Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 11
Bingó Emma leiðbeinir Andreu frænku sinni með hvernig skuli spila en Bjarki bíður spenntur eftir að fara af stað.
strax að ég varð að gera eitthvað
meira með þetta. En það var ekki
fyrr en ég fór í fæðingarorlof tveim-
ur árum síðar, eða árið 2010, sem ég
hafði tíma til að sinna þessu. Þá lét
ég prenta fimm þúsund spjöld hjá
Svansprenti en ekkert fyrirtæki hér
á landi treysti sér til að setja þetta
saman, enda mikil handavinna að
setja loku fyrir hvern glugga á
hverju spjaldi. Ég ákvað því að gera
þetta sjálf í höndunum og fékk sjálf-
boðaliða til að aðstoða mig. Þetta
voru krakkar frá íþróttafélögum
sem voru í fjáröflun og þegar mest
gekk á var skólastofan
sem ég fékk aðstöðu í,
eins og lítil verksmiðja.“
Bætti við bíla-
tegundum
Þegar Guðrún Gyða
fór aftur í fæðingarorlof
í fyrra, gat hún unnið að
þróun spilsins og nú
hefur hún búið til nýtt
og betra Bílabingó.
„Ég endurbætti hönn-
unina og Helga Valdís
Árnadóttir grafískur
hönnuður teiknaði
myndirnar. Ég fór
ekki aftur út í handa-
vinnuna, heldur
sendi ég þetta til útlanda í fram-
leiðslu,“ segir Guðrún Gyða sem
hannaði ekki aðeins bílabingó með
myndum úr sveitaumhverfinu held-
ur einnig með myndum af bílateg-
undum.
Systurnar saman í bingói
„Þegar ég var lítil átti ég bíla-
tegundabingó frá Þýskalandi og við
systir mín vorum alltaf í því og höfð-
um gaman af. Það er löngu týnt og
ég hef lengi leitað að sambærilegu í
útlöndum en ekki fundið. Svo ég bjó
það bara til sjálf. Bílategundirnar á
spjöldunum mínum
eru einvörðungu þær
sem eru seldar á Ís-
landi og ég spilaði
þetta við stjúpson
minn um daginn á
leið okkar yfir
Hellisheiðina. Þar
var mikil umferð og
við skemmtum okk-
ur vel. Við hróp-
uðum þær bílateg-
undir sem við sáum,
en settum okkur þá
sérreglu að ekki
mætti hrópa Toyota,
af því þær voru svo
margar. Ef annað
okkar hrópaði
Toyota þá gaf það mínus stig og við-
komandi þurfti að opna einn
glugga.“
Hver er fyrstur að sjá og
fyrstur að hrópa?
Bílabingóin bjóða einmitt upp á
að fólk setji sínar eigin reglur. „Fim-
leikastelpurnar og Evrópumeistar-
arnir í Gerplu sem lögðu mér lið með
að líma saman spjöldin árið 2010
tóku bílabingó með sér á ferð sinni
um landið þegar þær voru að sýna
fimleika. Þær höfðu reglurnar þann-
ig að sú sem sá og hrópaði fyrst til
dæmis „hestur“ þegar sást hestur,
hún ein mátti loka fyrir sinn hesta-
glugga. Þannig gerðu þær þetta líka
að keppni í að vera fyrstur til að sjá
og fyrstur til að hrópa.“
Guðrún Gyða segist hafa fengið
mjög góð viðbrögð hjá þeim sem hafi
prófað að spila bílabingóið, bæði hjá
foreldrum og börnum. Hún passaði
upp á að hanna fjórar gerðir af
spjöldum með sveitamyndum og
fjórar gerðir af spjöldum með bíla-
tegundum, svo engir tveir í bílnum
væru með samskonar spjald.
Bílabingó fæst hjá N1, Póstinum
og Hótel Eddu um land allt, ásamt
fleiri sölustöðum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Margt er hægt að gera í höfuðborg-
inni yfir sumartímann og um að gera
að prófa eitthvað af því fyrir þá sem
eru staddir þar. Rétt eins og undan-
farin ár hefur í sumar verið boðið upp
á frábærar og fjölbreyttar fimmtu-
dagskvöldgöngur á vegum Borgar-
bókasafns, Listasafns, Ljós-
myndasafns og Minjasafns Reykja-
víkur. Í kvöld ber gangan yfirskriftina
„Sjálfstætt fólk“, en þá mun Lista-
safn Reykjavíkur í samvinnu við
Nýlistasafnið leiða göngu um sögu
listamannarekinna rýma í Reykjavík.
Lagt verður upp frá Grófarhúsi kl. 20,
kostar ekkert og allir velkomnir.
Fimmtudagskvöldganga
Sagt frá sjálfstæðu fólki
Garðar Sl. fimmtudag var gangan „Fyrir ofan garð og neðan“, en þá var gengið
um gróna reiti miðbæjarins og dregnar fram bókmenntir sem þeim tengjast.
Jamie Oliver BBQ krydd, 65gr............................... 449 498 449 kr. stk.
Grísagúllas ......................................................... 898 1.449 898 kr. kg
Grísasnitzel ........................................................ 898 1.449 898 kr. kg
Nóatún
Gildir 19. - 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Grísakótelettur krydd eða marinering .................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Lamba Rib eye kryddað að þínu vali...................... 3.998 4.598 3.998 kr. kg
Lambalæri heiðmerkurkryddað............................. 1.438 1.598 1.438 kr. kg
Ungnautasnitzel.................................................. 1.998 2.897 1.998 kr. kg
Ostakaka blá-, hindberja eða karamellu................ 1.078 1.198 1.078 kr. stk.
Ungnauta hamborgari 200 g................................ 298 359 298 kr. stk.
Lambborgari 120 g ............................................. 149 169 149 kr. stk.
McCain sætar kartöflur sléttar 454 g .................... 566 629 566 kr. pk.
Þín Verslun
Gildir 19. - 22. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Ísugl heill kjúklingur ferskur.................................. 839 1.049 839 kr. kg
MS sýrður rjómi 18% 180 g ................................. 199 228 1.106 kr. ltr
Dalafeta í kryddolíu 325 g ................................... 469 525 1.444 kr. kg
Toppur kolsýrður 2 ltr........................................... 239 289 1.120 kr. ltr
Trópí Tríó 1 ltr...................................................... 329 419 329 kr. ltr
Doritos Cool American 165g................................ 265 299 1.606 kr. kg
Fil.Berio tómat/ricotta Pestó 190 g ...................... 398 549 2.095 kr. kg
Maryland kex 172g ............................................. 155 179 901 kr. kg
Nescafé Red Cup kaffi ......................................... 569 749 5.690 kr. kg
Toblerone original 100 g...................................... 239 319 2.390 kr. kg
Morgunblaðið/Þorkell
Ekki er einvörðungu gengið á
fimmtudagskvöldum í borginni við
sundin, heldur einnig fyrir norðan. Í
kvöld verður afmælisganga um
minjasvæðið á Gásum, en Gásir voru
helsti verslunarstaður á Norðurlandi
á miðöldum og hvergi á Íslandi eru
varðveittar jafnmiklar mannvistar-
leifar frá verslunarstað. Herdís S.
Gunnlaugsdóttir leiðsögumaður leið-
ir göngugesti í gegnum sögu kaup-
staðarins og svarar spurningum eins
og „Hvað áttu Þórður kakali og Guð-
mundur dýri sameiginlegt?“ og
„Hverjir áttu viðskipti á Gásum og
hvaðan komu þeir?“ Gangan hefst kl
20 á bílastæðinu, tekur um klukku-
stund og er ókeypis.
Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði,
11 km norðan við Akureyri.
Afmælisganga um minjasvæðið á Gásum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gásir Mikið um fornleifauppgröft.
Þórður kakali og fleira fólk
Þú átt betri samskipti
Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt
vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound
heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í
hvaða hljóðumhverfi sem er.
Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi