SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 44
44 24. júní 2012 Adam Roberts - Yellow Blue Tibia bbbnn Yellow Blue Tibia er þriðja bók Adams Roberts sem tilnefnd er til Arthur C. Clarke-verðlaunanna, en þau eru veitt breskum vísindaskáldsagnahöf- undum. Hún er vel skrifuð og skemmtileg og fær mann reglulega til að hlæja upphátt þegar að- alsöguhetjan lendir í fáránlegum aðstæðum sem henni tekst að komast lifandi frá, oft með háðið eitt að vopni. Sagan er þó óneitanlega skrýtin og rugl- ingsleg. Höfundur segir markmið sitt með bókinni að hann sé að reyna að sætta þær miklu þverstæður sem virðast ríkja gagnvart fljúgandi furðuhlutum. Það er að þeir eru augljóslega ekki til, en hafa samt áhrif á milljónir manna um allan heim. Vísar bókin töluvert í ótrúlegan áhuga sovéskra ráðamanna á tilvist fljúgandi furðuhluta. Gerist hún árið 1986 í Sovétríkjunum og segir í raun frá innrás geimvera á jörðina sem virðist gerast samkvæmt forskrift sem Stalín uppálagði hópi vísindaskáldsagnahöfunda að skrifa fljótlega eftir seinna stríð. Átti sagan að vera nægilega trúverðug til að hægt væri að halda stjórn á fólkinu með utanaðkomandi ógn utan úr geimnum eftir að Bandaríkin hefðu verið sigruð. Ken Macleod - Learning the World bbbmn Learning the World eftir Ken Macleod snýr hinni margsögðu sögu um fyrstu kynni mannkyns af geimverum á haus. Sagan er sögð annars vegar út frá samfélagi innfæddra á plánetunni Ground sem átta sig á því að inní sólkerfið þeirra séu komnar geimverur þegar þeir sjálfir eru á tæknistigi svipuðu og við höfðum á fyrri hluta 20. aldarinnar. Og hins vegar út frá geimverunum, sem kemur í ljós að eru menn, og hafa lagt þúsundir sólkerfa undir sig en hafa samt aldrei áður rekist á aðrar vitibornar verur. Því eru það mikil viðbrigði fyrir þá þegar þeir uppgötva íbúana sem fyrir eru. En þó þetta séu mennirnir í sögunni, er samfélagsgerð þeirra og tækni- stig svo langt frá því sem við lesendurnir þekkjum að við finnum óneitanlega til meiri samhugar með hinum innfæddu. En eitt þekkj- um við reyndar hjá þeim, það eru hin mannlegu viðbrögð deilna og átaka sem upp koma meðal þeirra um hvernig bregðast eigi við því að þarna sé fólk fyrir. Sagan veltir upp áhugaverðum spurningum og er skemmtilega skrifuð. Þó er persónusköpunin mjög misgóð, og í raun betri meðal hinna innfæddu en mannanna. Höskuldur Marselíusarson hoskuldurm@gmail.com Erlendar bækur 3.-16. júní 1. Eldar kvikna - Suzanne Collins / JPV útgáfa 2. Heilsuréttir fjölskyld- unnar - Berg- lind Sigmars- dóttir / Bókafélagið 3. Iceland Small World - Sig- urgeir Sigurjónsson / Portfol- io 4. Dauðadjúp - Asa Larsson / JPV útgáfa 5. Hungurleikarnir - Suzanne Collins / JPV útgáfa 6. Fórnardauði - Lee Child - JPV útgáfa 7. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran / Hagkaup 8. Það kemur alltaf nýr dagur - Unnur Birna Karlsdóttir / Bjartur 9. 25 gönguleiðir á Reykjanes- skaga - Reynir Ingibjartsson / Salka 10. Konan sem hann elskaði áð- ur - Dorothy Koomson / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Heilsuréttir fjölskyld- unnar - Berglind Sigmars- dóttir / Bókafélagið 2. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Eiríks- dóttir / Hagkaup 3. Englasmiðurinn - Camilla Läckberg / Uppheimar 4. Snjókarlinn - Jo Nesbø / Upp- heimar 5. Hungurleikarnir - Suzanne Collins / JPV útgáfa 6. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf - Jonas Jo- nasson / JPV útgáfa 7. Svartur á leik - Stefán Máni / JPV útgáfa 8. Konan sem hann elskaði áð- ur - Dorothy Koomson / JPV útgáfa 9. Eldar kvikna - Suzanne Coll- ins - JPV útgáfa 10. Hetjur og hugarvíl / Óttar Guðmundsson - JPV útgáfa Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Skandinavískir krimmar hafa lagt undirsig heiminn á undanförnum árum og áíslenskum bókamarkaði er ekki þver-fótað fyrir glæpasögum þar sem þung- lyndir lögregluforingjar eltast við utangarðs- og ógæfufólk. Minna hefur farið fyrir því sem kalla má nútímabókmenntir, því þó vissulega séu sumir krimmarnir vel heppnaðir er þar skrifað í svo þröngan ramma að setur þeim eðlilega skorður. Bókaforlagið Draumsýn hefur einsett sér að gefa út skandinavískar bækur á íslensku og í fyrsta skammti er íslensk þýðing Sigurðar Helgasonar á örsagnasafni norska rithöfund- arins Ara Behn sem ber heitið Lukkunnar pam- fíll, en heitir á norsku Talent for lykke. Ari Behn, sem hét forðum Ari Mikael Bjørs- hol, fæddist í Árósum fyrir rétt tæpum fjörutíu árum. Foreldrar hans eru Waldorf-kennarar og Ari hlaut slíka menntun í Moss í Noregi þar sem hann ólst upp frá tíu ára aldri, en lauk síðar lauk prófi í sagnfræði frá háskólanum í Ósló. Árið 1996 tók hann upp ættarnafn ömmu sinn- ar, Behn, og sneri sér að ritstörfum að mestu, en framfleytti sér líka sem barþjónn, lagermaður og barnfóstra. Þremur árum síðar kom út fyrsta smásagnasafn hans, Trist som faen, og vakti mikla athygli í Noregi, seldist í ríflega 100.000 eintökum og tók líka sölukipp þegar spurðist að Ari væri í tygjum við Mörtu Lovísu Nor- egsprinsessu. Sá ráðahagur varð Ara þó ekki til hagsbóta, ef litið er til rithöfundaferilsins, enda hefur hann lýst því að upp frá því hafi gagnrýn- endur eingöngu gagnrýnt persónuna Ara Behn, en ekki það sem hann er að skrifa. Við það bæt- ist að Marta Lovísa, sem lét lækka sig í tign fyrir brúðkaupið til að geta lifað sem eðlilegustu lífi, er heldur en ekki umdeild í Noregi fyrir engla- skóla sinn og sérkennilegar yfirlýsingar. Fyrsta skáldsaga Ara var Bakgård, sem kom út 2003. Entusiasme og raseri kom út 2006 og Vivian Seving etc. 2009. Síðastnefnda bókin segir frá piltinum Kai Seving frá Moss sem gengst undir kynleiðréttingu og verður eftir það stúlkan Vivian, gerist leikkona og síðan prins- essa þegar hún giftist prinsinum Franz av Freib- urg. Inntak bókarinnar er harkaleg gagnrýni á gerviveröld fjölmiðlanna og það fólk sem þrífst í sviðsljósi þeirra og ekki að furða þó ýmsir gagn- rýnendur hafi velt upp þeirri spurningu hvort Vivian frá Moss sé birtingarmynd Ara frá Moss. Að loknum þessum þremur skáldsögum og ýmsum hliðarverkefnum sendi Ari Behn svo frá sér annað smásagnasafn, áðurnefnt Talent for lykke / Lukkunnar pamfíl, sl. haust. Svo virðist sem gagnrýnendur hafi loks tekið Ara í sátt því hann fékk framúrskarandi dóma fyrir bókina, þar á meðal fullt hús frá gagnrýnanda VG. Hjónakornin Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í skírnarveislu Estellu Svíaprinsessu. AFP Umdeildur örsagnahöfundur Þegar Ara Behn er getið í fjölmiðlum hér á landi þá er það fyrir það að hann er giftur Noregsprinsessu. Í heimaland- inu er hann þó þekktur fyrir skáldverk sín. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.