Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 30

Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Ég mun bara njóta dagsins í faðmi fjölskyldu og vina. Við ger-um okkur kannski glaðan dag og tökum bíltúr um Borgar-fjörð eystri,“ segir Vilborg Ólafsdóttir, en hún er þrítug í dag. Vilborg er leikstjóri að mennt og hefur starfað sem slíkur undan- farin þrjú ár „Þetta er erfitt og þessu fylgir mikið hark. Þetta hefur samt gengið vel,“ segir Vilborg, en hún tilheyrir listamannahópnum Kvissbummbang. Hópurinn sérhæfir sig í því að skapa heim, samfélagslegan strúkt- úr sem þátttakendur fara inn í og upplifa. Hópurinn er nú staddur ásamt Vilborgu á Seyðisfirði, en þar vinna þau að verkefni sem kall- ast „Manngerður raunveruleiki“. Tilgangurinn með verkefninu er að leitast við að bregða ljósi á manngerðan og tilbúinn raunveruleika hvers og eins þátttakanda. „Þetta er einskonar þátttökuleikhús og við sýnum okkar vinnuað- ferðir,“ segir Vilborg, en hópurinn vinnur einnig að verkefni sem frumsýnt verður í ágúst og fjallar um vændi í Reykjavík. Vilborg er nýbúin að eignast barn, en hún á tíu vikna son sem er nú staddur fyrir norðan ásamt kærasta hennar. „Ég er búin að vera hérna í nokkra daga. Ég gæti vel hugsað mér að búa hérna ef það væri ekki fyrir sólarleysið hluta ársins,“ segir Vilborg. pfe@mbl.is Vilborg Ólafsdóttir er 30 ára í dag Leikstjóri Vilborg er leikstjóri að mennt og hefur starfað sem slíkur undanfarin þrjú ár. Vilborg tilheyrir hópnum Kvissbummbang. Frumsýnir nýtt verk í ágúst Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Höfn Sigurður Arnar Hjálmarsson fæddist 23. ágúst kl. 13. Hann vó 4.100 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Matthildur Ásmundardóttir og Hjálmar J. Sigurðsson. Nýr borgari A rnfinna fæddist að Hlíð- arvegi 3 á Siglufirði og hefur átt þar heima alla tíð. Hún var í Barna- skóla Siglufjarðar, Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, stundaði nám við Verslunarskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan með verslunarskólapróf 1961. Arnfinna sinnti skrifstofustörfum hjá SR á árunum 1961-65, var hafn- argjaldkeri á bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar 1965-87 og launafulltrúi þar 1987-2003. Þá komst hún á eftirlaun og lét af störfum. Eysteinn, eiginmaður Arnfinnu, hefur starfrækt Fiskbúð Siglu- fjarðar, fyrst með öðrum, en síðan einn, frá 1981. Eftir að Arnfinna hætti á bæjarskrifstofunni, hefur hún aðstoðað hann í fiskbúðinni sem löngu er landsfræg fyrir afbragðs fisk, rykkling, rúgbrauð og síld, ekki síst á síldarhátíðunum yfir verslunarmannahelgar. Arnfinna Björnsdóttir, listakona á Siglufirði, 70 ára Á vinnustofu Abbýjar Arnfinna við nokkur verka sinna á vinnustofu sinni að Aðalgötu 13 á Siglufirði. Í fiskbúð og myndlist Morgunblaðið/Halldór Þ. Hall Í Fiskbúðinni Eysteinn og Arnfinna í hinni vinsælu Fiskbúð Siglufjarðar. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur WAVE Áklæði 257.000.- Leður 275.000.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.