Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 223. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Varasamt að fjarlægja skapahárin 2. Mel B hellir olíu á eldinn 3. Telur hreinlegra að fjarlægja hárin 4. Fyrrverandi berst fyrir lífi sínu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Um helgina heldur Guðrún Gunn- arsdóttir ásamt hljómsveit tónleika á Vopnafirði, Húsavík og Dalvík. Fluttar verða dægurlagaperlur Sigfúsar Hall- dórssonar ásamt því að Guðrún segir frá hinu ástsæla tónskáldi. Morgunblaðið/Eggert Syngur dægurlaga- perlur Sigfúsar  Fiðluleikarinn Páll Palomares og gítarleikarinn Ög- mundur Þór Jó- hannesson halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld sem bera yfir- skriftina Suðræn- ir dansar. Á tónleikunum verða flutt ýmis verk eftir Paganini, Bartok, De Falla, Ravel og Piazzolla í suðrænum stíl og hefst fjörið kl. 20. Suðrænir dansar í Salnum í kvöld  Hin vinsæla Hinsegin bókmennta- ganga hefst á Ingólfstorgi í dag kl. 17. Í ár mun Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur leiða gönguna og henni til halds og trausts verður leikarinn Darren Fore- man. Gengið verður um miðborg Reykjavíkur og er leiðsögnin ein- ungis á ensku í þetta sinn. Hinsegin bókmennta- ganga í miðbænum Á laugardag Sunnan 8-13 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en annars heldur hægari og bjart með köflum. Hiti víða 13 til 18 stig, en allt að 23 stigum norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-15 m/s og rigning eða súld vestantil, en heldur hægara og bjartviðri eystra. Búast má við ryk- mistri norðaustantil. Hiti víða 13-18 stig, en allt að 27 austast. VEÐUR Keflvíkingurinn reyndi, Jó- hann Birnir Guðmundsson, er leikmaður 14. umferðar hjá Morgunblaðinu og segir að það hafi aldrei verið eins gaman að spila fótbolta og með Keflavíkurliðinu í sum- ar. Hann og fleiri eldri leik- menn hafa stutt vel við bak- ið á ungum og efnilegum piltum í liðinu. „Þetta snýst svolítið um að láta þessa stráka vita hve góðir þeir eru,“ segir Jóhann. »2-3 Aldrei eins gaman að spila fótbolta Usain Bolt varð í gærkvöld fyrsti maðurinn í sögu Ólympíuleikanna til að vinna bæði 100 og 200 metra hlaup karla á tvennum leikum í röð. Hann gerði það í Peking fyrir fjór- um árum og lék sama leik í London með fjórða hrað- asta hlaupi sögunnar í 200 metr- unum. »4 Bolt fyrstur að vinna tvöfalt í annað sinn Þór/KA styrkti heldur betur stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í gærkvöld. Akureyrarliðið vann stórsigur á FH, 6:0, á meðan skæðustu keppinautarnir töpuðu stigum. Stjarn- an lá heima gegn Val, 2:3, og Breiðablik mátti sætta sig við jafntefli á Selfossi, 3:3. Þetta þýðir að nái Þór/KA 10 stig- um í síðustu fimm leikjunum verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta skipti. »2 Þór/KA þarf tíu stig enn til að verða meistari ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Upprunalega ætlaði ég bara að stoppa hérna í sólarhring en sprung- ið hafði á hjólinu mínu,“ segir Katr- ina Cullen, leiðsögumaður frá ástr- ölsku eyjunni Tasmaníu, aðspurð hvernig hún endaði óvænt sem starfsmaður á kaffihúsinu Simba- höllinni á Þingeyri. „Ég velti síðan fyrir mér hvort ég gæti ekki stoppað hér aðeins lengur, skoðað náttúruna betur og kynnst fólki, á sama tíma og ég gerði eitthvað gagnlegt,“ bætir hún við. Úr varð að Kat hefur dvalið í Dýrafirðinum í á þriðju viku þar sem hún gengur í ýmis störf bæði á kaffi- húsinu sem og hestaleigu í eigu sömu aðila, auk þess að aðstoða við barnapössun og fleira. Dvelur hún hér á landi til loka ágústmánaðar en snýr þá heim til Tasmaníu þar sem sumarið fer í hönd. Hjólað fyrir Tasmaníudjöfulinn Kat er mikil útivistarkona og hafði að eigin sögn alltaf dreymt um að sækja Ísland heim. Einkum var það óspillt náttúran sem heillaði, en hún er menntaður grasafræðingur, auk þess sem hún þekkti til íslenska hestsins. Ferð hennar til Íslands nú er hluti af fjáröflun til styrktar verndun og rannsóknum á Tasmaníudjöflinum ástralska. Hefur sérstakt krabba- mein, sem bundið er við dýrastofn- inn, fellt um 80% hans á fáum árum. Að sögn Kat er heimamönnum mjög umhugað um að koma í veg fyrir að eins fari fyrir djöflinum og Tasmaníu-tígrinum, öðru einkennis- tákni eyjarinnar, og hann deyi út án þess að nokkuð sé að gert. Hefur Kat verið á hjólaferðalagi í tæplega þrjá mánuði þar sem hún fór um bæði Svíþjóð og Noreg áður en hún kom til Íslands. Auk þess að hjóla hér tekur hún þátt í Reykja- víkurmaraþoninu hinn 18. ágúst nk. þar sem hún reynir við sitt fyrsta maraþon. Starfar á gamalli fangaeyju Í heimalandinu starfar Kat sem leiðsögumaður á sumrin. Fylgir hún þar hópum ungra sem aldinna í margskonar útivistarferðir, þar sem m.a. er gengið, hjólað, klifrað eða ferðast um á hestum. Hún býr í höfuðborginni Hobart en ferðast víða vegna vinnunnar. Hún dvelst til dæmis mikið á eyjunni Maria Island. Eyjan er þekkt fyrir fagran þjóð- garð en á nýlendutímanum voru fangar vistaðir á henni. Í dag er hún þekkt sem mikil náttúruperla og stendur m.a. til að reyna að koma þar upp ósýktum stofni Tasmaníu- djöfla, í von um að þeir fái þar þrifist. Frá Tasmaníu í Simbahöllina  Tasmaníudjöfl- ar drógu Kat Cull- en til Dýrafjarðar Ljósmynd/Martino Madelli Langt að komin Ævintýrakonan Kat Cullen við vöfflujárnið í Simbahöllinni. Langt er á milli Dýrafjarðar og heima- slóða hennar á Tasmaníu. Kann hún afar vel við sig á Þingeyri og hugsar sér jafnvel að snúa aftur að ári. Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri hefur notið mikilla vinsælda jafnt meðal ferðamanna sem heima- manna allt frá opnun árið 2009. Dregur kaffihúsið nafn sitt af Sigmundi Jónssyni kaupmanni, sem reisti hina reisulegu bygg- ingu, sem hýsir starfsemina, árið 1915 og rak þar verslun til fjölda ára. Janne Kristensen og Wouter Van Hoeymissen hafa rekið kaffi- hús í höllinni sem er opin á sumrin og um páska. Eru belg- ískar vöfflur sem þar fást m.a. orðnar vel þekktar auk annarra veitinga. Að sögn Janne er töluvert um að erlendir ferðamenn hafi sam- band og óski eftir að fá að taka til hendinni á kaffihúsinu eða hesta- og hjólaleigu þeirra hjóna yfir sumartímann. Hafa þau reynt að verða við þessum óskum eftir megni og gert fólki þannig kleift að kynnast lífinu í Dýrafirðinum. Eftirsótt að taka til hendinni SIMBAHÖLLIN Á ÞINGEYRI VINSÆL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.