Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Hjá Parka færð þú flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum Ítölskum framleiðendum Flísar eru stórglæsilegt og endingargott gólfefni, sem auðvelt er að þrífa. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Söluumboð fyrir Ray-Ban á Íslandi í 30 ár Íbúar borgarinnar Cainta í Rizal-héraði á Filippseyjum voru í óðaönn að reyna að rýma borgina í gær en mikil flóð hafa verið á svæðinu á síðustu dögum, m.a. í höfuð- borg landsins, Maníla. Stjórnvöld á Filippseyjum óskuðu í gær eftir aðstoð sjálfboðaliða við að dreifa neyðarbirgðum til þeirra tveggja milljóna manna sem orðið hafa fyrir tjóni vegna flóðanna í höfuðborginni og svæðum þar í kring. Þá vöruðu stjórnvöld einnig við því að hjálparmið- stöðvar vegna rýminga væru að fyllast. Óska eftir aðstoð frá sjálfboðaliðum AFP Mannskæð flóð standa enn yfir á Filippseyjum Tékkneska lögreglan rannsakar nú gildru sem leynilögregla komm- únistastjórnarinnar í Tékkóslóv- akíu beitti á árunum 1948-1951. Gildran fólst í því að leyni- lögreglumenn settu upp gervi- landamæri inni í landinu, yfirleitt um 50 kílómetra frá landamær- unum við Vestur-Þýskaland og Austurríki. Þegar grunlausir flóttamenn, sem ætluðu sér að flýja landið, komu síðan að „landa- mærunum“ þá tóku leyni- lögreglumenn íklæddir herbún- ingum bandamanna á móti þeim. Flóttamennirnir voru svo plataðir til þess að gefa upp nöfn á fólki sem gæti aðstoðað við gagnnjósnir, en stór hluti þess fólks endaði í fangelsi. Rannsóknin gengur erfiðlega sökum skorts á vitnum og sönn- unargögnum og er þetta í annað skiptið sem lögreglan hefur rannsókn á málinu. TÉKKLAND Lögregla rannsakar gildru kommúnista AFP Landamæri Tékkneska lögreglan rann- sakar nú gervilandamæri kommúnista. Fjórtán lík fundust í yfirgefinni bif- reið í útjaðri borgarinnar San Luis Potosi í Mexíkó í gær. Að sögn talsmanns saksóknara- embættis San Luis Potosi fylkis bendir allt til þess að morðin hafi verið framin í tengslum við skipu- lagða glæpastarfsemi. Talið er að fórnarlömbunum hafi verið rænt í Coahuila fylki í Mexíkó og flutt þaðan til San Luis Potosi þar sem þau voru myrt og lík þeirra síðan skilin eftir í bifreiðinni sem fannst nálægt bensínstöð í útjaðri borgarinnar. Fórnarlömbin voru öll karlkyns. Þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem fjöldamorð af þessu tagi er framið í San Luis Potosi borg. skulih@mbl.is MEXÍKÓ Fjórtán lík fundust í yfirgefinni bifreið AFP Morð Líkin fundust í yfirgefinni bifreið nálægt bensínstöð í útjaðri borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.