Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Evrópuþingið felldi ACTA, alþjóð-
legan sáttmála sem meðal annars er
beint gegn sjóræningjastarfsemi á
Netinu, í atkvæðagreiðslu í gær.
Tuttugu og tvö ríki Evrópusam-
bandsins höfðu þegar skrifað undir
sáttmálann en hann hafði ekki verið
endanlega staðfestur. Alls kusu 478
þingmenn gegn honum en aðeins 39
vildu samþykkja sáttmálann.
Flestir telja að atkvæðagreiðslan í
gær sé lokanaglinn í kistu ACTA, að
minnsta kosti í þessari mynd, en nið-
urstaðan þýðir að ekkert aðildarríki
sambandsins getur tekið sáttmálann
upp.
Mætti harðri mótspyrnu
ACTA hefur vakið upp miklar
deilur en baráttufólk á Netinu hefur
haldið því fram að sáttmálinn muni
skerða netfrelsi fólks verulega.
Markmið hans var að samræma höf-
undarréttarlög til að vinna gegn
ólöglegri dreifingu höfundarrétt-
arvarins efnis. Samkvæmt honum
væri hægt að dæma fólk í fangelsi og
sektir fyrir slík brot.
Hefur ACTA verið líkt við SOPA-
frumvarpið sem lagt var fram í
Bandaríkjunum og var einnig ætlað
að vinna gegn sjóræningjastarfsemi.
Það var hins vegar fellt niður eftir
hörð mótmæli.
Síðasti naglinn
í kistu ACTA
AFP
Mótmæli Fjöldi þingmanna hélt á spjöldum sem á stóð „Halló lýðræði, bless
ACTA“, þ.á m. Eva Joly (fyrir miðju), þegar sáttmálinn var felldur.
Sáttmálinn kolfelldur af Evrópuþingi
Alþjóðlegur samningur
» ACTA stendur fyrir Anti-
counterfeiting Trade Agree-
ment og setur alþjóðleg við-
mið um höfundarrétt.
» Eitt umdeildasta ákvæði
ACTA er um stofnun sem hefði
umsjón með beitingu sáttmál-
ans en þyrfti ekki að svara til
æðra yfirvalds.
Yfir milljón
heimili voru enn
án rafmagns á
stórum svæðum í
Indíana- og Virg-
iníuríki í Banda-
ríkjunum í gær
en þá voru fimm
dagar síðan mik-
ill stormur gekk
yfir svæðið. Raf-
orkufyrirtæki
hafa varað við því að sumir íbúar
gætu orðið án rafmagns út vikuna.
Sums staðar hefur þurft að grípa til
þess ráðs að dreifa mat til fólks sem
ekki getur eldað heima hjá sér af
þessum sökum.
Alls hafa um 23 látist frá því á
föstudag í óveðrinu og í mikilli hita-
bylgju sem nú ríkir víða í Banda-
ríkjunum. kjartan@mbl.is
Varað við raf-
magnsleysi
Bandaríkin
Rafmagns-
laus í 5 daga
Erfðu illa
fenginn auð
Börn Augusto Pi-
nochets, fyrrver-
andi einræð-
isherra, erfðu
auðæfi hans sam-
kvæmt erfðaskrá
hans sem birt var
í gær.
Birting erfða-
skrárinnar var
hluti af rannsókn
á þeim auði sem hann sankaði að
sér þegar hann stjórnaði landinu
með harðri hendi. Talið er að hann
hafi dregið að sér jafnvirði um 3,3
milljarða króna en meirihluti þess
fjár er talinn liggja á bankabókum
erlendis.
Erfingjar einræðisherrans hafa
haldið því fram að þeir séu á von-
arvöl en erfðaskráin bendir til að
svo sé ekki raunin. kjartan@mbl.is
Augusto Pinochet,
Síle
Þingmenn í Níkaragva samþykktu lög á þriðjudag til
þess að undirbúa byggingu skipaskurðar þvert í gegnum
landið sem gæti veitt Panamaskurðinum samkeppni.
Skurðurinn yrði um 200 kílómetra langur og gera áætl-
anir ráð fyrir að bygging hans gæti kostað allt þrjátíu
milljarða dollara. Það er þó eftir miklu að slægjast því
að umferð um Panamaskurðinn skilaði þarlendum
stjórnvöldum milljarði dollara í tekjur á fjárhagsárinu
2010-2011. Daniel Ortega, forseti Níkaragva, segir að
skurðurinn geti híft landsmenn upp úr fátækt en land
hans er næstfátækast allra Ameríkuríkja á eftir Haítí.
Skip á ferð um
Panamaskurðinn
Níkaragva
Vilja veita Panama-
skurðinum samkeppni
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir að ekkert
mæli gegn því að lík Yassers Arafats, fyrrverandi leið-
toga Palestínumanna, verði grafið upp og rannsakað
eftir að rannsókn fréttastofunnar Al-Jazeera leiddi í
ljós að mögulegt væri að eitrað hefði verið fyrir honum
með geislavirka efninu pólóníum. Töluvert magn af
efninu fannst í fötum hans og öðrum eigum.
Ekkja Arafats, Suha, hefur farið fram á það við pal-
estínsk stjórnvöld að þau grafi lík eiginmanns hennar
upp þar sem hann er grafinn í Ramallah til að hægt sé
að skera úr um hvort hann hafi verið myrtur. Þegar
Arafat lést skyndilega úr veik-
indum árið 2004 hafnaði hún því að
lík hans væri krufið.
„Það eru engar pólitískar eða
trúarlegar ástæður sem koma í
veg fyrir slíka rannsókn,“ segir
Nabil Abu Rudeinah, talsmaður
Abbasar.
Saeb Erekat, aðalsamninga-
maður Palestínumanna, hefur
einnig kallað eftir því að stofnuð
verði alþjóðleg nefnd til að kanna dauða Arafats, lík
þeirri sem rannsakar nú morðið á líbanska forsætis-
ráðherranum Rafik Hariri árið 2005.
kjartan@mbl.is
Vilja grafa upp lík Arafats
Kallað eftir alþjóðlegri
rannsókn á dauða hans
Yasser Arafat
· Brúðkaup
· Fermingar
· Árshátíðir
· Afmæli
· Ættarmót
· Útskriftir
· Erfidrykkjur
Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is
Erum staðsett
í hjarta
Reykjavíkur
Bjóðum upp á
veislusali
fyrir allt að
100 manns
Litlabrekka
Kornhlaðan
Er veisla í vændum?
60 ára og eldri
Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Hópþjálfun tvisvar í viku
með einföldum æfingum.
Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
-Lokað námskeið (4 vikur)
-Hefst 9. júlí
-Mán og mið kl. 11-12
-Verð kr. 9.900,-
Skráning á mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010
Komdu og prófaðu!
”Það er svo gott að koma í Heilsuborg.
Hér er manni heilsað og það er vel tekið
á móti manni. Ég vissi ekki hverju ég ætti
von á og hvort ég ætti eitthvað erindi í
Heilsuborg en strax eftir fyrsta tímann var
ég ákveðin í að halda áfram.”
-Margrét Eiríksdóttir