Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS 30daga ánægjutrygging Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Það er engu líkara en að margir þeir, sem hasla sér völl í ná- munda við öflun og dreifingu orku missi fljótlega ráð og rænu, mestallt jarðsamband og tengingu við raun- veruleikann. Virðist einu gilda þótt menn hafi áður stýrt farsæl- um framleiðslufyr- irtækjum eða verið ráðherrar í rík- isstjórn Íslands við sæmilegan orðstír. Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var á vordögum var farið mikinn um eitt stærsta við- skiptatækifæri í sögu lands og þjóð- ar: Rafmagnshundur á botni Atl- antshafs til að til að flytja vistvæna orku á fjarlæga markaði. Og það átti bara að drífa í þessu. Enda þótt nýir vindar hafi virzt blása frá Landsvirkjun um að taka þurfi mið af umhverfissjónarmiðum við orkuöflun, verð orkunnar þurfi að hækka svo að auðlindin skili ein- hverju í þjóðarbúið, gefa þurfi gaum að rammaáætlun og svo framvegis þarf ekki að rýna lengi í málin til sjá að hér er um innantómt snakk að ræða til að reyna að klóra yfir ráða- gerðir sem í senn eru hæpnar og hrikalegar. Uppi eru áform um að klára mestallt virkjanlegt afl á næstu 15 árum og tvöfalda orku- framleiðsluna þannig að ekkert sé eftir nema friðaðir þjóðgarðar og Gullfoss. Auðvitað kemur röðin að þessum djásnum líka enda má leiða líkur að því að rammaáætlun sé áætlun um framkvæmdaröð fremur en hvað eigi að virkja. Og svo þarf að tvöfalda flutningsvirkin. Fyrir dyrum stendur að út- andskota Reykjanesfólkvangi frá Reykjanestá til Þingvallavatns með vegum, háspennulínum, borpöllum og tilheyrandi drasli. Banvænar gufur úr iðrum jarðar verða stór- felld ógn fyrir líf mannfólksins, eig- anda auðlindarinnar, eins og Hver- gerðingar hafa bent á. Ekki er að sjá að það dragi neitt dampinn úr orkugeggjurum enda er þetta bara venjulegt fólk og þar að auki Hver- gerðingar. Andri Snær skrifaði fyrir tveimur árum ágæta grein um græðgi og geðveiki í landi hinna klikkuðu karlmanna og Lands- virkjun réði konu í starf aðstoðarforstjóra í kjölfarið. Lítið annað hefur breytzt á þeim bæ. Þar er enn flest stórt í sniðum. Með áformum um lagningu sæstrengs til útlanda hefur orku- geggjunin náð nýjum hæðum. Það á að vísu eftir að finna upp slíkan streng, sem virkar á fjögurra kíló- metra dýpi á síkvikum botni í gjám og giljum Atlantsála. En þetta vefst ekkert fyrir okkar mönnum. Sæ- strengur yfir Atlantshafið kostar að minnsta kosti eins og ein stórvirkj- un, ef tækist á annað borð að hanna slíkan streng. Sá kostnaður vefst heldur ekki fyrir mönnum. Það vefst hins vegar verulega fyrir tagl- hnýtingi Landsvirkjunar, Lands- neti, að leggja háspennulínur á landi rúman metra ofan í jörðinni vegna kostnaðar. Úrræði taglhnýt- ingsins er að teikna háspennumöst- ur, sem eru öðruvísi ljót en stál- grindamöstrin, sem hönnuð voru á 19. öld og eru nú til stórlýta á okkar ástkæra ylhýra landi. En orkugeggjarar horfa ekki á það, heldur aðeins hvað er hag- kvæmt fyrir orkugeirann og hverjir sölumöguleika orkunnar fyrir slikk séu, eins og jafnan áður. Það er víst ekki hægt að hækka orkuverðið neitt frá því sem nú er þrátt fyrir fyrri fyrirheit enda eru menn í út- löndum búnir að finna það út að með því að bora lárétt en ekki lóðrétt í jarðlögin megi fá kynstrin öll af ódýru orkuríku gasi svo að jafnvel sums staðar má kveikja í vatninu sem rennur úr eldhúskrönunum. Vonandi fara menn ekki að bora lá- rétt í námunda við Hveragerði fyrr en þeir lungnaveiku eru farnir. Íslandsslagorðin gömlu um „Lo- west energy prices“ lifa sem sagt góðu lífi þrátt fyrir allt. Með því að gefa sér að land sem fer undir loftlínur sé einskis virði, landspjöll vegna háspennumastra séu einskis virði, óspillt víðerni séu einskis virði, zinkmengun í jarðvegi af möstrunum með tilheyrandi gróðurspjöllum kosti ekkert og raf- segulmengun skipti ekki máli hefur taglhnýtingnum tekist að sýna fram á að lítið eitt ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar en í jarð- streng. Hins vegar eru líkur á að hægt væri að ná víðtækri sátt um orkuöflun ef jarðstrengir kæmu í stað háspennumastra og hvers virði er það? Ætli jarðstrengir yrðu ekki miklu ódýrari, ef allt væri tekið með í reikninginn? En orkugeggarar hafa ekki áhuga á þjóðarsátt enda gera þeir sem minnst til að henni megi ná. Þeir hugsa fyrst og fremst um eigin hag enda virðist það vera góður kostur að þjarma að náttúrunni samanber nýframlagðar skattskrár. Verra er þó ef þingmenn þjóð- arinnar eru blindir fyrir geggj- uninni samanber nýleg ummæli for- manns atvinnuveganefndar Alþingis um að jarðstrengir séu ekki enn orðnir nægilega hag- kvæmir. En þingmenn njóta aðeins trausts innan við 10% þjóðarinnar svo að spyrja má: Er það nokkur furða? Á meðan Landsvirkjun fer um fjöll og firnindi að rannsaka virkj- anakosti í biðflokki og virkjanastaði utan rammaáætlunar er unnið að því á bak við tjöldin að koma á nauð- synlegum lagabreytingum til að veita orkugeggurum vald til að leggja háspennulínur ofanjarðar að eigin geðþótta. Hér virðist ófyrirleitnin ná nýjum hæðum og er mál að linni. Fólkið í landinu á ekki að líða örvita hags- munaðilum í orkugeiranum að ráðskast með heilsufar og nátt- úrudjásn þjóðarinnar í eiginhags- munaskyni. Af orkugeggjurum Eftir Sverri Ólafsson » Fólkið í landinu á ekki að líða örvita hagsmunaðilum í orku- geiranum að ráðskast með heilsufar og nátt- úrudjásn þjóðarinnnar í eiginhagsmunaskyni. Sverrir Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.           15. útdráttur 9. ágúst 2012                 Kr. 5.000.000 kr. 10.000.000 (tvöfaldur) 6 8 1 3 1         Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 1 5 1 3 8 6 8 0 5 2 5 3 3 5 3 9 4 7         Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 18280 23684 33771 50073 72852 78671 19303 25294 36739 68427 78449 78815         Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 5 0 0 5 7 4 5 1 5 9 1 0 2 3 9 8 3 3 3 3 8 6 4 0 0 4 7 5 5 9 3 0 7 0 9 5 3 7 9 0 5 8 2 1 1 7 6 2 7 2 4 5 7 0 3 4 3 3 7 4 1 7 6 9 5 6 2 8 3 7 3 1 4 3 1 2 0 2 8 3 4 1 1 8 1 8 6 2 4 6 7 6 3 4 6 1 1 4 2 6 5 0 5 7 6 7 6 7 4 2 6 2 2 6 1 7 8 4 3 0 1 9 5 0 7 2 5 8 7 4 3 7 2 5 5 4 5 2 1 9 5 7 8 5 7 7 4 7 2 7 3 3 0 5 1 0 2 2 2 2 0 7 3 7 2 6 0 8 1 3 7 8 1 3 4 5 4 7 7 5 8 1 7 1 7 5 2 9 5 3 8 3 3 1 0 6 7 0 2 1 7 5 0 2 6 2 2 1 3 8 5 3 0 4 8 5 2 6 6 1 5 1 3 7 6 2 9 1 4 0 1 2 1 0 8 7 0 2 2 0 9 3 2 7 5 8 4 3 8 6 0 6 5 0 3 8 8 6 2 6 4 0 7 7 3 6 8 5 2 2 8 1 2 2 5 0 2 2 4 7 3 2 8 1 7 2 3 9 4 1 4 5 0 7 3 9 6 2 6 4 4 7 7 5 3 9 5 5 2 1 1 3 3 2 1 2 3 4 8 0 2 8 5 2 9 3 9 8 1 4 5 3 6 6 4 6 3 1 7 3 7 8 9 2 9 5 6 9 0 1 4 9 0 2 2 3 8 7 4 3 1 2 4 6 3 9 9 3 3 5 3 9 9 1 6 9 1 0 3 7 9 9 9 3          Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 4 5 1 0 0 8 7 2 1 0 2 6 3 1 8 0 8 4 0 4 8 6 5 1 2 7 1 6 2 6 3 1 7 3 0 6 4 8 7 1 0 6 2 3 2 1 3 1 8 3 2 5 1 8 4 0 6 0 4 5 1 9 9 1 6 2 9 0 0 7 4 2 3 2 1 1 8 1 0 7 0 0 2 1 3 3 5 3 2 5 4 3 4 0 8 8 0 5 2 0 2 7 6 5 1 7 2 7 4 6 3 2 5 1 0 1 0 9 8 0 2 1 4 6 6 3 2 7 4 9 4 1 6 3 8 5 2 1 0 2 6 5 5 5 7 7 5 1 0 0 9 4 8 1 1 9 1 3 2 1 5 0 4 3 2 7 6 0 4 1 8 8 0 5 2 7 5 4 6 5 6 7 0 7 5 1 4 8 1 3 8 3 1 2 0 0 0 2 2 4 9 5 3 2 9 3 7 4 2 1 5 5 5 3 4 4 9 6 6 4 9 1 7 5 3 0 5 1 6 6 2 1 2 3 6 1 2 2 9 1 9 3 3 2 4 7 4 2 2 0 9 5 4 4 3 9 6 6 8 3 1 7 5 6 7 2 2 0 8 7 1 2 3 6 3 2 3 5 9 3 3 3 8 7 8 4 2 4 6 2 5 5 4 9 0 6 6 8 3 7 7 6 0 0 8 2 2 5 2 1 3 0 1 7 2 3 6 9 1 3 4 5 4 7 4 3 0 5 4 5 5 5 7 7 6 6 9 4 4 7 6 1 9 5 2 3 4 9 1 3 1 9 3 2 3 7 9 6 3 4 7 3 9 4 3 4 6 0 5 5 7 9 7 6 7 2 7 6 7 6 4 8 9 2 8 8 0 1 3 5 7 0 2 3 8 1 3 3 5 0 9 2 4 4 0 5 1 5 6 2 6 7 6 7 3 6 3 7 6 5 6 7 2 9 0 1 1 3 6 5 0 2 3 8 6 6 3 5 7 2 1 4 4 1 9 6 5 6 3 4 3 6 7 4 9 8 7 6 6 1 1 2 9 5 0 1 4 0 3 9 2 4 6 4 0 3 5 9 0 8 4 4 4 5 1 5 6 5 7 7 6 7 8 6 3 7 6 6 5 3 3 0 3 8 1 4 4 7 2 2 4 6 5 6 3 6 1 3 7 4 4 6 0 2 5 6 6 5 5 6 7 8 9 3 7 6 8 4 3 3 2 1 6 1 4 7 8 9 2 5 1 1 3 3 6 2 0 8 4 4 8 9 1 5 6 7 4 2 6 7 9 9 3 7 7 2 6 8 3 3 0 0 1 5 5 0 0 2 5 5 0 2 3 6 5 7 3 4 5 0 4 5 5 6 7 6 4 6 8 4 4 4 7 7 3 9 7 3 7 0 1 1 5 9 2 9 2 6 5 4 2 3 7 3 3 7 4 5 6 9 5 5 6 7 9 1 6 8 5 0 9 7 7 5 3 7 3 7 4 9 1 6 4 2 6 2 6 5 8 2 3 7 4 9 4 4 6 5 8 9 5 6 9 9 2 6 8 6 7 1 7 7 6 0 4 4 7 5 2 1 7 6 4 1 2 7 0 6 6 3 7 5 2 7 4 6 8 7 6 5 7 4 2 1 6 9 3 4 2 7 8 0 2 9 4 9 8 0 1 8 2 4 9 2 7 4 9 3 3 7 7 5 7 4 7 0 7 6 5 7 7 5 4 7 0 2 0 8 7 8 4 4 1 5 0 1 9 1 8 5 2 9 2 7 8 1 4 3 7 9 9 8 4 7 4 7 3 5 8 2 6 2 7 0 4 0 2 7 8 7 7 9 5 4 8 4 1 8 6 9 1 2 8 1 7 6 3 8 1 7 6 4 7 8 9 6 5 8 3 1 4 7 0 4 3 7 7 8 8 2 0 6 4 8 8 1 8 8 1 5 2 8 2 3 9 3 8 7 8 9 4 7 9 6 9 5 8 4 7 5 7 0 4 7 1 7 9 4 5 6 6 6 6 2 1 9 0 7 6 2 8 3 4 9 3 9 1 0 1 4 8 8 5 3 5 8 6 0 2 7 0 9 6 5 7 9 6 9 6 7 3 0 1 1 9 1 1 9 2 9 3 9 2 3 9 2 9 5 4 9 2 0 3 5 8 6 1 3 7 1 3 0 2 7 9 8 3 1 7 6 9 1 1 9 1 3 3 2 9 6 1 6 3 9 4 7 3 4 9 3 6 9 5 8 7 3 3 7 1 9 6 1 7 9 9 0 8 8 1 6 9 1 9 1 9 9 2 9 9 8 4 3 9 5 5 8 4 9 5 5 4 5 8 7 7 5 7 1 9 8 8 8 7 1 6 1 9 7 1 9 3 0 7 6 0 3 9 8 9 1 5 0 4 0 2 5 9 0 7 4 7 2 2 8 5 8 9 1 1 1 9 7 5 3 3 0 8 7 1 3 9 9 2 6 5 0 5 3 2 6 0 8 6 0 7 2 5 6 4 9 8 0 5 2 0 0 4 7 3 1 0 9 2 4 0 0 5 8 5 0 7 1 9 6 1 1 6 6 7 2 8 3 4 9 9 2 9 2 0 2 8 9 3 1 3 0 8 4 0 1 2 3 5 0 9 6 3 6 1 7 7 2 7 2 9 4 0 1 0 0 4 2 2 0 3 7 0 3 1 7 9 5 4 0 4 4 5 5 1 0 7 7 6 1 8 4 8 7 2 9 9 4 Næstu útdrættir fara fram 16. ágúst, 23. ágúst, & 30. ágúst 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.