Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
!
"
#
$ %& #
'
! ()*%++
,
'+
!! ()
,
'+
()
%'-
$
. # # !$$ ///
0
1 '
!
"
23
Eftirfarandi
minningargrein er
birt hér aftur þar sem mistök
áttu sér stað við birtingu grein-
arinnar í gær, miðvikudaginn 18.
júlí. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.
Elsku afi, nú ert þú farinn upp
til himna og Guð tekið vel á móti
þér. Þú kenndir mér margt og
sagðist ætla, þegar ég hefði aldur
til, að fræða mig meira um heims-
málin. Ungir menn eins og ég
skildu ekki þegar þú og pabbi
þráttuðu um alþingismenn og
vísitölur. Þið fullyrtuð þó að til-
finningar væru ekki mældar í
vísitölum, heldur birtust þær í
mannlegum samskiptum. Þú
varst svo mikill vinur minn og
lagðir alltaf áherslu á að ég lærði
Hrafnkell
Ásgeirsson
✝ Hrafnkell Ás-geirsson, hrl.
lést á Landakoti 10.
júlí 2012, f. 4. apríl
1939 í Hafnarfirði.
Útför Hrafnkels
fór fram í Þjóð-
kirkjunni í Hafn-
arfirði, 18. júlí
2012.
góða siði. Vinátta
þín og leiðsögn mun
veita mér styrk í
framtíðinni.
Ógleymanleg er
stundin við fána-
stöngina á Lárus-
töðum, þar fékk ég
það hlutverk að
draga íslenska fán-
ann að húni. Mikið
var ég stoltur þegar
það tókst. Ég hefði
viljað hafa þig miklu lengur. Eitt
skil ég ekki afi, af hverju skiptu
læknarnir ekki um rafhlöðu í
hjartanu á þér? Þá hefðir þú lifað
lengur. Ég er búinn að spyrja
mömmu og pabba að þessu en
þau segja að þú hafir þurft að
hvíla þig og ég veit að þú ert kom-
inn á góðan stað.
Allt í einu er röddin þín þögn-
uð. Þú flaugst í burtu eins og far-
fuglarnir og ég sit eftir sorg-
mæddur eins og hrafninn, nafni
minn, sem horfir á farfuglana
fara á haustin. Afi, ég veit að við
hittumst öll seinna. Ég mun alltaf
minnast þín.
Höskuldur Hrafn
Valbjörnsson og
Valbjörn Höskuldsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
✝ AðalbjörgOddgeirsdóttir
fæddist á Sand-
felli, Stokkseyri
13. ágúst 1918.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Kumb-
aravogi á Stokks-
eyri 7. júlí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Að-
albjörg Jónsdóttir,
f. í Framnesi í
Hraunshverfi 22. október
1889, húsfrú á Sandfelli síðar
á Tjörn á Stokkseyri, d. 6.
október 1976, og Oddgeir
Magnússon verkamaður, f. í
Miklaholtshelli í Flóa 8. októ-
ber 1884, d. 29. september
1948. Systkini Aðalbjargar
voru Haraldur Georg Odd-
geirsson, f. 3. febrúar 1911, d.
26. ágúst 1999, Magnea
Ágústa Oddgeirsdóttir, f. 18.
september 1916, d. 22. apríl
1989 og Baldur Oddgeirsson,
f. 9. desember 1925, d. 7. apríl
1996.
Hinn 21. desember 1940
giftist Aðalbjörg Jónasi Lars-
syni verslunarmanni frá Út-
stekk við Reyðarfjörð, f. 26.
ágúst 1907, d. 18. apríl 2002.
Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Halldórsdóttir, f.
1885, d. 16. janúar 1908 og
Lars Sören Jónasson, f. 30.
6) Jenný Lára, f. 24. ágúst
1954, börn hennar Jónas Geir,
f. 2. apríl 1976 og Helena Sif,
f. 12. september 1978. 7) Sig-
rún Anný, f. 29. október 1957,
gift Björgvini Þór Steinssyni,
f. 10. ágúst 1960, dætur þeirra
Þórdís Björg, f. 27. september
1984 og Stefanía Fanndís, f. 9.
júlí 1991. Barnabarnabörn Að-
albjargar og Jónasar eru 26
og barnabarnabarnabörnin 2.
Aðalbjörg ólst upp á Sand-
felli hjá foreldrum sínum og
systkinum. Um tvítugt fer hún
til Vestmannaeyja og starfaði
þar sem ráðskona. Í Vest-
mannaeyjum kynnist hún Jón-
asi Larssyni verðandi eig-
inmanni sínum. Árið 1939
flytur hún aftur heim til
Stokkseyrar ásamt Jónasi og
hófu þau búskap þar fyrst að
Vinaminni og síðar í Nýja-
Kastala þar sem þau bjuggu
saman til ársins 1992 en þá
fer Jónas á Dvalarheimilið
Kumbaravog sökum lasleika.
Aðalbjörg flytur að Sólvöllum
4 árið 1994 og hélt þar heimili
þar til heilsa hennar brast í
júní sl. Á sínum yngri árum
starfaði Aðalbjörg við ýmis
störf sem til féllu, m.a. sem
ráðskona og einnig við fisk-
vinnslu. Seinna starfaði hún
við ræstingar í Barnaskól-
anum á Stokkseyri. Aðalstarf
Aðalbjargar var þó að sjá um
rekstur heimilisins enda fjöl-
skyldan stór og oft gest-
kvæmt.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Stokkseyrarkirkju í dag,
19. júlí 2012 kl. 14.
október 1873, d. 6.
október 1952.
Börn Aðalbjargar
og Jónasar eru: 1)
Geir, f. 14. júní
1940, d. 18. janúar
1970, kvæntur
Mörtu Bíbí Guð-
mundsdóttur, f. 9.
nóvember 1932,
barn þeirra
Geirný Ósk. f. 26.
ágúst 1970. Fóst-
urdætur Geirs dætur Mörtu
Bíbíar, eru Hjördís Erlings-
dóttir, f. 24. október 1959 og
Jóhanna Erlingsdóttir ,f. 14.
desember 1962. 2) Guðrún, f.
24. ágúst 1941, gift Jens Arne
Petersen, f. 15. mars 1943,
börn þeirra eru Aðalbjörg, f.
3. júlí 1963 og Guðmundur, f.
3. febrúar 1969. 3) Ingibjörg,
f. 23. ágúst 1943, gift Henning
Frederiksen, f. 2. desember
1936, d. 3. júní 2007, synir
þeirra eru Jónas, f. 1. sept-
ember 1963 og Vilhelm, f. 6.
júní 1966. 4) Bára, f. 29. apríl
1945, gift Sæmundi Guð-
mundssyni, f. 30. júní 1946,
barn þeirra Guðrún Jóna, f.
28. apríl 1973. 5) Helga, f. 30.
júní 1946, gift Elfari Guðna
Þórðarsyni, f. 17. október
1943, dætur þeirra Valgerður
Þóra, f. 18. júní 1965 og Elfa
Sandra, f. 28. nóvember 1970.
Elsku mamma, nú þegar
komið er að leiðarlokum langar
okkur að minnast þín með
nokkrum orðum.
Við vorum sjö systkinin, sex
dætur og einn sonur, Geir sem
drukknaði tæplega þrítugur að
aldri. Okkar æska einkenndist
af þeim tíðaranda sem þá ríkti,
mamma heima að sinna börnum
og búi en pabbi útivinnandi.
Það eru mikil forréttindi að fá
að njóta þess að eiga foreldra
sem ná jafn háum aldri og þið
pabbi gerðuð. Og ekki síst þar
sem þið hélduð góðri heilsu og
gátuð verið þátttakendur í lífi
okkar og starfi allt til loka. Það
var ekki auðvelt starf að vera
húsmóðir á stóru heimili um
miðja síðustu öld, þá voru ekki
komin öll þau tæki og tól sem
létta nútíma húsmæðrum lífið í
dag. Engu að síður virtist þú
alltaf hafa tíma fyrir alla og
gekkst til þinna verka með jafn-
aðargeði, lundin var létt og stutt
í hláturinn þegar við átti. Vinir
okkar systkinanna voru oft dag-
legir gestir heima og urðu kynni
þeirra við þig það góð að vin-
skapur hélst alla tíð.
Ekki var lífið þó alltaf dans á
rósum hjá þér. Eitt mesta áfall í
lífi þínu var þegar einkasonur
þinn og bróðir okkar Geir
drukknaði við innsiglinguna á
Stokkseyri ásamt tveimur öðr-
um sjómönnum en allir voru
þeir skipstjórar á bátum Hrað-
frystihúss Stokkseyrar á þeim
tíma. Æðruleysið sem þú sýndir
þá og styrkur var ótrúlegur, það
þurfti að hugga og hlúa að öllum
öðrum í kringum þig. Ekki var
farið að tala um áfallahjálp á
þeim tíma og hver og einn varð
að vinna úr sínu.
Lífið einkenndist líka af gleði
og ánægju. Þú eignaðist dágóð-
an fjölda af afkomendum og
tengdabörnum sem öll hafa
komist vel til manna. Allt fólkið
þitt heimsótti þig jafnt og þétt,
stundum var gantast með það að
þú hefðir ekkert næði fyrir öllu
þessu fólki. Allir afkomendurnir
sóttu í að heimsækja ömmu í
Nýjó eins og sagt var enda vel
tekið á móti öllum bæði stórum
og smáum. Þú þekktir allt þitt
fólk vel og fylgdist með daglegu
lífi allra, samgladdist yfir því
sem vel var og veittir stuðning
ef á móti blés.
Það verður stórt tómarúm í
lífi okkar nú þegar þú er fallin
frá en við eigum þó öll ynd-
islegar minningar til að ylja
okkur við í framtíðinni. Elsku
mamma, við biðjum Guð að
blessa þig og varðveita, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guðrún, Ingibjörg, Bára,
Helga, Jenný og Anný.
Þegar ég kom til Stokkseyrar
sem símstöðvarstjóri bjuggu Að-
albjörg Oddgeirsdóttir og Jónas
Larsson í Nýja Kastala, öðru
tveggja húsa sem stóðu á kamb-
inum ofan við fjöruna. Það var
átakasamt að flytja á ókunnan
stað með tvær litlar dætur í
kjölfar erfiðs skilnaðar en þessi
öðlingshjón áttu eftir að reynast
okkur mæðgum einstaklega vel.
Jónas er fallinn frá fyrir mörg-
um árum en Lalla, eins og fjöl-
skylda og vinir kölluðu hana, var
94 ára þegar hún lést.
Lalla og Jónas eignuðust sex
dætur og einn son. Við Geir
einkasonur þeirra urðum hjón
og tíminn sem við áttum saman
á Stokkseyri var góður og ham-
ingjuríkur. Það var mér líka
mikils virði hvað hann reyndist
dætrum mínum vel og hversu
hændar þær urðu að honum.
Þegar Geir fórst í hörmulegu
sjóslysi utan við Stokkseyrar-
höfn deildum við Lalla djúpri
sorg en jafnframt mikilli gleði
þegar dóttir okkar Geirs fæddist
nokkrum mánuðum seinna.
Geirný Ósk fæddist á afmæl-
isdegi Jónasar afa síns og varð
afa og ömmu sérstakt óskabarn.
Lalla passaði hana þegar ég var
að vinna og alla tíð síðan hefur
samband þeirra verið
einstaklega ástúðlegt og náið.
Geirný kveður kæra ömmu í
dag og þakkar hennar miklu ást
og umhyggju gegnum árin.
Hjördís og Jóhanna eignuðust í
Löllu og Jónasi ömmu og afa
sem aldrei voru öðruvísi við þær
og seinna þeirra börn en önnur
barnabörn sín. Bæði Lalla og
dætur hennar komu alltaf fram
við okkur eins og við værum
áfram í fjölskyldunni. Lalla
fylgdist vel með sínu fólki og lét
sig varða hvernig hverjum og
einum reiddi af. Það átti líka við
um mig og mínar dætur alveg til
hennar hinstu stundar.
Lalla var mikil mannkosta-
manneskja og hún var sterk
kona og mjög ern. Síðustu ár
bjó hún í lítilli íbúð á Sólvöllum
og sá um sig sjálf með aðstoð
dætra sinna. Eftir að hún veikt-
ist treysti hún sér ekki til að
búa ein í vetur og var því flutt af
sjúkrahúsinu á Selfossi yfir á
Kumbaravog á Stokkseyri sem
átti að verða nýja heimilið henn-
ar en hún lést eftir stutt veik-
indi.
Kæra Lalla. Á kveðjustund
vil ég þakka þér hvað þú reynd-
ist mér og stelpunum mínum
alltaf vel. Þakka þér umhyggj-
una sem þú sýndir mér eftir að
þú hafðir misst einkasoninn í
hafið. Þakka þér sérstaklega
hvað þú varst stelpunum mínum
góð amma. Ljúf minning um þig
mun ávallt fylgja okkur.
Marta Bíbí Guðmundsdóttir.
Það er mikil tómleikatilfinn-
ing sem maður finnur fyrir þeg-
ar ástkær tengdamóðir mín, Að-
albjörg Oddgeirsdóttir, hefur
kvatt þennan heim. Lalla, eins
og Aðalbjörg var oftast kölluð,
var ekki bara tengdamóðir mín
heldur einnig góður vinur minn.
Ég datt inn í tilveru hennar fyr-
ir rétt tæpum þremur áratugum
þegar ég kynntist yngstu dótt-
urinni á heimilinu. Sjómennsku
minni fylgdu miklar fjarverur og
í fjarveru minni reyndust Lalla
og Jónas okkur frábærlega.
Sannaðist þá hvað var gott að
eiga góða tengdaforeldra að.
Heimili okkar var ekki langt frá
Nýja-Kastala og mörg spor átti
Lalla vestur úr heim til okkar,
eða við til hennar. Dætur okkar
sóttu mikið til ömmu allt til
loka, það var margt sem hún
kenndi þeim og leiðbeindi með
enda var sambandið þannig að
öllu þurfti að deila með ömmu
bæði sigrum og sorgum. Þrátt
fyrir að fjarlægðin á milli okkar
væri lengri eftir að við fluttum í
Mosfellsbæ þá hélst nándin
áfram.
Vel fylgdist Lalla með afla-
brögðum og fannst henni gaman
að heyra um hvað við hefðum
verið að fiska. Við hjónin höfum
það áhugamál að veiða fiska á
stöng í frítímum og var það við-
kvæði Löllu að þegar lítið fékkst
þá sagði hún oft: „Af hverju fór-
uð þið ekki bara út í Hraunsá“.
En Hraunsá er lítil á sem renn-
ur vestan við Stokkseyri þar
sem oftast má slíta upp ein-
hverja fiska. Hinsvegar sam-
gladdist hún okkur þegar vel
fiskaðist og fékk þá oftast ein-
hverja fiska í soðið.
Minni Löllu var einstakt og
gat hún brugðið upp myndræn-
um lýsingum af mönnum og at-
burðum. Stokkseyri þekkti hún
eins og hendurnar á sér og fróð
um örnefni og búskaparhætti
var hún svo að unun var á að
hlusta. Þessari náðargáfu hélt
hún allt fram á síðasta dag.
Heimili Löllu og Jónasar var
gestkvæmt og þaðan fór enginn
svangur. Ég minnist þess ekki
að hafa komið til þeirra hjóna og
hennar eftir að hún varð ein að
ekki væru bornar kræsingar á
borð fyrir okkur hjónin og virt-
ist alltaf vera til biti fyrir fleiri
aukamunna dytti einhver inn á
matmálstíma. Uppáhald mitt,
grjónagrautur, var á borðum
þegar gera átti vel við tengda-
soninn, einnig sá hún alltaf til
þess að Dísu kex væri til.
Löllu þótti alltaf vænt um
Vestmannaeyjar enda átti hún
stóran hóp ættmenna í Eyjum.
Oft vorum við búin að tala um
að skreppa þangað. Með tilkomu
Landeyjahafnar varð þetta mun
auðveldara og fyrir tveimur ár-
um létum við verða af þessu og
fórum við fjölskyldan þangað í
dagsferð á yndislegum ágúst-
degi og voru Eyjarnar eins fal-
legar og hugsast gat. Lalla naut
dagsins og hitti ættingja og vini,
og fór í góðan skoðunartúr um
Heimaey. Jónas fór á Kumb-
aravog árið 1992 og fljótlega
flutti Lalla að Sólvöllum 4, enda
Nýi-Kastali of stórt hús fyrir
eina konu. Þar hélt hún heimili
þangað til núna í júní sl. en þá
fór hún í hvíldarinnlögn á Foss-
heima á Selfossi og þaðan á
Kumbaravog þar sem hún lést
að kvöldi þann 7. júlí eftir stutt
veikindi. Ég og fjölskylda mín
viljum þakka yndislegri tengda-
móður fyrir samfylgdina en
minning hennar lifir hjá okkur
öllum.
Þinn tengdasonur,
Björgvin.
Lalla amma og Jónas afi í
Nýja Kastala. Þannig munum
við systur eftir Stokkseyrarár-
unum. Amma í eldhúsinu í Nýja
Kastala, nýbakaðar kleinur og
mjólk, hádegismatur með fólk-
inu sem var í matarpásu úr
frystihúsinu, afi heima í hádeg-
ismat og við stelpurnar að kýta
um hver fái að sitja í eldhús-
króknum. Matjurtagarðurinn,
kartöflukofinn og hlýjan, alltaf
góð og ljúf. Afi kaupfélagsstjóri
í Kaupfélaginu Höfn, stelast
þangað og spjalla, hann hafði nú
ekki alltaf tíma fyrir okkur en
það mátti nú reyna. Þau voru
yndisleg hjón, ströng en réttvís
og alltaf reiðubúin til að taka á
móti okkur.
Við eldri systur vorum ekki
gamlar þegar við urðum heima-
vanar í Nýja Kastala. Minning-
arnar um tilhugalíf mömmu og
Geirs, sem við vorum stór hluti
af, eru sterkar – við vorum yfir
okkur ástfangnar af þessum
hægláta og ljúfa manni. Hið
hörmulega fráfall þessa elskaða
manns, sem gekk okkur i föð-
urstað, færði okkur nær Löllu
ömmu og Jónasi afa. Amma tók
okkur eins og öðrum barnabörn-
um sínum þó að við værum ekki
blóðtengdar en við áttum sorg-
ina sameiginlega. Eftir fráfall
Geirs tók amma sig að okkur
eldri stelpunum meðan mamma
var að vinna og sérstaklega
Geirnýju sem fæddist eftir frá-
fall pabba síns. Mikið var brall-
að en alltaf tók amma vel á móti
okkur og var ekkert að þrasa í
okkur.
Stokkseyri hefur alltaf verið
tengt ömmu og afa. Við vorum
ungar þegar við fluttum frá
Stokkseyri en amma og afi voru
okkar tenging við þorpið. Að
skreppa austur í kaffi til ömmu
var alltaf jafn yndislegt, spjalla
um ættingja, börn og barna-
börn, fara í fjöruna með okkar
eigin börn og þá aðallega fyrir
neðan Kastala – það eru alltaf
sérstakar tilfinningar þegar far-
ið er í þá fjöru.
Þó fjarlægðin hafi aukist síð-
ustu árin, en um tíma bjuggum
við allar erlendis, þá var alltaf
amma með okkur í huga. Við
heyrðum af henni frá mömmu,
því þær spjölluðu reglulega
saman og alltaf var amma með á
nótunum – hún vissi alltaf ef
eitthvað bjátaði á og hringdi.
Ömmu verður sárt saknað,
þessi erna kona sem ekki eldist
neitt í hugum okkar; frá kleinu-
bakstri barndómsins til stuttrar
veru á Kumbaravogi.
Að vaxa úr grasi með Löllu
ömmu og Jónasi afa sér við hlið
hefur verið ómetanlegt vega-
nesti.
Lalla amma, við eigum eftir
að sakna þín og ferðir á Stokks-
eyri verða aldrei þær sömu.
Hvíl í friði.
Geirný Ósk, Jóhanna
og Hjördís.
Aðalbjörg
Oddgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Til ömmu.
Þú ert eins og blóm í brjósti mér,
ég geymi þig í huga mér.
Um alla eilífð er ég þín,
elsku amma mín.
Þó rigni og blási verð ég hér,
og hvíli í fangi þér.
En samt svo blíð og góð rigningin er
ég kúri á kodda hjá þér.
En opna ég augun brátt,
ég finn að þú ert farin.
En núna finn ég styrkinn minn,
er ég kveð þig hér um sinn.
Kveðja,
Stefanía Fanndís
Björgvinsdóttir.