Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Ég ætla bara að taka því rólega og heilsa upp á ömmu mína,“segir Pétur Guðmundur Ingimarsson, sagnfræðingur og af-mælisbarn dagsins, en hann er þrítugur í dag. „Þetta er bara
afmælisdagur eins og hver annar,“ segir Pétur, sem vill ekki gera of
mikið úr áfanganum. „Það er samt alltaf gaman að eiga afmæli.“
Pétur Guðmundur syngur í Háskólakórnum og hefur gert um ára-
bil. Einn daginn voru kórfélagarnir að tala saman um hljóðfæri, og
þá fékk Pétur þá hugmynd um að smíða sitt eigið langspil: „Þetta er
ekki voðalega flókið, þetta er bara smávinna,“ segir Pétur. „Megin-
skrokkurinn er úr greni, botninn er úr birki og hálsinn er úr lindi-
tré.“ Pétur Guðmundur segir að hann hafi mætt á kóræfingar með
hljóðfærið og það hafi vakið mikla lukku. Hann er þó með fleiri hljóð-
færi í smíðum: „Ég ætla að smíða annað langspil, alveg eins nema að-
eins smærra, því að hitt er með stærri langspilum sem eru til.“ Það er
yfir metri að lengd, en yfirleitt munu langspil vera um 80 cm að
lengd.
Pétur þykir flinkur tungumálamaður, og hefur hann meðal annars
lært japönsku í háskólanum, en hann byrjaði á því námi þegar hann
útskrifaðist úr MR. Hluti af því námi er að búa í Japan í skiptinámi.
Pétur bjó þá í borginni Hirakata, sem er rétt hjá Osaka og Kyoto og
þótti honum það mjög merkileg lífsreynsla. sgs@mbl.is
Pétur Guðmundur Ingimarsson 30 ára
Ljósmynd/ Pétur Guðmundur Ingimarsson
Fjölhæfur á fertugsaldri Pétur Guðmundur talar japönsku, spilar á
langspil og syngur með Háskólakórnum.
Smíðaði langspil
úr greni og birki
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ellen Ósk Grant Hólm-
arsdóttir og Álfheiður
Björk Hannesdóttir
héldu tombólu við versl-
un Hagkaupa á Akureyri,
einnig föndruðu þær og
seldu í miðbænum ým-
iskonar muni sem þær
höfðu perlað. Þær söfn-
uðu 10.800 kr. sem þær
gáfu Rauða krossi Ís-
lands.
Hlutavelta
Selfoss Kristín Birta fæddist 8. októ-
ber kl. 08.53. Hún vó 3.760 g og 52
cm. Foreldrar hennar eru Kristjana
Ólöf Friðriksdóttir og Jón Helgi
Daníelsson.
Nýir borgarar
G
arðar fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1962,
stundaði nám í arki-
tektúr við Rheinisch-Westfälische
Technische Hochschule í Aachen í
Þýskalandi 1962-68 og lauk þaðan
prófum 1968.
Garðar starfaði á skipulagi
borgarverkfræðings sumarið 1964,
var arkitekt hjá Húsameistara rík-
isins 1968-76, yfirarkitekt hjá Húsa-
meistara ríkisins 1976-79, húsa-
meistari ríkisins 1979-96 og hefur
starfrækt eigin teiknistofu í Reykja-
vík frá 1997.
Margar glæstar byggingar
Meðal helstu verka Garðars sem
hann hefur unnið á eigin vegum og
með öðrum má nefna Systraheimilið
í Garðabæ, Vöruflutningamiðstöð-
ina, Sundaklett, (skrifstofu Eim-
skips í Reykjavík) Sjálfstæðishúsið
Valhöll, ásamt Halldóri H. Jónssyni,
Fiskvinnsluhús Granda hf., ásamt
Ingimundi Sveinssyni, en meðal
verka hans í embætti Húsameistara
ríkisins má nefna geðdeild og K-
byggingu á Landspítalalóð, há-
skólabyggingarnar Lögberg og
Læknagarð, hönnun Listasafns Ís-
lands við Fríkirkjuveg, Flugstöð
Leifs Eiríkssonar (norðurbyggingu
og síðar viðbygginu við hana, ásamt
VA - Arkitektum), nýja kirkju og
Snorrastofu í Reykholti, hönnun
endurbyggingar Þjóðleikhússins og
hönnun og endurbyggingu á forseta-
setrinu á Bessastöðum, í samvinnu
við Þorstein Gunnarsson.
Garðar var stjórnarformaður
stjórnar Byggingarþjónustu AÍ
1975-77, sat í skipulagsstjórn rík-
isins frá 1976 og var formaður
skipulagsstjórnar ríkisins 1982-84
og 1991-93, sat í skipulags- og bygg-
Garðar Halldórsson arkitekt 70 ára
Hestamannafjölskyldan Garðar og Birna, dæturnar tvær og tengdasonurinn eru öll í hestamennsku.
Hestamannafjölskylda
„Ríðum heim að Hóli“ Garðar með tvö barnabarnanna á góðri stund.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Hljóðkerfi og hljóðbúnaður
í miklu úrvali.
Hljóðkerfistilboð á www.hljodfaerahusid.is