Morgunblaðið - 10.08.2012, Side 31

Morgunblaðið - 10.08.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 ✝ Halldór Jóns-son fæddist 8. febrúar 1932 á Ísa- firði. Hann lést af slysförum hinn 29. júlí sl. Foreldrar Hall- dórs: Sigríður Ás- geirsdóttir, gull- smiður frá Hvítanesi í Skötu- firði, f. 7.9. 1903, d. 14.5. 1981, og Jóns Valdimarssonar vélsmiðs frá Fremri-Arnardal í Skut- ulsfirði, f. 10.7. 1900, d. 31.5. 1988. Systkini: Flosi, f. 1924 sam- mæðra, d. 1945, Álfheiður Kristín, f. 1929, d. 1991, Arnór, f. 1930, d. 2002, Hörður, f. 1933, d. 1967. Eftirlifandi systkini eru; Elín, f. 1940, Þór- unn, f. 1941, Flosi og Gunn- hildur, f. 1945. Maki: Anna Einarsdóttir verslunarmaður, f. 2.7. 1940, dóttir Jófríðar Guðmunds- dóttur og Einars Andréssonar. Þau skildu. Börn þeirra: A) Einar, verktaki, f. 7.5. 1957. Sambýliskona Auður Yngva- dóttir, f. 1963. Þau skildu. Börn þeirra; 1) Anna, f. 6.5. 1981, d. 7.5. 1981, 2) Guð- mundur Geir, f. 1985, sambýlis- kona Birgitta Guðbjartsdóttir, f. 1988, börn þeirra Ásgeir leifsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar á Karlsá. Þau skildu. Eftirlifandi kona Halldórs er Sasiprapha Udomship, f. 12.12. 1970. Halldór lauk gagnfræðaprófi frá Ísafirði 1948, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1951, 2. stigi í Vélskóla Íslands 1971. Öku- kennararéttindi 1959 en sótti auk þess ýmis námskeið er- lendis frá árinu 1980. Hann var strætisvagnabílstjóri og leigu- bílstjóri hjá Bæjarleiðum frá 1955 en gerði út leigubíl til 2008. Vélstjóri á Engey RE, ráðherrabílstjóri 1971-74. Vann við háspennulagnir hjá RARIK 1975 og hjá Ögur- og Vatns- fjaðarhreppi 1975-76. Samhliða þessu sem ökukennari frá 1959, en eingöngu sem öku- kennari frá 1976. Rak eigin ökuskóla og kenndi á bíl og bifhjól. Var umsvifamikill í mótorhjólakennslu frá 1978 og reynslumikill á því sviði. Gerði út bátinn Skutul og stundaði sjómennsku af og til. Keypti Litlu Brekku í Skagafirði 2003 og stundaði þar bústörf í rúm 3 ár. Flutti til fjölskyldu Fríðu, og bjó þar til 2009, en fluttist þá aftur til fæðingarstaðar síns, Ísafjarðar. Þar bjó Hall- dór og starfaði sem öku- og bifhjólakennari allt til dauða- dags. Útför Halldórs fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, föstu- daginn 10. ágúst 2012, kl. 14. Yngvi og Eiður Otri. B) Jón Sig- urður fram- kvæmdastjóri, f. 27.7. 1958, d. 17.4. 1991. Sambýlisk. Louise Dahl, dóttir þeirra Caroline Dahl, f. 1989. Önn- ur börn Jóns ekki sammæðra; Hildur, f. 1983, Sandra, f. 1988, og Helena, f. 1991. C) Gunnar Þorsteinn ís- lenskufræðingur, f. 9.4. 1960. Maki Edda Pétursdóttir, f. 1960. Þau skildu. Börn þeirra; 1) Bjarney, f. 1983, maki henn- ar Rakel Sigurbjörnsdóttir, f. 1981, dóttir þeirra Þórey Edda, fósturdóttir Bjarneyjar er Heiðdís. 2) Þorsteinn Daði, f. 1990 og 3) Jón Sigurður, f. 1992. D) Fríður María, íþrótta- og heilsufræðingur, f. 15.12. 1963. Gift Þórði Marelssyni, f. 1958. Börn þeirra; 1) Einar Ar- on, f. 1987, 2)Maríanna, f. 1989, 3) Halldór Jón, f. 1996, 4) Katr- ín Edda, f. 1998, 5)Magnús Ingi, f. 1999. Fyrir átti Halldór Ásu Sigurlaugu, f. 1955, maki Einar Óskarsson, f. 1944, sonur Ásu er Halldór, f. 1975. Sam- býliskona Halldórs frá 1983 var Snjólaug B. Guðmunds- dóttir fóstra, fædd 13.4. 1936, dóttir Sigurbjargar S. Hjör- Enginn veit ævina fyrr en öll er og enginn ræður sínum nætur- stað. Þetta datt mér í hug þegar ég frétti um andlát Halldórs Jóns- sonar ökukennara, en það hafði hann verið mestan hluta ævi sinn- ar en lést í bílslysi að kvöldi sunnudagsins 22. júlí. Hann var traustur og góður bílstjóri og hafði farið þessa leið við verri að- stæður en nú, bæði í snjókomu og hálku, og alltaf gengið vel. Þegar hann leggur af stað frá Ísafirði hafði hann ákveðið að ná í Borg- arnes og gista hjá eldri dóttur sinni eins og hann hafði oft gert, en þá var annar sem tók af honum völdin. Ég kynntist Halldóri stuttu eftir að ég fór að vera með Ásu Sigurlaugu dóttur hans og var okkur alltaf vel til vina enda átt- um við margt sameiginlegt, gát- um talað um sjómennsku, búskap og veiðar. Í öllu þessu var hann vel fróður og ekki lát á neinu þó árunum fjölgaði og ef minnst var á hesta kom maður ekki að tóm- um kofunum. Hann var mikill hestamaður og átti lengi vel góða hesta sem hann hugsaði vel um og þótti vænt um, átti þá hesthús í Víðidal. Síðan selur hann íbúðina og hesthúsið og kaupir ásamt öðr- um jörðina Litlu-Brekku fyrir norðan Hofsós. Þar var stórt kúabú, kindur og hestar, þar kunni hann vel við að vasast í bú- skap. Við Ása Sigurlaug heim- sóttum hann tvisvar þangað. Þar kunni hann vel til verka enda lærður frá Hvanneyri. Það var ekki hægt að sjá á Halldóri að hann væri að verða gamall, hann var góður skákmað- ur og vílaði ekki fyrir sér að fara í átök, bæði sjómann og bænda- glímu ef svo bar undir, enda var hann hraustmenni. Við Ása Sigurlaug eigum erfitt með að fella okkur við að hann komi ekki hér aftur eins og hann gerði oft seinni árin eða eftir að hann flutti á Ísafjörð. Hvíl þú í friði tengdafaðir minn og faðir, guð blessi þína minningu. Einar Óskarsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir. Þú ert nú meiri karlinn! Þetta voru einkennandi orð fyrir Hall- dór Jónsson, tengdaföður minn. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Halldór, þótt hann hafi alls ekki verið fullkominn, né með englavængi, frekar en við hin. En hann hafði marga kosti. Tengsl okkar styrktust með ár- unum. Við hittumst fyrst í kring- um 1980. Ég í rauðum skóm, keyptum á Strikinu í Köben og man ég ekki betur en Halldóri þættu skórnir full rauðir fyrir karlmann. En þegar skýringin var sú að þetta væri Víkingslitur með svörtu buxunum þá sættist hann fljótt, enda sjálfur Víkingur. Það kom fljótt í ljós að áhugamál okkar lágu saman. Halldór tók öllum eins og jafn- ingjum, setti sig ekki á háan hest, fór ekki í manngreinarálit, dró ekki fólk í dilka heldur leit jöfnum augum á alla. Hroki og yfirlæti var ekki hans stíll. Og þessu fann ég strax fyrir, og lærði af honum það, að taka vel þeim samferða- mönnum sem á vegi okkar verða. Fátt er betra fyrir ungt fólk sem er að draga sig saman en að því sé vel tekið af tengdafólki sínu. Halldór var ævintýramaður. Ákvarðanir hans komu fjölskyld- unni oft í opna skjöldu, því hann fór sínar eigin leiðir. Hann var ekkert sérstaklega að bera áform sín undir aðra, og hafði heldur ekki alltaf samþykki sinna nán- ustu fyrir þeim, framkvæmdi bara og var jafnvel hissa á við- brögðum þeirra. Hann kom sér upp aðstöðu á Kanaríeyjum, fannst það hin besta ákvörðun, sem hún var, og hún var hans. Hann bauð fjöl- skyldu okkar þangað fyrst um jól- in 1994. Síðasta ferðin með Hall- dóri var síðastliðin jól og eigum við og börnin okkar margar góðar minningar um afa sinn þaðan, enda spilað og keppt við afann sem var mikill keppnismaður og lunkinn á mörgum sviðum. Að sigra hann í keppnum fannst börnum okkar vera til marks um það að vera orðinn góður í grein- inni, og það var yfirleitt keppi- keflið. En hann var líka stríðinn, eiginlega grallari og svindlaði ef tækifæri gafst. Það voru því hafð- ar góðar gætur á honum! Og ef börnin unnu afann, þá var við- kvæðið frá honum; ah, þú ert nú meiri karlinn, þorirðu aftur? Við höfum líka átt erfiða daga með Halldóri, en honum var fyr- irgefið margt sem betur hefði mátt fara. Þrátt fyrir það mun ég alla tíð vera honum þakklátur fyr- ir samfylgdina. Við Halldór átt- um margt sameiginlegt og að auki þótti okkur báðum einstak- lega vænt um sömu manneskj- una, rósina hans, konuna mína. Við gátum setið og spjallað um liðna daga, og ef hann var spurð- ur beint þá komu svörin og sagan og viðkvæm hlið Halldórs sem ekki sást oft. Meðan Halldór bjó hjá okkur var nálægðin mikil, þó stundum þannig að við vissum ekki af hon- um í húsinu þar sem hann gleymdi sér hljóður yfir skákinni. Hann kom gjarnan of seint í mat- inn og þá var viðkvæðið, hva.. all- ir búnir að borða! Halldór og Snjólaug reyndust börnum okkar einstaklega vel alla tíð og erum við þeim ævin- lega þakklát. Síðast heyrði ég í Halldóri á leið suður sunnudaginn 29. júlí, þá staddur í Skötufirði, sam- bandið var slitrótt og slitnaði… Ég kveð kæran tengdaföður með söknuði og þessum orðum; þú varst nú meiri karlinn! Þórður Marelsson. Ég hef munað eftir Halldóri, frænda mínum, frá því að ég var lítill strákur. Það var náið sam- band á milli hans og Hannibals afa míns, föðurbróður Dóra, og vann Dóri meðal annars sem ráð- herrabílstjóri hans í nokkur ár. Ég man helst eftir honum í tveim hlutverkum. Þegar hann var í gallajakkanum var hann í fram- kvæmdahug, fullur af krafti og vildi láta hlutina ganga fljótt og vel fyrir sig. Og svo var það auð- vitað „bílakennarinn“ Dóri. Þá var hann afskaplega snyrtilegur til fara, iðulega í rúllukragabol og jakka og reykti pípu af miklum móð. Sumrin 1973 og 1974 sá hann um að byggja ný útihús í Selárdal fyrir afa þar sem hann sýndi mikla útsjónarsemi og hagsýni. Að hans ráði var keypt ný grafa og gamall vörubíll og einnig var gerð upp steypuhrærivél þannig að við urðum að mestu leyti sjálf- bjarga við að reisa og steypa upp útihúsin þótt afskekkt væri, og gekk hratt og vel að klára verkið. Ég man sérstaklega eftir því hvað Dóri var vandvirkur, og kjallaraveggur í haughúsi sem enginn kæmi til að sjá nokkurn tíma átti t.d. að vera alveg þráð- beinn. Dóri kenndi mér að sjálfsögðu á bíl, eins og flestum af frænd- systkinum mínum. Hjá Dóra var ekki komist upp með að stytta sér leið með því að æfa bara akstur og læra utan að úr pésa sem hét „Spurningar og svör“ eins og sumir ökukennarar leyfðu. Í stað- inn var Dóri með ökuskóla þar sem farið var yfir umferðarlögin lið fyrir lið. Auðvitað blöskraði 16 ára unglingnum tíminn sem fór í bóklega hlutann en þegar ég lít til baka, er ég þess fullviss að þetta skilaði sér. Eldraunin hjá Dóra var síðan svokallað „eldspýtu- stokkapróf“, en það fólst í því að Dóri setti eldspýtusokk á mæla- borðið á æfingabílnum og átti nemandinn að keyra það mjúk- lega, bæði við að aka af stað, stöðva og beygja, að stokkurinn hreyfðist hvorki né dytti. Fyrir nokkrum árum hringdi ég í Dóra til að fá upplýsingar um góðan ökukennara fyrir eldri dóttur mína og mér til mikillar gleði bauðst Dóri til að kenna henni, hann væri hvort sem er að taka barnabörnin sín í tíma. Námið var kannski ekki eins formlegt og áður og pappírsvinn- an misjafnlega nákvæm eins og venjulega, en svona var bara Dóri, og voru hvorki faðirinn né dóttirin að kvarta yfir að smá pappírsvinna legðist á þau enda skipti kennsla hans mestu máli. Dóttirin slapp sem betur fer ekki við „ökuskólann“ og flaug auðvit- að í gegnum prófið. Þegar Dóri varð áttræður í febrúar sl. hafði ég að sjálfsögðu samband til að óska honum til hamingju og þakka fyrir hlýjar móttökur á Ísafirði í ágúst á síð- asta ári þar sem ég, móðir mín og yngri dóttirin dvöldust í eina viku. Þar var Dóri boðinn og bú- inn til að keyra mannskapinn út á völl og bauðst þar að auki til að lána mér bílinn sinn, til að hægt væri að kíkja á nýju göngin út í Bolungarvík og skreppa í sund. Svona var Dóri ávallt greiðvikinn. Það er ljúft að líta til baka og rifja upp samskiptin við Dóra í gegnum tíðina. Eftir stendur minningin um mjög mætan mann. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigurður H. Magnússon. Halldór Jónsson Elsku Dúnna ömmusystir mín er dáin. Ég hef verið að hugsa svo sterkt til þín nú upp á síð- kastið og var að fara að hringja í þig og bjóða þér í molasopa, þegar pabbi sagði að þú værir dáin. Ég man eftir því þegar ég var lítill strákur og við bjuggum í Fannafoldinni þá kom Dúnna frænka oft í heimsókn um leið og hún kom við hjá Ómari syni sín- um og fjölskyldu hans. Það voru ómetanlegar stundir fyrir okkur fjölskylduna og er ég mjög þakklátur fyrir þær. Dúnna var afskaplega dagfarsprúð kona, svo kærleiksrík og góð. Dúnna var ekki bara ömmu- systir mín heldur alveg yndisleg manneskja sem hugsaði vel um sig og sína alla tíð. Eftir að amma Svana dó var ég í reglu- legu sambandi við frænku mína. Ég var afskaplega þakklátur fyrir að vera boðinn í 70 ára af- mælið hennar á sínum tíma. Við Dúnna ræddum margt og mikið Guðrún Ólafsdóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 21. jan- úar 1932. Hún lést í Reykjavík 26. júlí 2012. Guðrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 8. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 15. og oft var hlegið. Við skiptumst á fréttum af fjöl- skyldum okkar. „Hvernig hefur Halli það?“ var hún vön að spyrja. Gam- an að heyra í þér Villi Kalli minn, við Svana brölluðu nú margt saman hér í „denn“ og pössuð- um Jóa bróður, hann var svo góður skinnið. Dúnna frænka gerði heimsins bestu pönnukökur og þegar við héldum upp á 100 ára afmæli Ingunnar langömmu var Dúnna sko í essinu sínu, alltaf svo bros- mild og vel til höfð. Dúnna mín, við töluðum um margt, bæði nú- tímann og fortíðina. Ég sakna þín og þessara stunda. Ég veit að nú eruð þið systur búnar að hittast og fylgist vel með ykkar kæru fjölskyldum og afkomendum. Elsku Jói, Halldór, Inga, Sig- rún, Ómar, Gunnar, Óli og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill. Ég kveð þig með trega í hjarta, elsku frænka mín. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3,16.) Hvíl í friði Þinn frændi, Vilhjálmur Karl Haraldsson. ✝ Hrafn Eiðssonfæddist á Þúfnavöllum í Hörgárdal 8. des- ember 1922. Hann lést á Grenilundi á Grenivík 3. júlí 2012. Foreldrar Hrafns voru Eiður Guðmundsson, bóndi og hrepp- stjóri á Þúfnavöll- um, f. 2.10. 1888, d. 10.11. 1984, og Lára Friðbjarnardóttir, f. 24.12. 1897, d. 18.11. 1937. Systkini Hrafns voru Stein- gerður, f. 3.3. 1921, d. 27.6. 2001, og Guðmundur, f. 1.12. 1917, d. 23.9. 2001. Hálfsystkini Hrafns samfeðra eru Sturla, f. 16.11. 1940, og Droplaug, f. Birgi, f. 9.7. 1951. Móðir Birgis var María Filippía Kristjáns- dóttir, f. 14.6. 1926, d. 11.1. 1997. Og einnig Hrein, f. 16.9. 1947. Móðir Hreins er Guðríður Ármannsdóttir, f. 19.2. 1924, síðar sambýliskona Hrafns. Hrafn átti 17 barnabörn og 10 langafabörn. Hrafn bjó á Þúfnavöllum fram á fullorðinsár en þá hleypti hann heimdraganum og vann ýmis störf, s.s. við sjó- mennsku, vegagerð og land- búnað. Hann flutti til Akureyr- ar 1954 og bjó þar nánast óslitið síðan. Lengst af starfaði hann á togurum Útgerðarfélags Akureyringa og hjá Sláturhúsi KEA. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Skinnaiðnaði SÍS á Gleráreyrum Akureyri. Útför Hrafns fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna og hvílir hann í kirkjugarðinum á Ak- ureyri. 13.1. 1951. Hrafn var kvæntur Gunnfríði Hreiðarsdóttur, f. 6.1. 1932, og áttu þau sex börn. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Lára, f. 2.12. 1952. Eiður Örn, f. 24.5. 1954, hans kona er Hrönn Sigurð- ardóttir. Sólveig, f. 30.6 1956, hennar maður er Kristján Jósteinsson. Hreiðar Þór, f. 14.12. 1957, hans kona er Tatiana Kantorovish. Björg- vin Ingvi, f. 21.3. 1961, hans kona er Ann-Erry Hrafnsson. Bjarki Ásgeir, f. 27.5. 1963, hans kona er Elisabeth Kløvt- veit. Áður átti Hrafn soninn Hrafninn er floginn. Hann bar nafn með rentu, dökkur yfirlitum, haukfrán brún augun voru athugul, kallaður Krummi. Glæsimenni og góð- menni eru orð sem koma upp í hugann þegar hans er minnst. Fluggáfaður, valdi sér vini þar sem hann mat manngildið ofar öðrum gildum, ekki skemmdi það fyrir, að vinirnir væru skemmti- legir, kannski líka örlítið sérstakir og fyrir alla muni, ríkir í andanum. Ekki var að spyrja að glæsileik- anum. Hann átti heldur ekki langt að sækja hann, sonur Láru Frið- bjarnardóttur og Eiðs Guðmunds- sonar frá Þúfnavöllum, án efa glæsilegustu hjóna Hörgárdals á sínum tíma. Ég man fyrst eftir honum í eld- húskróknum heima í Þórunnar- stræti, hjá móður minni, sem var móðursystir hans. Hann var bú- inn að fá sér smá brennivínstár. Tárið gerði hann meyran og auð- mjúkan gagnvart skáldskapar- gyðjunni og lífsins lystisemdum. Einar Ben. var hans maður. Ein- ræður Starkaðar runnu áreynslu- laust upp úr honum þarna í eld- húskróknum, þar var spilað án feilnótu. Hann kunni kynstrin öll af ljóðum og best kunni hann að meta þá sem kváðu dýrt um breyskleika mannsins. Nóbels- skáldið okkar var líka í uppáhaldi. Þar var í mestum metum hetjan Bjartur í Sumarhúsum. Ætla má að hann hafi kunnað heilu kaflana úr Sjálfstæðu fólki og öðrum verkum Laxness, jafn vel og stór- an hluta ljóða Einars Benedikts- sonar. Á bak við svalt yfirbragð leynd- ist viðkvæm sál sem mátti aldrei neitt aumt sjá. Hann var barn þess tíma, þegar aldrei var unnið úr áföllum. Móðurmissirinn, á unglingsárum, var honum sár alla tíð. Harkan var leiðin til að kom- ast af. Hann komst af, þó lífs- hlaupið væri síður en svo hnökra- laust. Aldrei vissi ég til að hann gerði flugu mein. Síðustu æviárin dvaldi hann á Grenilundi, heimili fyrir aldraða á Grenivík. Um þann stað orti hann: Um hann heldur almáttugur vörð, uni ég þar bæði hress og glaður. Hann er eins og himnaríki á jörð, hann er gömlum mestur griðastaður. Skáldskapargyðjan hefur verið Krumma örlát, þó hann flíkaði aldrei þeirri náðargáfu að geta ort og ég hygg að Friðbjörn frá Stað- artungu, hagyrðingurinn afi hans, hefði verið býsna ánægður með strákinn. Góðmennið, Hrafn Eiðs- son, hefur án efa fengið góða heimkomu. Ég sé fyrir mér endur- fundi hans við gengna ástvini og andans menn. Skálum himneskra veiga, að hætti Krumma, hefur verið lyft til að fagna komu hans í eilífðarríkið. Þar hefur og verið kveðið dýrt þar sem kersknin og hnyttnin hafa verið í hávegum hafðar. Að Hrafni Eiðssyni gengnum er margs að minnast og margt að þakka. Hann átti að baki tæpa níu áratugi. Hann varð aldrei ríkur af veraldlegum auði, þeim mun rík- ari í andanum. Eftir skilur hann fjársjóð sem aldrei verður metinn í krónum, myndarlegan hóp af- komenda sem öll eru hið mesta mannkostafólk og elskulega sam- býliskonu. Þeirra er sárastur söknuðurinn. Ég votta þeim mína innilegustu samúð um leið og ég kveð hann með virðingu og kæru þakklæti fyrir samfylgdina og tryggðina við mig og mína alla tíð. Blessuð sé minning Hrafns Eiðssonar. Sumarrós Sigurðardóttir. Hrafn Eiðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.