Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Jakob Fannar Halda áfram brotum » Árið 2011 voru tveir teknir átta sinnum fyrir fíkniefna- akstur, tveir voru teknir sjö sinnum, þrír sex sinnum, þrír fimm sinnum og átta fjórum sinnum. » Fimmtán ökumenn voru teknir þrisvar sinnum og 95 tvisvar sinnum. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Meira en helmingur þeirra sem voru teknir fyrir fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var tek- inn tvisvar sinnum eða oftar innan ársins. Tveir voru teknir átta sinn- um en alls voru 25 teknir þrisvar sinnum eða oftar. Alls voru 422 einstaklingar teknir undir áhrifum fíkniefna í fyrra en þeir voru 360 árið 2010. Þar sem svo margir eru teknir oftar en einu sinni eru brotin mun fleiri. Í fyrra voru þau 624 en þau voru 545 árið 2010. Þetta kemur fram í samantekt frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2011 voru 128 manns teknir ítrekað fyrir fíkniefnaakstur, heldur fleiri en árið 2010. Þessir ökumenn voru ábyrgir fyrir 330 brotum. Hlutfall þeirra einstaklinga sem voru teknir ítrekað var 30% í fyrra og þeir voru ábyrgir fyrir 53% brota. Meira en helmingur tekinn ítrekað  Tveir ökumenn voru teknir átta sinn- um við fíkniefnaakstur á árinu 2011 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Steingrímur J. Sigfússon, sjáv-arútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, efnahags- og við- skiptaráðherra, iðnaðarráðherra og gott ef ekki töluvert meira ef vel er gáð, ritaði grein í Bændablað- ið sem kom út í gær.    Mikill fengur erað því fyrir lesendur blaðsins að fá fram sjón- armið þessa allsherjarráðherra Íslands um „Þjóðhagslegt mik- ilvægi landsbyggðarinnar“, eins og greinin var nefnd.    Steingrímur fer fögrum orðumum þetta mikilvægi lands- byggðarinnar en ekki þarf að rifja upp verk hans langt aftur í tímann til að hljómur þeirra orða verði holur.    Hann ræðir ákvarðanir um aðráðast í viðamikil sam- gönguverkefni á landsbyggðinni, en síðustu daga hefur verið upp- lýst að mikið vantar upp á að veg- um landsins sé haldið við og nú er svo komið að varla er unnt að ráðast í nokkra nýframkvæmd því að viðhaldsleysi ógnar umferð- aröryggi.    Hann gerist líka svo djarfur aðræða atlöguna að sjávar- útveginum og þar með lands- byggðinni, en segir landsbyggð- arskattinn sem ríkisstjórnin knúði í gegnum þingið verða til þess „að fjárfesta í möguleikum og tæki- færum landsbyggðarinnar“.    Langa þjálfun þarf til að kveðaslíkar öfugmælavísur og geta látið sig hafa að bera þær á borð fyrir almenning. Steingrímur er í góðri þjálfun svo fyrir hann er þetta án efa leikur einn. Steingrímur J. Sigfússon Á röngunni STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 súld Bolungarvík 16 léttskýjað Akureyri 23 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 17 skýjað Vestmannaeyjar 13 súld Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 13 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 23 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 18 skýjað Vín 25 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 40 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 31 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 20 skýjað Montreal 22 alskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 23 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:06 22:01 ÍSAFJÖRÐUR 4:54 22:23 SIGLUFJÖRÐUR 4:37 22:06 DJÚPIVOGUR 4:31 21:35 Ingólfur Ármannsson Í grein í dálkinum „Á þessum degi“ í síðasta Sunnudagsmogga var rangt farið með föðurnafn annars aðstoðarmanna fjallagarpanna sem klifu Hraundranga sumarið 1956. Hann heitir Ingólfur Ármannsson. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jó- hanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra eru stödd erlendis. Fram kemur í til- kynningu í Lög- birtingablaðinu í gær að í fjarveru Jóhönnu gegni Steingrímur J. Sigfússon störfum forsætisráðherra. Steingrímur er einnig á förum, skv. tilkynningunni, og þá tekur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra við störfum for- sætisráðherra. Guðbjartur verður þar með handhafi forsetavalds ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Katrín Jakobsdóttir gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fjarveru Steingríms en ekki fengust upplýs- ingar um það hvaða ráðherra tekur við embættum efnahags- og við- skiptaráðherra og iðnaðarráð- herra. sisi@mbl.is Ráðamennirnir á faraldsfæti Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.