Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ég sé um bókhaldið og bý um rúmin.
Mér kemur illa saman við þvottavél-
ina og fleiri heimilistæki, þetta bilar
bara ef ég kem þar nálægt,“ segir Jón
Jónsson, þjóðfræðingur og menning-
arfulltrúi Vestfjarða með meiru, í
gamansömum tón um ferðaþjón-
ustureksturinn hjá þeim Ester Sig-
fúsdóttur á bænum Kirkjubóli við
Steingrímsfjörð á Ströndum. Eins og
Jón lýsir þessu lítur hann meira á sig
sem aðstoðarmann Esterar í ferða-
þjónustunni, sem þau hjón hafa rekið
frá árinu 2001. Jörðina keyptu þau
árið 2000 eftir að hafa búið í borginni í
nokkur ár. Áður bjuggu þau á Hólma-
vík um tíma en Jón er Strandamaður
að ætt og uppruna; frá Steinadal við
Kollafjörð, en Ester er Siglfirðingur í
húð og hár.
Ester segir sumarið hafa gengið
mjög vel og þar hafi einmuna veð-
urblíða haft sitt að segja. Erlendir
ferðamenn eru komnir í meirihluta
gesta á Kirkjubóli, sérstaklega eftir
hrunið, en Íslendingar eru einnig
duglegir að ferðast um Strandirnar.
Á Kirkjubóli eru átta herbergi með
gistingu fyrir alls 15 manns, ásamt
morgunverði. „Við erum miðsvæðis á
Ströndunum og hingað koma gestir
bæði til að hvíla sig á norður- eða suð-
urleið og ekki síður til að skoða sig
um í nágrenninu. Fuglalífið er fjöl-
skrúðugt og selirnir spóka sig í fjör-
unni hér fyrir utan. Héðan er einnig
vinsælt að fara í dagsferðir norðar á
Strandirnar. Öll ferðaþjónusta hér
styður hver við aðra,“ segir Ester.
Sauðfjársetur í tíu ár
Hún er einnig framkvæmdastjóri
Sauðfjársetursins á Ströndum, sem
frá árinu 2002 hefur verið starfrækt í
Sævangi, gömlu félagsheimili
Strandamanna, nánast í göngufæri
frá Kirkjubóli. Þar er sauðfjárbúskap
landsmanna í fortíð og nútíð gerð góð
skil, gamlir munir sýndir sem tengj-
ast þeim búskap og vinnubrögðin rifj-
uð upp í máli og myndum. Einnig er
kaffihúsið Kaffi Kind rekið á setrinu
og handverk er til sölu tengt sauð-
kindinni, s.s. ullarvörur og margs
konar gjafavörur.
Meginsýningin á setrinu nefnist
„Sauðfé í þágu þjóðar“ en á setrinu
eru sömuleiðis settar upp minni sýn-
ingar. Í sumar er myndlistarkonan
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með
sýninguna Áningarstaður, sem er lið-
ur í verkefninu „Réttardagur 50 sýn-
inga í röð“. Settar eru upp 50 sýn-
ingar frá júní 2008 til júní 2013 sem á
einn eða annan hátt fjalla um sauð-
kindina og tengda menningu. Þá var í
tilefni 10 ára afmælis Sauðfjárseturs-
ins fyrr í sumar opnuð sýning á út-
skornum munum og verkfærum hag-
leiksmannsins Þorsteins
Magnússonar.
Að sögn Esterar koma um þrjú
þúsund manns í Sauðfjársetrið á
hverju ári og á tíu árum eru þetta því
orðnir um og yfir 30 þúsund manns.
Hún segir gestina á öllum aldri en
mikið er lagt upp úr því að laða ungu
kynslóðina að setrinu. Heimalningar
eru á vappi fyrir utan setrið á sumrin
og krökkunum þykir fátt skemmti-
legra en að fá að gefa þeim mjólk úr
pela. Gömul leikföng eins og leggur
og skel eru á setrinu, sem og nýrri af-
þreying á borð við sjónvarpsþætti um
hrútinn Hrein. Er þá fátt eitt upptalið
sem Sauðfjársetrið hefur upp á að
bjóða.
Jón tekur sem fyrr segir til hend-
inni heima á Kirkjubóli eða við Sauð-
fjársetrið þegar þörf er á. Ásamt
fleiri áhugamönnum um rekstur set-
ursins tók hann sér hamar og önnur
verkfæri í hönd þegar skipt var ný-
verið um þak á Sauðfjársetrinu og
næsta verk er að halda áfram að end-
urnýja Sævang að utanverðu eftir því
sem fjármagn fæst til.
Bræður „berjast“
Dags daglega gegnir Jón starfi
menningarfulltrúa Vestfjarða og
ferðalögin því mikil um fjórðunginn.
„Það er gríðarleg uppbygging í
menningarlífi Vestfjarða, bæði í
menningartengdri ferðaþjónustu og
listalífi almennt,“ segir Jón og nefnir
viðburði eins og Aldrei fór ég suður,
heimildarmyndahátíðina Skjaldborg
á Patreksfirði, leiklistarhátíðina Act
Alone og klassísku tónlistarhátíðina
Við Djúpið.
Jón er jafnframt í sveitarstjórn
Strandabyggðar, stjórn Fjórðungs-
sambands Vestfjarða og fleiri nefnd-
um. Jón leiddi lista VG í síðustu kosn-
ingum og „keppti“ þar við bróður
sinn, Jón Gísla Jónsson, oddvita J-
lista félagshyggjufólks. J-listinn náði
meirihluta í sveitarstjórn en listarnir,
með bræðurna í broddi fylkingar,
gerðu með sér meirihlutasam-
komulag sem fleiri sveitarfélög
mættu eflaust taka sér til fyr-
irmyndar. „Við glímum lítið og sam-
komulagið er gott,“ segir Jón og
brosir.
Þau Ester eiga fjögur börn á aldr-
inum 12-19 ára og nýlega búin að
ferma það næstyngsta. Segja má að
fimmta „barnið“ hans Jóns sé Galdra-
sýningin á Ströndum sem hann kom á
fót fyrir 12 árum á Hólmavík með
fleiru góðu fólki. Síðar bættist við
Kotbýli kuklarans að Klúku í Bjarn-
arfirði, sem er hluti af sýningunni.
„Þetta er eitt af því sem maður vill
ekki að klúðrist en sýningin hefur svo
sannarlega virkað eins og hún átti að
gera. Hún er orðin eitt helsta
aðdráttarafl ferðamanna á Vest-
fjörðum og getið um hana í flestum
helstu ferðabókum
heims,“ segir Jón,
sem til viðbótar öllu
fyrrnefndu heldur
úti héraðs-
fréttavefnum
strandir.is. Það er þó
aðeins áhugamál
Jóns, sem hann segir
hafa legið örlítið niðri
að undanförnu vegna
anna við önnur störf!
Kirkjubólshjónin önnum kafin
Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli á Ströndum hafa í nógu að snúast Hún sér um
ferðaþjónustuna og Sauðfjársetrið á Ströndum Hann er menningarfulltrúi Vestfjarða með meiru
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Ferðaþjónustan Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson hafa búið á Kirkjubóli á Ströndum frá árinu 2000.
Sauðfjársetrið Ester og Jón tilbúin í Dráttarvélaleikana sem fram fara á
sunnudaginn. Framkvæmdir standa yfir á Sævangi að utanverðu.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Árlegir Dráttarvélaleikar fara
fram á Sauðfjársetrinu að Sæ-
vangi nk. sunnudag, þar sem
keppt verður í ökuleikni á drátt-
arvélum. Einnig verður opnuð
sýning um dráttarvélar í sauð-
fjárbúskap, byggð á texta og
myndum. Dagskráin hefst kl. 14
og kaffihlaðborð verður sömu-
leiðis í boði fyrir gesti.
Dráttarvélaleikarnir hafa
jafnan verið vel sóttir en enginn
viðburður á setrinu slær þó út
Íslandsmeistaramótið í hrúta-
dómum sem fram fer við
Sauðfjársetrið laugardag-
inn 18. ágúst nk. Þar
spreyta vanir sem óvanir
hrútaþuklarar sig á að
raða vænum Stranda-
hrútum í rétta röð eftir
gæðum.
Dráttarvélar
og hrútaþukl
SAUÐFJÁRSETRIÐ
Heimalningum gefið
á Sauðfjársetrinu.
grilljón
hugmyndir
á gottimatinn.is
Á uppskriftavef Gott í matinn er að finna
fjöldann allan af girnilegum grilluppskriftum
og aðrar sumarlegar uppskriftir sem kitla
bragðlaukana í sólinni.HVÍTA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A