Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Bjóðum öflugar og endingargóðar vélar frá Electrolux og Primus. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og við aðstoðum þig við að finna hagkvæmustu lausnina. ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, STRAU- OG BROTVÉLAR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Grafin var rás í landið á Hrafna- björgum í Laugardal við Ísafjarð- ardjúp í gærkvöldi þar sem sinueld- ar hafa logað síðan á föstudag. Rásin á að koma í veg fyrir að eld- urinn geti breiðst frekar út. Þegar eldurinn kom fyrst upp var hann afmarkaður í svokölluðum Hrossatanga en að undanförnu hef- ur hann breiðst hratt út og talið er að um fimm hektarar lands hafi þegar brunnið. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Slökkviliðsmenn frá Ísafirði, Bol- ungarvík og Súðavík hafa við erf- iðar aðstæður barist við gróðureld- ana og hafa þeir m.a. notið liðsinnis björgunarsveita og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Að auki hef- ur verið notast við haugsugu sem dælt hefur miklu magni af vatni yfir brunasvæðið en vegna bilunar var ekki von á annarri slíkri til að- stoðar. „Við erum ekki vanir þessu“ Um 20 slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en mjög erfiðlega hef- ur gengið að ráða niðurlögum elds- ins sem ítrekað hefur blossað upp aftur. „Ég er að reyna að finna skipti- mannskap þannig að þeir fái hvíld, því þetta er miklu meira en erf- iðisvinna,“ segir Þorbjörn Jóhann, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, og bætir við að hópurinn sé, þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður, brattur og gangi einbeittur til verks. Mannskapurinn er ekki mjög vanur því að takast á við gróð- urbruna af þessari stærðargráðu og því má segja að aðgerðin sé að vissu leyti spiluð af fingrum fram. „Við höfum náttúrlega ráðfært okkur við þá sem hafa lent mikið í þessu en við erum ekki vanir þessu hér fyrir vestan. Það er mjög sjaldgæft að fá svona jarðvegsbruna,“ segir Þor- björn Jóhann en meðal þess sem torveldar slökkvistörf eru sterkir vindar á svæðinu og hversu vel glóð hefur náð að læsa sig í mó og mosa. „Það er glóð alls staðar undir og eldurinn blæs bara upp við vind.“ Veðurspá næstu daga er fremur óhagstæð en spáð er nokkuð hvöss- um vindi og má því allt eins búast við að slökkvistörf dragist eitthvað á langinn. Í gær barst kærkominn liðsauki frá Hólmavík en þrátt fyrir aukinn mannskap segir Þorbjörn Jóhann nokkuð ljóst að kalla verði eftir enn frekari aðstoð takist ekki að slökkva eldinn á næstunni. „Ætli maður endi ekki hjá stóra bróður,“ segir hann spurður hvort leitað verði á náðir Slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu og bætir við: „Ef það er útlit fyrir að við séum að missa þetta, þá hikum við ekkert við það.“ Geta sent tugi manna á svæðið Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það sjálfsagt að senda bæði mannskap og búnað vestur til að- stoðar verði þess óskað. „Þetta eru mjög mannkrefjandi aðgerðir og erfitt slökkvistarf því þegar glóðin og eldurinn eru komin í ræturnar er mjög erfitt að eiga við þetta,“ segir Jón Viðar en að auki segir hann slökkviliðsmenn þurfa að beita sér- stakri aðferð þegar tekist er á við gróðurelda af þessari stærðargráðu. Í því samhengi bendir hann m.a. á að mikilvægt sé að setja upp ákveðnar varnarlínur og kalla fljótt út mikinn mannskap. „Þannig kom- umst við aðeins fram fyrir vandann en ef fáir menn berjast við svona eld þurfa þeir dálítið að elta vand- ann.“ Berist slökkviliðinu á höfuðborg- arsvæðinu beiðni um aðstoð segist Jón Viðar geta sent nokkra tugi slökkviliðsmanna ásamt öflugum tækjabúnaði á svæðið. „Það er best að senda menn í flugi en svo er líka hægt að aka búnaði vestur. Við er- um með slöngugám á gámabíl sem er með nokkur hundruð metra af slöngum og svo erum við með laus- ar dælur sem við myndum senni- lega senda líka,“ segir Jón Viðar en segir mikilvægast af öllu að fá fleiri hendur til að vinna verkið. Gróðureldar hafa logað í viku Barátta Vika er nú liðin frá því að eldur kviknaði í Laugardal við Ísafjarðardjúp og nutu slökkviliðsmenn um stund liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar. Beltagrafa bjó til rof í gróðurþekju til að hefta frekari útbreiðslu eldsins.  Um tuttugu slökkviliðsmenn börðust við eldinn í gær  Slökkviliðsstjórinn á Ísafirði útilokar ekki að kalla eftir aðstoð af höfuðborgarsvæðinu  Haugsugur, beltagrafa og þyrla Gæslunnar notuð við verkið Eldur í Laugardal Sk öt uf jö rð ur M jó ifj ör ðu r Lóndjúp Hrafnabjörg BirnustaðirLaugaból Laugabólsvatn La ug ard alu r Loftmyndir ehf. Veiðihús Eldsupptök Ætlunin var að flytja 20 tonna haugsugu frá Flúðum í Hrunamannahreppi vestur í Djúp, en bilun kom upp svo það brást. Málið verður skoðað í dag ef við- gerðir takast, en haugsugan sem um ræðir hefur verið nýtt við slökkvistarf sinuelda á Suðurlandi við góða raun. Ástandið er að sögn viðstaddra mjög erfitt við- ureignar, mikið er um eldsmat og lítið þurfi til að eldur blossi upp á nýjan leik. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, segir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar hafa skipt sköpum við að ná tökum á ástand- inu en á ekki von á að hún verði notuð meira. „Á meðan við getum komið í veg fyrir að eldurinn breiðist frekar út teljum við að það sé frekar þessara tækja að slökkva glóð og staka elda sem koma upp.“ Þyrlan verður þó í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Þyrlan veitti mikilvæga aðstoð GRÓÐURELDAR Á VESTFJÖRÐUM Ómar Már Jónsson Sr. Þorvaldur Víðisson hefur verið ráðinn biskupsritari úr hópi 30 um- sækjenda, 15 karla og 15 kvenna. Var hann talinn best til þess fallinn að gegna starfinu og hefur hann störf með haustinu, segir í frétt á vef þjóðkirkjunnar. Hagvangur annaðist umsóknarferlið. Sr. Þorvaldur er 39 ára að aldri. Hann útskrifaðist frá Háskóla Ís- lands með kandídatspróf í guð- fræði árið 2001. Hann vígðist til prests árið 2002 og tók við prests- starfi í Vestmannaeyjum það ár og starfaði þar til ársins 2006. Hann var síðan miðborgarprestur á ár- unum 2006 til 2010 og síðan prestur í Nes- kirkju til apríl 2011. Frá apríl 2011 hefur hann gegnt sóknar- prestsstöðu í Niðaróssbisk- upsdæmi í Nor- egi. Séra Þorvald- ur Karl Helgason hefur gegnt starfi biskupsritara undanfarin ár en hann sagði starfinu lausu. sisi@mbl.is Þorvaldur Víðisson ráðinn biskupsritari Þorvaldur Víðisson Valnefnd Langholtsprestakalls ákvað á fundi sínum 1. ágúst sl. að leggja til við biskup Íslands að sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir yrði skipuð í embætti sóknarprests í Langholtsprestakalli frá 1. októ- ber nk. Umsóknarfrestur um embættið rann út hinn 18. júlí sl. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Biskup skipar þann umsækjanda í embættið sem valnefnd hefur náð samstöðu um, enda telji hann niðurstöðu valnefndar reista á lögmætum sjónarmiðum. Umsækjendur auk séra Guð- bjargar voru: Séra Jón Ragn- arsson, séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, Sveinbjörn Dagnýjarson guðfræðingur, séra Þórhildur Ólafs, séra Þórir Jökull Þorsteinsson og séra Þorvaldur Víðisson. Séra Jón Helgi Þór- arinsson hefur gegnt embætti sóknarprests við Langholts- kirkju. Séra Guð- björg er 43 ára gömul og starfar nú sem prestur við Hafnarfjarð- arkirkju. Hún hefur verið prestur í þjóðkirkjunni frá 1998. Hún var lengi sóknarprestur á Sauð- árkróki en hefur einnig gegnt prestsþjónustu í Reykjavík og á Selfossi. Hún er jafnframt for- maður Prestafélags Íslands. sisi@mbl.is Séra Guðbjörg í Langholtsprestakall Guðbjörg Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.