Morgunblaðið - 19.07.2012, Page 18

Morgunblaðið - 19.07.2012, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Fataskápar í miklu úrvali Skólabörn í Suður-Afríku halda á skiltum með afmæliskveðjum til Nelsons Mandela, fyrrver- andi forseta landsins, en hann fagnaði 94 ára af- eyða deginum í rólegheitum í faðmi fjölskyldu sinnar í þorpinu Qunu en hann hefur dregið sig í hlé frá opinberu lífi. mæli sínu í gær. Yfir tólf milljónir skólabarna hófu daginn á því að syngja afmælislag til heið- urs leiðtoganum aldna. Sjálfur hugðist Mandela AFP Sungu afmælissöng til Mandela Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjöldi háttsettra embættismanna ríkisstjórnar Bashar al-Assad féllu eða særðust alvarlega í sprengju- árás á höfuðstöðvar þjóðaröryggis- ráðs landsins í miðborg Damaskus í gærmorgun. Ríkissjónvarp Sýr- lands hélt því fram að um sjálfs- morðssprengjuárás hefði verið að ræða. Bæði Frjálsi her Sýrlands og hóp- ur jíhadista lýstu yfir ábyrgð á árás- inni en hinir fyrrnefndur neituðu að hún hefði verið sjálfsmorðsárás. Daoud Rajha, herforingi og varn- armálaráðherra Sýrlands, og Assef Shawkat, mágur Assads forseta, eru á meðal þeirra sem liggja í valnum eftir árásina. Þá var sagt frá því að Mohammad Ibrahim al-Shaar inn- anríkisráðherra hefði særst í árás- inni. Árásarmaðurinn lét til skarar skríða þegar ráðherrar og forsvars- menn öryggissveita komu þar sam- an til fundar. Fjöldi annarra fund- argesta særðist í árásinni. Fregnir herma að sprengjumað- urinn hafi verið lífvörður meðlims í innsta hring Assads forseta. Brýnt að finna lausn Í tilkynningu sem sýrlenski her- inn sendi frá sér í gær og lesin var upp í sjónvarpi sagði að árásin, sem hann kallaði hryðjuverkaárás, gerði herinn enn ákveðnari í því að „losa landið við hópa hryðjuverkamanna“. Á meðan héldu bardagar áfram í höfuðborginni, fjórða daginn í röð og bárust fregnir af því að spreng- ingar hefðu heyrst nærri bækistöðv- um herdeildar sem sér um að gæta öryggis forsetans. Ýmsir evrópskir leiðtogar á borð við William Hague, utanríkisráð- herra Breta, Laurent Fabius, utan- ríkisráðherra Frakka, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sögðu að árásin í gær sýndi að brýn þörf væri á að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og að Samein- uðu þjóðirnar ályktuðu sem fyrst um viðbrögð sín í landinu. Til stóð að atkvæðagreiðsla um ályktun í málefnum Sýrlands sem kallaði eftir frekari refsiaðgerðum færi fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Allt útlit var fyrir að henni yrði frestað til dags- ins í dag þegar blaðið fór í prentun. Reiðarslag fyrir Assad Fallinn Daoud Rajha varn- armálaráðherra sem lést í árásinni.  Sprengjuárás í miðborg Damaskus grandar háttsettum embættismönnum  Varnarmálaráðherrann og mágur Assads forseta eru á meðal hinna látnu Saksóknarar íUngverjalandi tilkynntu að hinn 97 ára gamli Lazlo Csatary, sem er efstur á lista Simon Wie- senthal- stofnunarinnar yfir eftirlýsta stríðsglæpamenn nasista, hefði ver- ið handtekinn og færður til yfir- heyrslu í gær. Csatary er sakaður um að hafa átt þátt í að senda sextán þúsund gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz í seinni heimsstyrjöld- inni. Breskir blaðamenn komust að því í síðustu viku að hann væri enn á lífi og byggi í Búdapest. Heimildir herma að saksókn- ararnir falist eftir því að Csatary verði komið í stofufangelsi en það myndi gera yfirvöldum kleift að gera vegabréf hans upptækt. Hann er sagður við góða andlega og lík- amlega heilsu miðað við aldur. Að sögn saksóknara neitar Csat- ary sök. Hann beri meðal annars fyrir sig að hann hafi aðeins fylgt skipunum. Ekki liggur enn fyrir hvort hann verður ákærður. kjartan@mbl.is UNGVERJALAND Stríðsglæpamaður nasista færður til yfirheyrslu Samþjöppun valds og afnám ýmissa mann- réttindaákvæða í valdatíð Hugos Chávez forseta hafa auðveldað embættis- mönnum í Vene- súela að ógna, ritskoða og sækja gagnrýnendur stjórnvalda til saka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch (HRW) um landið. Þar segir ennfremur að mann- réttindi í Venesúela hvíli á æ ótryggari grunni. Kosið verður til forseta í október og býður Chávez sig fram til endurkjörs. José Migu- el Vivano, yfirmaður Am- eríkudeildar HRW, segist hafa áhyggjur af þróun mála ef nið- urstöðu kosninganna verði áfrýjað þar sem dómstólar í landinu hafi reynst algerlega undirgefnir stjórnvöldum. VENESÚELA Skýrsla segir Chávez þrengja að mannréttindum Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðs- föllum í heim- inum eins og reykingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt er í breska læknatímaritinu Lancet. Samkvæmt henni hreyfir þriðj- ungur allra fullorðinna sig ekki nógu mikið og það leiði til 5,3 millj- óna dauðsfalla á ári hverju. Rekja þeir eitt af hverjum tíu dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma, syk- ursýki og brjósta- og ristilkrabba- meins til hreyfingarleysis. Læknarnir sem standa að rann- sókninni segja að ástandið sé nú svo slæmt að hægt sé að lýsa því sem faraldri. Nauðsynlegt sé að vara al- menning við áhættunni á að hreyfa sig ekki í stað þess að minna hann aðeins á kosti þess að hreyfa sig. NÝ RANNSÓKN Faraldur hreyfingar- leysis sagður ganga yfir heiminn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.