Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Hátíðin í ár er sérstaklega tileinkuð sönglist- inni,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, messó- sópran og listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. Hátíðin fer fram 10.-12. ágúst en þetta mun vera í 22. skiptið sem tónleikarnir fara fram. Meðal atriða á efnisskrá eru tónleikar í kvöld kl. 21 þar sem Hrólfur Sæmundsson barí- tónsöngvari, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari og Guð- rún flytja tónlist eftir ýmis tón- skáld sem byggja á þjóðlaga- arfi ólíkra þjóða. Á laugardaginn kl. 17 flytja svo Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríð- ur Alda Sigurðardóttir píanóleikari þýsk og ís- lensk sönglög og ballöður. Lokatónleikar hátíð- arinnar fara fram á sunnudaginn, 12. ágúst, kl. 15 en á efnisskrá lokatónleikana er m.a. frumflutn- ingur Kammerkórs Suðurlands og Guðrúnar á nýju verki eftir Kjartan Sveinsson úr hljómsveit- inni Sigur Rós sem nefnist Stríð. „Ég heyrði fyrst verk eftir Kjartan á Myrkum músíkdögum í jan- úar sem Kammerkór Suðurlands flutti og varð rosalega hrifin. Þá fór ég að hlusta á verk eftir hann sem heitir Credo sem er einnig fyrir kór. Í kjölfarið af því vildi ég endilega fá hann til þess að koma og semja verk fyrir hátíðina,“ segir Guðrún. Stríð er tónverk við ljóð Halldórs Laxness úr Sjálfstæðu fólki sem Bjartur í Sumarhúsum samdi til Ástu Sóllilju. „Tár í augun og kökk í hálsinn“ „Ég myndi segja að verkið sé eyrnaormur. Það er einstaklega fallega skrifað verk fyrir blandaðan kór og messósópran. Þegar ég er að æfa verkið þá finnst mér bæði ljóðið og samhengið svo fallegt að ég fæ ég tár í augun og kökk í hálsinn og get varla sungið. Ég verð að taka á öllu mínu til þess að ein- beita mér að tónlistinni,“ segir Guðrún. Hún bætir við að frumflutningur á verki Kjart- ans sé ekki það eina sem gerir efnisskrá tón- leikanna einstaka. „Á lokatónleikunum er öll efn- isskráin með tónlist eftir núlifandi tónskáld en það er mjög óvenjulegt á klassískum tónleikum. Fjögur af tónskáldunum sem eiga verk á efnis- skrá tónleikanna syngja einnig í kórnum, sem er sömuleiðis mjög sérstakt,“ segir Guðrún. Íslensk tónskáld flutt í Navarra Hátíðin hefur verið í samstarfi við tónlistar- hátíðir á Spáni síðastliðin þrjú ár þar sem verk eftir íslensk tónskáld hafa verið flutt á tónlistar- hátíð í Navarra á Spáni sem nefnist Festival Internacional de Música de Navarra. „Ég hef mikinn áhuga á að flytja út nýja tónlist eftir ís- lensk tónskáld og kynna þau verk ekki bara á Ís- landi heldur líka erlendis,“ segir Guðrún. Í ár mun hún flytja verkið Sumarmorgun á Heimaey eftir Kjartan ásamt frönskum kór í samstarfi við franska tónlistarhátíð en á seinasta ári var verk eftir Hauk Tómasson flutt og á árinu þar á undan verk eftir Daníel Bjarnason. Öll verkin sem Guð- rún hefur flutt á spænsku tónlistarhátíðinni hafa verið samin sérstaklega í tilefni Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. „Það skemmtilega við tón- listina er að allir geta notið hennar óháð því frá hvaða landi hún kemur. Fólk skynjar einhver skilaboð í gegnum tónlistina því hún er alþjóðlegt tungumál,“ segir Guðrún. Tónleikahátíð á Klaustri  Tónverk eftir Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós verður frumflutt á Kammer- tónleikum á Kirkjubæjarklaustri  Ný verk eftir íslensk tónskáld flutt á Spáni Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Kammerkór Suðurlands með Guðrúnu Jóhönnu og Hilmari Arnari Agnarssyni. Á sunnudaginn verður verkið Stríð, eftir Kjartan Sveinsson, frumflutt. Kjartan Sveinsson Mannshár sem gæti verið af höfði listamanns- ins Vincent van Gogh hefur verið fjarlægt úr mál- verkinu Kyrra- lífsmynd með silkibóndarósum. Hárið var fjar- lægt til að bera það saman við DNA eftirlifandi ættingja hollenska málarans til að skera úr um hvort verkið væri hans eður ei. Verkið fannst árið 1977 og hefur síðan þá verið deilt um uppruna þess. Meint hár van Goghs í málverki Vincent van Gogh Leikarinn Rus- sell Crowe er ið- inn við tístið á vefnum Twitter. Hann hefur verið við tökur á kvik- myndinni Noah í Reynisfjöru und- anfarna daga en tökulið er nú far- ið þaðan. „Ískaldur jökul- vindur skekur nóttina, askan breið- ir úr sér á himni.. tími kominn til að syngja vögguvísu …“ tístir Crowe og býður sonum Nóa góða nótt, þeim Sem, Kam og Jafet. Greinilegt að ljóðskáld blundar í leikaranum góða. Russell Crowe háfleygur í tístinu Russell Crowe Bandaríski kántrísöngv- arinn Randy Travis var hand- tekinn þriðju- dagskvöldið sl. fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og var hann nakinn þeg- ar lögreglumenn komu að honum. Hann hafði áður ekið á vegatálma um 60 km norður af borginni Dallas. Travis er sagður hafa hótað lögreglumönnunum. Handtekinn alls- nakinn og ölvaður Lögreglumynd af Randy Travis. Rannveig Káradóttir sópran og Kristján Jóhannesson baritón syngja í dag kl. 17 íslensk ein- sönglög í Kaldalóni í Hörpu við undirleik Matthildar Önnu Gísla- dóttur og eru tónleikarnir hluti af tónleikaröð þar sem íslensk söng- tónlist er sungin og kynnt. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson og Pál Ísólfsson. Rann- veig og Kristján eru í söngnámi en Rannveig heldur til framhaldsnáms í Lundúnum í haust. Kristján nem- ur söng hjá Kristjáni Jóhannssyni. Ungir söngvarar flytja ís- lensk einsöngslög í Hörpu Einsöngur Rannveig Káradóttir. Það verður mikið um að vera í dag í miðstöð myndlistar á Austurlandi, Skaftfelli. Þýski listamaðurinn Jens Reichert mun halda kynningu kl. 15.30 á verkum sínum og afhjúpa hljóðverkið „Trying to teach Ice- landic while living in Germany“ sem fjallar um samband ein- staklingsins við tungumálið. Kl. 16 sýnir eistneski kvikmyndagerð- armaðurinn Ülo Pikkov stuttmynd sína Body Memory sem hlotið hefur fjölda verðlauna. Síðast en ekki síst verður opnuð einkasýning Viktors Péturs Hannessonar, Endurfæðing svarta einhyrningsins. Viktor mun við opnun kl. 17 fremja gjörning við hafnargarðinn, á Bjólfsbakka, end- urheimta einhyrninginn af hafs- botni og svo hlúa að honum í opinni vinnustofu í Bókabúð-verkefnarými í eina viku. Nánar á skaftfell.is. Þrír listamenn í Skaftfelli Íslenska Kynningarmynd fyrir hljóðverk Jens Reicherts. Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 FÁST HJÁ OKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.