Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 4

Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 4
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Sumarblíðan er senn á enda, a.m.k. tímabundið, ef marka má spár veð- urfræðinga. En þótt flestir kjósi hæg- viðri og sólskin munu bændur og lax- veiðimenn eflaust kætast yfir væntanlegu regni. Ástæða góðviðr- isins í sumar er stöðugur háþrýst- ingur sem hefur verið við landið und- anfarið. En skjótt skipast veður í lofti því afar djúp lægð mun nú taka við af ráðandi hæðarsvæði. Þessi djúpa lægð kemur frá Nýfundnalandi og Kanada og áhrifa hennar mun gæta um helgina. Kollsteypa á miðju sumri Gert er ráð fyrir einni mestu dýpt sem sést hefur við norðanvert Atl- antshaf á þessum árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir spár gera ráð fyrir 965 hPa suðvestur af landinu snemma á sunnudaginn. Til að setja hlutina í samhengi bendir hann á að lægsti mældi loftþrýstingur sem mælst hefur í júlí á Íslandi hafi verið 974 hPa en það hafi verið árið 1901. Einar gerist svo djarfur að tala um kollsteypu í veðrinu – og það á miðju sumri. Líkist haustlægðum Einar segir viðvarandi hæðarsvæði, sem legið hafi við vestanvert landið og Grænland, skýra hægviðri, stöð- ugleika og litla úrkomu liðinna vikna. Það skýri einnig þá vætusömu ónotat- íð sem gengið hafi yfir meginland Norður-Evrópu og Bretlandseyjar. En nú taki þessi djúpa lægð við. „Við verðum að hafa það í huga að djúpra lægða er síst að vænta í júlí og um mitt sumarið er lofþrýstingur hvað stöðugastur frá einum degi til ann- ars,“ segir Einar. Það breytist vana- lega í lok ágúst og byrjun september með komu haustlægðanna. „Þessi sem nú er í vændum líkist einna helst slíkri án þess þó að vera haustlægð í eðli sínu,“ segir Einar. Hann segir umrædda lægð eiga uppruna að rekja til samspils háloftakulda yfir Norð- austur-Kanada og hlýs lofts yfir Atl- antshafinu. Einar segir miðju lægð- arinnar þó ekki spáð beint yfir landinu heldur aðeins sunnar. „Góðar líkur eru á því að einhverjar stöðvar sunnanlands komi til með að mæla undir 980 hPa seint á sunnudag og fram á mánudag, jafnvel niður í 975 hPa.“ 20 mjólkurfernur á fermetra En hvað þýðir það að djúp lægð leggist yfir landið? Einar segir að lægðirnar muni ganga yfir með SA- strekkingi og jafnvel hvössum vindi en vindhraðinn sé þó óráðinn. Þetta muni hefjast seint á laugardaginn og standa fram á sunnudag. Þá muni rigna um allt land, minnst þó norð- austantil en úrkomumagnið gæti víða orðið 20-25 mm frá laugardagskvöldi fram á mánudagsmorgun. „20 mm eru svo sem engin ósköp þannig lagað séð í úrkomu, en fyrir tjaldbúa og aðra þá sem hyggja á útiveru jafngildir magn- ið eins og hellt væri hægt og rólega úr 20 mjólkurfernum á hvern fermetra lands,“ segir Einar. Þegar djúpar lægðir koma yfir landið fylgir oft vindasamt veður. Ein- ar segir að lægðin muni eflaust snúast í norðaustan og norðan vinda eftir helgina. Því gæti orðið nokkuð vinda- samt um tíma. „En vitanlega er enn of snemmt að fullyrða nokkuð um það enn,“ segir Einar. Hins vegar muni kólna og gera kalsa um norðanvert landið ef fari sem horfi. „Það telst til láns hins vegar að ekki er mikið um kalt loft norður undan, en sjórinn er vitanlega kaldur lengra í burtu og haf- ís til staðar sem mótar lofthitann djúpt í norðri og norðvestri,“ segir Einar. Hann á allt eins von á að það snjói í fjöll norðan- og austantil og einkum þá hærri fjöll og þá vænt- anlega á þriðjudag. Einar segir sumarið að mörgu leyti óvenjulegt, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um alla Norður-Evrópu og jafnvel víðar. En á sama tíma og Ís- lendingar hafa notið veðurblíðunnar hefur regn og kuldi plagað íbúa á meginlandi Norður-Evrópu og á Bretlandseyjum. En hvað tekur við, hvernig mun sumarveðrið þróast? Líklegt að góða veðrið láti aftur sjá sig eftir lægðina Einar segir tvennt líklegast í stöð- unni næstu vikur. Annars vegar að við Ísland byggist upp fleiri lægðir sem muni ganga yfir með norðan- átt og leiðindaveðri fram á haust. En hins vegar, sem er jafnvel líklegra, gæti sama staða og hefur verið ríkjandi í sumar tekið sig upp aftur með háþrýstingi. Það myndi þýða sól og hægviðri á Íslandi. Einar segir þó lítið hægt að fullyrða en það skýrist vonandi þeg- ar þessi óvenjulega lægð hafi gengið yfir í næstu viku. Gengur yfir með leiðindaveðri ( Gert er ráð fyrir einni dýpstu lægð sem sést hefur við norðanvert Atlantshaf á þessum árstíma nú um helgina ( Rigning um allt land og vindasamt veður ( Þó er líklegt að góða veðrið snúi aftur Morgunblaðið/Kristinn Breytingar Veðurspár gera ráð fyrir því að mjög djúp lægð, miðað við árstíma, gangi yfir landið um helgina. Í kjölfarið fylgir væntanlega rok og rigning. Óvenjugott sumar hingað til skýrist af hæðarsvæði við Grænland en það hefur haft þveröfug áhrif á meginlandi Norður-Evrópu og á Bretlandseyjum. Kort/Veðurstofa Íslands Veðurspá Á myndinni má sjá mikið úrkomusvæði sem fylgir lægðinni. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Viðvarandi hæðarsvæði við Græn- land hefur skýrt óvenjugott sumar á Íslandi og Grænlandi. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur, segir ástandið nokkuð óvenjulegt því venjulega gangi hæðirnar um norð- urhvelið á þessum árstíma. Nú sé hæðakerfið hins vegar nokkuð stað- bundið. Ónotatíð í Skandinavíu Ekki hafa allir verið jafn heppnir, ef svo má segja, því umrædd hæð hefur haft öfuga þýðingu fyrir meg- inland Norður-Evrópu og Bret- landseyjar miðað við Ísland. Þar hefur sumarið einkennst af vætu og ónotatíð. Einar segir að kalt loft hafi borist til suðurs fyrir austan land og yfir Bretlandseyjar og Norður- Evrópu. Því hafi fylgt grunnar lægð- ir og raki af Atlantshafinu. Því hafi verið óvenju úrkomusamt í Skandin- avíu og á Bretlandi. Nýlega bárust fréttir þess efnis að sumarhitinn væri farinn að vera til vandræða á Grænlandi þar sem hröð bráðnun jökla hefur haft óhemju- kröftugar leysingar í för með sér. Í Suðvestur-Grænlandi mældist t.d. um daginn 23,4°C og í höfuðstaðnum Nuuk náði hitinn 20,3°C í síðustu viku sem verður að teljast óvenju- legt. Samtímis bárust fréttir af roki og rigningu í Skandinavíu. Meira að segja kom haglél í Stokkhólmi. Svíar hafa þurft að berjast við flóð und- anfarnar vikur og sérstaklega var ástandið slæmt í Suður- og Mið- Svíþjóð þar sem talsverðar skemmd- ir urðu á húsum og samgöngu- mannvirkjum. Þá hafa borist fréttir af öfga- kenndu veðri í Póllandi þar sem sterkir hvirfilbylir gengu yfir síð- ustu helgi. Hitabylgja í Bandaríkjunum og gríðarleg flóð í Japan Einar segir að hæðakerfið við Grænland hafi bein áhrif á veðrið um allt norðurhvel jarðar. Hann bendir á að sumir vísindamenn hafi viljað tengja hæðarsvæðið við Grænland við hitabylgjuna sem gengið hefur yfir austurströnd og miðríki Banda- ríkjana og jafnvel megi tengja flóðin í Japan í síðustu viku til ástandsins hér við Ísland og Grænland. Þau tengsl þurfi þó að rannsaka betur. Áhrif um allt norðurhvel ( Viðvarandi hæðarsvæði orsakar óvenjulegt veðurfar www Þú finnur fleiri boostuppskriftir á Léttboost 1 lítið ½ ½ dass 6-8 .skyr.is Vanilluskyr.is banani sneið af melónu pera hreinn appel- sínusafi ísmolar SVO LJÚFT OG LÉTT Afar þurrt hefur verið á landinu undanfarnar vikur. Er svo kom- ið að víða hafa tún brunnið illa. Í frétt mbl.is í gær um þurrk- ana kemur m.a. fram að tjón bænda vegna þeirra sé umtals- vert en miklum fjárhæðum hafi til að mynda verið eytt í áburð sem litlu hafi skilað því sáralítið fáist af túnum. Þá megi einnig gera ráð fyrir að verð á heyi komi til með að rjúka upp í haust. Hugsanlegt er að rign- ingar í næstu viku geti bætt einhvern þann skaða sem túnin hafa orðið fyrir en það er þó með öllu óvíst. Tún hafa víða brunnið illa ÞURRKAR TIL VANDRÆÐA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.