Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt margt mætti vera öðruvísi en
það er núna hefurðu fulla ástæðu til að
þakka það sem þú hefur.
20. apríl - 20. maí
Naut Taktu þér pásu seinnipartinn og ein-
beittu þér að fallegustu draumsýn sem þú
getur hugsað þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hvað sem þú ert að pæla, færðu
það á tilfinninguna að aðrir séu að pæla í
öðru. Hverjar sem undirtektirnar verða,
máttu vita að þú hefur lagt þitt af mörkum
og mátt vel við una.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert í skapi til að skemmta þér
og það skaltu gera. Tilfinningar þínar láta
þér líða vel og hugsa um lífið á jákvæðan
hátt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu þér að reglu að ljúka þeim verk-
efnum, sem þú hefur tekið að þér, áður en
þú bætir við. Tékkaðu af staðreyndir máls-
ins áður en þú lætur til skarar skríða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hæfileikar þínir til hugsanaflutnings
eru í hámarki. Gefðu þér líka tíma til að
eiga samverustundir með fjölskyldunni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur eitt og annað komið upp á
þegar menn rökræða málin af fullum
þunga. En ef þú hlustar þá heyrirðu að vinir
þínir eru að staðfesta það sem liggur þér á
hjarta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það eftir þér að gera
eitthvað óvenjulegt í dag. Þú átt ekki að
þurfa að hafa neinar áhyggjur því dugnaður
þinn og útsjónarsemi skila þér heilum í
höfn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að temja þér ráð-
kænsku og háttvísi í samtölum við maka og
nána vini í dag. Mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Pláneturnar vilja hjálpa þér að
sýna umburðarlyndi. Lestu smáa letrið og
vertu viss um hvað tilheyrir þér og hvað
ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver dýrðarljómi virðist um-
lykja þig í dag. Sígandi lukka er best og því
eru allar sviptingar til lítils, þegar upp er
staðið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hver manneskja geymir nokkra per-
sónuleika, sem er ástæða þess að fullorðnir
haga sér stundum eins og þeir séu tveggja
ára. Mundu að reiði skilar engum árangri.
Ólafur Einarsson sendi viðbótvið bílavísurnar, sem birtust í
gær og á föstudag: „Ort fyrir mörg-
um árum þegar menn fóru í aukn-
um mæli að aka um hálendið á
kraftmiklum bílum.
Fjallkonan er alveg æf
engin ró né friður.
Nú ferðast menn á four wheel drive
fjöllin upp og niður.“
Það hrífur hugann að kynnast
nýrri menningu og heyra af örlög-
um fólks í afskekktri byggð á borð
við Skálavík. Jónas Halldórsson var
síðasti ábúandi á Minni-Bakka með
Sigríði Magnúsdóttur eiginkonu
sinni, en flutti svo til Bolung-
arvíkur. Hér er gripið niður í kveð-
skap hans:
Dagsverki er lokið og dvöl minni hér út
við sæinn
dregur að kvöldi míns síðasta
vinnudags.
Einyrkja bóndi sem elskaði vorþýðan
blæinn
er kannske að bíða hér síðasta
ævidags.
Og hann orti af æðruleysi:
Allt á takmark, einhver ræður gerð,
allt er hér á einhverskonar ferð,
engin skynjar alheims veldistól,
enginn veit hver lifir næstu jól.
En Pétur Stefánsson hugsar um
næstu máltíð:
Eftir dagsins ljúfa leik,
– að loknum rakstri og þvotti;
kraumar í ofni kubbasteik
og kartöflur brúnast í potti.
Sigrún Haraldsdóttir gekk
framhjá spegli og datt í hug:
Fyrir mér sá vandi vefst
vilja hátt að tróna
rækallans því rassinn hefst
rétt fyrir ofan skóna.
Davíð Hjálmar Haraldsson hug-
hreysti hana og benti henni á að
horfa á björtu hliðarnar:
Saumir þú þér flíkur fyrir jól
fjárhagslega ætti það að ganga;
þú færð nóg í sætan, síðan kjól
úr sirka feti af mjóum efnisstranga.
Björg Sigurðardóttir á Geira-
stöðum í Mývatnssveit orti á sínum
tíma, eins og lesa má um á Vísnavef
Skagfirðinga:
Ég er ljót í andliti
einhver mesti trassinn.
Það er ekkert eigandi
á mér nema rassinn.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af bílum, kubbasteik,
Skálavík og rassavísum
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
F
er
d
in
a
n
d
JÓN, SKIPTU UM
STÖÐ FYRIR MIG
NÆST Á DAGSKRÁ,
NÝ VÍSINDASKÁLDSAGA... „DUGLEGI
KÖTTURINN”
ÞETTA ER
BARA KJÁNALEGT
HVERNIG
GENGUR MEÐ
TEPPIÐ?
VIÐ ERUM
HÆTT AÐ
SLÁST, VIÐ
SÖMDUM FRIÐ
ÉG LOFAÐI AÐ BRENNA
ÞAÐ EKKI OG ÞAÐ LOFAÐI
AÐ RÁÐAST EKKI Á MIG
SJÁÐU, ÞAÐ HVÆSTI
EKKI EINU SINNI Á MIG
PABBI,
HVAÐ Á ÉG
AÐ VERÐA
ÞEGAR ÉG
VERÐ
STÓR?
ÞÚ
VERÐUR
AÐ ÁKVEÐA
ÞAÐ
SJÁLFUR..
...EN SAMA HVAÐ ÞÚ
VELUR ÞÁ MÁTTU EKKI GLEYMA
ÞVÍ AÐ GEFA ÞÉR NÆGAN TÍMA
TIL AÐ SKEMMTA ÞÉR
EN EKKI
SEGJA MÖMMU
ÞINNI AÐ ÉG
HAFI SAGT
ÞETTA
ÉG ER ORÐINN
SVOLÍTIÐ
SVANGUR,
HVAÐ MEÐ ÞIG?
ÉG ER
ORÐINN
SVANGUR
ÉG ÆTLA AÐ
FÁ HJÁ ÞÉR EITT
KJÚKLINGALÆRI
ÞAÐ HEFUR
SÍNA KOSTI AÐ
BORÐA Í NÁVIST
GAMALS
KJARNORKUVERS
GRÍMUR OG ATLI
ERU STADDIR Í
CHERNOBYLSKEMMTIGARÐINUM
DA.
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
Rithöfundurinn Johnathan Littell,sem skrifaði metsölubókina Hin-
ir velviljuðu, hefur verið stríðs-
fréttaritari undanfarin ár og dvaldi
nokkrar vikur í upphafi árs meðal
uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hinir
velviljuðu var umdeild skáldsaga. Þar
lýsir menntaður yfirmaður úr SS-
sveitum Þjóðverja morðum og ódæð-
isverkum nasista og þar með sínum
eigin í Rússlandi í síðari heimsstyrj-
öld án minnstu iðrunar. Nú hefur
hann gefið frásögn af dvöl sinni í Sýr-
landi út á bók.
x x x
Fyrir skömmu birtist athyglisvertviðtal við Littell um bókina í tíma-
ritinu Der Spiegel. Þar segir hann að
bók sín, Lýsingar frá Homs, sé ekki
bókmenntaverk heldur vitnisburður.
Fyrir sér hafi ekki vakað að skrifa
ákall til Vesturlanda um hernaðarlegt
inngrip. „Mér þætti það kjánalegt,“
segir hann. „það þýðir þó ekki að ég
hafi enga skoðun. Hún kemur bara
fram á öðrum vettvangi. Í Sýrlandi
deyr fólk á meðan annars staðar er
setið á rökstólum“.
x x x
Littell segist ekki hafa áhuga á sið-blindum glæpamönnum og rað-
morðingjum, sem fremja ódæðisverk
einir síns liðs. Öðru máli gegni um
stríð, sem leiði til „afbrota, upplausn-
ar, ótrúlegrar grimmdar og kvala-
losta“.
x x x
Hann gagnrýnir hvernig litið hafiverið á einræðisherra á borð við
Hafez al-Assad Sýrlandsforseta með
velþóknun á meðan til dæmis Kim-
arnir í Norður-Kóreu og Moammar
Gaddafi í Líbíu hafi verið stimplaðir
sem galnir. „Á bak við hvern valdhafa
er kerfi,“ segir hann. „Þetta snýst
ekki um bilaðan einstakling. Assad
tekur ekki ákvarðanir einn. Valda-
kerfið í Sýrlandi er mjög ógagnsætt.
Stjórnarskipti fela meira í sér en að
ýta einum manni til hliðar. Innsti
hringurinn í kringum Assad hugsar
eflaust skynsamlega og markvisst
þótt útkoman sé algerlega galin.“ Lit-
tell er ekki bjartsýnn á útkomuna í
Sýrlandi og heldur að ákveði Assad
að berjast til þrautar gæti landið ein-
faldlega leyst upp. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Því hungraður var ég, en
þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var
ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka.
(Mt. 25, 42.)