Morgunblaðið - 05.07.2012, Side 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fátt er svo með öllu illt að ei boði
gott. Aðrir hlusta á þig og þú skalt nýta það
til að reyna að hafa bætandi áhrif á samfélag
þitt. Farðu þér hægt og sérstaklega í fjár-
málum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að setjast niður með þínum
nánustu og fara í gegnum málin, sérstaklega
hvaða væntingar þið hafið hvert um annað.
Settu þér ákveðna dagskrá og farðu eftir
henni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er í góðu lagi að leyfa ein-
hverjum öðrum að taka við taumunum í
vinnunni. Það er oft þægilegra að ræða málin
við skoðanabræður sína heldur en hina sem
ekki eru á sama máli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu vel yfir öll smáatriði í vinnunni í
dag. Reyndu að sjá allt það góða í því hvernig
hlutirnir þróast, og þú endar á toppnum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ýmislegt, sem þig langar til þess
að kanna og þú ættir að athuga möguleikana
á að láta það eftir þér. Hugur þinn er tilbúinn
til að leggja hart að sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sjálfstæði þitt gerir það að verkum að
þú lætur engan ráðskast með þig í fjár-
málum. Og þá er bara að láta til skarar
skríða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Viðkvæm vandamál koma upp og krefj-
ast allrar þinnar athygli. Og í einkalífinu mun
gamall vinur koma þér til hjálpar með fersk-
um hugmyndum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að gera
verðsamanburð. Það margborgar sig og þeim
tíma, sem fer í það, er því vel varið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það reynir á samskipti þín við
yfirboðara, foreldra eða yfirmenn í dag.
Reyndu því ekki að troða málum þínum
áfram.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fólk sýnir þér mikla velvild í dag.
Takirðu fagnandi á móti breytingum hefurðu
byrinn með þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að tala svo skýrt og skor-
inort að engin hætta sé á að fólk misskilji þig.
Allt hefur sinn tíma og það þýðir ekkert að
reyna að ýta á eftir hlutunum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ímyndunarafl þitt og forvitni eru vakin
í dag. Og þeir sem halda að þú, kæri fiskur,
sért ekki langrækinn eiga eftir að komast að
hinu gagnstæða.
Um helgina var mikið umleikis.Sigrún Haraldsdóttir segir á
vefnum: „Við Magnús Ólafsson vor-
um heldur góð með okkur á Lands-
móti hestamanna enda stoltir hlut-
hafar í stóðhestinum og
heimsmeistaranum Nóa frá Stóra-
Hofi.“ Hún bætir því við, að vegna
þessa hafi hún endurskoðað stefnu
sína í lífinu:
Elli minni ætla ég að fresta,
á mig fús ég verkefnunum hleð.
Núna vil ég nýja rækta hesta
og njóta þeirra áður en ég kveð.
Það kveður við annan tón hjá
Davíð Hjálmari Haraldssyni. Hann
segist hafa verið að velta mismun-
andi kostum og hæfileikum for-
setaframbjóðendanna fyrir sér á
föstudagsmorgun:
Frambjóðendur meir og meir
met ég í því ljósi
að allir saman eru þeir
eins og kýr í fjósi.
Og jafnframt er þess getið, að
einhver DHH hafi látið miða fylgja
kjörseðlinum:
Framboð hér er feikinóg
frökena og sveina.
Kristján Eldjárn kýs ég þó
komi hann til greina.
Enn segir Davíð Hjálmar Har-
aldsson á Leirnum, að á tindi
hæstu fjalla verði maðurinn smár
en hugsunin háleit. Hann hafi
gengið á Ystuvíkurfjall sem er
heldur lægra en Everest, – „þar
kom andinn yfir mig,“ segir hann:
Allur heimur fyrir fótum mér,
furðu nálæg eru loftin blá:
Hve bungumynduð jörðin okkar er
af Ystuvíkurfjalli glöggt má sjá.
Sem varð Guðmundi Stefánssyni
að yrkisefni:
Ærinn bratta andinn kleif
óðfús svarar kalli.
Yfir Davíð uppi sveif
á Ystuvíkurfjalli.
Þessi staka olli aftur því að Arn-
þór Helgason gat ekki orða bund-
ist:
Á þaki heimsins hreykti sér
halur einn á Norðurlandi.
Fræknum þegni fögnum vér,
fjallganga er mikill vandi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allur heimur
fyrir fótum mér
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lf
ur
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
HVAÐ
ER AÐ?
ÞAÐ
HVÆSTI Á
MIG
SKO... UH...
ÉG... UH... ÞÚ...
VEIST... SKO... UH...
BLESS
ÉG VAR AÐ
REYNA AÐ SKILJA
EFTIR SKILABOÐ
HANDA LÍSU
ÞAÐ HJÁLPAR
AÐ VITA HVAÐ ÞÚ
ÆTLAR AÐ SEGJA
ÁÐUR EN ÞÚ
HRINGIR
AF HVERJU GETUM VIÐ EKKI
TALAÐ SAMAN VIÐ MATARBORÐIÐ
EINS OG ÖNNUR PÖR!?
...OG TALAÐ
LÍKA SAMA
TUNGUMÁL
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ
TRÚA MÉR, ÞESSI
LEIKFÖNG ERU
LIFANDI!
ÞESSI
SPARIBAUKUR
HÓTAÐI MÉR!
NEITAÐI
HANN AÐ
OPNA SIG?
HA, HA,
VOÐA
FYNDIÐ!
Þýska tímaritið Die Zeit gerirEvrópumeistaramótið í knatt-
spyrnu upp á heimasíðu sinni. Þar
talar Oliver Fritsch um vonbrigði,
sérfræðingarnir hafi notið sín við að
greina hið smáa, en yfir heildina
hafi varkárni ráðið ríkjum. „Sum lið
beittu ekki einu sinni pressu, sum
lið fóru ekki einu sinni í gagnsókn,“
skrifar hann. „Meira að segja í átta
liða úrslitum reyndu Grikkir,
Frakkar og Englendingar að beita
varnarmúrsaðferðinni, reyndar án
árangurs.“
x x x
Fritsch segir að þrír leikir íkeppninni hafi verið á sama
stalli og meistaradeild Evrópu og
Spánverjar hafi leikið í þeim öllum,
gegn Portúgölum og í tvígang gegn
Ítölum, í úrslitaleiknum og í riðla-
keppninni, sem hafi verið besti leik-
ur mótsins. „En meira að segja
snillingarnir frá Spáni blésu fyrst
til sóknar í úrslitaleiknum,“ skrifar
hann. „Með því að vera mikið með
boltann og þéttriðið sendinganet,
sitt „tiki-taka“, höfðu þeir fram að
því í raun boðið upp á sýndarsókn. Í
stað þess að leita leiðarinnar að
markinu földu þeir boltann fyrir
andstæðingnum. Sóknin leystist úr
læðingi í framlengingu undanúrslit-
anna gegn Portúgal … Spænsku
blöðin voru lengi vel pirruð, en úr-
slitaleikurinn friðaði þau.“
x x x
Víkverji verður að viðurkenna aðeins hrifinn og hann hefur verið
af leik Spánverja undanfarin ár
furðaði hann sig á leik þeirra á EM.
Þeir sendu boltann fram og til baka
án þess að reyna að komast að
marki og velti Víkverji því stundum
fyrir sér hvort markið hefði verið
fjarlægt af vellinum og spænsku
leikmennirnir biðu þess að því yrði
komið fyrir aftur. Jafnvel hvarflaði
að Víkverja að nú þyrfti að taka upp
skotklukku í fótbolta líkt og gert er
í körfubolta. En síðan kom leiftr-
andi snilld eins og hin fullkomna
sending Xavis á Jordi Alba þegar
Spánverjar komust í 2-0 í úrslita-
leiknum á móti Ítölum og spænska
liðið fékk uppreisn æru.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
Þú færð skírnargjöfina
hjá okkur