auðn, það er líka mjög flott. Það sem er líka svo sér- stakt er að þú ert einhvers staðar þar sem engir aðrir eru í kringum þig, það eykur sjarmann. Þegar við vorum að nálgast Ströngukvísl þá komum við inn í magn- aðasta fuglagriðland sem við höfum séð. Gæsaungarnir eltu okkur úr hreiðr- unum,“ segir Þórólfur. „Af því að við ferðuðumst svo mikið að næturlagi þá sáum við líka sólsetrið og sólarupprás á sama degi með rúmlega tveggja klukkutíma millibili. Það var mjög fallegt,“ bætir Friðþjófur við. Jóhann tekur það einnig fram að það hafi verið frábært að enda á Horn- ströndum og að um sé að ræða einn fal- legasta stað á Íslandi. Lagt á ráðin um ísbjarnarvarnir Jóhann segir hroll hafa farið um þá þegar fólk sem þeir rákust á hafi farið að tala um ísbirni. „Það fór aðeins um mann þegar við töluðum við karlana niðri á Dröngum. Þeir voru að segja manni frá ísbjörn- unum sem enginn hefði tekið eftir. Okk- ur var sagt frá því að selshræ hefðu ein- hvern tímann fundist langt inni í landi. Elías á Dröngum sagði okkur að ef við mættum ísbirni og hann réðist á okkur þá ættum við að ná okkur í prik og ráðast á hann á móti. Ísbirnir eru víst óvanir því að ráðist sé á móti þeim,“ segir Jóhann. Vinirnir segja að lokum að allt sum- arfrí þeirra hafi farið í ferðina og að því hafi verið vel varið. Þeir eru sammála um að einn stærsti þáttur þess að komast í slíka ferð sé að vera með góða vinnuveit- endur. „Fjölskylduaðstæður hjá okkur eru kannski líka hentugar til þessara ferða. Það er í raun bara Freyr frændi sem á barn og svo eru ekki nema tveir af okkur í sambandi, Jón og Freyr. Mér finnst ég í raun vera mjög heppinn að geta farið í þessa ferð,“ segir Þórólfur. Þeir segja tímasetningu ferðarinnar einnig hafa verið fullkomna. „Það var í raun engin tilviljun að við misstum af Júróvísjón. Ferðin var frá- bærlega tímasett upp á það að missa af þeirri keppni og ná EM,“ segir Þórólfur glettinn. Þessi frábæra mynd var tekin á leiðarenda. Á henni heldur Þórólfur á vasaúri afa síns og sýnir hvað klukkan var er þeir félagar komu í mark. Hér drekkur Friðþjófur afmæliskampavínið sitt er komið var á Hornstrandir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.