Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 31
Fjölþjóðlegt gallerý Arnfinna fór einnig að sinna hugð- arefni sínu til margra ára sem er myndlistin. Hún fór á kvöld- námskeið í myndlist í þrjá vetur hjá Örlygi Kristinssyni, upphafsmanni og safnstjóra Síldarminjasafnsins. Hún festi kaup á húsi við Aðalgötu á Siglufirði, árið 2005, kom sér upp gallerýi, Vinnustofu Abbýjar, Aðalgötu 13, vinnur þar að list sinni sem einkum eru klippimyndir, og hefur þar opið frá 14.00-18.00 alla virka daga frá 20.5.-20.9. og stund- um um helgar þegar margt er í bænum. Arnfinna hefur auk þess haldið myndlistasýningar á Akureyri, Hjalteyri og í Þelamerkurskóla. „Ég er nú aðallega að þessu til að skemmta sjálfum mér og fá skemmtilegt fólk í heimsókn“ segir Arnfinna. „Um næstsíðustu helgi var hér Þjóðlagahátíð sem haldin hefur verið á hverju sumri um ára- bil. Þá var hér stanslaus gestagang- ur og fólk frá Egyptalandi, Svíþjóð, Króatíu, Kanada, Englandi og Dan- mörku. Þetta er orðið allt annað mannlíf hér eftir að göngin komu. Það minnir mig á gamla daga þegar Siglufjörður var fjölþjóðlegur síld- arbær.“ Arnfinna söng í Kvennakór Siglu- fjarðar í 30 ár, spilar á gítar þegar stórfjölskyldan kemur saman, en móðir hennar, sem er 95 ára, spilar þá á harmónikku. Arnfinna sat í stjórn Norræna fé- lagsins á Siglufirði í fjölda ára og vann þá að undirbúningi fyrir vina- bæjarmót, sat í stjórn kvenfélagsins Von, í stjórn slysavarnafélagsins Vörn á Siglufirði, í stjórn Lionessu- klúbbs Siglufjarðar og í stjórn Starfsmannafélags Siglufjarð- arkaupstaðar. Fjölskylda Eiginmaður Arnfinnu er Eysteinn Aðalsteinsson, f. 18.5. 1941, fisksali. Hann er sonur Aðalsteins Jónatans- sonar, kyndara hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins, og Sigríðar Gísla- dóttur fiskverkakonu. Dóttir Arnfinnu og Eysteins er Aðalheiður Eysteinsdóttir, f. 23.6. 1963, myndlistarkona í Freyjulundi í Eyjafirði en maður hennar er Jón Laxdal myndlistarmaður og á hún þrjú börn. Uppeldissonur Arnfinnu og Ey- steins er Jóhann Friðfinnur Sigurðs- son, f. 19.2. 1965, yfirvélstjóri hjá Eskju í Hafnarfirði og á hann einn son. Systkini Arnfinnu: Unnur Björns- dóttir, f. 25.2. 1937, húsmóðir á Ak- ureyri; Guðrún Björnsdóttir, f. 18.10. 1943, húsmóðir á Siglufirði; Ólafur Björnsson, f. 17.10. 1944, d. 15.9. 1985, var kokkur á Siglufirði; Ólína Björnsdóttir, f. 11.8. 1946, fyrrv. starfskona við leikskóla; Rósa Björnsdóttir, f. 9.12. 1947, húsmóðir í Reykjavík; Birna Björnsdóttir, f. 4.5. 1949, ráðskona með mötuneyti í Reykjavík; Elín Sigríður Björns- dóttir, f. 9.9. 1952, fyrrv. skrif- stofukona; Steinunn Helga Björns- dóttir, f. 29.11. 1956, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Arnfinnu: Björn Ólafs- son, f. 10.7. 1917, d. 4.11. 1965, bif- vélavirki á Siglufirði, og k.h., Hólm- fríður Steinþórsdóttir, f. 25.7. 1917, húsfreyja og saumakona í Reykjavík og á Siglufirði. Úr frændgarði Arnfinnu Björnsdóttur Stefán Björnsson b. á Litlu-Laugum, af Buchsætt Elín Þorsteinsdóttir af Reykjahlíðarætt Guðrún Jónasdóttir frá Sílalæk, af Sílalækjarætt Halldór Þorgrímsson b. á Hólmavaði, af Hraunkotsætt Sólveig Ólafsdóttir frá Deplum í Stíflu Björn Stefán Olsen smiður og málari á Akureyri Marselía Arnfinnsdóttir húsfr. á Akureyri Arnfinna Björnsdóttir Björn Ólafsson bifvélavirki á Siglufirði Hólmfríður Steinþórsdóttir húsfr. og saumak. í Rvík og á Sigluf. Guðrún Halldórsdóttir húsfr. Steinþór Stefánsson múraram. í Rvík. Ólína S. Björnsdóttir húsfr. á Siglufirði Ólafur K. Gottskálksson bílstj. og dýral. á Siglufirði Gottskálk Gottskálksson b. á Húnastöðum í Stíflu Rögnvaldur Ólafsson hárskeri á Sauðárkróki Guðrún Þorgrímsdóttir húsfr. á Helgastöðum Jónas Friðriksson b. á Helgastöðum Reynir Jónasson tónlistarmaður Ljósmynd/Guðmundur Skarphéðinsson Í speglinum Afmælisbarnið hefur sig til á vinnustofunni. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Kristinn fæddist á Steðja íFlókadal í Borgarfirði 19.7.1922, og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Björn Ívarsson, bóndi þar, og k.h., Pálína Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja. Björn var bróðir Jóns, alþm. og kaupfélagsstjóra á Höfn, og Sig- urbjargar, ömmu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrv. alþm.. Björn var sonur Ívars, b. á Snældubeinsstöðum, hálfbróður Gunnhildar, ömmu Kristins Guð- mundssonar rithöfundar. Pálína var dóttir Sveins, b. í Lundi í Þverárhlíð Gíslasonar, og Oddrúnar Pálsdóttur frá Ártúni á Kjalarnesi, af Bergsætt. Kristinn lauk stúdentsprófi frá MR 1946, lauk embættisprófi í sál- fræði frá Oslóarháskóla 1953, stund- aði framhaldsnám í sálsýkisfræði barna við Ríkisspítalann í Osló og við Geðverndarstöð barna 1953-54, og stundaði nám við Michigan- háskólann í Bandaríkjunum 1960- 61. Kristinn vann við athugun á starfsgetu öryrkja og leiðbeindi um starfsval fatlaðra hjá Trygg- ingastofnun ríkisins 1954-61, vann við Sálfræðideild skóla í Reykjavík 1961-91 og var forstöðumaður deild- arinnar frá 1971. Þá var hann sál- fræðingur við áfengisvarnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar 1955-59, sálfræðilegur ráðgjafi Lyngáss 1961-78 og kennari við Hjúkr- unarskóla Íslands 1959-60. Óhætt er að segja að Kristinn hafi verið málsvari einstaklinga sem á einn veg eða annan áttu undir högg að sækja í tilverunni. Hann var m.a. formaður Geðverndarfélags Íslands 1962-66, Landssambands íslenskra barnaverndarfélaga 1967-77, Ör- yrkjabandalags Íslands 1968-70 og Öldrunarráðs BHM 1990-94. Meðal rita Kristins eru Starfs- fræði, leiðbeiningar um náms- og stöðuval, útg. 1966; Greindarpróf Wechslers fyrir fullorðna (þýtt og staðfært), útg. 1961; Sálfræðiþjón- usta skóla – þáttur hagnýtrar sál- fræði, útg. 1991. Kristinn lést 26.12. 2004. Merkir Íslendingar Kristinn Björnsson 90 ára Alda B. Hansen 85 ára Anna Jónasdóttir Helgi Júlíus Hálfdánarson Hrefna Arngrímsdóttir Inga Ísaksdóttir Sigmar Ingvarsson 80 ára Erla Kristjánsdóttir Sigríður Þóra Gísladóttir Þorvaldur K. Hafberg 75 ára Elisabeth B. Nielsdóttir Elísabet Ólafsdóttir Hörður A. Guðmundsson Ragnhildur Hafliðadóttir 70 ára Elsa Óskarsdóttir Jóhanna S. Jóhannesdóttir Jón M. Magnússon Marsilína Hermannsdóttir Valur H. Einarsson Þórey Sveinbergsdóttir 60 ára Guðbjörn Jóhannsson Jens Guðmundur Jensson Jóhanna Th. Þorleifsdóttir Kristjana B. Þórarinsdóttir Magnús Karlsson Nadezda Lapenko Sigrún Bjarnarson Þorgeir Þorsteinsson Þórður Eric Hilmarsson Er- icson 50 ára Anna Marie I. Stefánsdóttir Árni Ólafur Reynisson Ásberg Einar Ásbergsson Ásgrímur Bragi Konráðsson Guðmundur Daníelsson Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir Kristinn Hannesson Kristján Sigurður Pétursson Rúna Ósk Garðarsdóttir Signý Magnfríður Jónsdóttir Steinar Agnarsson 40 ára Guðmunda Guðjónsdóttir Hálfdán Lárus Pedersen Inga Rún Björnsdóttir Jing Zhang Jón Karl Árnason Maciej Szczesny Pétur Aðalsteinsson Róbert Viðar Bjarnason Sigurbergur Sveinsson Stefán Arnalds 30 ára Anna Rut Ingvadóttir Daniel Turowski Einar Karl Valmundsson Guðmar Valþór Kjartansson Ívar Örn Elefsen Magnús Þór Sigmundsson Róbert Árni Sigþórsson Sveinn Guðmundsson Til hamingju með daginn 30 ára Erla ólst upp í Vesturbænum, er sál- fræðingur og er í dokt- orsnámi í sálfræði. Maki: Hálfdán Stein- þórsson, f. 1976, við- skiptafræðingur. Synir: Steinþór Snær, f. 2004, Björn Diljan, f. 2006, og Frosti, f. 2011. Foreldrar: Anna Sig- urveig Ólafsdóttir, f. 1952, hjúkrunarfræðingur, og Björn Magnússon, f. 1947, læknir. Erla Björnsdóttir 30 ára Kristjana ólst upp á Þingeyri og í Namibíu, er viðskiptafræðingur og í MA-námi í menntunarfr. Maki: Karl Óskar Krist- bjarnarson, f. 1982, við- skiptafræðingur hjá N1. Börn: Hildur Tanja, f. 2004, Dagný Katla, f. 2007, og Skúli Arnbjörn, f. 2012. Foreldrar: Skúli A. Elías- son, f. 1953, skipstjóri, og Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 1945, hótelstýra. Kristjana S. Skúladóttir 30 ára Unnur ólst upp í Njarðvík og er nú hús- móðir þar á leið í nám. Maki: Árni Grétar Ósk- arsson, f. 1979, bílstjóri. Börn: Elísabet Sara (stjúpd.) f. 1998; Auðunn Lárus, f. andvana 2000, Auðunn Snorri, f. 2000, Þórunn Kolbrún, f. 2002, og Bergþóra Sif, f. 2005. Foreldrar: Sigurveig Long, f. 1958, sjúkraliði, og Snorri Jóhannesson, f. 1957, smiður. Unnur Helga Snorradóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.