Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 40
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Bannaði Katie að leika í …
2. Vöruð við að fara til Bandaríkjanna
3. „Ég gat ekki verið nálægt þeim“
4. Sárnar aðfinnslur um holdafarið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Unnsteinn Manúel Stefánsson,
liðsmaður hljómsveitarinnar Retro
Stefson, setti saman nýjasta laga-
lista Útflutningsskrifstofu íslenskrar
tónlistar, IMX, á myndbandavefnum
YouTube. Má þar m.a. finna lög með
Kimono, Svani og Moses Hightower.
Morgunblaðið/Valdís
Unnsteinn setur sam-
an lagalista fyrir IMX
Rapparinn Tiny
frumsýnir á morg-
un myndband við
lag sitt „1000
Eyes“ á vefnum
Vísi. Lagið var
samið af Agli
„Tiny“ Thor-
arensen og Sölva
Blöndal. Að gerð
myndbandsins komu, auk Tiny, þær
Rakel Mjöll Leifsdóttir og Katrín
Braga. Frumsýningarteiti verður
haldin annað kvöld á Prikinu kl. 22.
Tiny frumsýnir
myndband
Myndlistarmaðurinn Ragnar Helgi
Ólafsson frumsýnir fjölrása mynd-
band, Axis Mundi (fyrir Sydney), í
Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, í dag kl. 17 og
er það hluti af hinni
breytilegu innsetningu
The Demented Diamond of
Kling & Bang’s Con-
fected Video Arc-
hive og er hluti af
sýningunni
Sjálfstætt
fólk.
Axis Mundi (fyrir
Sydney) í Hafnarhúsi
Á föstudag og laugardag Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og súld með
köflum á vestanverðu landinu, en bjart að mestu eystra. Hiti 11 til
16 stig.
Á sunnudag Norðvestlæg átt, víða 5-10 og rigning um mestallt
land, þó síst suðaustanlands. Kólnar heldur í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum víðast hvar og þurrt að
kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐUR
Fimm íslensk knattspyrnu-
félög eiga von á greiðslum
frá UEFA, Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, þegar
tekjum af úrslitakeppni EM í
Póllandi og Úkraínu verður
deilt niður á milli aðildar-
landanna. Samkvæmt sam-
komulagi sem UEFA og ECA
gerðu dreifast 100 milljónir
evra á milli félaga í öllum 53
aðildarlöndum UEFA, en það
eru tæpir 16 milljarðar ís-
lenskra króna. »1
Fimm íslensk fé-
lög fá EM-tekjur
„Ég er ekki í vafa um að þessi fé-
lagaskipti verða Gylfa til framdráttar.
Hann er það góður fótboltamaður í
grunninn að ég held að það verði ekk-
ert vandamál fyrir hann að verða
fljótur að aðlagast hlutunum hjá
Tottenham,“
segir Guðjón
Þórðarson
um Gylfa
Þór Sigurðs-
son og
ákvörðun
hans um að
fara til Totten-
ham. » 3
„Þessi skipti verða
Gylfa til framdráttar“
Þrjú íslensk lið verða í baráttunni í
fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA í
kvöld. FH fær Eschen/Mauren frá
Liechtenstein í heimsókn í Kaplakrika
en bæði ÍBV og Þór eru komin til Du-
blin þar sem þau mæta írskum and-
stæðingum. Eyjamenn vilja koma fram
hefndum frá því í fyrra, Þór þreytir
frumraun sína í Evrópukeppni og
þjálfari FH varar við vanmati. »2-4
Evrópuleikir í Kapla-
krika og Dublin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Vatn, ís og uppruni lífs í alheimi er
heiti alþjóðlegs sumarskóla í
stjörnulíffræði sem fer fram hér á
landi 2. til 15. júlí 2012.
Á fimmta tug framhaldsnema og
ungra vísindamanna á aldrinum 25-
35 ára taka þátt. „Þetta eru úrvals-
nemendur í meistara- og doktors-
námi frá Bandaríkjunum og Evrópu,
og einn er þar að auki kominn alla
leið frá Úrúgvæ,“ segir Sævar Helgi
Bragason, formaður Stjörnuskoð-
unarfélags Seltjarnarness og nemi í
stjörnufræði við Háskólann í Lundi.
Spennandi vettvangsferðir
Að hans sögn er námskráin fjöl-
breytt. „Meðal annars er efnafræði í
geimnum á dagskrá, til að mynda
hvernig vatn verður til í skýjum sem
mynda sólkerfið.“
Ýmislegt fleira er brallað á þeim
tæpu tveimur vikum sem skólinn er
starfræktur. „Þetta verður ennþá
skemmtilegra eftir því sem líður á
og nær hámarki þegar farið verður í
vettvangsferðir á Suðurland, þar
sem hverir verða skoðaðir, sýni tek-
in úr jöklum og fleira spennandi,“
segir Sævar Helgi, en nemendurnir
fara að Fimmvörðuhálsi, inn í Land-
mannalaugar og upp á Sólheima-
jökul, allt undir dyggri leiðsögn vís-
indamanna.
„Námið snýst að miklu leyti um
jaðarlífverur sem mögulega gætu
þrifist á stöðum með miklum
kulda og geislunum, eins
og til dæmis Mars,“ segir
Sævar. Að hans sögn
stunda nemendur skól-
ans nám í greinum á
borð við jarðfræði,
stjörnufræði, efnafræði
og líffræði. „Nám-
skeiðið er í raun
mjög þverfaglegt
og sameinar af-
skaplega margt undir einum
stjörnulíffræðihatti,“ segir Sævar.
Aðspurður af hverju Ísland hafi
orðið fyrir valinu sem staður fyrir
skólann segir hann skýringuna
liggja í aðstæðum hér á landi. „Ís-
land og Havaí eru ung landsvæði á
jörðinni, þar sem greiður aðgangur
er að hverasvæðum og nýrunnum
hraunum og jöklum. Þessum að-
stæðum svipar til þeirra sem fyrir-
finnast á Mars, fyrir utan hraunin.
Við erum sem sagt að skoða hlið-
stæður í landslagi á Íslandi og Havaí
samanborið við aðra staði í sólkerf-
inu okkar,“ segir Sævar en þeir stað-
ir verða rannsóknarefni NASA og
ESA í geimferðum næstu ár og ára-
tugi.
Hliðstæður á Íslandi og Mars
Alþjóðlegur
sumarskóli í
stjörnulíffræði
Morgunblaðið/Golli
Stjörnulíffræðirannsóknir Nemendur skólans skara allir fram úr á sínu sviði, en þeir ferðast að Fimmvörðuhálsi,
inn í Landmannalaugar og upp á Sólheimajökul meðan á Íslandsdvölinni stendur.
Skólinn er starfræktur á um
tveggja ára fresti á Íslandi og
Havaí til skiptis, en á bak við hann
standa á vegum NordForsk: Ha-
vaíháskóli, NASA Astrobiology
Institute og Háskóli
Íslands. „Skólahald-
ið hefur gríðarlega
jákvæð áhrif á vís-
indasamstarf Ís-
lands við erlenda
háskóla, bæði nú
og í framtíðinni, svo um er að ræða
mikla lyftistöng fyrir íslenskt
fræðastarf,“ segir Sævar Helgi.
Þrír íslenskir sérfræðingar
kenna við skólann, þeir Haraldur
Sigurðsson eldfjallafræðingur,
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur og Þorsteinn Þor-
steinsson jöklafræðingur. Auk
þess kenna erlendir vísindamenn
sem eru heimsþekktir innan þessa
geira.
Styrkir fræðasamfélagið
LYFTISTÖNG FYRIR ÍSLENSKAR VÍSINDARANNSÓKNIR
Magnús Tumi