SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 8
8 24. júní 2012 Helsta ástæða þess að Cameron Diaz náði öðru sætinu í ár er grín- myndin Bad Teacher. Hún varð óvæntur smellur og halaði inn um 27 milljarða króna í miðasölu en kostaði 2,5 milljarða króna í framleiðslu. Auk launa fékk hún hluta af ágóðanum sem var í þessu tilfelli umtalsverður. Hún er auk þess í tveimur stórum myndum til viðbótar, What to Ex- pect When You’re Expecting og The Green Hornet og því mat Forbes árslaun Diaz um 4,2 millj- arða króna. Slæmur kenn- ari, gott kaup Cameron Diaz Kristen Stewart er hæstlaunaða leik-konan í heimi samkvæmt árlegumlista Forbes-tímaritsins. Hún þénaðium 4,3 milljarða króna á tímabilinu frá maí 2011 til maí 2012 þökk sé leik hennar í Twilight-vampírumyndunum og kvikmynd- inni Snow White and the Huntsman. Stewart, sem fær nú um 1,6 milljarða króna á mynd, skaust fyrir ofan margar frægar leikkonur. Í öðru sæti er Cameron Diaz og á eftir henni fylgir Sandra Bullock og í fjórða sæti er hæstlaunaða leikkonan frá því í fyrra, Angelina Jolie. Stewart sat í fimmta sæti listans í fyrra með jafnháar tekjur og Julia Roberts, sem í ár er í sjötta sæti. Tekjur hennar hafa aukist mjög frá því að hún lék í fyrstu Twilight-myndinni. Kvikmyndaverin borga jafnan ungum leikurum lítið fyrir leik sinn í fyrstu mynd í nýjum myndaflokki. Þau spara sér peningana sem þarf til að ráða stjörnu og borga nýliðunum lítilræði, það er á þeirra stjarnfræðilega mælikvarða! Launamisrétti kynjanna staðreynd Þetta breytist auðvitað þegar farið er að gera þriðju eða fjórðu mynd í myndaflokki. Ný- stjarnan er þá orðin ómissandi og kvikmynda- verið þarf að borga fullt stjörnuverð. Samkvæmt Forbes fá konur borgað minna en karlar í kvikmyndaheiminum. Topp tíu- leikkonurnar þénuðu samtals um 25 milljarða króna miðað við um 45 milljarða króna tekjur launahæstu leikaranna. Launamisréttið er því staðreynd en sem betur fer nær það ekki endi- lega til einstakra mynda. Stewart fær jafn mikið borgað og samleikarar hennar, Robert Patt- inson og Taylor Lautner, en hún er þó launa- hærri í ár vegna Snow White and the Huntsm- an. Þó frægðarsól Stewart hafi risið hratt og hún sé nú launahæst er hún aðeins í 43. sæti á stjör- nulista Forbes, sem tekur bæði til peninga og frægðar. Yngst á listanum Stewart, sem er 22 ára, er yngsta leikkonan á topp tíu-lista Forbes en hin 62 ára gamla Meryl Streep er sú elsta. Stewart er meira að segja langyngst á listanum, fædd 1990. Sú næstyngsta er Jolie sem er fædd 1975 en þar á eftir fylgir önnur tiltölulega ný stjarna, Kristen Wiig, sem er fædd 1973. Wiig er heldur óvenjulegt dæmi því hún er ein af launahæstu leikkonunum í Holllywood en komst ekki inn á stjörnulista Forbes því þrátt fyrir peningana þykir hún ekki enn þá nógu þekkt. Peningana fékk hún í laun fyrir síðustu þáttaröð sína af Saturday Night Live en líklegra er að fólk þekki hana úr sum- arsmellinum Bridesmaids. Ekki er ólíklegt að hún haldi sig á þessum listum og komist að minnsta kosti inn á stjörnulistann því hún verður á hvíta tjaldinu á næsta ári í myndinni The Secret Life of Walter Mitty þar sem hún leikur á móti Ben Stiller. Tekjur úr tískuheiminum Ekki allar stjörnurnar á listanum fá peningana sína úr kvikmyndaleik.Til dæmis þénar Jolie mikið þó hún sé ekki að leika í stórmynd og kemur það til vegna samninga hennar við fyrir- tæki á borð við Louis Vuitton. Allra augu eru jafnan á henni og Brad Pitt, sem bað hennar í ár. Hún var á hvorki meira né minna en 78 tíma- ritaforsíðum á síðastliðnu ári. Aðrar stjörnur á listanum fá líka pening úr tískuheiminum. Til dæmis er Charlize Theron andlit Dior-tískuhússins. Sarah Jessica Parker er líka á listanum þrátt fyrir að mynd hennar I Don’t Know How She Does It hafi gengið illa. Hún græðir pening á endursýningum á hinum vinsælu þáttum Sex and the City og líka á sölu ilmvatna sinna, NYC and Lovely. Hún fær líka borgað fyrir að vera andlit Garnier-hárvara. Blóð- peningar Stewart Græðir á vampírumyndum og Mjallhvíti Ljósmyndararnir sátu um Kristen Stewart þegar hún gekk rauða dregilinn á nýliðinni kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. AFPVikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 1. Kristen Stewart (4,3) 2. Cameron Diaz (4,2) 3. Sandra Bullock (3,1) 4. Angelina Jolie (2,5) 5. Charlize Theron (2,2) 6. Julia Roberts (2,0) 7. Sarah Jessica Parker (1,9) 8. Meryl Streep (1,5) 9. Kristen Wiig (1,5) 10. Jennifer Aniston (1,4) Tekjurnar eru í sviga taldar upp í milljörðum króna. Topp tíu Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.