Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 19
leg útgjöld fyrir ríkissjóð. „Á sama hátt mætti segja að frumjöfnuður flestra skuldsettra íslenskra heim- ila sé góður, enda er þar litið fram hjá áföllnum vöxtum og verðbótum síðastliðinna þriggja ára. Frum- jöfnuður gefur því aðeins takmark- aða mynd af frammistöðu í ríkisfjármálum.“ FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Allt fyrir gluggana á einum stað Úrval - gæði - þjónusta Mælum, sérsmíðum og setjum upp News Corp, sem Rupert Murdoch fer fyrir, lækkaði verðmæti dagblaða sinna um 2,8 milljarða dollara í bók- um sínum og hefur gert 224 milljónir dollara varúðarfærslu vegna kostn- aðar tengdum hneykslismálum í Bretlandi. Hversu mikið virðið var lækkað kom fjárfestum á óvart og lækkuðu bréfin lítillega í gær. Samkvæmt til- kynningu frá félaginu má lækkunina að miklu leyti rekja til dagblaða- rekstrarins í Ástralíu. News Corp tapaði 1,6 milljörðum dollara á fjórða fjórðungi, samanborið við 683 millj- óna dollara hagnað í fyrra. Stefnt er að því að skipta rekstri News Corp í tvennt og færa dag- blaðareksturinn í sjálfstætt félag, sem væri óháð sjónvarps- og skemmtiefnisrekstrinum. Uppskipt- ingin gæti tekið ár, segir í frétt Fin- ancial Times. Enska biskupakirkjan hefur selt hlutabréf sín í News Corp, því hún efast um að stjórnendur fyrirtækis- ins standi við fyrirheit um betri viðskiptahætti. AFP Tap Feðgarnir Rupert og James Murdoch stýra News Corp. Fyrirtækið lækkaði verðmæti dagblaða sinna um 2,8 milljarða dollara í bókum sínum. Lækkar verð- mæti blaðanna  Erfiður fjórðungur fyrir News Corp Erlendar eignir Seðlabanka Íslands sem og hans erlendu skuldir lækk- uðu milli mánaða. Þetta skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar sem hefur styrkst í sumar. Erlendar eignir Seðlabankans námu um 829,8 milljörðum króna í lok júlí samanborið við 851,8 millj- arða í lok júní. Meðal erlendra eigna Seðlabankans eru gjaldeyris- forðinn, svo sem gull og erlendur gjaldeyrir. Erlendar skuldir Seðlabankans námu um 198,9 milljörðum króna í lok júlí samanborið við 212,6 millj- arða króna í lok júní. Þetta kemur fram í gögnum sem Seðlabankinn birti á heimasíðu sinni í gær. Eignir og skuldir lækka  Gengisþróun krónu ræður hér för Morgunblaðið/Ómar Gengi Gengisþróun krónu hefur að sjálfsögðu áhrif á eignir Seðlabanka. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfiseinkunn Slóveníu úr A í -A með neikvæðum horfum. Í frétt Bloomberg- fréttaveitunnar segir að ástæðan sé skortur á tímanlegri og trúverð- ugri áætlun við endurfjármögnun banka. Þá segir í fréttinni að Slóv- enía þurfi að leggja þarlendum bönkum til sem nemur 2,8 millj- örðum evra á þessu ári. Fitch lækkar Slóveníu Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Verðmiðinn Markaðsvirði Sjóvár er 12,1 milljarður króna eftir kaupin. Helgi Vífill Júlíusson helgivifll@mbl.is Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðar- forstjóri Marels, nýtti kaupréttar- samning og hagnaðist um 27 millj- ónir króna á miðvikudaginn. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að ef hann hefði ekki nýtt samn- inginn núna hefði hann runn- ið út. Yfirleitt séu samningarn- ir nýttir rétt áð- ur en þeir renni út. Hlutabréfa- kaup hans hljóð- uðu upp á 43,7 milljónir króna. „Í dag er ekki hægt að fjármagna hlutabréfakaup með lántökum – þú færð ekki lán á móti þeim,“ segir hann. Sigsteinn segir að hlutafjáreign sín í félaginu hafi ekki breyst við það að nýta þennan kauprétt. „Ég er enn með 650 þúsund hluti sem eru hluti af öðrum samningnum. Það hefur ekki breyst.“ Markaðs- virði þeirra hluta er um 93 millj- ónir króna miðað við gengið í gær. Samningurinn var gerður árið 2008. Hann keypti á miðvikudaginn hlutabréf í Marel á 62% lægra gengi en markaðsvirðið var, seldi samdægurs og hagnaðist um 27 milljónir króna. Hann keypti bréfin á genginu 87,41 og seldi á genginu 141,5. Fyrir skömmu birti Marel upp- gjör. Sigsteinn segir að samkvæmt samningnum megi innherjar ein- ungis selja bréfin á tveggja vikna tímabili, þegar fyrirtækið er nýbú- ið að birta uppgjör, svo markaður- inn viti hver staða félagsins er þeg- ar innherji selji bréf sín. Sérfræðingar á markaði sem Morgunblaðið ræddi við telja að þetta sé ekki merki um að slæmar fréttir séu framundan frá félaginu. Hefðu margir stjórnendur hins vegar selt bréf sín um svipað leyti, hefði mögulega annað verið upp á teningnum. Greining IFS, sem er óháð við- skiptabönkunum þrem, mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sín- um í Marel. Þeir meta markgengið, sem er spá um framtíðarvirði, á 1,04 evrur, sem er um 154 krónur. Gengið var 143 í gær, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hagnaður Marels á öðrum árs- fjórðungi nam sjö milljónum evra eða rúmum milljarði króna sam- anborið við 0,2 milljónir evra á sama tíma fyrir ári. Framlegðar- hlutfallið olli vonbrigðum. Tekjur jukust um 15% milli ára. Í tilkynn- ingu sagði að pantanir væru í góðu horfi, hefðu hækkað um 13,6 millj- ónir evra frá öðrum ársfjórðungi í fyrra. Kauprétturinn var við það að renna út  Aðstoðarforstjóri Marels hagnaðist um 27 milljónir króna Morgunblaðið/Ómar Kaupréttur „Í dag er ekki hægt að fjármagna hlutabréfakaup með lántök- um,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels, og nýtti kauprétt. Sigsteinn P. Grétarsson 62% ávöxtun » Kaupréttarsamningurinn var gerður árið 2008. » Hann var leystur út á mið- vikudaginn. » Munurinn á kaup og sölu- gengi er 62%. » Hagnaðurinn var 27 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.