Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Bergný Ösp Sigurðardóttir átti ekki von á barni sínu fyrr en eftir níu daga, svo henni brá heldur betur í brún þegar litlu stúlkunni lá svo á að komast í heiminn að hún fæddist í bifreið á leið um Oddsskarð þar sem leiðin lá á Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað í fyrradag. Bergný kann engar skýringar á því af hverju fæðinguna bar svo brátt að. „Ég hafði fengið fyrirvaraverki daginn áður, en ég var ekki sett fyrr en 12. júlí svo ég átti alls ekki von á þessu svona snemma,“ segir hún. Faðirinn tók á móti barninu Bergný vaknaði um sexleytið um morguninn og hún og maður henn- ar, Guðni Tómasson, voru nýlögð af stað að heiman, rétt fyrir klukkan hálfátta, þegar barnið fæddist. „Fæðingin var í raun byrjuð áður en við lögðum af stað, en við von- uðumst til að ná á sjúkrahúsið í tæka tíð,“ segir Bergný. Það varð hins vegar ekki raunin og þegar Bergnýju og manni hennar varð ljóst að þau myndu ekki ná á spít- alann hringdu þau eftir aðstoð. „Sjúkrabíllinn kom svo þegar barnið var komið í heiminn,“ segir hún en þau voru aðeins búin að keyra í 5 mínútur þegar fæðingin fór af stað. „Það gekk allt vel og hratt fyrir sig, maðurinn minn tók á móti barninu og þetta gekk í raun eins og í sögu,“ segir Bergný en að hennar sögn tók fæðingin aðeins um 10 mínútur. „Ég á erfitt með að setja mig í spor þeirra mæðra sem þurfa að líða kvalir í tvo eða þrjá sólarhringa áð- ur en börn þeirra fæðast, ég er ósköp fegin að þetta tók svona stutt- an tíma hjá mér,“ segir hún. Móður og barni heilsast vel en sjúkrabíll flutti foreldrana og ný- fætt barnið á sjúkrahúsið eftir fæð- inguna en um fimmtán mínútna akstur er frá fæðingarstað barnsins að sjúkrahúsinu. Engin vandamál sköpuðust bless- unarlega við þessar óvenjulegu að- stæður og stúlkan braggast vel. „Það var líka gaman að upplifa að standa að þessu tvö ein, það var enginn þarna nema við foreldrarnir og þetta var yndisleg stund,“ segir Bergný en þetta er þriðja barn þeirra hjóna. Fyrir eiga þau tvær stúlkur, eins og þriggja ára gamlar. Aðspurð hvort hún hafi ekki orðið hrædd þegar ljóst varð að barnið kæmi í heiminn áður en þau næðu á sjúkrahúsið segir hún ekki svo vera. „Þetta eru auðvitað ekki kjör- aðstæður en einhverra hluta vegna var ég ekki smeyk, enda með stuðn- ing frá manni mínum,“ segir Bergný. Frammistaða föðurins verður líka að teljast hetjuleg, en hann vílaði ekki fyrir sér að taka á móti barninu. „Hann hélt líka ró sinni og stóð sig alveg ótrúlega vel, enda ýmsu vanur,“ segir hún. Litla stúlkan, sem hefur ekki fengið nafn, er hin rólegasta þrátt fyrir að hafa komið í heiminn með látum. „Hún dafnar vel og er róleg og vær, hún hefur viljað þennan afmælisdag og hann fékk hún,“ segir Bergný. Að sögn kunnugra er þetta ekki í fyrsta sinn sem barn fæðist í bíl á leiðinni um Oddsskarð en það gerðist síðast fyrir um 4 eða 5 árum. Sátt og sæl „Hún dafnar vel og er róleg og vær, hún hefur viljað þennan af- mælisdag og hann fékk hún,“ segir Bergný Ösp um nýfædda dóttur sína. „Yndisleg stund“ er barn fæddist í bíl  Faðirinn tók óvænt á móti dóttur sinni í Oddsskarði Þrautalítið ævintýri » „Fæðingin var í raun byrjuð áður en við lögðum af stað, en við vonuðumst til að ná á sjúkrahúsið í tæka tíð“ » „Það gekk allt vel og hratt fyrir sig, maðurinn minn tók á móti barninu og þetta gekk í raun eins og í sögu“ » „Stúlkan dafnar vel og er ró- leg og vær“ ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í gær að fara fram á við íslenska ríkið að það endurheimti ríkisaðstoð að andvirði 220 milljóna króna frá Verne gagnaveri sem er að Ásbrú í Reykjanesbæ. Ríkisaðstoðin var veitt árið 2008 þegar ríkið seldi Verne fimm byggingar á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkur- flugvöll undir markaðsvirði. Auk þess mun Reykjanesbær hafa veitt Verne undanþágu frá fasteigna- og gatnagerðargjöldum frá árinu 2009 sem samræmist ekki EES-samn- ingnum, að mati ESA. Ekki liggur fyrir hvort Verne og/ eða íslenska ríkið muni láta reyna á mat ESA fyrir EFTA-dómstólnum. Upphaflega var ætlunin að gera fjárfestingarsamning á milli ríkisins og Verne. Sam- hliða gerði fyrir- tækið samning um kaup á eign- um á svæðinu og raforkusamning. Í þessu ferli var svo horfið frá fjárfestingar- samningnum og tilkynning um hann til ESA dregin til baka. Þess í stað var gerður samn- ingur við Verne á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að söluvirði bygg- inga á svæðinu hefði verið undir markaðsverði. Muninn á þeim og ógreidd gjöld til Reykjanesbæjar þarf því að innheimta nú. ipg@mbl.is Sala ríkiseigna til Verne á undirverði  Þurfa að greiða 220 milljónir til baka  Ekki í samræmi við EES-samninginn Flestir golfklúbbar halda meistaramót sín í vik- unni. Mótin hjá stærri klúbbunum byrjuðu á sunnudag með leik yngri flokka, meistara- flokkar hófu leik í gær og ljúka á laugardaginn. Gera má ráð fyrir því að á þriðja þúsund kylf- ingar taki þátt í mótunum. Kylfingurinn hér að ofan tekur þátt í meistaramóti Kjalar í Mos- fellsbæ en þar eru þátttakendur 210. Hjá stærstu klúbbunum taka hundruð þátt. Í meistaramóti GR taka 570 manns þátt, hjá Keili í Hafnarfirði eru 370 keppendur og hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru 382 keppendur. Fjöldi golfara keppir um þessar mundir á meistaramótum golfklúbbanna víðsvegar um landið Morgunblaðið/Kristinn Á þriðja þúsund eltast við hvíta kúlu í von um fugl eftir Þorstein Mar „Manni leiddist aldrei á meðan lestrinum stóð.“ JKG, Nörd Norðursins „Hin fínasta lesning, frjó hugmyndagleði einkennir hana.“ BHÓ, Skorningar Í Reykjadal ofan Hveragerðis má sjá hvernig göngustígar hafa breitt úr sér og umhverfi í kringum þá hefur látið verulega á sjá vegna skemmda af völdum hrossa og göngufólks. Þeg- ar einn stígurinn verður að svaði byrjar fólk að ganga við hliðina á honum og svo koll af kolli með áð- urgreindum afleiðingum. Talið er að allt að 1.000 manns fari um dalinn daglega á sumrin, auk þeirra sem fara þar á vegum hesta- leigna og sjálfir á hestum. Algengt er að fólk sæki í dalinn til þess að baða sig í heitum læk sem þar rennur og má víða við lækinn sjá slæm um- merki eftir fólk sem þar hefur komið við. Úrbóta er þörf ef ekki á að fara verr. »17 Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Slóðar Víða eru illa farnir slóðar í dalnum og nýir að myndast. Göngustígar eru illa farnir af ágangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.