Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 167. tölublað 100. árgangur
BARCELONA
KEYPTI
VERKEFNIÐ
VIÐSKIPTI SAUÐFJÁRSETUR,
MENNING OG
FERÐAÞJÓNUSTA
Viðskiptavild afskrifuð
í endurskipulagningu
KIRKJUBÓLSHJÓNIN 16ARNAR INGI 34
Berglind Ásgeirsdóttir
matgæðingur vikunnar
Bladur Arnarson
baldura@mbl.is
„Kína er að verða stærsta hagkerfi
heimsins. Ef við sjáum fyrir okkur
umskipunarhöfn á Íslandi hlýtur
stór hluti af vörum sem um hana fara
að fara til Kína og Japans. Það er því
mjög mikilvægt að þessi ríki séu
beinir og óbeinir þátttakendur í
slíkri vinnu,“ segir Halldór Jóhanns-
son, talsmaður Huang Nubo, sem
miðlar Kína gögnum um hafnir hér.
Halldór segir Kínverja sýna mik-
inn áhuga á Íslandi og siglingum
norður af landinu og staðfestir að í
ágúst verði haldið málþing í Háskóla
Íslands í tilefni af komu kínverska ís-
brjótsins Snædrekans til landsins.
Þátttaka Kínverja nauðsynleg
Kína sé að verða stærsta hagkerfi
heims og án aðkomu Kínverja sé
ólíklegt að hægt verði að byggja upp
nauðsynlega innviði, svo sem fyrir
umskipunarhöfn, á norðurslóðum.
Halldór bendir
jafnframt á að
gífurleg auðæfi
kunni að leynast á
norðurslóðum og
að þau geti,
ásamt umskipun-
arhöfn, kallað á
stórfellda upp-
byggingu á Aust-
urlandi. Þá setji
ESB nú aukið fé í
rannsóknir á svæðinu.
Trausti Valsson, prófessor í skipu-
lagsfræði við Háskóla Íslands, hvet-
ur Íslendinga til að gjalda varhug við
áformum Kínverja hér á landi.
„Kínverjar líta á Ísland sem sér-
staka vinaþjóð. Mörg vestræn ríki
eru orðin tortryggin þegar kínversk-
ar sendinefndir eru annars vegar en
hér á landi eru þær leiddar inn í
innsta hring,“ segir Trausti og bend-
ir á hugsanlegan olíuauð í norðri.
MHorfa til umskipunarhafnar »14
Skoða hafnir á Íslandi
Talsmaður Huang Nubo segir Kínastjórn áhugasama um umskipunarhöfn hér
Prófessor í skipulagsfræði varar við stórauknum umsvifum Kínverja á Íslandi
Halldór
Jóhannsson
Sigurður Líndal, prófessor em-
eritus, segist efast um að nokkur
einstaklingur myndi hafi lögvar-
inna hagsmuna að gæta í máli þar
sem krafist væri ógildingar á þjóð-
aratkvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs vegna annmarka á
ákvörðun um kjördag atkvæða-
greiðslunnar.
Spurður að því hver gæti mögu-
lega átt aðild að slíku ógilding-
armáli segir Sigurður: „Ég held að
Alþingi eitt geti þá gert eitthvað í
málinu. Það er að segja ákveðið að
hætta við þetta eða taka nýja
ákvörðun um kjördag á grundvelli
laganna.“ »12
Engir lögvarðir
hagsmunir
Á Íslandi hafa menn lært að taka veðurspánni með fyrirvara en svo mikið
er víst að rigningaskúrir að sumri vekja ólíkar tilfinningar hjá þeim sem
vill rækta tún sitt annars vegar og þeim sem vill sóla sig á því hins vegar.
Svo virðist sem sumarblíðan víki nú fyrir grárra veðri en von er á djúpri
lægð til landsins frá Kanada. Mun hún bætast í hóp amerískra Íslandsvina
um helgina, með tilheyrandi rigningu og vindi. »4
Skjótt skipast veður í lofti
Morgunblaðið/Ómar
Grænlenska makrílveiðiskipið Erika
fékk ekki að landa hér makríl sem
það veiddi í grænlensku efnahags-
lögsögunni. Útgerðin hafði reiknað
með að geta landað á Íslandi. Skipið
var búið að fá 550 tonn, að sögn
fréttavefjarins Sermitsiaq, þegar
bannið kom í fyrradag og átti að-
reyna að landa í Færeyjum.
Ane Hansen, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í grænlensku land-
stjórninni, hafði samband við íslensk
stjórnvöld vegna málsins. Stjórn-
arformaður útgerðar Eriku sagði Ís-
lendinga haga sér gagnvart Græn-
lendingum eins og þeir sökuðu ESB
um að koma fram við sig.
Eiríkur Björnsson Fiskistofu-
stjóri sagði ástæðuna fyrir því að
Erika fékk ekki að landa hér að
finna í íslenskum lögum. Í lögum um
veiðar og vinnslu erlendra skipa í
fiskveiðilandhelgi Íslands (22/1998)
segi að skip sem stunda veiðar úr
fiskistofnum sem ekki eru samn-
ingar um nýtingu á, eins og makríl-
stofninum, sé óheimilt að koma til
hafna á Íslandi. Eiríkur benti á að
lögin væru frá 1998 og því nokkuð
langsótt að tengja þetta makríldeil-
unni. gudni@mbl.is »2
Fékk ekki
að landa
hér makríl
Ljósmynd/Markús Karl Valsson
Erika Skipið var búið að fá 550 tonn
af makríl í grænlensku lögsögunni.
Eriku vísað frá
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið
Alvogen, sem Róbert Wessmann
stýrir, er á lokametrunum með áform
um að reisa verksmiðju hér á landi.
Vonir standa til að búið verði að
ganga frá fjármögnun á verkefninu
fyrir lok september, herma heimildir
Morgunblaðsins. Þá ætti að vera orð-
ið fullljóst hvort af þessu verður.
Gangi það eftir hefst bygging-
artímabil sem tekur 15-18 mánuði.
Fyrirtækið hefur þegar fengið nokk-
Alvogen, gaf út 220 milljóna króna
skuldabréf um miðjan maí til þess að
fara fjárfestingaleið Seðlabankans.
Sú leið veitir þeim sem eiga erlent
fjármagn og eru reiðubúnir til að
binda það til lengri tíma á Íslandi
hagstæðara kaupgengi á krónu. Miða
má við að það sé um 20% hagstæðara
kaupgengi. Heimildir Morgunblaðs-
ins herma að ráðist hafi verið í þessa
skuldabréfaútgáfu í tengslum við
uppbyggingu lyfjaverksmiðjunnar og
að útgáfan sé gróft á litið innan við
5% af því sem þarf til framkvæmdar-
innar. »Viðskipti
urt fé til landsins í
gegnum fjárfest-
ingaleið Seðla-
bankans vegna
uppbyggingar
verksmiðjunnar
en það er engu að
síður einungis lít-
ið brot af þeim
fjármunum sem
til þarf, herma
heimildir. Hér er
því teflt um háar fjárhæðir.
Aztiq Pharma, sem er eignarhalds-
félag undir stjórn Róberts og á í
Vilja reisa lyfjaverksmiðju
Róbert Wessmann sér tækifæri á að fjárfesta á Íslandi
Róbert
Wessmann
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
FINNUR.IS