Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 155. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
KENNIR LJÓS-
MYNDUN Í NÁTT-
ÚRU ÍSLANDS
VIÐSKIPTI LEIKLISTAR-
HÁTÍÐ Á
SUÐUREYRI
ACT ALONE Í NÍUNDA SINN 35LISTIN AÐ VINNA LJÓSMYNDIR 10
Stofnfé Kjölfestu er
fjórir milljarðar króna
Það var vaskur hópur Hvergerðinga sem kom
saman í gær þar sem Hamarshöllin mun rísa á
næstunni. Verkefnið var að breiða út dúk sem
síðan verður blásinn upp á laugardaginn og úr
verður fjölnota íþróttahús Hvergerðinga. Aldís
Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, var meðal íbúa sem
lögðu hönd á plóg og sagðist hún stolt af sínu
fólki enda fátítt að svona stór verkefni hér á
landi séu unnin af íbúum í sjálfboðaliðavinnu.
Hvergerðingar vinna saman við að reisa Hamarshöllina
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslensk fyrirtæki sem þróa tækni og
hugbúnað fyrir sjávarútveg eru
mörg að uppskera núna eftir langt
markaðs- og þróunarstarf.
Hermann Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Vaka, sem er eitt
þessara fyrirtækja, segir að eft-
irspurnin eftir vörum Vaka sé mest í
Noregi, Skotlandi, Kanada og Síle.
„Það er stígandi í fiskeldi víðast hvar
í heiminum. Markaðurinn og mögu-
leikarnir fara því vaxandi fyrir okk-
ur. Heimamarkaðurinn er aðeins
brotabrot af heimsmarkaðinum.“
„Við fengum risaverkefni í Fær-
eyjum. Það hefur verið mikill vöxtur
samfara þessu eina verkefni sem við
erum að vinna í núna. Við höfum náð
að tileinka okkur nýja tækni sem við
höfum þróað fyrir vinnslu á uppsjáv-
arfiski,“ segir Ingólfur Árnason,
framkvæmdastjóri tæknifyrirtæk-
isins Skagans.
Veltan þrefaldaðist
Valka er enn eitt fyrirtækið á
þessu sviði sem sérhæfir sig í fisk-
vinnslutækjum til flokkunar og
pökkunar. „Við höfum einkum sótt
fram í Noregi og þá með sölu tækja
og hugbúnaðar í fiskvinnslu, einkum
í laxinum,“ segir Helgi Hjálmarsson,
framkvæmdastjóri Völku. Fyrir-
tækið þrefaldaði veltu sína í fyrra úr
120 í 400 milljónir. Jón Ágúst Þor-
steinsson, forstjóri Marorku, segir
áhersluskort á raungreinamenntun í
grunn-, framhalds- og háskólum
helst hamla vexti þessara fyr-
irtækja. Það sé alvarlegt vandamál
til framtíðar. »12
Mikill
vöxtur og
tækifæri
Velta tæknifyrir-
tækja stóreykst
FINNUR.IS
Hellurnar keppa
við malbikið
Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið
Íslending í borginni Rio de Janeiro í
tengslum við stórfellt fíkniefnamál,
en maðurinn er grunaður um aðild að
innflutningi á 46 þúsund e-töflum.
Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum
er þetta eitt stærsta e-töflumál sem
komið hefur upp þar í landi.
Utanríkisráðuneytið hefur staðfest
að Íslendingur hafi verið handtekinn í
Ríó og samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytinu er ræðismaður Íslands í
borginni að vinna í málinu.
Greint hefur verið frá því í bras-
ilískum fjölmiðlum að e-töflurnar hafi
fundist í farangri 26 ára gamallar
konu frá Brasilíu sem handtekin var á
Tom Jobim-flugvellinum í Ríó sl.
mánudag þegar hún kom til landsins
frá Lissabon í Portúgal. Í yfir-
heyrslum hjá lögreglu sagðist konan
hafa ætlað að hitta brasilískan kær-
asta sinn og Íslendinginn, sem sagður
er vera á fimmtugsaldri, á kaffihúsi í
Ipanema, en lögreglan fór þangað og
handtók mennina tvo.
Eitt stærsta e-töflumálið í Brasilíu
Íslendingur
handtekinn í Rio
de Janeiro
Fíkniefni Einn hinna handteknu í fylgd lögreglu. Um er að ræða eitt mesta magn sem fundist hefur í einu lagi í
Brasilíu. Þá fannst kannabis og LSD við húsleitir. Myndirnar eru úr f́rétt G1, fréttastöðvarinnar í Brasilíu.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Lögregla og Landhelgisgæsla leituðu
að hvítabirni á Húnaflóa úti fyrir
Vatnsnesi seinni partinn í gær og
fram undir miðnætti án árangurs.
Fregnir af birninum bárust eftir að
ítalskir ferðamenn höfðu sýnt fólki á
bænum Geitafelli á Vatnsnesi myndir
af dýri syndandi í sjónum.
Í kjölfarið var haft samband við
lögregluyfirvöld á Blönduósi.
„Ég hef rætt við lögreglu á staðn-
um sem hefur tjáð mér að það séu
þarna spor eftir hvítabjörn, en meira
vitum við ekki,“ segir Ólafur Arnar
Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfis-
stofnun, í samtali við blaðið.
Lögreglan reyndi að hafa uppi á
Ítölunum, en þeir voru farnir af svæð-
inu og símanúmer sem þeir skildu eft-
ir reyndist ekki rétt. Þyrla Landhelg-
isgæslunnar fór í loftið kl. 16:12 í
gærdag og hélt til leitar á Húnaflóa.
Það var svo lögreglan á Blönduósi
sem fann fótspor eftir hvítabjörn í
gærkvöldi um 300 metrum frá þeim
stað þar sem ítölsku hjónin höfðu tek-
ið myndirnar.
Lögreglan lokaði vegum að Vatns-
nesinu báðum megin frá í gærkvöldi.
Íbúum svæðisins var gert viðvart um
ástandið og fólk hvatt til þess að fara
ekki langt frá húsum. Að sögn lög-
reglunnar hafði svæðið verið fín-
kembt af þyrlunni og til stóð að gera
hlé á leit um miðnætti en halda leit
áfram í morgunsárið. Hvítabirnir eru
stórhættulegir og sögðust íbúar á
svæðinu ekki ætla út fyrir hússins dyr
á meðan ástand væri ótryggt. Lög-
regla hvetur fólk við Húnaflóa til að
hafa varann á sér og láta lögreglu vita
ef það verður vart við björninn.
Mikil leit gerð að hvítabirni
Ferðamenn urðu hvítabjarnar varir Þyrla Gæslunnar leitaði fram á kvöld víða
á Húnaflóa Lögreglan fann spor eftir björn Vegurinn um Vatnsnes lokaður
Ljósmynd/Róbert Jack
Vopnaður Skotmaður á vegum lög-
reglu var kallaður á vettvang í gær.