Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 10

Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Upphafið að þessu öllu márekja til þess að bróðirminn sem er fimmtán ár-um yngri en ég sat alltaf límdur við leikjatölvu þegar við fjöl- skyldan ferðuðumst í bíl. Fyrir vikið sá hann aldrei neitt af því sem fyrir augu bar í keyrslunni á ferðalögum okkar um Ísland. Hann vissi aldrei hvað fjöllin hétu sem mamma benti á, jafnvel þó að við værum að fara framhjá þeim í tíunda sinn,“ segir Guðrún Gyða Franklín, arkitekt og hugmyndasmiður, sem hannaði og framleiddi bílabingó, en það er ætlað fyrir alla fjölskylduna á ferðum ak- andi um Ísland. „Árið 2008 fór ég í hringferð um landið með tvö börn, stjúpson minn og systur hans, og ég velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að vekja athygli krakkanna á því sem fyrir augu bæri. Mér datt í hug að búa til bingó- spjald með myndum af því sem mögulega yrði á vegi okkar, hestum, kindum, heyböggum, kirkjum, ferðamönnum, vörðum, vegaskiltum og mörgu fleiru. Þegar eitthvað af þessum fyrirbærum birtist er lokað fyrir viðeigandi glugga. Sá sigrar sem fyrstur nær að loka öllum gluggum. Ég prentaði þetta út og setti plast utanum og það sló í gegn hjá krökkunum. Tíminn flaug í bíln- um og þau tóku eftir ýmsu sem þau annars hefðu ekki tekið eftir.“ Gerði sjálf í höndunum Vinnufélögum Guðrúnar Gyðu fannst þetta svo sniðugt að hún prentaði nokkur spjöld fyrir þá. „Þetta vakti svo mikla lukku að ég sá Sérðu heybagga, kind eða ferðamann? Börnum þarf ekki að leiðast þegar þau sitja lengi í bíl á ferðalögum um landið. Þau geta skemmt sér við að fara í Bílabingó og tekið í leiðinni eftir öllu því skemmtilega sem fyrir augu ber, hvort sem það eru hestar, vörður eða fjöll. Guð- rún Gyða bjó til bílabingó með myndum úr sveitaumhverfinu og bílategundum. Morgunblaðið/Ómar Hugmyndasmiður Guðrún Gyða segir hausinn fara af stað í fæðingarorlofi. Gaman Tíminn er fljótur að líða hjá þeim Loga og Andreu með bílabingóið. Nú þegar Íslendingar flakka hvað mest um landið sitt, er vert að minna á hin ýmsu söfn sem þar er að finna. Eitt af þeim sem gaman er að heim- sækja er Fiskasafnið Sæheimar í Vestmannaeyjum. Þar eru til sýnis lif- andi fiskar og aðrar sjávarlífverur. Einnig finnast þar uppsettir flestir ís- lenskir fuglar og fjöldi annarra nátt- úrugripa. Gaman getur verið að hita upp með því að fara inn á heimasíðu safnsins, www.saeheimar.is, en hún er einstaklega myndrík, skemmtileg og fróðleg. T.d. kemur þar fram í fróð- leiksmolum að lundinn sé algeng- astur fugla á Íslandi og að talið sé að í Vestmannaeyjum séu um 4 milljónir lunda. Lundi er einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn og heimabyggð ævilangt, þau endurnýja hjúskap sinn hvert vor þegar þau hittast við hreiðurholuna sem þau grafa með nefi og löppum. Vefsíðan www.saeheimar.is Morgunblaðið/Eggert Lundi Fagur fugl og litríkur og mikið af honum í Vestmannaeyjum. Spennandi Sæheimar í Eyjum Enginn ætti að láta framhjá sér fara Errósýninguna sem nú er í Hafnar- húsinu, Listasafni Reykjavíkur, en frítt verður inn á safnið í dag milli klukkan 10 og 20 í tilefni þess að Erró fagnar 80 ára afmæli. Sýningin ber yfirskriftina Teikning og er yfir- gripsmikil, spannar allan feril Errós, en hann hefur verið afkastamikill um ævina í listsköpun sinni. Teikningin er sú grein Errós sem hann er hvað minnst þekktur fyrir, en á sýningunni eru sýnd um 200 slík verk. Verkin vann Erró frá árinu 1944 til dagsins í dag og beitti fjölbreyttri tækni og aðferðum við gerð þeirra. Endilega… …kíkið á Erró- sýninguna Morgunblaðið/Kristinn Erró Listamaður og lífskúnstner. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 19. - 21. júlí verð nú verð áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði ...................................... 1.798 2.298 1.798 kr. kg Nautainnralæri úr kjötborði .................................. 2.798 3.398 2.798 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ....................................... 1.598 2.198 1.598 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði ...................................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Nautahamborgarar 2x115gr m/brauð .................. 420 504 420 kr. pk. Egils appelsín 2l ................................................. 198 298 198 kr. stk. Pepsi/pepsi max/appelsín 500ml dósir................ 98 139 98 kr. stk. Hagkaup Gildir 19. - 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð SS rifsberjalambalæri ......................................... 1.874 2.498 1.874 kr. kg Gott kjúklingasteik .............................................. 2.319 2.899 2.319 kr. kg Fabrikku BBQ svínarif .......................................... 1.356 1.695 1.356 kr. kg Hagkaup lambalærissneiðar úr miðlæri................. 2.398 2.998 2.398 kr. kg Holta Texas kjúklingaleggir ................................... 699 998 699 kr. kg Holta Bratwurst kjúklingapylsur 280 g................... 318 398 318 kr. pk. Rex súkkulaði 40 g.............................................. 59 129 59 kr. stk. Nýbakað Verona brauð 420 g .............................. 299 409 299 kr. stk. Nýbakaðar Berlínarbollur ..................................... 99 239 99 kr. stk. Myllu heimilisbrauð 770 g ................................... 299 344 299 kr. stk. Kjarval Gildir 19. - 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð SS Ítalskar lambalærissneiðar ............................. 2558 3198 2558 kr. kg SS Mexico grísakótelettur .................................... 1838 2298 1838 kr. kg Holta kjúklingabringur ......................................... 2289 2898 2289 kr. kg AB-mjólk............................................................ 207 259 207 kr. ltr Quickbury marmarakaka ..................................... 269 299 269 kr. stk. Maryland kex, 172 gr, 4 tegundir.......................... 149 169 149 kr. pk. Homeblest 300 g................................................ 229 249 229 kr. pk. Krónan Gildir 19. - 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri kryddað ............................................. 1.398 1.498 1.398 kr. kg Grísahnakki á spjóti hvít&rósm./NewY .................. 1.189 1.698 1.189 kr. kg Lambalærisneiðar kryddaðar ............................... 1.498 1.889 1.498 kr. kg Gríshnakki úrbeinaður erlendur ............................ 1.119 1.598 1.119 kr. kg Ungnauta innralæri erlent .................................... 2.279 3.798 2.279 kr. kg Sætar kartöflur ................................................... 242 269 242 kr. kg Vatnsmelónur rauðar........................................... 104 148 104 kr. kg Helgartilboðin Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Vinsælu heilsugrillin væntanleg í september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.