Morgunblaðið - 05.07.2012, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
✝ Erla Júl-íusdóttir fædd-
ist á heimili föð-
urforeldra sinna á
Sigtúnum í Eyja-
firði 14. september
1930, en ólst upp á
Akureyri. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 27. júní
2012.
Foreldrar Erlu
voru Júlíus Péturs-
son, f. 28. október 1905, d. 4.
september 1969, og kona hans
Brynhildur Jóhannsdóttir, f. 16.
maí 1903, d. 9. nóvember 1976.
Systkini Erlu eru Þórlaug, f.
13. janúar 1932 og Jóhann, f.
22. desember 1932, d. 13. sept-
ember 1981.
Hinn 17. september 1949
steinn Aðalbjörnsson og eiga
þau Eddu Katrínu og Jón Vikt-
or. 2) Brynhildur, f. 1. febrúar
1958 í Reykjavík, maki hennar
er Einar Þór Jónatansson, f. 15.
nóvember 1950 og eiga þau
þrjá syni: Gylfa Þór, f. 1979,
Arnar, f. 1990 og Birgi, f. 1993.
Gylfi Þór og unnusta hans,
Eirný Dögg Steinarsdóttir, eiga
tvö börn, Karítas Diljá og Ara
Þór.
Erla og Birgir bjuggu mest-
allan sinn búskap hér sunnan
heiða, í Kópavogi og Reykjavík.
Erla starfaði við verslunarstörf
en lengst af starfaði hún sem
bankamaður í Landsbanka Ís-
lands þar sem hún starfaði þar
til hún lét af störfum 67 ára.
Aðalhugamál þeirra hjóna voru
ferðalög utanlands og innan.
Útför Erlu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 5. júlí
2012, kl. 13. Jarðsett verður í
Kópavogskirkjugarði.
giftist Erla eftirlif-
andi manni sínum,
Birgi Stefánssyni,
f. í Búðum í Fá-
skrúðsfirði 11.
september 1928,
foreldarar hans
voru Stefán Pétur
Jakobsson og kona
hans Þorgerður
Sigurðardóttir.
Erla og Birgir
eiga tvær dætur 1)
Þorgerður Edda, f. 23. maí
1951 á Akureyri, maki hennar
er Jón Ellert Sverrisson, f. 9.
nóvember 1950, þau eiga tvö
börn: Birgi, f. 1973, í sambúð
með Lísu Ólafsdóttir, eiga þau
fjóra syni, Daníel, Alex, Kára
og Sindra; Erlu Kristínu, f.
1977, maður hennar er Þor-
Það eru margar minningar sem
vakna í hugum okkar systranna
við andlát mömmu okkar, það er
með þakklæti, stolti og væntum-
þykju sem við kveðjum hana.
Þessi fallega og glaðværa nútíma-
kona var svo sannarlega áræðin
og dugleg í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur, hvort sem það var að
sauma, baka, mála eða afgreiða í
gluggatjaldaverslun sem hún
gerði í mörg ár og ekki vafðist fyr-
ir henni að fara í nám með vinnu
og húsmóðurstörfum eins og hún
gerði þegar hún fór í Öldunga-
deild Menntaskólans við Hamra-
hlíð og svo seinna þegar hún fór
og lærði snyrtifræði hjá Margréti
Hjálmtýs og starfaði í snyrtivöru-
versluninni að Laugavegi 76 í
mörg ár, en lengst af vann hún í
Landsbanka Íslands og lauk sinni
starfsævi þar. En umfram allt var
hún yndisleg mamma og börnun-
um okkar systra einstök amma.
Mamma var alltaf fremst í flokki
þegar var verið að gera eitthvað,
t.d. málaði hún heilu íbúðirnar og
teppalagði og mest af öllu langaði
hana til að eignast sína eigin bor-
vél og læra á hana.
Síðastliðin ár hafa verið okkur
öllum þungbær og sérstaklega
pabba okkar sem gerði henni
mögulegt að búa heima þar til fyr-
ir fáum mánuðum. Hann pabbi
okkar er hetja. Minningin um
mömmu okkar lifir björt og falleg
eins og hún var sjálf, og mamma
veit að við pössum pabba vel fyrir
hana.
Elsku mamma, takk fyrir allt,
minning þín lifir í hjörtum okkar.
Þínar dætur,
Edda og Brynhildur.
Tengdamamma mín hefur nú
lokið sinni lífsgöngu eftir erfið
veikindi. Ég kynntist henni fyrir
nær 25 árum og hef átt margar
góðar stundir með henni, hvort
sem það er heima, í sumarbú-
staðnum eða í útlöndum og ég
geymi þessar minningar vel og
leita nú í þær þegar komið er að
leiðarlokum.
Bíbí reyndist mér góð tengda-
móðir, hún var glæsileg, drífandi
og umvefjandi okkur öll og vildi
alltaf allt fyrir okkur fjölskylduna
gera. Sl. ár voru tengdamóður
minni erfið og okkur öllum í fjöl-
skyldunni, en Birgir tengdafaðir
minn er einstakur maður og gerði
allt sem í hans valdi stóð til að hún
gæti verið sem lengst heima hjá
honum, það er aðdáunarvert hve
vel ástúðlega og lengi hann gat
hugsað um sína konu, hún var
heima hjá honum alveg fram í
febrúar á þessu ári og þá sá ég
best hvað þeirra samband var
sterkt og ástríkt.
Tengdafaðir minn á nú um sárt
að binda en við stöndum við hlið
hans og styrkjum hann og hann á
alla mína samúð.
Minningin um mína góðu
tengdamóður lifir björt og hlý.
Hvíl í friði mín kæra.
Einar.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast ástkærrar tengdamóður
minnar og þakka 47 ára samfylgd
sem aldrei bar skugga á. Erla eða
Bíbí eins og hún var kölluð var
glæsileg Akureyrarmær sem ung
giftist eiginmanni sínum og lífs-
förunauti Birgi Stefánssyni.
Fyrsta minning mín um Bíbí er
frá því er ég ungur sveinn stóð
sveittur og skjálfandi á tröppum
heimilis þeirra hjóna í Melgerðinu
í Kópavogi og safnaði kjarki til að
spyrja eftir stúlkunni sem síðar
varð eiginkona mín. Þegar ég
hafði loks kjark til að hringja
dyrabjöllunni kom til dyra glæsi-
leg kona sem brosti sínu blíðasta
til mín og beið eftir að sveinninn
ungi bæri upp erindið. Mér tókst
að stynja upp spurningu um hvort
Edda dóttir hennar væri heima.
Bíbí bauð mér innfyrir og sagðist
ætla að sækja heimasætuna. Mér
leið strax betur því viðmót hennar
var hlýlegt og glettið og eftir á að
hyggja er ég ekki frá því að henni
hafi barasta litist þokkalega á pilt-
inn.
Það er margs að minnast eftir
svo löng kynni og kærar eru
minningar frá góðum stundum á
ferðalögum stórfjölskyldunnar
hér heima og erlendis í gegnum
tíðina. Einnig koma fram í hugann
minningar um glæsilegar matar-
og kaffiveislur sem henni tókst að
töfra fram fyrirvaralaust við ótrú-
legustu aðstæður.
Bíbí var kjarnakona. Fram-
takssöm, sterkgreind, dugleg,
ósérhlífin, snillingur í höndunum
og skemmtileg á allan hátt. Hún
saumaði föt, gardínur, rúmteppi,
málaði hús og íbúðir og eins og
það væri ekki nóg þá tók hún sig
til á miðjum aldri og fór í öldunga-
deildina til að læra tungumál, í
framhaldi af því skellti hún sér í að
læra snyrtifræði. Þetta gerði hún
allt ásamt því að vinna fulla vinnu
utan heimilis. Henni var alltaf
mikið í mun að hafa stórfjölskyld-
una hjá sér helst öllum stundum
og við sem flest tækifæri og öll
símtöl hennar við fjölskyldumeð-
limi hófust á orðunum: ætlarðu
ekki að fara að koma í heimsókn?
Einstakt lag hafði hún á að laða til
sín ungu kynslóðina og voru heim-
sóknir ungviðisins til hennar og
afa ævintýraferðir, oftast með
óvæntum dularfullum uppákom-
um, sögustundum og leikatriðum.
Bíbí hélt vel utan um fjölskyld-
una sína og vildi allt fyrir hana
gera og passaði hún og Birgir allt-
af vel uppá að fjölskylduna skorti
ekkert. Að leiðarlokum er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forréttinda
að kynnast kjarnakonunni Bíbí og
að hafa fengið að njóta lífsgleði
hennar og visku svo lengi sem
varð.
Blessuð sé minning þín, kæra
tengdamamma.
Jón Ellert Sverrisson.
Í dag kveð ég Bíbí ömmu, þessa
fáguðu og skemmtilegu konu.
Bíbí amma var engri lík, þessi
gullfallega kona var amma mín og
af því er ég stolt.
Bíbí amma átti stóran part í lífi
mínu og eru ótal minningar sem
streyma um huga minn þessa dag-
ana.
Amma hafði mikinn áhuga á
tísku og var alltaf svo fín og flott.
Hún var sífellt að kaupa sér föt og
var mjög dugleg að leyfa mér,
einu stúlkunni í barnabarna hópn-
um, að leika mér að fötunum,
skónum og snyrtidótinu. Það eru
ótal minningar þar sem að ég sit
við snyrtiborðið hennar, búin að
klæða mig í sparikjól af henni og
maka á mig varalit og augnskugga
og henni fannst ég alltaf flottust.
Skóherbergið hennar var ævin-
týraland út af fyrir sig, heilt her-
bergi með öllum týpum af skóm
og það mátti prófa þá alla og
þramma í þeim um allt.
Amma var mikil útivistarmann-
eskja og fannst henni mjög gaman
að fara á skíði, í gönguferðir og að
dvelja í sumarbústað þeirra við
Þingvallavatn. Það voru ófá skipt-
in sem ég fékk að fljóta með í þær
ferðir og þá var sungið hástöfum
alla leiðina í bílnum allskyns dæg-
urlög. Það eru mér dýrmætar
minningar allar gönguskíðaferð-
irnar og bústaðaferðirnar þar sem
amma gekk á undan bílnum í
djúpum snjó til að passa að allt
væri í lagi og þegar bíllinn komst
ekki lengra þá voru skíðin tekin
fram og skíðað upp í bústað og
drukkið heitt kakó.
Amma var mjög nýjungagjörn
og það er mér mjög minnisstætt
þegar að ég var að byrja að búa og
hún hringdi í mig og bauð mér í
mat. Ég að sjálfsögðu þáði það
með þökkum og mætti full til-
hlökkunar að fá ömmumat en þá
ákvað hún að kynna fyrir mér
hversu þægileg matseldin væri
fyrir nútímakonur og sýndi mér
hversu handhægir 1944 réttirnir
væru og svo var tilbúin frosin
súkkulaðikaka í eftirrétt og þessu
var öllu skellt í örbylgjuna og þar
með hafði hún framreitt tveggja
rétta máltíð á 4 mín. Þetta fannst
henni mjög sniðugt og mikil fram-
för fyrir útivinnandi konur.
Amma og afi héldu alltaf flottar
gamlársveislur sem voru þær
allra skemmtilegustu veislur sem
hægt var að komast í. Þegar við
barnabörnin urðum eldri og önn-
ur partý voru farin að kalla á okk-
ur á þessu kvöldi sagði hún alltaf,
„Komið og borðið með okkur og
svo keyri ég ykkur í hitt partýið“
og það varð úr. Hún skellti sér í
pelsinn og keyrði ungdóminn eftir
miðnætti í partý um allan bæ og
bauðst svo til að sækja okkur ef
við ættum í erfiðleikum með að fá
leigubíl.
Amma var alltaf reiðubúin að
aðstoða og bauð sig iðulega fram í
að passa langömmubörnin. Alltaf
kvaddi hún mig með þeim orðum
að ef mig vantaði einhverja aðstoð
með krakkana þá væri hún alveg
til í að passa þau, og meira að
segja í síðasta sinn sem ég heim-
sótti hana á Hrafnistu, þá kvaddi
hún mig með því að segja, „Kitta
mín! láttu mig svo vita ef ég get
passað fyrir þig elskan“. Hún
amma var einstök.
Elsku besta Bíbí amma mín,
takk fyrir allar yndislegu stund-
irnar sem við áttum saman. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
ömmu og mun varðveita minning-
arnar okkar um alla tíð.
Erla Kristín Jónsdóttir
(Kitta).
Eftir allt of stutt kynni ertu
fallin frá. Bíbí! Þín er sárt saknað.
Ég kynntist þér fyrir rúmum
15 árum síðan, þá voru þú og Biggi
nýflutt úr Seljugerðinu þar sem
ég og Kitta áttum eftir að eyða
ófáum stundum saman. Edda og
Nonni voru þá nýflutt inn í Selju-
gerðið og ég og Kitta nýbúin að
kynnast hvort öðru. Það leið sem
sagt ekki á löngu áður en tengda-
foreldrar mínir sem keyptu af
ykkur Seljugerðið gáfu okkur
Kittu þak yfir höfuðið. Þið fluttuð
vestur í bæ, nánar tiltekið á
Grandaveginn, þar sem mér var í
ófá skipti boðið í heimsóknir, mat-
arboð og aðrar veislur sem eru
minnisstæðar, ekki síst vegna
kræsinganna sem í boði voru. Það
var alltaf lagt á borð fyrir heilu
herdeildirnar og sá siður lifir góðu
lífi enn þann dag í dag, því hann
erfðist til Eddu dóttur þinnar og
tengdamóður minnar og þaðan yf-
ir á barnabarnið hana Kittu mína.
Það var alltaf mikið gaman að
koma í heimsókn til þín og fá þig í
heimsókn, alltaf svo jákvæð og
glöð. Mér er mjög minnisstæð
heimsókn ykkar Bigga til okkar
Kittu til Danmerkur sumarið
2005. Það sem við gátum spjallað
saman langt fram eftir, kvöld eftir
kvöld, á pallinum í frábæru
dönsku sumarveðrinu, í frábærum
félagsskap ykkar. Yndislegur tími
sem gleymist aldrei.
Um vorið 2006 fluttum við
Kitta heim og þá beint í Seljugerð-
ið til tengdó og þremur mánuðum
síðar fluttum við í Hafnarfjörðinn.
Það var síðan árið 2010 sem þið
Biggi komuð til okkar í Hafnar-
fjörðinn og keyptuð íbúð á Hrafn-
istu, skömmu eftir að þú greinist
með þennan hörmulega sjúkdóm.
Við áttum góðar stundir með ykk-
ur þar sem annars staðar og flutn-
ingur ykkar í fjörðinn varð til þess
að heimsóknir okkar margfölduð-
ust til ykkar og öfugt.
Það er svo margt sem ég minn-
ist þín fyrir og eitt er það hversu
ungleg og falleg þú varst allt til
enda, fylgdir alltaf nýjustu
straumum og stefnum í tískunni
og gafst unglingsstelpunum ekk-
ert eftir í fatavali og skarti. Þú
verslaðir flest í búðum sem stíl-
aðar voru á ungu kynslóðina og
barst allt með svo miklum glæsi-
leika að eftir var tekið. Þú varst
alltaf svo kát og gladdist um allan
helming þegar við komum með
krakkana til þín í heimsókn. Það
sem þú leyfðir þeim að leika sér
að, það eru ekki allir sem myndu
leyfa börnum að leika sér að öllum
skartgripunum sínum, fötunum,
skónum og bara hverju því sem
þau báðu um að fá að leika sér að,
þú neitaðir þeim aldrei um neitt ef
þau gátu búið sér til leik úr því.
Gjafmildi þín og hlýleiki, ég get
haldið endalaust áfram. Ég er svo
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og að börnin mín, þau
Edda Katrín og Jón Viktor, hafi
fengið að kynnast þér líka.
Elsku Biggi og fjölskylda, Guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Hafðu það sem allra best á nýja
staðnum Bíbí. Hvíl í friði.
Þorsteinn Aðalbjörnsson.
Í dag kveðjum við kæra frænku
mína Erlu Júlíusdóttur eða Bíbí
eins og hún var alltaf kölluð af vin-
um og ættingjum.
Þegar ég lít yfir farinn veg eru
minningarbrotin sveipuð gleði,
kærleika og þakklæti fyrir að eiga
hana Bíbí mína að, vinátta okkar
hefur varað frá því ég fæddist. Ég
leit alltaf á hana sem eldri systur
mína, hún bar alltaf mikla umönn-
un fyrir mér og vildi mér alls hins
besta.
þegar ég flutti til Reykjavíkur
opnuðu þau Birgir maðurinn
hennar heimili sitt fyrir mér og
bjó ég hjá þeim í langan tíma.
Er ég þeim hjónum og dætr-
unum Eddu og Brynhildi þakklát
fyrir þann tíma.
Fyrir mér var þetta dásamleg-
ur tími vináttu og góðra minninga.
Við Erling og fjölskyldan þökk-
um samfylgdina og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
og sendum Birgi og fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi þig, kæra frænka.
Ragna.
Erla Júlíusdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, þú
varst rosalega skemmtileg
við okkur og takk fyrir að
vera svona góð við okkur.
Við elskum þig langamma.
Takk fyrir að gefa okkur
alltaf Opal og súkkulaði.
Takk fyrir að gefa mér
(Eddu) snyrtiborðið þitt og
leyfa mér að leika mér að
snyrtidótinu þínu. Þú varst
falleg og góð langamma.
Við söknum þín.
Edda Katrín og Jón Viktor.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn
30. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 9. júlí kl. 13:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans.
Jón Þór Eyþórsson, Olga Stefánsdóttir,
Daníel Eyþórsson, Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn og systkini.✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir, systir, tengdadóttir og frænka,
MARGRÉT JONNÝ BIRGISDÓTTIR,
Miðhúsum 8,
112 Reykjavík,
lést sunnudaginn 1. júlí á bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 11. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á námsreikning Thelmu Bjargar,
0114-15-381199, kt. 200491-2979.
Magnús Helgi Arnarson,
Thelma Björg Magnúsdóttir, Rögnvaldur Geir Hannah,
Hanna Helgadóttir, Birgir Dagbjartsson,
Sigrún Birgisdóttir, Ingvar Sigurðsson,
Lára Birgisdóttir, Ragnar Guðlaugsson,
Brynja Dögg Birgisdóttir, Hannes Guðlaugsson,
Björg Magnúsdóttir, Örn Henningsson
og frændsystkini.
✝
Okkar ástkæra
ESTER JÚLÍUSSON,
sem lést föstudaginn 29. júní, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn
9. júlí kl. 15:00.
Ragnheiður Friðjónsdóttir, Sigurþór Aðalsteinsson,
Guðrún Friðjónsdóttir, Þórður Þórðarson,
Júlíus Lennart Friðjónsson, Þóra Jónsdóttir,
Hjördís H. Friðjónsdóttir, Sigurður Davíðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Kær vinkona mín,
DROPLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
til heimilis á Dalbraut 27,
Reykjavík,
andaðist á öldrunarlækningadeild
Landspítalans, Landakoti, sunnudaginn
1. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. júlí
kl. 13.00.
Kristín Waage.
✝
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI HREIÐAR ÁRNASON
húsgagnameistari,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jytte I. Árnason,
Guðrún Árnadóttir, Gísli Grétar Sólonsson,
Rannveig Árnadóttir, Eiríkur Jón Ingólfsson,
Inga M. Árnadóttir,
Anna Arndís Árnadóttir, Leifur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.