Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 6

Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 6
BAKSVIÐ Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Nýlega lauk tíu daga sandsílaleið- angri Hafrannsóknastofnunar- innar á rannsóknaskipinu Dröfn RE 35. Markmið leiðangursins var m.a. að meta breytingar í stofn- stærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsílis. Sjö- unda sumarið í röð voru athug- uð fjögur svæði við landið, þ.e. Breiðafjörður, Faxaflói, Vest- mannaeyjar að Vík og Ingólfs- höfði. Í leiðangrinum fékkst talsvert af seiðum í Faxaflóa og fengust seiði um allt rannsóknarsvæðið þar. Þetta er mesta magn af seið- um sem fengist hefur í flóanum frá því að athuganir hófust árið 2006. „Þetta lítur þokkalega út í Faxaflóa en svo vitum við ekki hvernig þeim reiðir af,“ segir Val- ur Bogason, útibússtjóri hjá Haf- rannsóknastofnun. Lítil nýliðun í stofninn Lítið fékkst af eldra síli á öllum svæðum en þau sem fengust voru líklega flest af 2007 árganginum. Eins og í fyrra var þéttleiki eldra sandsílis lítill og einnig virtist útbreiðslan vera minni en áður innan hvers svæðis. Við fyrstu sýn virðist árgangurinn frá því í fyrra ekki ætla að skila nýlið- un inn í stofninn sem máli skiptir, en ekki er hægt að segja til um það fyrr en á næsta ári með því að meta þá fjölda eins árs sandsíla. Mun minna fékkst af seiðum á öðrum svæðum. „Ástandið er lítið búið að breytast. Þetta er það sem við höfðum áhyggjur af þegar við lögðum af stað,“ segir Valur. Þessar fyrstu niðurstöður eru háðar óvissu því þær eru eingöngu byggðar á lengdarmælingum á síli en ekki á aldurslesningum. Vöxtur á milli ára er breytilegur hjá síli og einnig er mikill breytileiki í lengd eftir aldri innan árs og milli svæða. Niðurstöður leiðangursins gefa þó til kynna að jákvæð teikn séu á lofti í Faxaflóa vegna magns sandsílaseiða þar og verður áhugavert að sjá hvernig þeim reiðir af fyrsta árið. Hins vegar er sandsílastofninn ennþá í mikilli lægð og þessar athuganir benda til að nokkra aldurshópa vanti í stofninn. Á næstu mánuðum munu svo fara fram aldursgreiningar á sýn- um ársins og frekari úrvinnsla. Áhrif á sjófugla Sjófuglum hefur fækkað tölu- vert víða um land og hafa þeir sem til þekkja helst talað um að fuglinn vanti æti. Er í því sam- bandi bent á að skortur sé á sand- síli í ár. „Sandsílastofninn er ennþá í lægð og á meðan það er getum við gert ráð fyrir að sjó- fuglastofninn eigi ekki eftir að rétta úr kútnum fyrr en það lagast. Hann á allavega ekki eftir að koma í bungum þó svo að full- orðni fuglinn geti hugsanlega lifað á einhverri annarri fæðu,“ segir Valur. Sandsílastofninn enn slakur  Nýlega lauk tíu daga sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar  Skortur á sandsíli hefur áhrif á sjófugla  Jákvæð teikn á lofti í Faxaflóa Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Úr leiðangri Eins og í fyrra var þéttleiki og útbreiðsla eldra sandsílis lítil. Leiðangurinn » Markmið leiðangurs var m.a. að meta breytingar í stofn- stærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsílis. » Í leiðangrinum fékkst tals- vert af seiðum í Faxaflóa og fengust seiði um allt rannsókn- arsvæðið þar. » Sjófuglum hefur fækkað töluvert víða um land og hafa þeir sem til þekkja helst talað um að fuglinn vanti æti. Valur Bogason 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Varðskipið Þór fer fljótlega til eft- irlits á miðunum og er gert ráð fyr- ir rekstri Þórs alveg út árið, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Týr kom til hafnar á mánudaginn var eftir að hafa sinnt eftirliti á miðunum við landið sunn- an- og austanvert. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í færeysk og ís- lensk fiskiskip. Einnig var lagt út öldumælisdufl undan Kögri og unn- ið við nokkur ljósdufl. Varðskipið Ægir er í slipp í Reykjavík þar sem sinnt er reglu- bundnu eftirliti og viðhaldi. Stefnt er að því að Ægir fari í Miðjarðar- hafið síðar í mánuðinum og taki þátt í gæslu landamæra Schengen- svæðisins fyrir Frontex, landa- mærastofnun ESB. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Varðskip Þór fer senn til eftirlits á miðunum og Ægir fer til eftirlits í Miðjarðarhafinu. Varðskipið Þór gert út til áramóta Tólf ára stúlka, sem slasaðist alvar- lega þegar hún varð undir drátt- arvél með sláttuvél í eftirdragi í Skagafirði 5. júlí síðastliðinn, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans. Hún liggur nú á al- mennri deild og er líðan hennar eft- ir atvikum. Slysið varð á sveitabæ skammt frá Sauðárkróki. Beiðni barst Landhelgisgæslu Íslands um miðj- an dag, frá fjarskiptamiðstöð lög- reglu, um þyrluáhöfn í viðbragðs- stöðu vegna alvarlegs slyss. Beiðnin var staðfest skömmu síð- ar og stúlkan sótt. Gekkst hún und- ir aðgerð á Landspítala undir kvöld en hún hafði hlotið áverka á hand- leggjum og fótum. Stúlkan útskrifuð af gjörgæsludeild Ákvörðun um hvort lundi yrði veiddur í Vestmannaeyjum í sumar var tekin á fundi umhverf- is- og skipulagsráðs Vest- mannaeyja í gær. Bjargveiðifélag Vestmannaeyja hafði fyrir fund- inn lagt fram tillögu um tak- markaðar lundaveiðar í vís- indaskyni. „Á fundinum var tekin sú ákvörðun að leyfa ekki lunda- veiðar í sumar. Það er fyrst og fremst vegna þess að lunda- stofninn er í válegri stöðu,“ seg- ir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði furðar sig á því að haldið sé áfram þeirri vegferð að forræðið á slík- um ákvörðunum sé tekið úr nán- asta umhverf- inu. „Við berum fulla ábyrgð á þessu, þekkjum til aðstæðna og umgöngumst náttúruna af þeirri virðingu sem hún á skilið,“ segir Elliði, en hann segir alla Vestmannaeyinga mjög svekkta með veiðibannið. Lundaveiðar áfram bannaðar LUNDAVEIÐAR Í VESTMANNAEYJUM Lundinn treystir mikið á sandsílið. Töluverð hreyfing virðist vera á prestsembættum um þessar mundir. Biskup Íslands hefur að undanförnu auglýst nokkur emb- ætti laus til umsóknar. „Það hefur ekki verið svo mikil hreyfing undanfarið en einmitt um þessar mundir eru allnokkur emb- ætti að losna. Það eru að minnsta kosti fjórir sem hafa sagt störfum sínum lausum og ástæður eru margvíslegar, m.a. eru tveir á leið til útlanda og einn hættir vegna aldurs,“ segir Anna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Biskupsstofu. Mörg embætti auglýst Nokkur prestsembætti hafa ver- ið auglýst laus til umsóknar hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hjalla- prestakalli er embætti prests aug- lýst en þar er Sigfús Kristjánsson prestur að láta af störfum. Emb- ætti sóknarprests eru auglýst í Langholtsprestakalli og Seltjarn- arnesprestakalli en þar láta af störfum þeir Jón Helgi Þór- arinsson og Sigurður Grétar Helgason. Fyrr í sumar var auglýst eftir sóknarprestum í Dalaprestakalli og í Tjarnarprestakalli. Í Dala- prestakalli lætur Óskar Ingi Inga- son af störfum. Þar sækja fjórir um, þau Anna Eiríksdóttir, Jó- hanna Magnúsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson og Torfi K. Stef- ánsson Hjaltalín. Þrír sóttu um í Tjarnarprestakalli, þau Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Kjartan Jónsson og Sveinbjörn Dagnýj- arson. Í embættið veitist þann 1. ágúst þegar Bára Friðriksdóttir lætur af störfum. Þá hefur Ásta Ingibjörg Pétursdóttir verið skip- uð sóknarprestur í Bolungarvík- urprestakalli þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörinn biskup, þjónaði áður. „Margir hafa sótt um þau emb- ætti sem hafa verið auglýst. Mis- margir eftir því hvar prestaköllin eru, þau á höfuðborgarsvæðinu virðast vera eftirsóttari. Oft fer ákveðin hringrás af stað þegar embætti losnar því stundum skipta þjónandi prestar um prestakall. Hinsvegar koma líka nýir prestar til starfa,“ segir Anna. heimirs@mbl.is Hreyfing á prestum Morgunblaðið/Eggert Áhugi Allnokkur prestsembætti hafa verið auglýst. Töluverður áhugi virð- ist vera á embættunum, sérstaklega á prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.  Nokkur emb- ætti laus til um- sóknar  Ýmsar ástæður Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landhelgisgæslan (LHG) hefur lýst áhuga á að taka að sér allt sjúkraflug hér á landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hugmyndin hefur verið rædd innan stjórnkerfisins en engin ákvörðun liggur fyrir. Flugfélagið Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi allt frá árinu 2006 sam- kvæmt samningi. Núgildandi samn- ingur við Mýflug rennur út í árslok. Þyrlur LHG hafa sinnt sjúkraflugi við aðstæður sem krefjast þyrlu, t.d. vegna slysa, og eins til Vestmanna- eyja þegar ekki hefur verið fært þangað fyrir aðrar flugvélar. Rökin fyrir því að LGH annist allt sjúkraflug munu vera hagræðingin sem fylgir því að hafa allt sjúkraflug á einni hendi og eins betri nýting á mannskap, tækjum og aðstöðu LHG. Auk þess myndi þetta styrkja fjár- hagslegan grundvöll stofnunarinnar. Vinnuhópur um fyrirkomulag sjúkraflutninga mun hafa gert til- lögu um að LHG annist allt sjúkra- flug hér á landi. Taki LHG við öllu sjúkraflugi er stefnt að því að flytja höfuðstöðvar flugdeildar LHG til Akureyrar. LHG mun þá bæta sjúkraflugvél sömu gerðar og Mý- flug notar í flugflota sinn og hefur verið rætt um að leigja flugvél í þeim tilgangi. Eins verði eftirlitsflugvélin TF-SIF staðsett á Akureyri og einn- ig þyrla með vakt allan sólarhring- inn. Verði af þessu er ljóst að margir starfsmenn LHG þurfa að flytja til Akureyrar. Þá hefur einnig verið rætt um hvort sjúkraflugið eigi fremur að heyra undir innanríkisráðuneyti en velferðarráðuneyti. Allt sjúkraflug á einni hendi  Landhelgisgæslan hefur áhuga á að taka við öllu sjúkraflugi hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Miðstöð sjúkraflugs yrði á Akureyri ef LHG tæki við því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.