SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 45
24. júní 2012 45 Síðustu ár hef ég gjarnan útskýrt óskiljanlegt orða- blæti mitt fyrir fólki sem svo að ég sé orðaperri. Rétt- ara væri þó eflaust að kalla mig orðafíkil. Ég skemmti mér konunglega yfir kúnstugum orðasamsetningum og glugga gjarnan í orðabækur. Öll list er yfirleitt sérlega persónubundinn vímu- gjafi og ófáum sinnum hef ég lagt frá mér heims- bókmenntirnar hálfkláraðar. Eflaust skortir mig þroska og þolinmæði gagnvart kanónunni en sömu sögu er einnig að segja af mörgum vinsælum nýlegri verkum. Ég og Salman Rushdie erum til dæmis ekki náin og þó svo að Nabokov hafi snarað mig í fyrstu með Lolitu fékk ég fljótt hvítuna og gafst upp. Hinsvegar eru til höfundar sem veita mér sælu- hroll við hvern lestur. Þar fer fremstur í flokki (hvað sem sárasóttinni líður) Jónas nokkur Hallgrímsson. Föðurlandsástin fer á flug yfir Gunnarshólma og ósjaldan falla tár yfir Ferðalokum. Uppáhalds skáld- sagan er sjaldan sú sama lengi. Þessa stundina vermir Everything is Illuminated eftir Jonathan Safran Foer efsta sætið. Þar leikur höfundurinn sér að tungu- málinu á stórskemmtilegan hátt en stórir hlutar sögunnar eru sagðir af Úkraínumanninum Alex á hressilega bjagaðri ensku. Þeir kaflar vöktu mikla kátínu orðaperrans en hinir kaflarnir, sem segja frá afdrifum hins töfrum slungna smábæjar Trachim- brod, reyndust jafnvel betri við nánari lestur. Einu sinni fannst mér ég verða að klára bók ef ég var á annað borð byrjuð að lesa hana, svona eins og börnum er sagt að klára af disknum. Nú orðið hef ég hinsvegar góða tilvitnun í Frank Zappa bak við eyr- að. „So many books, so little time“ Best er að varpa allri þrjósku eða snobbi fyrir borð og lesa aðeins það sem auðgar lífið á einhvern hátt og þá jafnvel oft. Í augnablikinu svíf ég um á bleiku skýi með Pablo Neruda og Twenty Love Poems and a Song of Despair. Hann vill gera með mér það sem vorið ger- ir með kirsuberjatrjánum. Lesarinn Anna Marsibil Clausen Óskiljanlegt orðablæti LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar [I]NDEPENDENT PEOPLE / „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI / INSPIRED BY ICELAND 19.5. - 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI / HYPNOTIZED BY ICELAND 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK / ENDANGERED 19.5. - 31.12. 2012 HÁDEGISLEIÐSÖGN um sýningar safnsins alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10-12:40 Listaklúbburinn SELMA: árskort sem veitir ókeypis aðgang á sýningar Listasafns Íslands og margt fleira. Nánari upplýsingar og skráning á listasafn.is, eða í tölvupósti selma@listasafn.is. SAFNBÚÐ, útskriftartilboð á útgáfum safnsins Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is Listasafn Reykjanesbæjar MILLILANDAMYNDIR 45 verk eftir ýmsa listamenn 2. júní – 19. ágúst Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN - Ný sýning um sögu svæðisins til 1940 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Kvikmyndasýning sunnudaginn 24. júní kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar: TÍZKA – kjólar og korselett Björgunarafrekið við Látrabjarg – ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum – Ferðalangar á Fjöllum Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17. Síðasta abstraktsjónin Eiríkur Smith 1964 - 1968 Hús Hreinn Friðfinnsson Sýningarnar standa til 19. ágúst Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Sunnlendingar á Ólympíuleikum Sumarsýning Hússins Jónsmessugleði á Eyrarbakka 23. júní dagskrá á heimasíðu www.husid.com opið 11-18 alla daga Byggðasafn Árnesinga Sjóminjasafnið SAGA TIL NÆSTA BÆJAR Úrval íslenskrar vöruhönnunar Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is HORIZONIC rými og víðáttur í hljóðlist Listamenn frá útjaðri Norðurlanda Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Ó lyginn hefur sagt að bók- menntir séu stundum kjaftasögur gáfaða fólks- ins og það á að sumu leyti við um ljóðabókina Skeiðæingatal eftir bandaríska rithöfundinn Edgar Lee Masters. Þessi merkilega bók hefur nú verið gefin út í afburðagóðri þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Edgar Lee Masters (1868- 1950) ólst upp í tveimur bæjum í Illinois-ríki, Lewistown og Petersburg, nálægt Skeiðará, eða Spoon River. Masters starf- aði sem lögmaður í Chicago í tæp 30 ár og gaf út alls 21 ljóða- bók, auk tólf leikrita, sex skáldsagna og sex ævisagna, meðal annars um Abraham Lincoln, Walt Whitman og Mark Twain. Skeiðæingatal ber þar af sem gull af eir og er eina bókin sem hefur haldið nafni Masters á lofti. Upphafsljóð bókarinnar, Hvollinn, fjallar um allt fólkið sem hvílir í Eikarhvoli, kirkju- garði Lewistown. Hin ljóðin eru eins konar grafskriftir eða eftirmæli þar sem látna fólkið lýsir ævi sinni í stuttu og lausu máli. Alls eru yfir 200 persónur í þessum ljóðakirkjugarði og Masters hafði kynnst eða heyrt af mörgum þeirra þegar hann ólst upp í grennd við Skeiðará. Sagt er að gömlum sveitungum Masters hafi sárnað hvernig Skeiðæingum er lýst í bókinni. Segja má að Skeiðæingatal byggist að nokkru leyti á gróu- sögum um breyskt fólk, t.a.m. framhjáhöld og spillingu. Bókin vakti strax mikla athygli þegar hún kom út árið 1915 og við- brögðin voru æði misjöfn. Sumir lýstu henni sem nýstár- legu stórvirki og líktu henni jafnvel við Leaves of Grass eftir Walt Whitman. Aðrir hneyksl- uðust og nokkrir gagnrýnendur töldu að „hneykslin“ í bókinni, einkum kynlífshneyksli, væru meginástæða þess að hún varð fræg – ekki skáldskapurinn. Þótt einstakar persónur séu oft kveikja að ljóðunum fjalla þau yfirleitt fyrst og fremst um manngerðir. Persónurnar koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins, á meðal þeirra eru fyllibyttur og slagsmálahundar bæjarins jafnt sem fína fólkið. Segja má að Skeiðará, eins og þorpið er nefnt í bókinni, sé heimur mannanna í hnotskurn. Bókin höfðar því til lesenda úti um allan heim. Í bókinni virðist Masters vilja kollvarpa þeirri útbreiddu hug- mynd að þorpin og húsin á sléttunum vestra séu vígi hefð- bundinna, kristinna siðferð- isgilda. Ástlaus hjónabönd eru höfundinum hugleikin og hon- um er greinilega í nöp við það viðhorf að hjónabandið sé heil- agt og það sem Guð hafi sam- einað skuli menn aldrei nokk- urn tíma sundur slíta. „Það er ekkert hjónaband á himnum, en það er ást,“ segir Sarah Brown við viðhaldið sitt og frú Benjamin Pantier útskýrir hvers vegna hún flæmdi eiginmann sinn að heiman: Og setjum enn svo að þú sért kona einkar álitleg og eini maðurinn sem lög og siðferði leyfa þér að hafa holdleg mök við sé einmitt sá sem fyllir þig viðbjóði. Sumir ljóðmælendurnir óttast ekki lengur sannleikann þar sem þeir eru dánir. Þeir geta því verið hreinskilnir og afhjúpað ósannindi og hræsni í samfélaginu. Í lífinu var ég héraðsdómari, haldari reikninga, skar úr málum eftir því hvern- ig lögmennirnir lugu, ekki samkvæmt sannleik og réttlæti... viðurkennir til að mynda héraðsdómari í einu ljóðanna. Stjórnmálamaður játar að hafa svikið almenning með því að selja atkvæði sitt á þingi og rit- stjóri viðurkennir að hann hafi átt það til að „sópa mold yfir hneyksli fyrir peninga og af- hjúpa það vindum í hefnd- arskyni eða til að selja blöð“. Spilling kaupahéðna er auðvitað afhjúpuð og umtalaðasti mað- urinn í Skeiðæingatali átti banka sem hrundi. Ólyginn hefur sagt að sumar persónurnar í bókinni gangi aftur. Sannleikurinn sagður í gröfinni Bækur Skeiðæingatal bbbbn Ljóð eftir Edgar Lee Masters. Hallberg Hallmundsson sneri á íslensku. Brú, 2012. Kilja, 149 bls. Edgar Lee Masters Bogi Þór Arason

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.