Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 ✝ Branddís Ingi-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist 28. apríl 1928 í Bæ í Steingríms- firði. Hún lést á blóðmeinadeild Landspítalans 25. júlí sl. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Ragnars Guðmundssonar, f. 11. jan. 1900, d. 7. maí 1973, og Margrétar Ólafar Guðbrands- dóttur, f. 2. ágúst 1891, d. 17. okt. 1985. Systkini Branddísar eru: Kristbjörg, f. 6. febr. 1924, d. 14. mars 2005, Ragna, f. 11. okt. 1925, d. 9. maí 2010, Bjarni, f. 13. jan. 1927 og Ingimar, f. 14. okt. 1929. Fósturbróðir Brandd- ísar er Lýður Sveinsbjörnsson, f. 1. maí 1940. Eiginmaður Branddísar var Bjarni Bjarnason, f. 30. júní fluttust síðar til Hafnarfjarðar. Þau bjuggu á Álfaskeiði, Breið- vangi og á Erluhrauni 3 er Bjarni lést. Síðustu árin bjó Branddís á Hjallabraut í Hafn- arfirði. Öll sumur voru þau Branddís norður í Bæ. Árið 1973 byggðu þau sér lítinn sumar- bústað norður í Bæ (Litli Bær) og dvöldu þar þá frá vori og langt fram á haust. Á sumrin vann Bjarni þar ýmiss konar störf, aðallega í byggingar- vinnu, en Branddís sinnti heim- ilis- og bústörfum og aðstoðaði aldraða móður sína er bjó í Bæ. Fyrir sunnan vann Branddís alla almenna vinnu utan heimilisins, m.a. í fiskvinnslu, í Stálvík, á Hótel Borg og víðar, en síðast vann hún á Hrafnistu í Hafnar- firði. Árið 1991 kynntist Brand- dís traustum og góðum manni, Kristjáni Ólafssyni frá Patreks- firði, f. 4. ágúst 1924, d. 6. apríl 1997. Kristján reyndist henni af- ar vel. Þau áttu góð ár saman, ferðuðust mikið, bæði innan- lands og utan og undu sér vel á Erluhrauninu og norður í Bæ. Útför Branddísar Ingibjargar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 10. ágúst 2012, kl. 13. 1925. Hann lést 15. júlí 1986. Þau eign- uðust einn son, Guðmund Grétar, f. 23. júlí 1946. Kona hans er Guðný S. Elíasdóttir, f. 13. sept. 1947, og eiga þau þrjú börn: 1) Elías Bjarni, f. 2. apríl 1967, kvæntur Sigríði M. Þorfinns- dóttur, börn þeirra eru: Helga Guðný, Vilhjálmur Grétar og Ingólfur Bjarni. 2) Gunnar Ingi, f. 21. febr. 1970, kvæntur Dýrleifu Ólafsdóttur, börn þeirra eru: Hlynur Már, Birkir Freyr, Róbert Aron, Ólaf- ur Örn og Hekla Lind. 3) Mar- grét Ólöf, f. 8. júní 1975, sam- býlismaður hennar er Harald Helgheim og dóttir þeirra er Mia. Branddís og Bjarni bjuggu fyrstu 20 hjúskaparárin í Bæ, en Hún elsku amma Dísa er látin, 84 ára gömul. Mig langar til að minnast hennar ömmu Dísu í nokkrum orðum. Ég hef auðvitað alltaf umgengist ömmu Dísu mikið og þekki ekki lífið án hennar. Þau afi Baddi bjuggu í Hafnarfirði eins og pabbi, mamma og við systkinin. Á sumrin fóru amma og afi ávallt norður í Bæ á Ströndum í sum- arbústaðinn Litla Bæ sem þau byggðu sér árið 1973, ég var þá 6 ára gamall. Við fjölskyldan fór- um þangað oft á hverju sumri, til að heimsækja þau, langömmu og alla hina. Það var mannmargt í Bæ og oft kátt á hjalla og ljóst að hvergi undu þau sér betur, amma og afi. Þegar ég var 10 ára gamall dvaldi ég stóran hluta sumars norður í Bæ með ömmu. Það var ævintýraferð fyrir ung- an pilt. Amma missti afa Badda árið 1986. Það var ömmu þungbært og einnig þegar sambýlismaður hennar, Kristján, féll frá árið 1997. En amma Dísa hélt áfram, dugleg og sjálfstæð. Hún var glæsileg kona, ávallt vel til höfð, mikil handavinnukona, prjónaði mikið af lopapeysum og öðru, málaði myndir og stundaði handavinnu á Hjallabrautinni. Eftir að ég stofnaði til fjöl- skyldu má segja að samskipti okkar ömmu hafi aukist og amma Dísa þá sýnt sínar allra bestu hliðar. Blíð og góð og ávallt tilbúin til að taka á móti okkur og spjalla. Þegar Helga Guðný, okkar elsta barn, var að- eins hálfsárs gömul fór amma Dísa að passa hana á daginn þegar Sigga kona mín fór að vinna aftur hluta úr degi. Amma passaði Helgu Guðnýju í nærri tvö ár og hefur samband þeirra alla tíð verið mjög sterkt. Það var mikil blessun fyrir hana Helgu Guðnýju að fá að kynnast langömmu sinni svona vel og mun hún búa að því alla tíð. Enn þann dag í dag biður Helga Guðný um „ömmumat“; slátur, fisk, saltkjöt, súpukjöt o.s.frv. en hún er ekki mikið fyrir skyndi- bita. Við fjölskyldan fórum á hverju sumri norður á Strandir í Litla Bæ og oftast með ömmu Dísu. Það var bara svo miklu skemmtilegra að hafa ömmu með, hún þekkti hvern mann og hverja þúfu. Síðastliðið sumar vorum við fjölskyldan á ferðalagi með vin- um okkar um Vesturland. Við vissum af ömmu í Litla Bæ, það var eitthvað sem togaði í okkur og við kvöddum vinina og fórum til ömmu Dísu og vorum með henni í nokkra daga í síðustu ferð hennar þangað. Í seinni tíð, eftir að við fjöl- skyldan byggðum okkar eigin bústað í Grímsnesinu bjuggum við einnig til þá hefð að taka ömmu Dísu með okkur í bústað- inn yfir hvítasunnuhelgina. Amma var mjög veik og komst ekki um síðustu hvítasunnuhelgi, en milli krabbameinsmeðferða núna í júní fór hún með okkur eina helgi. Þó að lasburða væri þá var spilað á spil fram yfir miðnætti bæði kvöldin, grillað lambalæri og borðaður hádegis- verður í blíðviðrinu úti á palli og mikið spjallað. Lítill stendur Bær á Ströndum stoltur gnæfir yfir höf og ísa. Hús það byggðu styrkum höndum hann afi og hún amma Dísa Nú þegar ævi ömmu er á enda er rétt og skylt á það að benda hve blíð og góð hún var okkar krökkum, kveðjum hana með miklum þökkum. Blessuð sé minning hennar. Elías Bjarni Guðmundsson. Í dag kveðjum við elsku ömmu Dísu, yndislega mann- eskju sem var góð við allt og alla enda var hún allra. Já, það eru margir sem áttu bein í henni ömmu. Ein af mínum fyrstu minning- um með ömmu er þegar ég var níu ára með ömmu og afa norður í bæ, fékk að vera allt sumarið, það var yndislegur tími að vera frjáls í sveitinni og fá að vinna hin ýmsu sveitastörf. Þar blómstraði amma og þar leið henni vel þekkti hverja þúfu og hvern hól. Enda þegar hún talaði um tímann norður í bæ ljómaði hún og þær eru margar sögurn- ar sem hún sagði mér frá sínum bernskuárum. Amma var lítið fyrir að láta hrósa sér en var sjálf ekki að spara hrósið þegar hún talaði um afkomendur sína. Ég ætla nú samt að hrósa ömmu því að allt sem hún gerði, gerði hún vel. Hún var mikil handavinnukona eins og peysur, vettlingar og allt sem hún prjónaði ber vitni um, einnig í seinni tíð málaði hún myndir, föndraði kort o.fl. sér og öðrum til yndisauka. Ég man eft- ir þrem heimilum sem amma átti; á Breiðvangi, Erluhrauni og nú síðast á Hjallabraut. Öll þessi heimili báru þokka ömmu með sér, hún hafði svo gaman af öllu skrauti og þá helst ef það glamp- aði eða glitraði á það. Á alla þessa staði var alltaf gaman að koma, vel tekið á móti öllum og þær eru ófáar stundirnar þegar við sátum við eldhúsborðið, gæddum okkur á kleinum, pönnukökum og öðru góðgæti sem amma hristi fram úr erm- inni, þá var oft mikið hlegið. En lífið hjá ömmu var ekki alltaf dans á rósum það reyndist henni afar erfitt að missa Badda afa í þeirra fyrstu og einu utan- landsferð saman. Blessuð sé minning hans Badda afa. Seinna kynntist amma Kristjáni Ólafs- syni og reyndist hann ömmu afar vel. Þau ferðuðust mikið bæði innan- og utanlands og áttu þau góðan tíma saman. Blessuð sé minning Kristjáns. Eftir að Kristján lést flutti amma á Hjallabraut. Þar eignaðist hún margar góðar vinkonur og átti góðan tíma allt þar til veikindi fóru að gera vart við sig. Amma barðist við veikindin af miklu æðruleysi og vann margar orr- ustur en lét undan að lokum. Þegar amma sá hvert leiðin lá boðaði hún til fjölskyldufundar og sagði okkur sem þar vorum hvernig hún vildi hafa sína eigin útför, var búin að skrifa allt í litla stílabók. Nokkrum dögum síðar lést amma Dísa. Blessuð sé minning ömmu Dísu. Elsku amma, nú ertu farin til að hitta Badda afa, Kristján, mömmu þína og pabba, systur þínar og væntanlega marga aðra en þú talaðir alltaf svo fallega um allt þetta fólk. Takk fyrir að hafa reynst mér og minni fjölskyldu svo vel í gegnum lífið, þú varst frábær amma, langamma og langa- langamma ég veit að núna ertu komin á góðan stað hjá góðu fólki og þar líður þér betur eftir þessi erfiðu veikindi. Það verður skrítið að hafa þig ekki hjá okk- ur á næsta aðfangadag en þú verður þar örugglega í huga okkar. Þú ert mér svo mikil fyr- irmynd og verður það áfram og ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar við hittumst á ný. Elsku amma, takk fyrir allt, hvíl þú í Guðs friði. Þinn, Gunnar Ingi Guðmundsson Ég sakna þín, amma Dísa mín. Ég kveikti á kerti við myndina af þér sem er alltaf í herberginu mínu og setti fallegu stytturnar sem þú gafst mér hjá kertinu, þær eru minning um þig, góða amma. Þú varst alltaf svo góð við mig, amma mín. Þú varst alltaf með okkur á aðfangadag og þú varst alltaf svo flott og fín. Mamma segir að ég hafi þennan fataáhuga frá þér. Amma þú varst engill og verð- ur það alltaf í hjarta mínu. Elska þig, amma. Þín að eilífu. Hekla Lind Gunnarsdóttir. Í dag kveð ég yndislega vin- konu mína og ömmu barnanna minna. Betri vinkonu var ekki hægt að hugsa sér; ljúf, góð, hjartahlý, glæsileg, falleg, ynd- isleg, flott, þessi orð koma upp er ég hugsa til þín. Þú varst sem engill, engill í glitrandi fötum með pallíettur. Þú gekkst í gegn- um þá þungu raun að missa eig- inmann þinn, Bjarna, fyrir aldur fram, seinna meir eignaðist þú lífsförunaut, hann Kristján þinn sem var gull af manni. Það var því erfitt fyrir þig að horfa á eft- ir honum líka, blessuð sé minn- ing þeirra beggja. Þegar þú varst orðin ein fékkstu þér kisu, sem hlaut nafnið Dúlla, þetta var dekurprinsessa sem fékk rjóma á hverjum degi, hún veitti þér svo mikla gleði. Við Gunnar sát- um hjá þér kvöldið áður en þú kvaddir, þá sáum við að á þaki spítalans sat kisa fyrir utan gluggann þinn, hún horfði á okk- ur og eftir dágóða stund hvarf hún jafn hratt og hún birtist, þá varð okkur að orði að þarna væri hún Dúlla þín komin að sækja þig. Síðustu árin misstir þú svo marga í lífi þínu sem voru þér svo kærir, systur þínar Diddu og Rögnu, og Huldu vinkonu þína, oft fékk ég símtal um að nú væru þið Hulda farnar að bíða eftir lit- un og plokkun, ég naut þess að dúlla við ykkur og spjalla, já, ég var bara ein af ykkur. Það voru erfið spor að kveðja hana Huldu okkar, en við vorum þá tvær vinkonurnar saman og studdum hvor aðra en nú verð ég ein að kveðja þig, mín kæra. Þú hugsaðir svo vel um fólkið þitt, Það áttu allir stað í hjarta þínu, enda sást það best á stórfjöl- skyldu þinni hvað allir áttu mikið í þér og tengdust þér sterkum böndum. Þær voru ófáar búða- ferðirnar okkar, ég gæti skrifað heila bók um þær. Þú dvaldir oft á æskuslóðum í litla Bæ á Ströndunum, sumarhúsinu þínu, elskaðir þennan stað. Síðasta ár- ið var hugur þinn þar. Eftir að þú veiktist ræddum við meira um alvöru lífsins heldur en áður. Þú sagðir mér oft að ég ætti besta mann í heimi, ég lofaði að gæta hans vel, fyrir þig. Þú sagðir líka við börnin mín að þau ættu allra besta pabba í heimi. Síðustu dagarnir þínir voru erf- iðir og það var átakanlegt að horfa á þig, samt svo gott að sitja hjá þér, halda í hönd þína og klappa þér á kinnarnar, ég vona að þú hafir skynjað veru okkar. Gunnar Ingi var hjá þér síðasta andartakið, sem var mikil raun fyrir hann en samt líka mikil gleði. Það var ákveðinn þráður á milli ykkar, þið áttuð svo mikið í hvort öðru. Við kom- um með börnin okkar til að kveðja þig, þú varst svo þreytt, en þú vildir ekki að við færum, við sátum hjá þér í dágóða stund, daginn eftir varstu komin eitt- hvað á flakk að undirbúa ferð þína til paradísar. Ég mun sakna þess svo mikið að spjalla og hlæja með þér. Ég mun sakna þess að heyra ekki rödd þína í símanum. Sakna búðaferðanna okkar. Sakna þín. Takk fyrir að vera mér svona góð vinkona, fyrir að vera hluti af lífi mínu. Börnin mín og barnabarn biðja fyrir þakklæti til þín, fyrir að vera þeim svo yndisleg amma. Vona svo að þú vakir yfir okk- ur, þar til við hittumst á ný. Blessuð sé minning þín, mín kæra, elska þig alltaf. Þín vinkona Dýrleif Ólafsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Okkar yndislega Branddís Guðmundsdóttir, eða amma Dísa eins og við kölluðum hana, er lát- in. Ég kynntist henni fyrst fyrir rúmum 20 árum þegar ég og maðurinn minn sem ég var þá tiltölulega nýbúin að kynnast fórum að sækja hana og Kristján út á Leifsstöð þegar þau voru að koma frá Kanaríeyjum. Þá geisl- aði hún af hamingju og umvafði mig strax með hlýju sinni og ör- læti sem alltaf einkenndi hana. Ég fann strax að ég var velkom- in í fjölskylduna. Amma Dísa var alltaf stór hluti af okkar lífi og eigum við henni mikið að þakka sérstaklega tengdust þær sterk- um böndum hún og Helga Guðný dóttir okkar Ella þar sem Branddís passaði hana mikið þegar hún var lítil. Branddís var lífsglöð kona, vinamörg, falleg og sterk og hafði mikið að gefa enda laðaðist fólk að henni. Það var yfirleitt mjög gestkvæmt í kringum hana, enda vildi hún hafa mikið af fólki í kringum sig eins og hún var vön á sínum æskuslóðum á Ströndunum. Nánast á hverju ári fórum við fjölskyldan með Branddísi á Strandirnar þar sem hún var uppalin og átti sumarbústað, Litla-Bæ. Þar hitti hún margt af sínu fólki og var að gaman að sjá hvað hún lyftist alltaf upp og var glöð að koma þangað. Það er mér ógleymanlegt þegar ég fór þangað í fyrsta sinn á ættarmót, ég var stödd í eldhúsinu hjá Rögnu systur hennar á Drangs- nesi þá voru þær þarna allar þrjár systurnar Branddís, Ragna og Didda og ég hugsaði það eru eins og þrjár Branddísir hérna því þær höfðu allar þessa fallegu björtu og hlýju rödd og töluðu og hlógu hver í kapp við aðra, þetta er eitt af þessum ógleymanlegu augnablikum í lífinu. Við getum ennþá þakkað fyrir þann tíma sem við áttum með henni fyrir norðan í fyrrasumar þar sem þetta var hennar síðasta ferð í sveitina sína sem hún elsk- aði svo mikið. Það verður erfitt að sætta sig við það að engin amma Dísa verður lengur til staðar fyrir okkur sem eftir stöndum en við munum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman með henni. Það var okkur fjöl- skyldunni mikils virði að hún gat komið til okkar upp í sumarbú- stað núna í vor. Þá leið henni frekar vel og gat notið sín eins og hægt var miða við hennar ástand á þessum tíma. Við spil- uðum Kana fram á nótt þessa helgi og hafði hún mikið gaman af. Það voru forréttindi að fá að umgangast og þekkja svona góða konu sem Branddís var og munu góðar minningar um hana alltaf fylgja mér og minni fjölskyldu. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Margrét. Branddís Ingibjörg Guðmundsdóttir ✝ Bróðir okkar, EIRÍKUR ÞORSTEINSSON frá Blikalóni, Aðalbraut 5, Raufarhöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, laugardaginn 4. ágúst. Útför fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Sigmar Þorsteinsson, Þorbjörg Jónatansdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jóhann Kristinsson, Grétar Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Árni St. Guðnason. ✝ Ástkær systir og frænka, ÞÓRUNN STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Snorrabraut 32, Reykjavík, lést á handlækningadeild Landspítalans þriðjudaginn 7. ágúst. Jarðsungið verður frá Áskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Ósk Jónsdóttir og systrabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, LÁRUS JÓNASSON, Lalli á Hellu, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Dröfn Lárusdóttir, Hrönn Lárusdóttir, Drífa Lárusdóttir, Ari Lárusson, Örn Lárusson, Sighvatur Lárusson, Fjóla Lárusdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR M. KJERÚLF, Dalskógum 8a, Egilsstöðum, lést á heimili sínu 6. ágúst. Útförin fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Elísabet G. Kjerúlf, Aðalbjörg G. Kjerúlf, Jón Pétur Einarsson, Rúnar Ólafur Axelsson, Valdís Hauksdóttir, Ægir Axelsson, Vigdís Hulda Kristjánsdóttir, Kolbrún Axelsdóttir, Steinar Gunnarsson, Gunnlaugur Axelsson, Harpa Hlín Jónasdóttir, Una Björk Kjerúlf og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.