Morgunblaðið - 19.07.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 19.07.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 LEIÐRÉTT Leiðsögn í Listasafni í dag Í dag, fimmtudaginn 19. júlí kl. 13, verður í Listasafni Íslands leiðsögn á frönsku í fylgd Huldu Hlínar Magnúsdóttur, listfræðings og myndlistarmanns, um sýningarnar: Ölvuð af Íslandi, Dáleidd af Íslandi og Hættumörk. Röng dagsetning birtist í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. Sumaropnun: Virka daga frá kl. 9.00-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan í fullum gangi Nýtt kortatímabil Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval úr eðalstáli skreyttur íslenskum steinum Íslensk hönnun og handverk Kökuhnífur 11.800.- Borðbúnaður Salattöng 17.800.- Demantshringur með 10 punkta demanti 131.900.- Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli 133.400.- parið Ostahnífur 5.900.- Smjörhnífur 5.900.- Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með 25 ár á Íslandi ÚTSALAN Í FULLUM GANGI NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR – ALLT AÐ 60% Laugavegi 63 • S: 551 4422 Erum flutt í bláu húsin v/Faxafen Bikini Tankini Sundbolir Sími 553 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Bláu húsin v/Faxafen - Suðurlandsbraut 50 Nýtt kortatímabil á nýjum stað! Guðni Einarsson gudni@mbl.is Afkoma ríkissjóðs varð 43 milljörðum króna verri árið 2011 en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjujöfnuðurinn varð neikvæður um 89 milljarða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 46 milljarða. Tekjuhallinn er um 18% af heildar- tekjum ársins og 5,5% af landsfram- leiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Tekjur ríkissjóðs urðu sex milljörð- um króna meiri en gert var ráð fyrir og gjöldin fóru 49 milljarða fram úr áætlun. Þótt niðurstaðan sé lakari en ráðgert var þá er hún betri en árið 2010 þegar tekjujöfnuðurinn var nei- kvæður um 123 milljarða króna. Ráðuneytið segir frávik frá áætl- unum skýrast mest af óreglulegum liðum og eins skiptis kostnaði sem ekki var gert ráð fyrir og tengist að hluta uppgjöri við hrunið árið 2008. „Mest munar um gjaldfærslur vegna SpKef sparisjóðs upp á 20 milljarða króna. Þá námu niður- færslur eignarhluta hjá Byggðastofn- un um 7 milljörðum króna og Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins um 5 milljörðum króna en þær skýrast af afskriftum vegna tapreksturs þeirra undanfarin ár. Þá er gjaldfærsla líf- eyrisskuldbindinga tæpum 5 milljörð- um króna umfram áætlun og afskrift- ir skattkrafna um 5 milljarða króna,“ segir í tilkynningunni. Auknar tekjur, minni gjöld Tekjur ríkissjóðs í fyrra urðu alls 486,5 milljarðar króna eða 29,8% af landsframleiðslu. Tekjurnar árið 2010 voru 478,7 milljarðar og 31,2% af landsframleiðslu. Tekjurnar jukust milli ára um 7,8 milljarða sem var 1,6% hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Skattar á tekjur og eignir einstak- linga jukust um 3,6 milljarða en fjár- magnstekjuskattar lækkuðu um 12,4 milljarða. Gjöld ríkissjóðs árið 2011 voru 575,9 milljarðar eða 35,3% af lands- framleiðslu. Gjöldin voru 32,2 millj- örðum meiri en fjárheimildir leyfðu. Stærstu útgjaldaliðirnir, almanna- tryggingar, velferðarmál og heil- brigðismál, voru um 44,9% af heild- argjöldum ársins 2011. Árið 2010 voru gjöldin 602 milljarð- ar eða 39,2% af landsframleiðslu. Lækkun gjalda milli ára nam 26 millj- örðum eða um 8% að raungildi. Afkoma ríkis- sjóðs 89 millj- arðar í mínus  Útgjöld vegna SpKef, Byggðastofn- unar og fleira juku á halla ríkissjóðs Morgunblaðið/Þorkell Ríkiskassinn Tekjurnar voru meiri í fyrra en 2010 og gjöldin minni. Ríkisfjármálin » Fjármálaráðuneytið segir að árangur sem stefnt var að í að- haldi ríkisfjármála hafi náðst. » Ráðuneytið segir að efna- hagsumhverfið 2011 hafi sýnt jákvæð merki um bata með vexti í landsframleiðslu. » Framundan er áframhald- andi glíma við að vinna að fullu bug á hallarekstrinum eins og efnahagsáætlun gerir ráð fyrir, að sögn ráðuneytisins. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.