Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Kínverjarnir eru fyrst og fremst að velta fyrir sér þeim möguleikum sem kunna að liggja í siglingum á norðurslóðum í framtíðinni. Þeir eru ekki einir um það. Bandaríkja- menn gera það líka. Nú stendur yf- ir verkefni hjá Norðurskautsráðinu sem fjallar um innviði á norður- slóðum. Auðvitað er það svo að ef Kínverjarnir taka ekki þátt í slíkum verkefnum er ólíklegt að þau verði að veruleika,“ segir Halldór Jó- hannsson, arkitekt og skipulags- fræðingur, um áhuga Kínverja á Ís- landi m.t.t. siglinga. „Kína er að verða stærsta hag- kerfi heimsins. Ef við sjáum fyrir okkur umskipunarhöfn á Íslandi hlýtur stór hluti af vörum sem um hana fara að fara til Kína og Jap- ans. Það er því mjög mikilvægt að þessi ríki séu beinir og óbeinir þátt- takendur í slíkri vinnu. Fyrsta mál á dagskrá er að tryggja að slík höfn yrði á Íslandi. Til þess þurfum við að markaðs- setja Ísland sem góðan stað fyrir umskipunarhöfn. Næsta mál á dag- skrá er að finna góðan stað. Ýmsar rannsóknir og ýmis greiningarvinna þarf að eiga sér stað áður en hægt verður að ákveða staðsetninguna endanlega. Finnafjörður er auðvit- að áhugaverður staður fyrir höfn og Akureyringar og Reyðfirðingar hafa sýnt málinu áhuga. Sjálfur tel ég að Finnafjörður sé mjög áhuga- verður staður. Þar er mikið land- rými.“ Straumur til Íslands Halldór segir áhugann á þessum málum aukast ár frá ári. „Ég veit að áhuginn er mikill. Ekki aðeins af hálfu Kínverja. Það hefur verið óvenjumikið um að vera á síðustu mánuðum og hingað hafa komið sendinefndir frá Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar. Svo er ein væntanleg frá Alaska í haust. Það eru allir á tánum út af þess- um málum enda margir sem átta sig á að það er mikið framundan í þessum heimshluta. Norður- skautsráðið stefnir að sameiginlegri leit og björgun og vinnur að um- gjörð utan um hvernig tekið er á mengunarslysum. Er þá ekki síst horft til þess að talið er að finna megi gífurlegar auðlindir á þessu svæði. Þá er vilji til aukins samstarfs í vísindarannsóknum. Frakkar skrif- uðu nýverið undir samning við Há- skólann á Akureyri og í tilefni af því mun franskur ísbrjótur sinna rannsóknum norður af Íslandi á næstu mánuðum. Einnig má nefna að kínverski ís- brjóturinn Snædrekinn er á leiðinni til Íslands og verður á norður- slóðum í ágúst. Það sem er kannski fyrst og fremst horft til eru mögu- leikar til að vinna auðlindir á réttan hátt m.t.t. íbúa og umhverfis. Fjöldi þungavigtarráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk í fyrra sýnir að vægi norðurslóða í alþjóða- málum fer vaxandi,“ segir Halldór en fundinn sótti t.d. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands. Möguleikarnir gífurlegir Spurður hvernig hann sjái fyrir sér Austurland og þjónustu lands- hlutans við fyrirhuguð umsvif eftir 20-30 ár vísar Halldór til Noregs. „Í aðalskipulagi Langanesbyggð- ar er gert ráð fyrir því á gildistíma skipulagsins, sem er 20 ár, að byggð þar aukist í 5.000 manns. Það er mjög varlega áætlað ef horft er til þess sem hefur gerst í Noregi. Norðmenn hófu olíuvinnslu fyrir al- vöru upp úr 1980. Fyrir ekki löngu heyrði ég því haldið fram á ráð- stefnu í Noregi að olíuiðnaðurinn þar skapi 220.000 bein störf. Þannig að möguleikarnir eru gífurlegir. Margir jarðfræðingar halda því fram að Drekasvæðið og svæðið austur af Grænlandi sé sama svæð- ið og hefur gert Norðmenn ríka. Baujur sýna að ölduhæð á þessum svæðum er minni en talið var. Allt bendir þetta til að þessi sviðsmynd gæti ræst.“ Halldór heldur áfram og segir að á vegum ESB sé nú verið að rann- saka svokallaða miðleið utan við rússnesku efnahagslögsöguna, leið sem liggur í boga við norðurpólinn og í útjaðri íssins sem er að þiðna. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé aðra en Íslendinga teikna upp mið- leiðina. Þar kemur fram að ESB telji hana heppilegasta frá umhverfissjónarmiði. Með nútíma- siglingatækni geta skip sem sigla í báðar áttir farið þessa leið. Áhersla á samvinnu í rann- sóknum á svæðinu var eitt af því sem kom fram í viljayfirlýsingu sem var undirrituð af íslenskum og kínverskum stjórnvöldum þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom ásamt fylgdarliði til Íslands í apríl. Þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn kemur í ágúst verður haldið málþing í Háskóla Íslands. Svo verður haldið framhaldsþing um möguleika í íssiglingum, væntanlega á Akureyri. Það er stórmál fyrir okkur Íslendinga að við séum til umræðu í þessu efni. Ég hef sótt fjölda ráðstefna um þessi mál á síðustu árum og nafn Íslands er sjaldnast nefnt. Við þurf- um að halda betur á möguleikum okkar í þessu efni,“ segir Halldór. Gjaldi varhug við áformunum Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að Kínverjar séu sú þjóð sem flytji langmest með sjóflutn- ingum milli heimsálfanna og því hljóti það að valda þeim áhyggjum að eiga ekki áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu. „Ef það kæmi upp spenna í heimshlutanum væri það engin óskastaða fyrir Kínverjana að sjá Bandaríkjamenn annars vegar og Rússa hins vegar við Beringssund. Allir vita að ef eitthvað bregður út af í heimsmálunum eru ríkin fljót að nýta sér möguleika til að beita hin þrýstingi. Þetta er þekkt úr sögunni og nægir að nefna Súez- skurðinn og Gíbraltarsundið í því efni. Líka á friðartímum. Möguleg ógn skiptir máli. Það nægir að horfa til vöruflutninga í þessu efni. Svo er talið að á norðurslóðum sé að finna tæpan fjórðung af gas- og olíuforðabúri heimsins. Kínverjar eru eins og aðrar stórþjóðir mjög háðir olíunni. Við sjáum hvað Bandaríkjamenn eru tilbúnir að leggja á sig til að tryggja flæði olíu úr Persaflóa í gegnum Hormús- sund.“ Hlýtur að hafa áhrif Trausti heldur áfram. „Þetta hlýtur að fléttast inn í áhuga Kínverja á Íslandi og Norð- ur-Íshafinu. Ef uppbyggingin held- ur áfram og innviðir Kínverja hér á landi styrkjast geta þeir sagt þegar upp kemur spenna í heimshlutanum að þeir þurfi að verja þá innviði. Þeir eru á fyrstu stigum í uppbygg- ingunni. Kínverska ríkið á orðið járnblendið í gegnum 80% eignar- hlut í móðurfélagi Elkem og undir- býr kísilmálmvinnslu á Grundar- tanga. Nú hyggja þeir á uppbyggingu flugvallar og 800 manna hótelþorps á Grímsstöðum, þorps á stærð við Bolungarvík. Hver veit hvað þeir ætla sér í næsta áfanga? Hafnaraðstaða hlýt- ur að vera þar ofarlega á blaði. Kínverjar líta á Ísland sem sér- staka vinaþjóð. Mörg vestræn ríki eru orðin tortryggin þegar kín- verskar sendinefndir eru annars vegar en hér á landi eru þær leidd- ar inn í innsta hring,“ segir Trausti. Horfa til umskipunarhafnar  Kínverjar áhugasamir um vísindarannsóknir norður af Íslandi  Efna til málþings í HÍ í ágúst  Talsmaður Huang Nubo sér fyrir sér nýja byggðakjarna vegna hafnarmannvirkja á Austurlandi Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Forsætisráðherrar Wen Jiabao afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur líkan af ísbrjótinum Snædrekanum í heimsókn- inni til Íslands í apríl. Áhugi Kínverja á norðurslóðum er að aukast og kemur opnun siglingaleiða þar við sögu. Finnafjörður Loftmyndir ehf. Þórshöfn Bakkafjörður Vopnafjörður Finnafjörður Siglingaveldi » Sex af þeim tíu höfnum ver- aldar þar sem umferð er mest er að finna í Kína. » Shanghai er efst á listanum en umferðin um hana hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004. » Rotterdam er í tíunda sæti og er eina evrópska hafnar- borgin á meðal tíu efstu. » Þetta kemur fram á alfræði- vefnum Wikipediu en tölurnar byggjast á gögnum frá sam- tökum skipafélaga. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.