Morgunblaðið - 05.07.2012, Page 36

Morgunblaðið - 05.07.2012, Page 36
Innilegt Stilla úr heimildarmyndinni, hátíðargestir á rómantískri stundu. Heimildarmyndin Glastonbury the Movie (in Flashback) verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag en hún er endurgerð á heimildarmynd með sama heiti frá árinu 1995. Einn höfunda myndarinnar, Robin Mahoney, endurvann myndina frá grunni, fann efni úr hrátökum og tók upp nýtt að hluta, að því er fram kem- ur á vef kvikmyndahússins. Þá hafi öll tón- listin í myndinni verð endurhljóðblönduð. Í myndinni er fjallað um Glastonbury tónlist- arhátíðina sumarið 1993 en þá komu m.a. fram Lemonheads, Stereo MCs, Spiritual- ized, The Verve og The Orb. Hin nýja útgáfa af myndinni var frumsýnd í Lundúnum 29. júní sl. en einn tökumanna myndarinnar er hinn íslenski Úlfur Hróbjartsson. Endurunnin heimildarmynd um Glastonbury Málmsmenn Hljómsveitin Muck, sem leikur á Faktorý í kvöld, flytur unaðslegan metal. Hljómsveitirnar Retro Stefson og Muck halda tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Faktorý og hefjast þeir kl. 22.59 en húsið verður opn- að kl. 22. Retro Stefson hefur verið iðin við upptökur að undanförnu, að breiðskífu sem kemur út 18. ágúst en auk þess verður hún ið- in við tónleikahald og mun flakka milli helstu tónlistarhátíða Evrópu. Muck-arar hafa farið mikinn í málmi hér á landi og munu þeir ef- laust bíta í skjaldarrendur í kvöld. Muck hef- ur komið fram á ýmsum evrópskum tónlist- arhátíðum undanfarnar vikur og slær ekki slöku við. Þema þessara tveggja hljómsveita á tónleikunum í kvöld mun vera „unaður metalsins og krafturinn endalausi“, skv. til- kynningu. Unaður metalsins og krafturinn endalausi 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Við fundum strax að það var mikil stemning í bænum,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, umsjón- armaður þáttanna Flikk flakk, en fyrsti þátturinn gerist í Vest- mannaeyjum og er sýndur í Rík- issjónvarpinu í kvöld kl. 20.05. Í þáttunum munu fjórir íslenskir hönnuðir breyta hafnarsvæðum í torg þar sem bæjarbúar taka svo við og hafa tvo daga til þess að ljúka framkvæmdum. Guðrún er einnig kunnug mörgum sem út- varpskonan Gunna Dís í morgun- útvarpsþáttunum Virkir morgnar á Rás 2. „Mitt hlutverk er að fylgjast með framkvæmdum, hvetja fólk áfram og taka bæjar- búa tali.“ Óvænt viðbrögð Gunna Dís lýsir þáttunum sem hágæða íslensku raunveruleika- sjónvarpi. „Fólk ætti að horfa á þættina því ekkert svona hefur sést áður í íslensku sjónvarpi.“ Við tökur á fyrstu þáttunum seg- ir Gunna Dís það hafa komið á óvart hversu samtaka fólk var í að ná tilsettu markmiði. „En eðli- lega hljóta einhverjir að spyrja sig þegar lið hönnuða kemur inn í bæjarfélag: „Er þetta allt í lagi? Ætlum við að breyta þessu og gera hlutina svona?“ því sumir líta á hafnarsvæði sem vinnu- svæði þar sem ekki þurfi að huga að fagurfræði.“ Hún bætir þó við að fagurfræðin og vinnusvæði geti haldist í hendur: „Fólk sann- færist af sjálfu sér þegar það sér hvað hlutirnir koma vel út.“ Upp um fjöll og firnindi „Ég er minnst í því að drulla mig út og taka þátt í framkvæmdum. Ég er meira að fylgjast með og svo skýst ég í að skoða allt sem mig langar til að sjá og það sem svæðin hafa upp á að bjóða,“ segir Gunna Dís og því má segja að í þáttunum sameinist umturnun hafnarsvæða og ferðalög víðs vegar um land. „Ég fór upp um fjöll og firnindi og á sjó líka,“ segir Gunna Dís en snjósleðaferð um Vatnajökul, fugla- skoðun á Ingólfshöfða og sprang í Vestamannaeyjum er meðal þess sem sjá má í þáttunum. Aðspurð hver hápunkturinn hingað til hafi verið, segir Gunna Dís valið vera erfitt. „Er nokkuð hægt að gera upp á milli hvort sé skemmtilegra að fara upp á Vatnajökul eða í mót- orkross með bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum?“ Fyrsta skipti á skjánum Flikk flakk er fyrsta sjónvarps- þáttaröðin sem Gunna Dís vinnur að. Mestu aðlögunina segir hún hafa verið að venjast því að sjá sig á skjánum. „Manni bregður og hugsar; bíddu, er ég virkilega svona?“ Flakkað um með Gunnu Dís  Gunna Dís umbreytir höfnum í nýrri þáttaröð í Ríkissjónvarpinu  „Ekkert slíkt sést áður í íslensku sjónvarpi,“ segir Gunna Dís Baksviðs Gunna Dís við tökur á nýrri íslenski þáttaröð, Flikk flakk, þar sem íslenskum hafnarsvæðum er umbreytt. Útlit er fyrir að franska kvikmynd- in Intouchables slái aðsóknarmet hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu, dreifingar- aðila myndarinnar. Þar segir að að- sókn að myndinni hafi farið vax- andi í þriðju sýningarviku sem „brjóti í raun öll lögmál kvik- myndabransans“. Um sl. helgi hafi aðsóknin aukist um 30% miðað við helgina á undan, heildaraðsókn nálgist 12 þúsund miða og ekki ólíklegt að 25-30 þúsund miðar verði seldir í heildina. Verði svo muni myndin slá aðsóknarmet: verða aðsóknarmesta franska kvik- myndin á Íslandi, aðsóknarhæsta evrópska myndin og aðsóknarhæst af þeim myndum sem eru á öðru tungumáli en ensku eða íslensku. Slær Intouchables aðsóknarmet? Bandaríski leikarinn Andy Griffith er látinn, 86 ára að aldri. Þekktasta hlutverk Griffiths var lögmaðurinn Matlock í samnefndum þáttum sem eru eflaust mörgum Íslendingnum í fersku minni. Þá lék Griffith einnig lögreglustjórann Andy Taylor í The Andy Griffith Show á árunum 1960 til 1968, svo önnur hlutverk séu nefnd. Griffith var sæmdur frelsisorðu forsetaembættisins árið 2005 af þáverandi Bandaríkja- forseta, George W. Bush. Griffith látinn Heiður George W. Bush veitti Griffith frelsisorðuna árið 2005. AFP THE AMAZING SPIDERMAN 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20 MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 - 6 WHAT TO EXPECT... Sýnd kl. 8 - 10:15 Ein vinsælasta sögupersóna veraldar snýr aftur í sumarstórmynd ársins EKKI MISSA AF ÞESSARI! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! ÍSL TEXTI HHHH -FBL HHHH -MBL CAMERON DIAZ JE NNIFER LOPEZ EL IZABETH BANKS WHAT TO EXPECT WHEN YOU´RE EX PECTING BRÁÐSKEMMTILE G GAMANMYND! HHHH -KVIKMYNDIR.IS HHHH -FBL HHHH -TV, KVIKMYNDIR.IS HHHH -VJV, SVARTHÖFÐI - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SPIDERMAN 3D KL. 8 - 10.30 10 WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 8 L INTOUCHABLES KL. 6 - 10 12 SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 12 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 – 10.30 10 STARBUCK KL 5.30 - 8 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL 10.20 L SPIDER-MAN 2D KL. 5 -8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D KL. 4 - 5 - 8 - 10.50 10 PROMETHEUS 3D KL. 8 - 10.30 16 MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 8 - 10.25 L EIN VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA VERALDAR SNÝR AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS EKKI MISSA AF ÞESSARI! HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.