Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 16
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Reykjadalur ofan Hveragerðis hef- ur látið verulega á sjá á undanförn- um árum og ljóst er að verði ekkert að gert munu skemmdirnar aukast hratt. Skemmdir eftir hross og göngufólk blasa víða við og algengt er að sjá göngustíga breiða úr sér. Þegar fyrsti stígurinn er orðinn að svaði er byrjað að ganga við hliðina á stígnum og svo koll af kolli. Jakob K. Kristjánsson, fyrrver- andi prófessor við Háskóla Íslands, vakti athygli á slæmu ástandi dals- ins í grein í Morgunblaðinu á fimmtudag. Hann benti m.a. á að dalurinn væri vinsæll meðal ferða- manna, þar færu 1.000 manns gang- andi á hverjum degi að sumarlagi, auk þeirra sem þar færu á vegum hestaleigna. „Ágangur á svæðið er því orðinn mjög mikill, og nokkrar skemmdir orðnar, mest þó af völd- um hesta. Í heild hefur þó tekist furðu vel að varðveita svæðið þó helst virðist vera eins og þetta sé einskismannsland með engu skipu- lagi og að allir geti farið þar sínu fram eins og þeim sýnist,“ sagði Jakob meðal annars. Þegar blaðamaður fór í dalinn um helgina, á laugardag og sunnudag, var töluverður mannfjöldi í dalnum, einkum erlendir ferðamenn. Margir fóru í dalinn í blíðunni á laugardag og úrhellisrigningin á sunnudag virtist ekkert draga úr aðsókninni. Meðal ferðamanna í dalnum var um 20 manna hópur sænskra ferða- manna. Flestir voru þeir með bak- poka eða innkaupapoka úr plasti og stefndu greinilega á að baða sig í heita læknum. Auðvelt að komast í dalinn Auðvelt er að komast í Reykjadal úr tveimur áttum; annars vegar úr Hveragerði og er þá gengið upp Rjúpnabrekkur, og hins vegar frá Ölkelduhálsi en þangað liggur nú línuvegur. Varla er hægt að ræða um að stígur liggi upp Rjúpna- brekkur, nær væri að tala um stíga- flækju. Þótt leiðin sé stikuð hafa stígarnir breitt úr sér og er stíga- breiðan sums staðar á að giska 15- 20 metra breið. Í rigningunni á sunnudag safnaðist vatnið saman í allmyndarlega læki sem runnu eftir stígunum og skoluðu jarðvegi með sér. Þegar komið er ofar í Reykjadal- inn er gengið báðum megin heita lækjarins. Þar er hið sama uppi á teningnum, stígarnir tvístrast tvist og bast og þegar keldur hafa mynd- ast á þeim miðjum krækja ferða- menn fyrir þá með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Heitur lækur Lækurinn er vel heitur og hentar afskaplega vel til baða. Á nokkrum stöðum hefur verið hlaðið fyrir þannig að laug myndast. Við að minnsta kosti þrjá slíka baðstaði má sjá sviðinn grassvörð og eru þetta líklega ummerki þessi að ferðafólkið hefur grillað við lækinn. Þegar gengið er ofar getur að líta staura og víra við mýrblautan gras- bala, efnivið í rafmagnsgirðingu fyr- ir hross. Það sem girt hefur verið af hefur augljóslega látið á sjá. Enn ofar, við Klambragil, er síð- an búið að grafa fyrir undirstöðum, þ.e. plaströrum sem hægt er að steypa ofan í og gætu þær t.d. dug- að fyrir lítinn skála en þessar fram- kvæmdir gagnrýndi Jakob harðlega í grein sinni sl. fimmtudag. Gönguleiðir fyrir ofan dalinn hafa sömuleiðis spillst. Þetta á bæði við Reykjadalur slitnar undan þu  Vinsæll meðal ferðafólks og hestamanna  Stígarnir flækjast um brekkur og mýrblautar hlíðar  Umbóta er þörf  Undirstöður sem gætu dugað fyrir lítinn skála eru komnar innst í dalinn Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Drulla Algeng sjón í Reykjadal. Göngustígurinn var orðinn eitt drullusvað þegar gerði hellidembu síðastliðinn sunnudag. um leiðina á Ölkelduhálsi og brekk- una sem gengin er áður en komið er á gönguleiðina að Álftatjörn og Kattatjörnum en í þá brekku er komið mikið jarðvegsrof. Ekki þarf að spyrja að leikslokum þar, frekar en svo víða annars staðar í Reykja- dal, það er að segja ef engin breyt- ing verður á umgengni um þessa frábæru náttúrusmíð. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um að sérstökum saksóknara sé heimilt að leggja fram greinargerð um rannsókn Vafningsmálsins. Málið snýst um ákæru á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en þeir eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé Glitnis í stórfellda hættu með tíu milljarða króna lánveitingu til Milestone ehf., í formi pen- ingamarkaðsláns. Sérstakur saksóknari lagði fram greinargerð um rannsóknina á Vafningsmálinu, en verjendur Lár- usar og Guðmundar hafa krafist þess að málinu verði vísað frá á Má leggja  Hæstiréttur staðfestir úrskurð vegna rannsóknar Vafningsmálsins Fáðu garðsláttinn í áskrift og slakaðu á í sumar Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.