Morgunblaðið - 05.07.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
og að því leytinu til er þetta byggð-
arverndunartillaga. Að auki leggur
hún til skemmtilega byggðarþétt-
ingu og uppbyggingu á svæðinu, sem
við teljum að geti styrkt það mikið,
raunverulega á allar hliðar; bæði við
Kirkjustræti og að Víkurgarði, og
einnig að þetta muni styrkja um-
gjörð Austurvallar,“ segir Páll, sem
var formaður dómnefndar.
Hann segir djörfustu tillögu arki-
tektanna ef til vill þá að byggja
menningarhús á Ingólfstorgi en á
móti komi að torgið verði stækkað að
húsunum við Hafnarstræti og Veltu-
sund og muni því í raun ekki minnka
neitt.
Breyttar áherslur
Gildandi deiliskipulag á svæðinu
er frá 1986 og gerir það ráð fyrir
talsvert mikilli uppbyggingu en
margt hefur breyst síðan það tók
gildi. Að teknu tilliti til nýrra
áherslna og sjónarmiða voru tillögur
að breyttu skipulagi í nágrenni við
Ingólfstorg lagðar fram árið 2009 en
í þeim var m.a. gert ráð fyrir að nýtt
hótel yrði byggt við Vallarstræti, að
Nasa yrði rifinn og að Hótel Vík og
Brynjólfsbúð yrðu færð inn á Ing-
ólfstorg. Tillögunum var harðlega
mótmælt og voru m.a. gerðar at-
hugsemdir við fyrirhugað bygg-
ingamagn, minnkun Ingólfstorgs,
rekstur hótels á svæðinu og tilfærslu
húsanna.
Páll segir fyrirliggjandi tillögu að
mörgu leyti ólíka þeim sem lágu fyr-
ir 2009 en næsta skref verði að vinna
upp úr henni deiliskipulagsdrög sem
verða svo tekin fyrir af skipulagsráði
borgarinnar. „Þegar þau hafa verið
samþykkt þar fara þau í þetta lög-
boðna kynningar- og umsóknarferli
en það er ekki hægt að hefjast handa
við að hanna húsin endanlega fyrr en
því er lokið,“ segir Páll.
Unnið í góðri samvinnu
Það var Reykjavíkurborg sem
efndi til samkeppninnar í samvinnu
við Arkitektafélag Íslands en Pétur
Þór Sigurðsson, sem á margar af
fasteignunum á skipulagssvæðinu,
greiddi helming kostnaðarins og sat
í dómnefnd. Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem borgin tekur þátt í að halda
samkeppni um lóð í einkaeigu en
Páll ítrekar að dómnefndin hafi verið
óvanalega fjölskipuð og að eigandi
hafi aðeins átt eitt atkvæði af sjö.
„Auðvitað er það eigandinn sem er
að fara að framkvæma þessa upp-
byggingu, þannig að það er mjög
eðlilegt að hann sé aðili að þeirri nið-
urstöðu sem hann þarf að hlíta og
hann þarf að fjármagna og byggja,“
segir Páll um fyrirkomulagið.
En fari svo að atburðarás ársins
2009, þegar borgin dró tillögurnar til
baka, endurtaki sig, hefur eigandinn
þá skuldbundið sig til að hlíta þeirri
niðurstöðu?
„Þetta hefur verið unnið í mjög
miklu og góðu samráði við eigand-
ann og ég sé alls ekki að þetta komi
upp, að það komi upp einhver
ágreiningur,“ segir Páll. „Ég held að
þetta verði bara áfram unnið í góðu
samstarfi og við komumst að sam-
eiginlegri, bestri niðurstöðu,“ segir
hann. Hagsmunir eiganda og borg-
arinnar þurfi að fara saman og eigi
að geta farið saman.
Samkeppnistillögurnar verða til
sýnis í Landssímahúsinu að Thor-
valdsensstræti 6 til 29. júlí en einnig
má kynna sér þær á vefsíðu ASK
arkitekta, www.ask.is.
Skipulag í hjarta miðborgarinnar
Uppbygging Páll segir ljóst að samfara þróun tillögunnar þurfi að skoða umferðarmál á svæðinu í stærra samhengi,
t.d. hvað varðar umferð hópferða- og fjallabíla. Hótelrekstri fylgi þó minni umferð en skrifstofum og íbúðarhúsnæði.
Vinningstillaga um skipulag í miðborg gerir ráð fyrir menningarhúsi á Ingólfstorgi 10.000 fer-
metra, 159 herbergja hótel í Landssímahúsinu og nýbyggingu Nasa skemmti- og ráðstefnusalur
Umdeilt Tillögur sem fólu m.a. í sér að Hótel Vík og Brynjólfsbúð yrðu færð
inn á torgið féllu í grýttan jarðveg og voru endurskoðaðar af borginni.
Nýjar hugmyndir Björn Ólafs arkitekt teiknaði nýja tillögu að útliti Vallarstrætis eftir að fyrri tillögum var mót-
mælt en nýja tillagan gerði ráð fyrir að gömlu húsin stæðu áfram á sínum stað en að byggt yrði á milli þeirra.
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Ég held að þetta sé bara mjög góð
tillaga sem getur varðað veginn að
því hvernig við byggjum upp í mið-
bænum,“ segir Páll H. Hjaltason,
formaður skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar, um vinningstillöguna í
samkeppni um uppbyggingu í Kvos-
inni í Reykjavík. Höfundar tillög-
unnar eru ASK arkitektar ehf.,
Þorsteinn Helgason og Gunnar Örn
Sigurðsson, en samkvæmt henni
verða þær byggingar sem fyrir eru
ekki rifnar niður né stendur til að
færa eldri hús.
Í tillögunni er uppbyggingunni
skipt í þrjá áfanga en gert er ráð fyr-
ir tæplega 10.000 fermetra og 159
herbergja hóteli í Landssímahúsinu
og nýbyggingu sem mun rísa við
Kirkjustræti. Aðalinngangur hótels-
ins mun liggja að strætinu en frá
veitingasal hótelsins verður inn-
angengt í gamla Nasa sem verður
endurbyggður sem skemmti- og ráð-
stefnusalur. Þá er gert ráð fyrir að í
Vallarstræti verði fjölbreytt versl-
unar- og þjónustuhúsnæði og að með
nýbyggingu á syðri hluta Ingólfs-
torgs, þar sem Hótel Ísland stóð, fái
strætið heildstæðara götuform.
Djörf tillaga um menningarhús
„Það er fyrst að nefna að tillagan
tekur þá afstöðu að hreyfa ekki við
byggð sem þegar er komin á svæðið
Teikning/ASK arkitektar
Kristín Þorleifsdóttir landslags-
arkitekt, sem tilefnd var í dóm-
nefndina af Reykjavíkurborg, skil-
aði séráliti en henni þótti engin
tillaga uppfylla kröfur samkeppn-
isauglýsingarinnar á nógu sann-
færandi hátt.
„Það er mjög margt í þessum
tillögum sem var gott og það má
ekki gleyma því. En svona miðað
við samkeppnislýsinguna, þar sem
mikil áhersla var lögð á nærgætni
við gömlu byggðina sem fyrir er,
þessar merku byggingar sem eru
þarna allt um kring og almenn-
ingsrými, þá fannst mér þessar
tillögur ekki virða það,“ segir
Kristín en henni hafi ekki fundist
rétt að velja eina stofu til að
halda áfram á þessum tímapunkti,
heldur hefði þurft að vinna tillög-
urnar betur.
Þá segir Kristín að sér hafi
fundist flestar tillögurnar gera
ráð fyrir of miklu byggingamagni,
sérstaklega í ljósi þess að tillögu-
höfundar höfðu nokkurt svigrúm
hvað það varðaði.
Kristín gerði athugsemdir við
það í upphafi að eigandi fasteigna
á svæðinu ætti sæti í dómnefnd-
inni en segir að það hafi ekki haft
áhrif á störf nefndarinnar. „Það
voru umræður um þetta en eftir á
að hyggja þá fannst mér það ekki
trufla nefndarstörfin,“ segir hún.
Engin tillaga stóðst kröfurnar
SÉRÁLIT
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is