Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is H ugmyndir eru uppi um að hækka virðis- aukaskatt á gistingu. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu segja slíka hækkun jafngilda rothöggi fyrir ferðaþjónustu í landinu auk þess sem hún komi til með að ýta undir svarta starfsemi. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra munu í dag, föstudag, funda með fulltrúum Samtaka ferðaþjónust- unnar um málið. Fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um hugsanlega skattahækkun fyrr en eftir fundinn og stjórnvöld hafa látið í ljós að engin ákvörðun verði tekin nema í samvinnu við hagsmunaaðila. Sam- tök ferðaþjónustunnar segja að lítil samvinna hafi verið hingað til og ótrúlegt sé að stjórnvöld ætli að leggja skattahækkun á grein sem sé á uppleið. Nú er virðisaukaskattur á gist- ingu í lægra skattþrepinu, eða 7%, sem er undantekning frá efra skatt- þrepi virðisaukaskatts sem er 25,5%. Það er m.a. gert til að lækka gistikostnað og laða að ferðamenn sem koma með erlendan gjaldeyri inn í landið. Verði virðisaukaskattur á gistingu hækkaður verður hann því 25,5% sem jafngildir 17,3% verðhækkun samkvæmt Samtökum ferðaþjónustunnar. Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tekjur í ferðaþjónustu hafa vaxið gríðarlega. „Það má búast við að það séu í kringum 200 milljarðar í erlendum gjaldeyri sem koma inn í landið á þessu ári og skatttekjur eru hátt í 20 milljarðar. Ætla menn að fara að hrista þennan bát?“ spyr Erna. Með því hæsta sem þekkist Erna segir engan markað geta tekið á móti slíkri hækkun og hún komi sér afar illa fyrir samkeppnis- hæfni Íslands. „Það þarf svona 18 mánaða fyrirvara ef það á að hækka skatt á ferðaþjónustuna. Ég tala nú ekki um varðandi ráðstefnur og hópferðir en það er búið að ganga frá samningum langt fram í tím- ann,“ segir Erna. Hún segir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu sé í lægra skattþrepinu í lang- flestum löndum og ef hann verði hækkaður upp í 25,5% á Íslandi sé það með því hæsta sem gerist í heiminum. „Það getur munað einni prósentu hvort Ísland nær t.d. ein- hverri ráðstefnu hingað til lands eða ekki,“ segir Erna. Baráttan um ferðamenn sé mikil, ekki síst á vet- urna. Í því sambandi bendir Erna á að ríkisstjórnin leggi nú til peninga í verkefnið „Ísland allt árið“ sem ætlað er að kynna Ísland sem áfangastað á veturna. „Það er mjög skrítið að veita pening með vinstri hendinni og veita svo rothögg með hægri hendinni. Það er mjög mikil samkeppni um vetrartímann, það vilja allir laga árstíðarsveiflur hjá sér, við erum ekki eina landið,“ seg- ir Erna. Samtök ferðaþjónustunnar segja skattahækkun geta haft áhrif á svarta starfsemi á kostnað ann- arra aðila. „Við sýndum fram á það í fyrra að það voru fleiri leyfislaus rúm á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Grand hótel og Hilton samanlagt. Það hvarflar ekki að mér að þeir sem ekki sækja um leyfi fyrir fyrirtækjum sínum borgi mikla skatta enda hafa rannsóknir rík- isskattstjóra sýnt fram á að það þrífst svört atvinnu- starfsemi í þessari grein, eins og svo sem mörgum öðrum.“ Hver skattprósenta getur skipt sköpum Morgunblaðið/Eggert Ferðamál Hugmyndir stjórnvalda um hærri virðisaukaskatt á gistingu leggjast afar illa í ferðaþjónustuna. Það geta ekki allir gist í tjaldi. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil um-ræða fernú fram um Evrópusam- bandið um álfuna þvera og endi- langa. Tony Blair óttast að verði þjóðar- atkvæðagreiðsla um veru Breta í ESB muni niðurstaða hennar verða brottför Breta úr sambandinu. Stjórnmálaelítan í Bret- landi hefur sameinast um það í meira en þrjá áratugi að koma í veg fyrir að til þjóð- aratkvæðagreiðslu um veru eða útgöngu kæmi. Hefur öll- um brögðum verið beitt. Það var fyrsta verk núverandi for- sætisráðherra að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárígildið, sem kennt er við Lissabon. Þóttist hann hafa fallið á tíma með málið, og því ekki getað efnt sitt loforð. En nú óttast elítan mjög um framhaldið. Óttinn stafar af því að óum- deilt er orðið að evrunni verði ekki bjargað nema aðildarríki hennar taki stórskref í átt að stórríki Evrópu, með hlut- fallslegu fullveldisafsali ein- stakra ríkja, svo það verði naumast annað en nafnið eitt. Bretar muni aldrei getað tek- ið þátt í slíku og fullveldisafsal í svo stórum stíl um alla álfu geti aldrei orðið nema með gerbreytingum á sáttmálum ESB og það muni kosta þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem allir þykjast vita hvernig færi. Af þessum ástæðum og vegna almennrar upplausnar á evrusvæðinu fer þessi mikla umræða nú fram alls staðar í álfunni. Reyndar með einni sláandi undantekningu, Ís- landi, sjálfu „umsóknarrík- inu“. Þar hafa þeir sem eiga að vera í forystu slíkrar um- ræðu engar forsendur til að taka þátt í þeim, hvað þá að leiða þær. Þó eru þetta sömu aðilar og fengu samþykkt á Alþingi, án nokkurrar um- ræðu meðal þjóðarinnar, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB! Strax frá fyrsta degi var leitast við að tryggja að ekki gæti orðið neinn grundvöllur fyrir upplýstri umræðu um svo einstæða ákvörðun í sögu þjóðarinnar, ef árangursríkri ásælni Hákons „fúla“ um mið- bik 13. aldar er sleppt. Látið var eins og markmiðið með að- ildarumsókn Íslands væri alls ekki það sem var þó heiti til- lögunnar og efni og gefið til kynna að markmiðið væri ekki endilega að fullgilda hina samþykktu umsókn. Þess vegna gæti annar stjórn- arflokkurinn stutt málið með há- stemmdum yf- irlýsingum um að hann væri á móti aðild. Ákvörðun héti að vísu, af tæknilegum ástæðum, aðild- arumsókn, en væri í rauninni aðeins þreifingar um hvað í aðild fælist og svo myndu menn fá að „kíkja í pakkann“ í lok þessa ferils. Talsmenn Evrópusam- bandsins, sem engar sér- stakar trúnaðarskyldur hafa við íslenska þjóð, voru ekki jafnófyrirleitnir. Þeir mega eiga að þeir sögðu strax frá upphafi að þessi lýsing væri af og frá. Þeir vísuðu í bindandi og ófrávíkjanlega forskrift sambandsins sjálfs. Þar eru „umsóknarríki“ beinlínis vör- uð við því að halda því fram við íbúa landa sinna að eigin- legar samningaviðræður myndu eiga sér stað. Engar slíkar viðræður myndu eiga sér stað. Þetta væri krossa- próf sem lagt væri fyrir aðild- arríkið. Óþekkt væri sú tegund krossaprófa sem fælist í samningaviðræðum próftaka við prófdómarann. Stækk- unarstjórinn myndi með sínu fólki eiga umræður og yfirferð með fulltrúum umsóknarrík- isins Íslands. Við þá yfirferð yrði skoðað hvað reglur Ís- land hefði þegar innleitt og fulltrúar íslenskra stjórn- valda látnir gera grein fyrir því hvenær þau yrðu búin að innleiða þær reglur og tilskip- anir sem út af stæðu. Kaflar yrðu „opnaðir“ um einstaka málaflokka. Þegar stækkunarstjórinn hefði lýst því yfir að kröfur ESB hefðu verið uppfylltar yrði þeim köflum lokað. Allt hefur þetta gengið eft- ir. Dengt hefur verið inn reglum og tilskipunum, sem stækkunarstjórinn hefur talið nauðsynlegar til að aðlög- unarferlið gæti haldið áfram. Íslensk stjórnvöld og Alþingi hafa samþykkt allt gumsið blindandi. Tugir þýðenda voru ráðnir til starfa til að tryggja að ekki yrðu neinar tafir á inn- leiðingu. Ekkert einasta dæmi hefur verið nefnt um að samið hafi verið um eitthvað þau tæpu þrjú ár sem einhverjir óheiðarlegustu umboðsmenn Íslands fyrr og síðar hafa haldið því að þjóðinni sinni að þeir væru á fullri ferð í samn- ingaviðræðum sem „viðsemj- andinn“ hefur ítrekað áréttað að fari alls ekki fram. Allt verður þetta gert upp þótt síð- ar verði. Blindingjarnir í brusseltaumnum láta leiða sig þrátt fyrir alla upplausn} Ólíku er saman að jafna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Alþingi samþykkti í fyrra lög um gistináttagjald sem kveða á um að greiða skuli 100 krónur fyrir hverja gistinótt á hótelum en 50 krónur fyrir gistingu á öðrum gististöðum. Gjaldið á að fara í viðhald ferðamannastaða. Það mun ekki hafa skilað áætluðum tekjum og því hefur hækkun virðisaukaskatts verið nefnd til að koma til móts við það. „Ef mönnum hefur ekki tekist að innheimta gjaldið er það nátt- úrlega bara mál stjórnvalda. Við vöruðum við því strax í upphafi að þetta yrði mjög ill- innheimtanlegt,“ segir Erna Hauksdóttir hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar. Hún segir gríðarlegan fjölda að- ila starfrækja gisti- þjónustu um allt land án leyfa og þeir greiði því eng- in gjöld. Margir starfa án leyfa GISTINÁTTAGJÖLD Erna Hauksdóttir S kyldi það hafa farið framhjá ein- hverjum, þá fara þessa dagana fram Ólympíuleikar í London. Þeir eru býsna merkilegir fyrir margra hluta sakir. Til dæmis er þetta í fyrsta skiptið í sögu leik- anna, sem öll þátttökulöndin senda keppendur af báðum kynjum til leiks, en nú tóku þátt- kvenkyns keppendur frá Sádi-Arabíu, Brúnei og Katar. Konurnar „fengu“ að keppa á leikunum með þeim skilyrðum að þær höguðu sér sóma- samlega, hyldu líkama sinn (eins mikið og hægt væri þegar verið væri að keppa í íþróttum) og þeim er að auki uppálagt að vera ekki að blanda geði við karlkyns keppendur. Annað blað var brotið á leikunum í ár, þeg- ar konur kepptu í fyrsta skipti í boxi. En fleiri blöð á eftir að brjóta. Til dæmis verður ánægjulegt þegar íþróttakonur fá þá umfjöllun sem þeim ber. Bandarísk fimleikakona sem keppir á Ólympíu- leikunum var ofsótt í netheimum vegna þess að hár- greiðsla hennar þótti ekki nógu smart. Ljót orð hafa ver- ið látin falla opinberlega um breska lyftingakonu vegna þess að hún er ekki nógu kvenleg að sumra mati. Aftur á móti eru strandblakskonur gagnrýndar fyrir að vera of sætar og hundskammaðar fyrir að vera í bikiníi. Bandarísk sundkona er sögð líta út eins og hún sé þroskaheft og sé eitthvað að marka fjölmiðlaumfjöllun þá lítur bresk afrekskona í sundi út eins og höfrungur. Þá eru brasilískar knattspyrnukonur gagn- rýndar fyrir að vera of feitar. Allt eru þetta afrekskonur, sem hafa æft íþrótt sína í mörg ár, margar þeirra hafa íþrótt- ina að atvinnu sinni. En allt það fellur í skugg- ann af hárgreiðslu þeirra eða vaxtarlagi. Hvernig í ósköpunum eiga þær eiginlega að vera til að sleppa við svona gagnrýni? Meira að segja Jessica Ennis, ein helsta frjálsíþrótta- stjarna Breta, er kölluð fituhlunkur. Annars hafa fáir líklega gengið jafn langt í þessum efnum og Boris Johnson, borg- arstjóri í London, með ummælum sínum í breska dagblaðinu Telegraph þar sem hann segir að ein helsta ástæðan fyrir áhuga manna á Ólympíuleikunum sé hálfnöktu kon- urnar sem keppa þar í strandblaki og „glitra eins og hálfvotir otrar“. Það er auðvitað alveg með ólíkindum hversu margir eru tilbúnir til að tjá sig um hvernig kvenfólk á að líta út. Þetta einskorðast ekkert við íþróttakonur, til dæmis hafa ýmsar konur í stjórnmálum talað um að stundum sé miklu meira rætt um útlit þeirra en hvað þær hafi fram að færa. En þegar maður les athugasemdir um íþrótta- konur, eins og sagt er frá hérna að ofan, dettur manni helst í hug að viðkomandi hafi í misgáningi stillt á rásina sem sendir út Ólympíuleikana, en hafi í raun og veru ætl- að að horfa á fegurðarsamkeppni. (Það er að segja, ef slík fyrirbæri eru ennþá sýnd í sjónvarpi). annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Kynlegir Ólympíuleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.