SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 41
24. júní 2012 41
LÁRÉTT
1. Skortur á hugrænni atferlismeðferð veldur
ofsa. (9)
7. Æðibunugangur í október út af mælitölu. (5)
8. Blóm manns þess sem Jakob vann hjá. (12)
10. Það sem er notað til að heilsa og er slæmt að
gera ekki. (7)
11. Þegjandalegir sem spila oftast vörn í bridds. (9)
13. Það sem nær oftast yfir sorgmætt. (9)
14. Illt ei styð í einfeldni en fæst samt til. (10)
18. Hum, stefnan er í kjölfarið. (8)
20. Sá sem missir ættingja hefur engan lúxus. (11)
21. Er svarið við þessari þraut: „Höfuð“? Það er
hárrétt svar. (8)
23. Teiknimyndapersóna lendir í stinningskalda.
(5)
24. Jójó skiptir með sér óþekktum, og fær enn ekk-
ert frá sláturfélaginu og ósköp venjulegum
manni. (3,7)
27. Rís aftur mynd eftir Munch með seigfljótandi
vökva. (7)
29. Bretann Ely næ að væta. (10)
30. Sjá nitur eða óræður fjöldi var undir yfirborði.
(11)
31. Andvarpaðir í langan tíma. (7)
LÓÐRÉTT
1. Op danskra hafði ánægju af skepnu. (9)
2. Álagning lögð á stjórnmálaflokka? Því miður
ekki. (13)
3. Þunnur forardrykkur frá úrþvætti. (9)
4. Minnkað þrek í málfræði. (7)
5. Norn verður bit og í flækju eftir glæp. (7)
6. List byggð á hringitón ruglist. (8)
9. Sjúk er íslensk nál enda frekar næla. (11)
12. Á minn arinn frá þeim sem lætur mann muna.
(10)
15. Var reiður við þetta vatnsfall. (5)
16. Katrín af asa nær að finna öfgafyllra. (11)
17. Drukkin hætta peningum með fullorðnum (9)
18. Sleip horfa á öfug númer í helsi. (8)
19. Hefur Jan matvæli út af hvatningunni. (7)
22. Stamar á gandi? Nei labbandi. (8)
25. Kálnyt getur skapað óþef. (6)
26. Gruggug á Óseyrinni. (6)
28. Belti eyddi óskýrum. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir kross-
gátu vikunnar. Senda skal
þátttökuseðilinn í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til
að skila úrlausn krossgátu
24. júní rennur út á hádegi
29. júní. Nafn vinningshafans
birtist í Sunnudagsmogg-
anum 1. júlí. Vinningshafi krossgátunnar 17.
júní er Óskar H. Ólafsson, Dælengi 2, 800 Sel-
fossi. Hann hlýtur að launum bókina Málverkið.
Krossgátuverðlaun
Með sigri yfir Englendingnum
Luke McShane í síðustu umferð
skreið Magnús Carlsen fram úr
helstu keppinautum sínum á
minningarmótinu um Mikhail
Tal sem lauk á þriðjudaginn og
varð enn efstur. Hann er nú
langstigahæsti skákmaður heims
en hafði fyrir Tal-mótið ekki teflt
síðan í Wijk aan Zee í janúar sl.
Mótið var geysilega spennandi en
lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Magnús Carlsen 5 ½ v.(af 9)
2. – 3. Caruana og Radjabov 5 v.
4. – 7. Morozevitsj, Kramnik,
Aronjan og Grischuk 4 ½ v. 8. –
9. Nakamura og McShane 4 v. 10.
Tomashevsky 3 ½ v.
Magnús var ekki einn í efsta
sæti fyrr en eftir lokaumferðina
og toppaði því á réttum tíma.
Sigurskák hans yfir Radjabov í
fimmtu umferð umferð þótti slá-
andi lík frægri sigurskák Capa-
blanca yfir Ilja Kan frá 1936 og
þegar hann lagði Luke McShane í
lokaumferðinni voru menn fljót-
ir að benda á samsvörun við sig-
ur Keres yfir Max Blau árið 1959.
Í upphafi fór Alexander Mo-
rozevitsj mikinn en tapaði þá
skyndilega þrem skákum.
Kramnik var einnig í vænlegri
stöðu þegar skammt var til loka
en tapaði þá fyrir McShane og
Caruana. Mótið var hressandi til-
breyting frá heimsmeistara-
einvígi Anands og Gelfands á
dögunum.
Skákhátíðin á Ströndum til-
einkuð Róbert Harðarsyni
Skákhátíðin á Ströndum sem
fram fer um helgina er að þessu
sinni tileinkuð Róbert Harð-
arsyni sem verður fimmtugur
síðar á þessu ári. Það fer vel á því
en Róbert hefur um langt skeið
verið í hópi fremstu skákmanna
þjóðarinnar. Framlag hans til
samfélags skákhreyfingarinnar
er síst ofmetið; Róbert hefur tek-
ið mikinn þátt í skákmótahaldi
Hróksins, hefur reglulega heim-
sótt Barnspítala Hringsins og
teflt við krakkana sem þar
dvelja, hefur haldið utan um
skákmótahald hjá Vin og svo
mætti lengi telja. Margháttuð
dagskrá er fyrirhuguð á Strönd-
um þessa helgina, fjöltefli Ró-
berts fór fram í Hólmavík á
fimmtudaginn, á föstudaginn var
svo tvískákarmót í Djúpavík og
aðalmótið á laugardeginum.
Fjölmargir kunnir meistarar
boðuðu komu sína á skákhátíð-
ina sem haldin var í fyrsta sinn
sumarið 2008. Róbert hefur
ávallt verið talinn stórhættu-
legur sóknarskákmaður og ýmsir
kunnir meistarar fengið að
kynnast því. Á Reykjavíkur-
skákmótinu 1984 lagði hann einn
þekktasta stórmeistara Hollend-
inga að velli í fyrstu umferð:
Róbert Harðarson – Hans Ree
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4.
e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7.
Rgf3!?
Sjaldgæfur leikur sem byggist
á peðsfórninni 7. … cxd4 8. cxd4
Db6 9. O-O. Á þessum tíma var
afbrigðið lítt þekkt og flestir
kusu að leika 7. Re2 og síðan –
Rf3.
7. … Be7 8. O-O g5 9. dxc5
Rxc5 10. Bc2 g4 11. Rd4 Rxe5 12.
f4 gxf3 13. R2xf3 Rg6 14. De2 b6
15. Bh6 Ba6 16. De3!
Óvænt ákvörðun. Róbert læt-
ur hrókinn flakka. Búast mátti
við 16. Rb5 ásamt – a4 eftir at-
vikum.
16. … Bxf1 17. Hxf1 Dc7 18. b4
Rd7 19. Rb5 Dc6?
Ree vissi greinilega ekki sitt
rjúkandi ráð og eftir þennan
slaka leik fór hann niður í logum,
19. …. Db7 var betra.
20. Rfd4 Db7
21. Hxf7! e5
Ekki var um annað að ræða,
21. … Kxf7 er svarað með þrumu-
leiknum 22. Rd6+! og næst kem-
ur 23. Dxe6 mát!
22. Hxe7+! Kxe7 23. Dg5+ Rf6
24. Bxg6 exd4 25. De5+ Kd8 26.
Dxf6+ De7 27. Dxh8+
- og nú var Ree búinn að fá
nóg og gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Magnús Carlsen vann Tal-mótið
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta